Morgunblaðið - 11.04.1967, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 11.04.1967, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 1967. 19 - SKYRSLA Framnald af l>ls. 1. útvegs, íandbúnaðar, sjúkra- húsa, vega og skóla. Ræða Magnúsar Jónssonar fjármálaráðherra fer hér á eftir í heild. Skýrsla fjármálaráðherra Fyrst og fremst tel ég nauð- synlegt að leggja á það áJherzlu að hér er um bráðabirgðayfir- lit að ræða. Reikningum var að vísu formlega lokað um áramót samkv. gildandi 1., en engu að síður tekur það nokkra mánuði að vinna að skilagreinum stofn- ana og embætta ríkisins og ýms ar tekjur koma ekki inn fyrr en alllöngu eftir áramót. Þótt ekki séu líkur til, að heildarnið- urstöður breytist svo að nokkru nemi, tel ég nauðsynlegt að hafa hér á fyrirvara varðandi ein- staka liði. Það er föst venja, að endanleg greinargerð um af- komu ríkissjóðs næstliðið ár er ekki gefin fyrr en við 1. umr. fjárlagafrv. fyrir næsta ár. Mun það að sjálfsögðu einnig verða gert í ár og mun ég því ekki í þessum skýringum mínum ræða ýtarlega einstaka liði, held ur ■ gefa heildaryf irlit, sem á þó að geta sýnt í meginatriðum raunhæfa mynd af afkomu ríkis sjóðs á árinu 1966. Tekjur á rekstrarreikningi ríkissjóðs árið 1966 urðu 4 miljarðar, 642,2 milj. kr. og fóru því 847,8 millj. kr. fram úr áætlun. Munar þar tnestu um aðflutningsgjöld og söluskatt. Aðflutningsgjöld fóru 377,6 millj. kr. fram úr áætlun og söluskattur 242,6 millj. Staf- ar þetta af auknum innflutningi og aukinni viðskiptaveltu. Gjald af bifreiðum og bifhjólum fór 70,2 milj. kr. fram úr áætlun, enda óx innflutningur bifreiða etórkostlega frá næsta ári á und lan. Þá fóru tekjur af ríkisstofn- unum 94,9 millj. kr. fram úr áætlun og veldur því mjög auk- in sala Áfengis- og tóbaksverzl unör ríkisins. Er enginn vafi á því, að ólöglegur innflutningur áfengis hefur verulega minnkað og á það stóran þátt í aukning- unni, þótt neyzla innanlands muni einnig hafa vaxið nokkuð. Loks fór tekju- og eignarskatt- ur 63,4 millj. kr. fram úr áætl- un og stimpilgjöld 11,4 millj. kr. Áætlim fjárlaga um gjöld af inn lendum tollvörutegundum lesta- gjald af skipum, vitagjald, hluti ríkissjóðs af þóknun og gengis- mun gjaldeyrisbankanna og aðr ar tekjur stóðst svo til alveg, en aukatekjur urðu aðeins 54,2 millj. kr. í stað 70 millj., sem á- ætlað var. Með 1. frá 22. desem- ber 1965 voru aukatekjur ríkis- sjóðs hækkaðar allverulega og var gert ráð fyrir að þessi hækk un mundi gefa um 22 millj. í auknar tekjur. Mjög erfitt var að gera um þetta raunhæfa á- ætlun og auk þess mun það hafa ráðið nokkru, að hækkun þing- lýsingargjalda var ekki látin ná til lánsskjala, sem afgreidd höfðu verið fyrir áramót, en komu ekki til þinglýsinga fyrr en eftir áramót. Gjöld á rekstrar- reikningi ríkissjóðs árið 1966 urðu 3 milljarðar, 928,7 millj. kr. og fóru því 320,5 millj. kr. fram úr áætlun. Helztu skýringar þessara umframgjalda eru launahækkanir, auknar niður- greiðslur, auknar útflutnings- uppbætur og útgjöld vegna sér- stakra laga. Launahækkanir þeirra, er taka laun eftir launa- kerfi ríkisins, eru taldar hafa numið 134 millj. kr. umfram það, sem áætlað var á einstökum fjár lagalið. Er þar bæði um að.ræða afleiðingar af kjaradómi frá árs- byrjun 1966, þar sem kveðið var á um 7% hækkun grunnlauna opinberra starfsmanna, nokkrar launatilfærslur, sem hafa verið gerðar og afleiðingar vísitölu- breytinga. Hér við bætast svo um 40 millj. kr. hækkun, sem er vegna launahækkana annars starfsfólks og laun nýrra starfs- manna, sem nefnd samkv. 1. um eftirlit með starfsmannafjölgun, hefur heimilað. A 19. gr. voru veittar sérstaklega 107 millj. kr. til þess að mæta væntanlegum launahækkunum, þannig að raunveruleg umframgreiðsla á launaliðum er um 67 millj. kr. Þá hefur framlag til eftirlauna og tillag til lífeyrissjóðs hækk- að um rúmlega 14 millj. kr. um- fram áætlun fjárl. Utgjöld til félagsmála hafa einnig orðið um 15 millj, umfram fjárlagaáætl- un og stafar það einkum af launa hækkunum. Niðurgreiðslur fóru 54 millj. kr. fram úr áætlun fjárl. Stafar það annars vegar af hinni miklu hækkun niður- greiðslna á sl. hausti í sambandi við verðstöðvunina og hins veg- ar af því, að bókfærðar eru á árinu 1966 rúmar 37 millj. kr., sem inntar voru af hendi á því ári, en eru raunverulega niður- greiðslur vegna ársins 1965. Nið urgreiðslur, er námu 62 millj. kr. vegna ársins 1966, sem fram fóru eftir sl. áramót, eru hins vegar taldar með í bráðabirgða- yfirliti um gjöld ríkissjóðs árið 1966 og tekið tillit til þess í bráðabirgðayfirliti um greiðslu- jöfnuðinn. Raunveruleg hækk- un niðurgreiðslnanna er þó mun hærri en þessar tölur sýna, því að áformað hafði verið að mæta útgjaldaauka ríkissjóðs vegna aðstoðar við sjávarútveginn á þann hátt að lækka niður- greiðslur. Voru niðurgreiðslur í þessu skyni lækkaður verulega nokkru fyrir mitt ár, m.a. af- numdar niðurgreiðslur á fiski. En hinir miklu erfiðleikar, sem tóku að steðja að útflutnings- framleiðslunni á síðari hluta árs ins sökum mikils verðfalls á er- lendum m,örkuðum, leiddu til þess, að hverfa varð frá þess- um ráðstöfunum og taka í þess stað upp auknar niðurgreiðslur til þess að koma i veg fyrir auk inn tilkostnað útflutningsfram- leiðslunnar. Uppbætur á útflutt- ar landbúnaðarafurðir fóru 34 millj. kr. fram úr áætlun, sem stafar fyrst og fremst af því að greiðslur færðust á milli ára og útgjöld samkv. heimildarlögum og sérstökum lögum námu samt. um 92 millj. kr. Stafa þessi út- gjöld öll af hinum sérstöku ráð- stöfunum vegna sjávarútvegsins. Annars vegar voru greiddar 14,3 millj. kr„ sem voru eftirstöðv- ar af áætluðum framlögum til sjávarútvegsins á árinu 1965 og 77,6 millj. kr. hins vegar, sem veittar voru til aðstoðar sjávar- útveginum með 1. nr. 16 frá 1966. Af þeirri upphæð runnu 5 millj. til framleiðniaukningar í frystihúsum, 20 millj. kr. til uppbóta á línu- og handfæra- fisk og 7,6 millj. kr. til verð- uppbóta á skreið o. fl. Þar sem hverfa varð frá lækkun niður- greiðslna, til þess að mæta þess um aukaútgjöldum ríkisssjóðs, var hér um hreinan útgjalda- aufea að ræða. Alls nema um- framgreiðslur vegna þeirra liða, sem nú hafa verið taldir um 275 millj. af áðurnefndum 326,5 millj. kr. umframgreiðslum. Aðr ar umframgreiðslur dreifast nokkuð á ýmsa liði, en erfitt er að gera grein fyrir þeim í ein- stökum atriðum, þar sem end- anlegum frágangi reiknings er víða ólokið. Þegar bráðabirgða- yfirlitið er skoðað, ber að hafa í huga, að launahækkanir þær, sem veittar voru í einu lagi í 19. gr. fjárl., hefur verið skipt niður á viðeigandi fjárlagagrein ar, sem á við um mikinn hluta launaskatts, þannig að lítill hluti hans kemur fram á 19. gr., þó að hann hafi allur verið áætlaður þar á fjárl. Skýrir það í mörg- um tilvikum, að verulegu leyti, mun fjárlagatölu og reiknings- tölu, einkum á þeim gjalda- greinum, þar sem laun eru hlut fallslega stór liður. Má í því sambandi nefna stjórnarráðið, dómgæzlu- og lögreglustjórn, tollheimtu og skattheimtu, heil- brigðismál og fleiri liði. Kostn- aður vegna stjórnarráðsins fer nokkuð fram úr áætlun vegna vanáætlunar og einnig kostnað- ur við skattkerfið, m.a. vegna athugunar á staðgreiðslukerfinu. Einnig fer kostnaður um heil- brigðismál töluvert fram úr á- ætlun, sem einkum stafar af þeim kjarasamningum við lækna, sem gerðir vöru á árinu. Útgjöld vegna samgangna á sjó fara rúmlega 10 millj. kr. fram úr áætlun, enda var raunar vit- að fyrirfram, að þessi liður var vanáætlaður, því að til Skipaút- gerðar ríkisins voru aðeins veitt ar 24 millj. kr., en reksturshalli þess fyrirtækis hefði orðið 42 millj. kr. á árinu 1965. Reksturs halli Skipaútgerðarinnar varð á árinu 1966 35,2 millj. eða 7 millj. kr. lægri en árið áður og er það fyrst og fremst að þakka endur- skipulagningu á starfsemi fyrir- tækisins. Lögbundin framlög til fiskveiðasjóðs og aflatryggingar- sjóðs reyndust 6,5 millj. umfram áætlun og styrkir vegna jarð- ræktarlaga urðu 6 millj. kr. um fram áætlun. Halli Þjóðleikhúss og Sinfóníuhljómsveitar umfram áætlun var um 3 millj. kr. og ýmis rekstrarútgjöld ríkisstofn- ana hækkuðu umfram áætlun fjárl. um 13 millj. kr. Óviss út- gjöld urðu 19,3 millj. kr., en voru áætluð í fjárl. 19,1 millj. Meðtalinn er hér kostnaður vegna skiptimyntar, 2,3 millj., sem voru alger bráðabirgðaút- gjöld. Venjulega hefur verið hagnaður á skiptimyntinni, en þannig hefur staðið á sending- um árið 1966, að halli hefur á orð ið. Að þessum lið frátöldum eru óviss útgjöld 40,7 milljónir kr. undir áætlun. Hreyfingar skv 20 gr. þarfnast ekki margra skýringa. Tekin lán á árinu námu 126 millj. kr„ en þar af eru spariskírteinalán rúmlega 100 millj. Voru öll þessi lán tek- in innan ramma framkvæmda- áætlunar rikisins fyrir árið 1966 og fénu öllu ráðstafað í árslok að undanskildri 12,1 millj. af spariskírteinaláni. Veitt lán eru alls rúmlega 50 millj. kr. á ár- inu. Þar af eru rúmlega helm- ingur tollalán, sem veitt hafði verið rafmagnsveitum ríkisins og Landsvirkjun samkv. sérstök um lagaheimildum og tæplega 7 millj. kr. hafa verið lánaðar til Borgartúns 7, sem er skrifstofu- bygging í eigu ríkisins með sér- töku reikningshaldi. Önnur lán eru öll skyndilán vegna ýmissa framkvæmda stofnana á vegum ríkisins og eru hæst þeirra lána 3 millj. vegna rannsóknarstofn- unar atvinnuveganna að Keldna holti, 2 millj. vegna atvinnumála nefndar Norðurlands, 2 millj. vegna Iceland Food Center, 2,4 millj. vegna kalnefndar og 1,5 millj. vegna Sementsverksmiðj- unnar. Eru lán þessi annað hvort greidd þegar eða verða greidd alveg á næstunni. Útgjöld til hinna ýmsu fram- kvæmdaliða á 2. gr. hafa farið 15 millj. kr. fram úr áætlun. Hafa þau umframútgjöld verið óumflýjanleg af ýmsum ástæð- um. Skiptast þessar umfram- greiðslur á allmarga liði og tel ég ekki ástæðu til þess að rekja sérstaklega orsakir þeirra nema sérstakt tilefni gefist til. Greiðsluafgangur ríkissjóðs á árinu 1966 varð 474 millj. kr. alls samkv. bráðabirgðaniður- stöðu, en er samkv. reglum Seðlabankans ekki talinn vera nema kringum 400 millj. Greiðsluafgangur kemur þannig fram við uppgjör við áramót, að sjóður hjá ríkisféhirði hefur auk izt um 1.4 millj. kr. staðan á að- alviðskiptareikningi ríkissjóðs í Seðlabankanum hefur batnað um 398 millj. og bankainnistæð- ur hafa hækkað um 15.8 millj. Sjóðs- og bankainnistæður hafa þannig aukizt um 415.2 millj. kr. á árinu. Þegar saman eru tald- ir allir viðskiptareikningar rík- issjóðs og ríkisstofnana í Seðla- bankanum, að nettóinnstæða á þessum reikningum í árslok 1966 samtals 434.3 millj. í stað 103.1 millj. í árslok 1965. Heildarstaða ríkisins við Seðlabankann batn- aði því á árinu um 331.2 millj kr. Innistæður ríkissjóðs hjá Áfeng- is- og tóbaksverziun ríkisins og innheimtumönnum hafa vaxið um 91.5 millj. kr., en meginhluti þess fjár hefur komið inn á fyrstu mánuðum þessa árs. Þá hafði ekki verið skilað tekjum af rekstri Keflavíkurflugvallar, sem nam um 9 millj. kr. Fyrír- framgreiðslur vegna fjárl. 1967 hafa verið 96.1 millj. kr. hæiri en fyrirframgreiðslur voru vegna fjárl. 1966. En geymdar fjárveitingar frá fjárl. 1966 og eldri fjárl. hafa hækkað um 11.3 millj. kr. miðað við gey.'.nt fé í ársbyrjun 1966. Helztu fyrir- framgreiðslur vegna fjárl. 1967 eru 40 millj. kr. til styrktar tog urunum, því að vegna vaxandi rekstrarörðugleika þeirra á sl. ári, var fallizt á að greiða til þeirra fyrirfram alla fjárveitlng una á árinu 1967, sem raunar var rekstursstyrkur til togar- anna fyrir árið 1966, en styrkur- inn hefur alltaf verið greiddur ári eftir á. Þá voru 20 millj. kr. greiddar fyrirfram vegna reksl- urskostnaðar skóla, 6.5 mil'lj. kr. vegna vita- og hafnarmála, 3.5 millj. vegna kaupa á húsi í Von- arstræti og nokkrar millj. kr. til þess að geta staðið við greið'slur samkv. verksamningi í sam- ban’di við byggingu Menntaskól- ans í Hamrahlíð og Menntaskól ans á Laugarvatni. Þá var og ráðstafað fyrir áramót samkv. heimild í fjárl. 23.4 millj. kr. af greiðsluafgangi 1966. Eru það greiðslur í framleiðnisjóð land- búnaðarins og til aðstoðar við bændur á kalsvæðum 1965. Starfsemi ríkisábyrgðasjóðs var með óvipuðum hætti og ver- ið hefur sl. ár. Fjöldi nýrra ábyrgða var svipaður og næstu ár á undan, en upphæð þeirra hins vegar miklu hærri. Munar þar einkum um ihin erlendu lán, sem tekin voru vegna virkjunar Þjórsár. Einnig~voru veittar stór- ar ábyrgðir vegna kaupa á flig- vélum og síldarflutningaskipum. Greiðslur vegna vanskila á lán- um með ríkisábyrgð hafa farið stöðugt lækkandi þau ár, sem ríkisábyrgðasjóður hefur starfað, og varð lækkunin um 20 millj. kr. á sl. ári frá þvi sem var 1965. Þrjú síðustu ár hafa greiðsl ur verið sem hér segir í millj. kr. 1964 voru innleystar kröfur 155 millj. og endurgreiðslur skuldara 46 millj. eða nettó- greiðs'lur 109 millj. 1965 voru inleystar kröfur 179 millj., endur greiðslur skuldara 124 millj. og nettógreiðslur 95 millj. Og 1966 voru innleystar kröfur 108 millj., en nettógreiðslur sbuldara 73 millj. og nettógreiðslur 35 millj. Meðtaldir í nettógreiðslum eru vextir, sem reiknaðir hafa venð á vanskilaskuldir, en þeir voru 8 millj kr. 1964, 6 millj. kr. 1965 og 4 millj. kr. 1966. Tölur þær sem að framan getur, taka til allra þeirra greiðslna, sem ríkis áfbyrgðasjóði ber að standa straum af þ.e. greiðslna vegna endurlána á lántökum ríkissjóðs. Greiðslur eru að heita má ein- göngu vegna lána í sjálfsskulda- ábyrgð, en eftir því, sem þeim fækkar, ætti greiðsluibyrði rík- isábyrgðasjóðs að léttast. Greiðsl ur sjóðsins skiptast í höfuðatrið- um þannig árið 1966, en til sam- anburðar eru hliðstæðar tölur fyrir árið 1965: Vegna hafnarlána 7 millj. ár- ið 1966, en 12 millj. 1965. Vegna lána til fiskiðnaðar, síldar- og fiskimjölsverksmiðja 14 millj. á á árinu 1966, en 15 millj. á ár- inu 1965. Vegna togaralána 6 millj. á árinu 1966, en 18 millj. á árinu 1965 og vegna annarra lána 8 millj. árið 1966 á móti 10 millj. 1965. Af þessu sést, að það eru eink um greiðslur vegna hafnarlína og togaralána, sem dregizt ,iafa saman, en greiðslur vegna ann- arra lána hafa sem næst staðið í stað. Árin 1962 og 1963 var veru- legur greiðsluafgangur hjá ríkvs sjóði, 161 millj. 1962 og 124 millj. 1963. Var þessum greiðsluaf- gangi ýmist varið til skulda- greiðslna eða til annarra þarfa Á LAUGARDAGINN samþykkti neðri deild Alþingis við þriðju umræðu frv. um afnám einka- sölu á viðtækjum, og er frv. þar með orðið að lögum. Samkvæmt því, verður Viðtækjaverzlun ríkisins lögð niður. Eignir við- og af greiðsluafgangi 1962 voru sérstaklega lagðar til hliðar 100 millj. kr. í jöfnunarsjóð, er nota skyldi, ef um greiðslulhalla yrði að ræða. Á árinu 1964 varð vera legur greiðsluhalli hjá ríkissjóði, 257.8 millj. kr. af ástæðum, sem ég hef áður skýrt í fjárlaga- ræðu 1965. Á árinu 1965 varð enn 90.7 millj. kr. greiðsluihalli, en á því ári voru sérstakar ráð- stafánir gerðar til að koma ríkls búskapnum aftur í jafnvægL Með því að nota jöfnunarsjóð- inn frá 1962 að fullu upp 1 greiðsluhallann, verða eftir- stöðvar hans um 247 millj. kr. Það hlýtur að vera eðli má'lsins samkVæmt, enda hin brýnasta nauðsyn á þenslutímum að jafna, yfirdráttarskuldir vegna greiðslu halla strax og hagur ríkissjóðs leyfir. Sú nettóupphæð er til ráðstöfunar getur verið á greiðsluafgangi ársins 1966, er því tæplega 230 mil'lj. kr. og er þá ekfcert tillit tekið til aukinn- ar rekstursfjárþarfar. Af þessu er hv. þm. væntanlega ljóst, að greiðsluafgangi ársins hefur þeg ar verið ráðstafað að fullu. 140 millj. hafa verið lagðar til verð- tryggingasjóðs vegna sjávarút- vegsins, 30 millj. varið til hag- ræðingarsjóðs landbúnaðarins, 3.2 millj. vegna aðstoðar við bændur á kalsvæðum og 53 millj. kr. er lagt til að verja til vega og skóla og sjúkrahúsa inn an ramma framkvæmdaáætlun- arinnar 1967. Loks mun ekki verða hjá þvi komizt að færa 20 millj. af fyrirframgreiðslu til tog aranna á sl. ári sem umfram- greiðslu á því ári, til þess að auð ið verði að greiða til þei.ra á miðju þessu ári 20 millj. vegna úthaldsins fyrri hluta ársins. Vitanlega hefði verið skynsam legast að leggja greiðsluafgang- inn nú að verulegu leyti í jö' i- unarsjóð, því að ekki þarf m'kið út af að bera, svo að reksturs- halli geti orðið 100—200 millj. kr. miðað við hina miklu velt-vJ ríkissjóðs og margs konar ov'.ii'l um afkomu hans þegar á þessu ári. Þetta var þó ekki talið auðið fyrst og fremst vegna hiinar brýnu nauðsynjar að ge*a vc.tt útflutningsframleiðslunni að- stoð án nýrrar s'kattlagningar. Það má líka teljast mikilvægt spor að hafa getað jafnað að fullu halla áranna 1964 og 1965, þannig að hreint borð sé að þessu leyti við Seðlabankann. - HAFNALÖG Framhald af bls. 14. ar ekki er vitað um framkvæmd ir, fyrr en að þeim er komið á því ári, er vinna skal. Annað og þessu óskylt atriði, en til hagsbóta fyrir margar hafnir, er það nýmæli, að hafn- argjöld skuli samræmd, og er veitt samkvæmt frumvarpinu heimild til handa ráðuneytinu að gera slíkar breytingar á gjald- skrám, jafnvel án þess, að þess sé óskað af viðkomandi hafnar- stjórn. Þess eru nú dæmi, að hafnarsjóðir láti lán falla á rík- isábyrgðasjóð en taki á sama tíma óeðlilega lág hafnairgjöld og í engu samræmi við gjöld í ná- lægum sveitafélögum. 6 ára drengur TJM kl. 4.50 í gær varð það slys á gæzluvelli Bræðraborgar, að 6 ára drengur, Ólafur ólafsson, Bræðraborgarstíg 21, féll ofan af skiir og brotnuðu báðar pípur I framhandlegg hægri handar og skrámaðist drengurinn einnig lít illega í andliti. tækjaverziunarinnar renna að hluta til Sinfóníuhljómsveitar- ir.nar og til Þjóðleikhússins, en afgangur rennur til Ríkisútvarps ins, enda taki það á sig allar - kuldbindingar V ðtækjaverzl- urarinr.ar. Viðtœkjaverzlun ríkisins hœtfir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.