Morgunblaðið - 11.04.1967, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 11.04.1967, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 11. APRÍL 1967. Þingmál í gær NEfc'RI DEILD: Atkvæðagreiðsla var um frv. til Orkulaga í lok annarrar umræðu málsins. Voru allar breytingartillögur meirilhluta fjárhagsnefndar samþykktar, en aðrar felldar. Frumvarpið var síðan, að viðhöfðu nafnakaili, vísað til þriðju umræðu. Jónas Pétnrsson (S), mælti fyr- ir nefndaráliti landbúnaðar- nefndar við aðra umr. frv. um Búreikningastofu landbúnaðar- ins. Var frv. síðan samþykkt og því vísað til þriðju umræðu. Frumvarp um sölu sex eyði- jarða í Grýtubakkahreppi var til fyrstu umræðu. Var frv. vísið til annarrar umr og landbúnsð- arnefndar Gísli Guðmundsson (F), mælti fyrir nefndaráliti landbúnaðar- nefndar við aðra umr frv. U’n sölu lands úr jörðinnj Grem- vík i Grýtubakkalhreppi Var frv, sambykkt og því vísað til þriðju umræðu. Frumvarp um sölu kristfjárjarð arinnar Litlu Þúfu va rtil þriðju umr. Var frv. samþykkt, og það sent forseta efri deildar til með- ferðar. KVÖLDFUNDUR var ’haldinn í neðri deild í gær. Voru tekin fyrir þessi mál: Frumvarp um bátaábyrgðar- félög var til fyrstu umr. Var frv. vísað til annarrar umræðu og sjávarútvegsmálanefndar. Frumvarp um Samábyrgð fs- lands og á fiskiskipum var einnig til fyrstu umræðu. Frv. var vís- að til annarrar umræðu og sjáv- arútvegsnefndar. Frumvarp um sölu lands úr jörðinni Grenivík í Grýtubakka- Nýju hafnalögin: Stórfelldar umbætur í hafnamálum Úr ræðu Sigurðar B/arnasonar 1 ræðu sem Sigurður Bjarnasonar flutti í neðri deild Alþingis í gær við fyrstu umræðu hafnalaga- frumvarpsins sagði hann m. a. að þetta frv. til nýrra hafnalaga fæli í sér miklar breytingar og umbæt- ur í þágu hafnanna og byggðalaga þeirra. Góð hafn- arskilyrði væru frumskilyrði útgerðar og framleiðslu. Stækkandi háta- og skipafloti krefðist fulkomnari hafna. Nú er það hinsvegar svo, sagði Sigurður Bjarnason að allmörg byggðarlög f öllum landshlutum eru að sligast undir kostnaði við hafnargerð ir sínar, sérstaklega þau, þar sem aðstaða er erfið frá nátt úrunnar hendi og byggja hef- ur þurft dýra ytri garða og framkvæma miklar dýpkanir. Með þessu frv. eru I senn gerðar ráðstafanir, sem eiga að hjálpa þessum byggðar- lögum, og veita aukna aðstoð þeim sem skemmra era á veg komnir með hafnarferðir sin- ar. Höfuðumbæturnar sem þetta frv. hefur í för með sér fyr- ir hafnirnar eru þessar: 1) Hluti ríkissjóðs af stofn- kostnaði hafnargarða er hækkaður úr 40% upp í 75%. Sama hækkun verður á hluta ríkissjóðs í dýpkunum á aðal siglingarleiðum að og frá höfn. Þessar framkvæmdir hafa reynzt dýrastar og erfiðast- ar viðfangs fyrir hin ýmsu byggðarlög. Þesssvegna er hækkun ríkissjóðsframlagsins til þeirra mjög þýðingarmik- il. 2) f öðru lagi er lagt til, að ábyrgðaheimild ríkissjóðs mið ast við, að kostnaðarhluti rík issjóðs og upphæð ábyrgðar nemi 90% styrkshæfs kostn- aðar þess áfanga, sem lán er tekið til. 3) í þriðja lagi er gert ráð fyrir að gerðar verði fram- kvæmdaáætlanir um hafna- gerðir til fjögurra ára í senn. Skulu slíkar áætlanir endur- skoðaðar á tveggja ára fresti. Áætlanirnar skulu lagðar fyr ir sameinað þing, sem grund- völlur skiptingar þess fjár, er Álþingi veitir til hafnar- gerða hverju sinni. Er hér Sigurður Bjarnason um merkilegt nýmæli að ræða, sem leiða ætti til auk- innar festu í hafnarfram- kvæmdum. 4) í fjórða lagi er hafna- bótasjóður stórefldur, bæði með hækkun framlaga úr rík- issjóði sérstökum nýjum tekjustofni og 350 millj. kr. lánsheimild. Sérstaklega vill ég vekja athygli á því nýmæli í starf- semi sjóðsins, að honum er heimilt að styrkja hafnar- sjóði, sem eiga við sérstaka fjárhagserfiðleika að stríða vegna erfiðrar aðstöðu og dýrrar mannvirkjagerðar. Er þetta ákvæði fyrst og fremst sett til hjálpar þeim byggðar lögum, sem eru að sligast und ir dýrum hafnarframkvæmd- um síðustu ára. Má raunar segja, að endurskoðun hafna- laga hafi fyrst og fremst verið gerð í þessu skyni, jafn hliða því, sem reynt er að leysa þörf framtíðarinnar fyr ir góðar, öruggar og fullkomn arhafnir. Þegar á alt er litið sagði Sigurður Bjarnason er það einlæg von mín, að þetta frv. fái skjóta og góða afgreiðslu á þessu þingi, enda þótt það sé seint fram komið. Að sjálf sögðu er það ekki alfullkom- ið frekar en önnur mannanna verk. En í því felast, eins og ég sagði í uphafi, stórfelldar umbætur í þágu hafnanna í öllum landshlutum. Þess vegna vona ég, að um það geti tekist góð samvinna milli allra þingflokka, er sýnt hafa mikinn áhuga á því á undan- förnum árum, að stuðningur ríkisins við hafnar- og lend- ingarbætur verði aukinn, út- gerð og siglingum lands- manna til eflingar og hags- bóta. hreppi, var til þriðju umræðu. Var frumvarpið samþykkt og það sent. forseta efri deildar til fyrir- greiðslu. Guðlaugur Gíslason (S) mælti fyrir nefndaráliti félagsmála- nefndar við aðra umr. frum- varps um heimild til að selja Kópavogskaupstað nýbýlalönd. Hafnalögin til fyrstu umrœðu FYRSTA umræða um frv. ríkls- stjórnarinnar um hafnalög var til umræðu í gær í N.d. Tók fyrstur til máls Eggert G. Þor- steinsson, sjávarútvegsmálaráð- herra, og fylgdi frv. úr hlaði. Þá tóku einnig til máls Sigurður Bjarnason og Gísli Guðmunds- son. Var frv. að lokinni umræðu visað til annarrar umræðu og sjávarútvegsnefndar. Eggert G. Þorsteinsson mælti fyrir frumvarpinu og rakti að- draganda þess. Sagði hann, að Eggert G. Þorsteinsson það hefði lengi verið skoðun margra, að eðlilegt væri að h.undraðshluti kostnaðar ríkisins væri mismunandi eftir því hvort um væri að ræða ytri hafnarmannvirki eða hin innri. Þá rakti ráðherra efnisatriði frumvarpsins og sagði að frv. stuðlaði að betri nýtingu á fjár- munum, aukinni skipulagningu i hafnarframkvæmdum vegna ákvæðanna um áætlanagerð, er í frumvarpi eru. Þá benti ráðherra á, að hlutur ríkisins í kostnaði af ytri hafn- armannvirkjum væri aukinn upp í 75%, og væri það 10 til 15% hækkun á heildarkostnaði ríkis- ins eða iö ti) 15 millj. á ári Sjávarútvegsmálaráðh. sagði að gjörbylting hefði orðið í stærð fiskiskipa undanfarinn áratug Þessi þróun hefði orðið til að kalla á aukið hafnarrými. Hinsvegar væri afkoma margra hafna þannig, að þeim væri al- gjörlega um megn að stækka sig. Væri frv. m. a. ætlað að gera þessum höfnum léttara fyrir með stækkun. Þá gat ráð- herra þess einnig, að heimild væri í frv. að samræma hafnargjöld, enda væru þau mjög mismunandi eftir höfnum og gjaldreglur óþarflega flókn- Ráðherra sagði í 1 okin að hann vonaði að þingmenn mætu hinar efnislegu breytingar frv. og veittu því stuðning sinn. Gísli Guðmundsson (F) rakti í upphafi ræðu sinnar störf og verkefni Atvinnutækjanefndar, er á sínum tíma endurskoðaði hafnalögin, þótt ekki hefði meira unnist af því. Taldi hann þá nefnd hafa unnið gott starf, en þótti miður hversu lengi hefði dregizt að leggja fram frv. um ný hafna- (ög. Því fagn- aði hann þessu frumvarpi og þeim hugmyndum, er í því væru, og teknar hefðu verið upp úr tillögum Atvinnu- tækjanefndar. Þá raeddi hann ýmis efnis- atriði frumvarpsins og taldi þar margt til bóta, er stuðlað gæti að þvi, að létta byrði sveitar- félaganna við byggingu hafn- armannvirkja. Kvaðst haon hlynntur því, að frumvarpið næði fram að ganga á þessu þingi. í lokin gagnrýndi hann ýmis efnisatriði frumvarpsins. - HAFNALOG Framhald af bls. 32 nema kr. 20 milljónum á ári. Þá er Hafnabótasjóði heimil- að að taka lán til starfsemi sinnar allt að 350 milljónir króna. Frv. gerir ráð fyrir að gerð verði framkvæmdaáætlun til fjögurra ára í senn um hafn- argerðir og skulu slíkar til- lögur miðaðar við skiptingu þess fjár, sem áætlað er til hafnagerða í almennri fram- kvæmdaáætlun ríkisins. Þessi framkvæmdaáætlun skal leggjast fyrir Sameinað Al- þingi. Loks er ráðgert með frv. þessu að sétt verði á stofn Hafnamálastofnun ríkisins og embætti hafnamálastjóra sem jafnframt gegnir starfi vita- málastjóra. í nefndinni sem endurskoðaði hafnalögin áttu sæti Aðalsteinn Júlíusson, vita- og hafnamálastjóri, for- maður, Benedikt Gröndal, alþm., Brynjólfur Ingólfsson, ráðuneytisstjóri, Guðlaugur Þorvaldsson, ráðuneytisstjóri og Sigurður Bjarnason alþm. Hér fer á eftir kafli úr grein- argerð frv.: Þegar í upphafi var nefndinni ljóst, að athugun hennar hlyti fyrst og fremst að beinast að fjárhag hafnarina og að reyna að finna leiðir til að koma honum á traustari grundvöll. Lét hún því gera meðfylgjandi skýrslu um byggingarkostnað hafnanna og fjárhagsafkomu þeirra og efnahag miðað við árslok 1965. í sumum tilfellum hefur vantað ábyggileg gögn, svo að skýrslan yrði gerð af nákvæmni, og bygg- ingarkostnaður í þessum tilfell- um með fyrirvara um endurskoð- un og úrskurð byggingarreikn- inga. Hins vegar má gera ráð fyrir, að með skýrslunni sé fengin nokkuð ábyggileg heildarmynd rekstursafkomu hafnanna árið 1965 og efnahag við árslok þess árs, enda þótt nokkru geti skakk að, hvað varðar einstakar hafn- ir. Sem dæmi um hiið almenna ástand þessara mála má nefna, að í árslok 1965 nam byggingar- kostnaður þeirra 64 hafna, sem nefndin athugaði sérstaklega, samtals 699,2 millj. króna árin 1940—1965, eða 1762,7 millj. kr„ ef allt er reiknað á verðlagi árs- ins 1965. Föst byggingalán þessara sömu hafna námu í árslok 1965 253.8 millj. kr„ og sé reiknað með 15 áira lánum með 8% árs- vöxtum, sem nú eru algengustu lánakjörin, eru árlegar heildar- greiðslur vaxta og afborgana 37,3 millj. kr. Annar reksturs- kostnaður hafnanna 1965 var 24.8 millj. kr„ og eru þá engar af- skriftir reiknaðar. Sama ár námu heildartekjur þessara 64 hafna aðeins 59.73 millj. kr„ en lausa- skuldir voru 43,27 millj. kr„ eða álíka upphæð og vangreitt ríkis- framlag, sem var þá 41.08 millj. kr.. Skuldir þessara hafna við ríkisábyrgðasjóð námu 14.07 millj. kr. í árslok 1965. Þá er einhig þess að gæta, að afkoma einstakra hafna í þessum 64 hafna flokki er mjög misjöfn. Nokkrar þeirra hafa allsæmilega afkomu og bæta mjög þá heild- armynd, sem gefin er hér að framan, en um fjórðungur þeirra hefur miklum mun lakara en meðalafkomu. Þá er þess að geta, að margar þeirra hafna, er bezta höfðu af- komu 1965, hafa þegar hafið eða eru að hefja kostnaðarsamar framkvæmdir, sem munu breyta heildarafkomunni mjög til hins verra, í það minnsta um nokk- urra ára skeið. Þær hafnir, er lélegasta hafa afkomu, eru yfir- leitt þær, sem hæstan hafa haft byggingarkostnað á seinni árum. Stafar hann 1 flestum tilvikum frá dýrum ytri mannvirkjum eða dýpkunum. Viðlegumannvirki, bryggjur og bólvirki, munu yfir- leitt standa undir rekstri og af- borgunum, enda er þar oftast hægt að sníða stakk eftir vexti og hafa þau mannvirki við hæfi umferðar og bátafjölda. Öðruvísi er farið um hin ytri mannvirki ,sem byggja verður til skjóls fyrir veðri og bylgju. Þau mannvirki eru að mestu háð náttúruaðstæðum og verða illa sniðin eftir umferð eða annarri notkun hafnarinnar, heldur eru þar aðrar kringumstæður, er ráða gerð og þar með kostnaði. Sú leið, sem hingað til hefur verið farin til styrkveitingar til hafnargerða, að greiða úr ríkis- sjóði jafnt til allra framkvæmda, hefur þannig hjálpað mest þeim bezt settu, en þær hafnir, sem hafa þurft að leggja dýr ytri mannvirki, hafa orðið að bera þungan bagga af þeirra völdum án sérstakrar fyrirgreiðslu. Á seinni árum hafa bátar mjög stækkað, og við til'komu stélbáta hefur krafan um gott skjól í höfnunum, stórlega aukizt. Til þess að verða við þessum kröf- um bátaflotans, og jafnframt til að gera sístækkandi flutninga- skipum fært að sigla á hafnirn- ar, verða þau hafnarmannvirki, sem sinna eiga sínu hlutverki, það dýr, að óhugsandi er að standa undir þeim með hafnar- gjöldum, sem eru í líkingu við þau gjöld í dag. Nefndinni hef- ur virzt eðlilegt, að ríkisvaldið reyndi að jafna nokkuð hinar náttúrulegu aðstæður, og gerir því tillögu um, að ytri mann- virki, öldubrjótar og garðar á- samt dýpkunum, verði styrktar meira af 'ríkissjóði en bryggjur og önnur þau mannvirki, er bein ar tekjur gefa og unnt virðist að leggja á vegna afkomu -útvegs og samkeppni annarra flutnings- greina. Ætti þetta að verða þeim verst settu mikill styrkur, þótt nefnd- in gangi ekki lengra í sínum til- lögum en að styrkurinn nemi 3/4 hlutum kostnaðar. Með því móti verður kostnaður viðráðan- legri en nú er, en þó ætti styrk- urinn ekki að leiða til eðli- legrar ásóknar í hafnarfram- kvæmdir af þessu tagi. Þá mundi það bæta mjög að- stöðu hafnanna, ef ríkissjóður greiddi sinn hluta kostnaðar jafnóðum og til hans er stofn- að. Gerir frumvarpið ráð fyrir, að gerðar séu áætlanir um hafn- arframkvæmdir til fjögurra ára og þær lagðar fyrir Alþingi. Yrði þá að ganga út frá því, að fjár- veitingum yrði hagað í samræmi við áætlunina, og ætti því ekki að koma til þess, að inneign myndaðist hjá ríkissjóði. Er hér hreyft einu meginný- mæli frumvarpsins og því er gera má ráð fyrir, að einna mest- ar afleiðingar hafi í för með sér til hagsbóta fyrir hafnargerðir al mennt. Með gerð framkvæmdaáætl- ana ætti að mega nýta til fulln- ustu þá möguleika, sem fyrir hendi eru til hafnargerða á hverj um tíma, bæði fjárhagslega og tæknilega, og beina framkvæmd um á þá staði, þar sem þörfin er brýnust. Jafnframt má ætla, að nýting tækja og mannafla verði mun betri en nú er, þeg- Framhald á bls. 19.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.