Morgunblaðið - 11.04.1967, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 11.04.1967, Blaðsíða 32
Hermann Jónsson úrsmiður Lækjargötu 2. ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 1967 Helmingi útbreiddara en nokkurt annað íslenzkt blað Flugvél kubbar há- spennulínu í sundur Rafmagnslaust i Landeyjum BERGÞÓRSHVOLI 10 apríl. — Það bar til hér við bæinn Kúfhól, að lítil flugvél frá Flugskólanum Þyt flaug á háspennulínuna og kubbaði hana í sundur. Vélin slapp með skemmdir, nenca hvað rúða brotnaði framan á vélinni. Flugmaðurinn og far- þegi vc í vélinni og tókst að fljúga henni að Hellu, þar sem gert var við gluggana. Var henni svo flogið til Reykjavíkur. Rafmagnslaust var í Landeyj- um í nokkra klukkutíma. Við- gerðarflokkur kom frá Selfossi og gerði við skemmdirnar á há- spennulínunni. Þetta gerðist um kl. 4.30 og var rafmagnið komið á um 8 leytið. Rafmagnsleysið varð mörg um til trafala, m. a. töfðust mjaltir víða. Fólk hér í sveitinni er gramt vegna þessa gáleysis flugmanns- ins, sem mátti þakka fyrir að verða ekki fyrir stórslysi. Þeir sem sáu atburðinn álítað, að tilgangurinn hafi verið að fljúga undir háspennulínuna. Óðinn tekur fjóra báta VARÐSKIPIÐ Óðinn tók fjóra báta sl. laugardagsmorgun fyrir meintar ólöglegar veiðar innan fiskveiðatakmarkanna. Varðskipið tók tvo báta út af Stokkseyri, aðeins 1.8 sjómílur frá landi. Bátarnir voru Þor- lákur ÁR 3 og Sæborg BA 25, sem gerð er út frá Vestmanna- eyjum. Þá tók óðinn Suðurey VE 20 út af Þorlákshöfn og á leiðinni til Vestmannaeyja tók varðskip- ið einnig Hrafn Sveinbjarnarson VE 141. MáJ skipstjóranna verða tekin fyrir í heimahöfnum. FréttaritarL Annasamt var í lyfjabuöum í gær og þurftu margir að biða talsvert lengi eftir afgreiðslu. Myndin var tekin í Ingólfsap óteki í gær. (Ljósm. Mbl. Sv. Þorm.) Lyfjafræðingar hófu verkfall í gær Næturvaktir falla niður — Apótekar- ar skiptast á afgreiðslu til lækna VERKFAIX lyfjafræðinga hófst í gærmorgun klukkan níu og síðan hafa apótekarar orðið að vera einir að af- greiða lyf sem búa þarf til í apótekunum sjálfum. Nætur- vaktir falla niður meðan á verkfallinu stendur en apó- tekarar skiptast á um að af- greiða til lækna þegar í nauð irnar rekur Birgir Einarsson. formaður Apótekararfélags fslands sagði að afgreiðsla á tilbúnum lyfjum héldi áfram með venjulegum hætti meðan hægt væri. f haust sögðu lyfjafræðing- ar upp samningum frá og með fyrsta janúar. I febrúar boðuðu þeir svo til verkfalls, þar sem samningaumleitanir höfðu verið árangurslausar, en ^ð beiðni ríkisstjórnarinn ar var þvi frestað meðan at- hugun færi fram, og saman- burður á launakjörum lyfja- fræðinga og annarra háskóla menntaðra manna. Morgun- blaðið hringdi í gær í nokkr- ar lyíjabúðir til þess að kynna sér ástandið þar, en apótekarar höfðu svo mikið að gera við að afgreiða Ivf að enginn þeirra hafði tíma til að svara í síma. Ekki mun þó hafa verið svo mikið meira að gera en á venjuiegum mánudegi, heldur var að þeir þurftu að taka að _,er störf þriggja til tjögurra lyfjafræðinga. Sem fyrr scgir verða tilbúin lyf afgreidd meðan hægt er. En öll lyfja- kaup frá útlöndum fara í gegnum heildverzlun og þar eiga Iyfjafræðingar að hafa eftirlit með sendingunum. Og þar stranda þær meðan á verkfallinu stendur. Formcr.n félaga lyfjafræðinga og apó- tekarar vildu ekki láta upp- skátt hversu mikið ber á milli hjá samningsaðilum. Morgunblaðið hafði í gær- kvöldi samband við To-fa Hjartarson, sáttasemjara rík- isins, og sagði hann, að ekk i hefði þá verið boðað til sátta- fundar milli deiluaðila. FÍ veitt lendingar- leyfi i Frankfurt? MORGUNBLAÐIÐ hringdi í gær til sendiherra fslands í Bonn, Magnús V Magnusson, og spurð- ist fyrir um, hvað liði umsókn Flugfálag- fslands um heimild til lendinga í Frankfurt. Sendiherrann sagði. að um- sóknin hefði verið lögð fra.n í september-mánuð’ sl. og hefði hún verið í athugun. Flugfé’ag íslands hefur sóti um tvær lend- ingar í viku í Frankfurt á sumr in og einu sinni ; viku á vetrum. Magnús Magnússon sagði, að hann hefði ástæðu til að halda, að umsónnin verði afgreidd bráð lega og niðurstaðan verði Flug- félagi ísiands hagstæð. Kommúnistar báru algeran sigur af hólmi: ,Ég hræðist það að nú sé búið að ganga af Alþýðubandal. dauðiT — sagði Hannibal Valdemarsson „Ég hræðist það að nú sé búið að ganga af Alþýðu- bandalaginu dauðu“ sagði sögulegs fundar Alþýðu- bandalagsins í Reykjavík, eftir að listi sem stuðnings- Hanníbal Valdimarsson í lok i menn hans höfðu borið fram Ríkisstjórnin leggur fram á Alþingi frumvarp til nýrra hafnalaga: Hluti ríkissjóðs við ytri mannvirki og dýpkanir hækki úr 40% í 75% — Hafnabótasjóði verði tryggðar 20 milljónir árlega — Framkvæmdaáætlun um bafnargerð til fjögra ára i senn RÍKISSTJÓRNIN hefur lagt fram á Alþingi frv til nýrra hafnalaga. Skv frv. er lagt til að hluti ríkissjóðs í kostn- aði við ytri mannvirki og dýpkanir hækki úr 40% í 75% en að þátttaka ríkisins í öðrum kostnaðarliðum verði óbreytt eða 40% af stofn- kostnaði annarra styrkhæfra hafnarmannvirkja. Skv frv. eru lög um hafnabótasjóð felld inn í hafnalög og verða tekjur sjóðsins þrenns konar. Framlög ríkissjóðs hækki í 8 milljónir króna, lagt verður á sérstakt hafna- bótasjóðsgjald á íslenzk skip 5 rúmlestir brúttó eða stærri og innheimt einu sinni á ári, kr. 12.00 á hverja nettó rúm- lest svo og á ÖII skip sem koma frá öðrum löndum til íslenzkra hafna kr. 12.00 á hverja nettó rúmlest. — Skemmtiferðaskip, sem að- eins flytja farþega greiða kr. 3.00 á hverja nettó rúmlest. í þriðja lagi verða svo tekjur af starfsemi sjóðsins. Samtals eiga þessir tekjuliðir að Framhald á bls. 14. til framboðs í Reykjavík hafði verið kolfelldur. For- maður Alþýðubandalagsins fékk vart málfrelsi á fundin- um vegna framíkalla og sví- virðinga fundarmanna í hans garð. Varaborgarfulltrúi Alþýðu bandalagsins x Reykjavík. Guðrún Helgadóttir afhenti Framhald á bls. 31. Akureyringur vilju iú einn skuttognrnnn Akureyri 10. apríl. GÍSLI Konráðsson, framkvæmda stjóri Útg’erðarfélag’s Akureyr- inga h.f. hefur skýrt frá þvi, að félagið hafi óskað eftir því við ríkisstjórnina, að fá einn hinna fjögurra skuttogara, sem fyrir- hugað er að fá tii landsins. Hefur félagið óskað eftir þvi, að fá að fylgjast með þeim athugunum, sem verið er að gera varðandi kaupin á fjórum skut- togurum af mismunandi gerð- um. — Fréttaritari.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.