Morgunblaðið - 11.04.1967, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 11.04.1967, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 1967. 31 Hefur lagt tæpa millj. til kirkjunnar Kvenfélag Hallgrímskirkju 25 ára U Thant í jndlandi Ceylon vill oð Vietnam-rikin ráöi sjálf ráðum sinum KVENFÉLAG Hallgrímskirkju er tuttugu og fimm ára um þessar mundir og minnist af- mælisins me3 hófi að Domus Medica næstkomandi miðviku- dagskvöld. Er félagið var stofn- að var Hallgrímssöfnuður ung- ur og eignalaus, en jafnframt Stórhuga og áræðinn. Kvenfélagið setti sér það mark þegar í upphafi að láta ekki sitt eftir liggja til þess að söfnuðurinn eignaðist vel búna og fagra kirkju, sem hæfði minn ingu sálmaskáldsins frá Saur- bæ. Starfsemi Kvenfélags Hall- ímskirkju hefur verið þríþætt. fyrsta lagi hefur félagið frá upphafi lagt mikla áherzlu á fé- lagslíf safnaðarins og hefur í því skyni gengizt fyrir fræðslu- og skemmtikvöldum, þar sem fram hafa komið listamenn, sem bæði hafa sungið og lesið upp, og einnig hafa verið fluttir fjöl- margir fyrirlestrar og erindi á þessum fundum félagsins. f öðru Iagi hefur kvenfélagið lagt mikið kapp á að afla fjár til kirkjunnar. Hafa félagskon- ur í því augnamiði lagt á sig mikið starf í sambandi við kaffi- sölu, basar, merkjasölu og í eina tíð gekkst kvenfélagið fyrir úti- skemmtun í Hljómskálagarðin- um með mjög góðum árangri. Setti kvenfélagið sér í uppháfi að afla fjár til muna handa kirkjunni og hefur sú starfsemi borið góðan árangur. Þannig hefur kvenfélagið gefið kirkj- unni vandað pípuorgel, Ijósa- krónur, kertastjaka, fermingar- kyrtla, bikara- og tvo hökla. Er annar hökullinn saumaður af frú Sigrúnu Jónsdóttur, en hinn af frú Unni Ólafsdóttur, sem auk þess hefur ásamt manni sín- um Óla ísakssyni, gefið kirkj- unni þriðja hökulinn, svartan, sem eingöngu er borinn á föstu- daginn langa. f þriðja lagi hefur svo Kven- félag Hallgrímskirkju á síðari árum í vaxandi mæli aflað fjár til sjálfrar kirkjubyggingarinnar og hefur lagt af mörkum rúm- lega 5% alls byggingarkostnað- ar kirkjunnar til þessa, sem er hátt í eina milljón króna. Auk þess, sem nú hefur ver- ið talið, hefur Kvenfélag Hall- grímskirkju frá upphafi lagt mikla áherzlu á að hlynna að eldri konum innan safnaðarins og hefur þeim verið boðið sér- staklega á eitt skemmti- og fræðslukvöld árlega hin síðari ár. Það hefur auðveldað Kven- félagi Hallgrímskirkju starfsem- ina frá upphafi. að félagið hefur haft ókeypis aðgang að sam- komusal í Iðnskólanum. En nú rætist úr félagsheimilismálum kvenfélagsins er norðurálma Hallgrímskirkju verður tekin í notkun, en þar fær kvenfélagið inni með starfsemi sína. Verður þar ágætt eldhús, rúmgott og búið fullkomnum tækjum og einnig rúmgóðir salir fyrir kaffi- veitingar og fundi. Stjórn Kvenfélags Hallgríms- kirkju skipa nú: frú Þóra Ein- arsdóttir, formaður, frú Guðrún Ryden varaformaður, frú Svan- laug Einarsdóttir, gjaldkeri, frú Sigríður Guðjónsdóttir, ritari, frú Sigríður Guðmundsdóttir, frú Lydía Pálmarsdóttir, frú Sigrid Karlsdóttir og frú Rósa Blöndals meðstjórnendur. Nýju Dehli, 10. apríl NTB. C THANT, aðalritari S. Þ. kom í dag til Nýju Dehli frá Colom- bo höfuðborg Ceylon. Hann mun dveljast á Indlandi í þrjá daga og m. a. veita viðtöku heiðurs- verðlaunum Indverja fyrir ó- þrjótandi starf hans að þvi að auka skllning þjóða í milli. Þá mun hann og ræða Vietnammál ið við frú Indiru Ghandi, for- sætisráðherra. - KOMMTJNISTAR Framhald af bls. 32. skriflega úrsögn sína úr Alþbl. á fundinum og hið sama gerði Einar Bragi, rit- höfundur. Fram komu tvær tillögur um framboðslistann í Reykja vík. Hörður Bergmann mælti yrir lista er hann flutti ásamt öðrum um að eftirtald- ir menn skipuðu listann. 1. Magnús Kjartansson, 2. Ein- ar Hannesson, 3. Eðvarð Sig- urðsson, 4. Jón Hanníbalsson. 5. Adda Bára, 6. Ingi R. Helga son. Guðmundur J. og fleiri báru fram eftirfarandi lista: 1. Magnús Kjartansson, 2. Eðvarð Sigurðsson, 3. Jón Snori Þorleifsson, 4. Ingi R. Helgason, 5. Sigurjón Þor- bergsson. Síðarnefndi listinn fékk 254 atkvæði en hinn fyrr- nefndi 81 og báru því komm- únistar algjöran sigur af hólmi. Má nú vænta mikilla tíðinda næstu daga. U Thant lét svo ummælt við konAina til Nýju Dehli, að hann væri þess fullvisss að viðræður hans við frú Ghandi yrðu hinar gagnlegustu. Utanríkisráðuneyti Ceylon gaf út yfirlýsingu til fréttastofnana skömmu eftir brottför U Thants frá Colombo og sagði þar að Dudley Senanayake, forsætisráð herra Ceylon, hefði lagt til við U Thant, að haldin yrði ráð- stefna fultrúa stjórnanna í Suð- ur- og NorðurVietnam og full- trúar Viet Cong ættu þar einn- ig sæti. Þá sagði og í yfirlýsing- unni að sendiherra Ceylon í Pek ing, Robert Gunawardene, hefði verið sendur til Hanoi til við- ræðna við stjórn N-Vietnam. Til laga forsætisráðherrans byggist á þeirri grundvallarreglu að inn anríkismál hljóti jafnan að vera einkamál lands þess er í hlut eigi hverju sinni og erlend af- skipti séu þar ótilhlýðileg og ættu ekki að líðast. Þá segir og að Ceylon hafi ekki á því neina trú að landi verði skipt svo vel fari og beri hinum þrem aðil- um að styrjöldinni í Vietnam að leysa vandamál sín sjálfir og án íhlutunar annarra. U THANT HJÁ PÁFA Genf, 6. april (AP) TALSMAÐUR Sameinuðu þjóðanna skýrði frá því í Genf í dag að U Thant, fram- kvæmdastjóri SÞ gengi á fund Páls páfa á morgun. Ekki er vitað um ástæðuna fyrir fundi þeirra U Thants og páfa, en búizt er við að Vietnam-málið beri á góma. Þetta er í þriðja skipti, sem þeir hittast. „Réttarhöidin“ hefjast 26. npríl París, 10. apríl — NTB EXISTENSÍALISTINN Jean- Paul Sartre og hinn aldraði heim spekingur Bertrand Russell upp lýstu í dag, að „stríðsglæparétt- arhöld“ þau, er þeir sviðsetja, muni hefjast í París 26. april nk. Einungis blaðamenn og valdir gestir fá að vera viðstaddir „rétt arhöldin", sem fara fram - í Continental-hótelinu í hjarta Parísar. f þessu hóteli höfðu SS- sveitir nazista höfuðbækistöðvar sínar í heimsstyrjöldinni síðari. Svo sem kunnugt er á hinn sjálfskipaði dómstóll að skera úr um hvort bandamenn S-Viet- nam-stjórnarinnar hafi framið stríðsglæpi í Vietnam. Undir leiðsögn Sartre hefur undirbún- ingur „réttarhaldanna" farið fram f Lundúnum og París sL þrjá mánuðL - ÓEIRÐIR Framhald af bls. 1. yfirfull af lygum, en í þetta sinn segja þeir satt. Það eiga eftir að verða skjótar breyting- ar í þessu þjóðfélagi .Ef við njót- um ekki réttlætis mnnum við splundra þessu landi". Á mánudag héldu staðbundnar óeirðir áfram og stúdentar og lögreglumenn skiptust enn á skotum. Talsvert var um inn- brot og þjófnað í verzlunum í negrahverfinu við Fisk-háskól- ann. Ekki hefur komið til kynþátta átaka í Nasville síðustu fjögur ár. BæH um samszúngsaðild BandaSags háskólamenntaðra manna Lögreglan ungl- ingaskemmíun — og kjarðsamninga við opin- bera starfsmenn á Alþingi í gær MAGNÚS Jónsson, fjármálaráð- herra, gerði í gær í Efri de;ld Alþingis grein fyrir frv. sem rík- isstjórnin hefur lagt fram á Al- þingi um breytingu á lögum um kjarasamninva opinberra starfs- manna. Sagði fjármálaráðherra að breytinar bessi væri verð skv. óskum BSRB, sem teldi nanð- synlegt að framlengja lögbundna fresti vegna óvissu sem fram- undan væri. Fjármálaráðherra sagði að 1965 hefði verið skipuð nefnd til að endurskoða lög um kjarasamn- inga opinberra starfsmanna. Lík- ur voru á að nefndin gæti lokið störfum og frv. yrði lagt fyrir þing en það tókst ekki en hins vegar þótti skv. framan- sögðu óhjákvæmilegt að gera BANDARÍSKU hjónin Milton og Peggy Salkind eru ekki ókunn reykvískum tónicikagest- um. Þau eru ein af þeim sára- fáu tónlistarmönnum. sem ferð- asv um heiminn og leika fjór- hent á píanó. Fyrst komu þau hingað fyrir fjórum árum og léku þá fyrir Musica nova, og þá nær ein- göngu nýja píanómúsík. Ári síðar léku þau hér í Reykja- vík á vegum Tónlistarfélagsins í Austurbæjarbíói. Nú eru þau aftur hér á ferðinni. Þau hafa þær breytingar sem nú er lagt til. Fjármálaráðherra sagði að í vetur hefðu stórir hópar gengið undan merkjum BSRB og m. a. komið fram kröfur frá Banda- lagi háskólamenntaðra manna um samningsaðild. Af þeim sök- um væri nauðsynlegt að athuga mál þetta allt nánar. Ráðherrann sagði að samkomulag hefði náðst við BSRB um endurskoðun á launaflokkakerfinu og hefifi menn farið utan til þess að kanna fyrirkomulag mála þess- ara í öðrum löndum. óiafur Jóhannesson (F) spurði hvað stæði í vegi fyrir því að Bandalagi háskólamenntaðra manna yrði veitt samningsaðild ekki sízt þar sem BSRB hefði meðferðis ný-uppgötvuð til- brigði eftir Chopin, sem þau fundu í Póllandi. Þau hafa einnig meðferðis tónsmíðar eftir Ben Weber, Debussy, Felciano og eina óþekkta íslenzka tón- smíð. Þess vegna býður Musica nova öllum, sem áhuga hafa, að koma á tónleika Miltons og Peggy Salkind í sal Tónlistar- skólans í Reykjavík á miðviku- dagskvöldið, 12. þ.m., kl. 11. Aðgangur er ókeypis. ekkert við það að athuga. Magnús Jónsson sagði að mál þetta væri flóknara en svo að hægt væri að taka um það skjótar ákvarðanir. Allar líkur væru á því að BSRB gæti sundr- azt enn meir en orðið væri. 1 Bandalagi háskólamenntaðra manna væru ekki einungis ríkis- starfsmenn. í vetur hefði sú þróun ágerzt að stórir hópar segðu sig úr BSRB. Ef hejlir hópar rí'kisstarfsmanna neituðu að vera aðilar að BSRB yrði tæplega hjá því komizt að viður- kenna slík samtök eða er hægt að banna öllum öðrum en há- skólamenntuðum mönnum að segja sig úr BSRB? Það þarf að byggja upp heilsteypt launa- kerfi hins opinbera og erfiðara er að ná samningum um skipt- ingu í launaflokka við marga aðila. SKAÐABÆTUR Stokkhólmí, 6. apríl (NTB) VERKAMENN vi» Eriksbergs skipasmiðastöðina í Gauta- borg sem í ágúst sl. lögðu nið ur vinnu til að mótmæla notkun stimpilklukku á vinnustað, hafa verið dæmdir til að greiða vinnuveitendum sínum skaðabætur. Nema skaðabæturnar 100 sænskmn krónum á hvern þann, er lagði niður vinnu 17. ágúst, en þeir, sem einnig lögðu nið ur vinnu 19. ágúst, eiga að greiða 200 s. kr. Bandarísk hjón leika á psanó hjá Musica Nova Hr. ritstjóri. Vegna fréttar í blaði yðar 9. apríl 1967, með yfirskriftinni „Fulltrúi uhgu kynslóðarinnar 1967“, vil ég taka fram eftirfar- andi út af ummælum í niðurlagi greinarinnar, þar sem segir m a.: „Tvisvar horfði þó til vandræða. Þegar verið var að hleypa inn, stóðu fyrir fulltrúar frá barna- verndarnefnd og lögreglu og munu hafa verið óþarflega stíf- ir, því að töluverður órói gerði vart við sig. Það ætti að vera óþarfi að vera með miklnn strangleika við svona tækifæri". Hvorki lögreglan né barna- verndarnefnd hafði neitt v:ð skemmtunina að atihuga, he’.dur hitt á hvaða tíma hún var hald- in. Við álítum að skemmtanir sem ætlaðar eru börnum og jng lingum eigi ekki að vera nmð- næturskemmtanir. og hefjast eft ir að útivistartíma barna lýkur. Ástæðan til þess að barnavernd- arnefnd og lögreglan höfðu af- skipti af skemmtun þessari var sú, að framfylgja 19. gr. lög- reglusamþykktar Reykjavíkur. Margir foreldrar og skólastjór ar hafa hringt til lögreglunnar og kvartað yfir, að börnum og unglingum skuli stefnt lil skemmtanahalds, sem byrjar undir miðnætti og stendur fram til kl. 0200. Ég hefi rætt við þá aðila sem að skemmtun þessari stóðu, og hafa þeir fallizt á, að velja hentugri tíma, næst þegar boðið verður upp á svipaða skemmtun af þeirra hálfu. Skv. þeim upplýsingum sem ég tiefi fengið, mun skemmtun þessi hafa farið í alla staði vel fram. Með þökk fyrii hirtinguna. Bjarki Elíasson, yfirlögt egluþjónn. BIAÐBURÐARFOLK OSKAST í EFTIRTALIN HVERFI: Snorrabraut Aðalstræti Lambastaðahverfi Tjarnargata Miðbær Talið við afgreiðsluna sími 22480

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.