Morgunblaðið - 15.04.1967, Side 13

Morgunblaðið - 15.04.1967, Side 13
MORGÚNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15. APRÍL 1967. 13 SÍÐAN 1 VMSJÁ BALDVINS JÖNSSONAR ÚRSLITIN ÚRSLIT hljómsveitakeppninnar í Austurbæjarbíói: Hljómar hlufu 583 atkvæði Toxic hlutu 581 atkvæði ógreidu afkvæði voru engin. I mun. Nánar verður skýrt frá I>að voru því Hljómar sem keppninni síðar. ■igruðu, með tveggja atkvæða > „HORNAUGAD" KVIKMYNDAGAGNRÝNI UNGA FÓLKSINS Björn Baldursron ÞórSur Gunnorsson Laugarásbió. Sigurður Fáfnis- bani n. hluti. íslenzkur texti. Hefnd Grímhildar. Hefndin er sæt en vegir þeirra hörmunga, er af henni geta hlotn *zt eru órannsakanlegir og vætt ir tárum grimmra örlaga. Grím- hildur er okkar aðalsögupersóna, ásamt bræðrum sínum og Atla Húnakonungi. Sigurður Fáfnis- bani er fallinn og með dauða hans rís kvikmyndin úr lélegri dægradvöl í stórbrotið verk, þrungið spennu, vafið í hjún mannlegra tilfinninga, bor fc fram af úrvals leikurum. Fegurð Maríu Marlow (Grímhildar) og karlmannleiki Siegfried og ásamt Atla Húnakonungi skapa þau ein hverjar eftirminnilegustu per- •ónur hvíta tjaldins hin síðari ár Söguþráðurinn er margbrotinn og efnismikill og þess ber að geta, að litir eru góðir og mynda verðugt aðhald efnismiklu inni- haldi. Hornaugað veitir kvik- myndinni, Hefnd Grímhildar, ■ín bestu meðmæli og mælir ein dregið með góðri aBsókn. Tónabíó. Að kála konu sinni. íslenzkur texti. Drengir, þið sem eruð enn ékvæntir, þið eigið þó bjargar- von. Sjáið voðann og varizt hann. Eiginmenn, þið eruð kvæntir, notið nú tækifærlð og sprengið af ykkur hlekki kúgunar og kven legrar yfirgangssemi. Eiginkonur unnustur ókvæntar yngismeyjar, þið eigið allt að verja það eru ykkar hagsmunir, sem eru í voða. Fylgið karlþjóðinni eftir. Mætið í Tónabíó brosandi og al- þaktar kvenlegum yndisleika. I»á aðeins verðið þið þess megnugar, aiö draga úr skaðvænlegum á- hrifum myndarinnar á skegg- þjóðina. Að kála konu sinni er bráðskemmtileg hugmynd og auk þess býsna fróðleg. Jack Lemmon og Terry Thomas sanna þar berlega, að þeir eru í röðum fremstu gamanleikara okkar tíma. Sagan segir frá Stanley Ford, ungum og glæsilegum piparsveini. Hann lifir vitaskuld hamingjusömu lífi, þar til hann dag einn, hittir frú Ford. f»á er draumurinn úti en alls ekki kvikmyndin. Að sýningu lokinni áttum við orðaskipti við tvo ó- kvænta sveina. Hallur Skúlason sagði, að myndin væri góð af léttri gamanmynd atð vera. Sömu leiðis væri hún gagnleg tilvon- andi eiginmönnum. Gústaf Adolf Skúlason var sammála um ágæti sýningarinnar, sem væri æskileg fýrir konur og kúgaða eiginmenn (alla eiginmenn)........... ENGLAND 1. (-) Something Stupid .... Frank og Nancy Sinatra *. (10) Fyppet On a String...........Sandy Saw 3- (-) A Little Bit Me, A Little Bit Tou . . Monkees 4. (-) Hap Hap Said The Clown . . ... Manfred Mann 5. (1) Release Me ....... Englebert Humperdinck 4. (2) This is My Song .......... Harry Scrombe 1. (-) It’s AU Over ............... Cliff Richard 5. (4) Simon Smith And His Amazing Dancing Beer ... Allan Price Set #. (6) I Was Kaiser Bill’s Batman Whisling Jack Smith 14. (-) Purple Haxe ................ Jimi Hendrix fSLAND 1. (1) Oh What a Kiss........ The Rocking GhosU t. (2) Penny Lane/Strawberry Fields .... The Beatles S. (3) rm a Believer .................. Monkees 4. (4) On a Carousel ............... The Hollies 5. (5) Mellow Yellow ............ ..... Donovan 4. (6) Let’s Spend The Night Together . Rolling Stones 7. (7) I’m a Man ..... .......... Spencer Davis t. (8) There’s a Kind of Hush .. Herman Hermits #. (9) Rugby Tuesday ............. Rolling Stones 14. (10) Release Me .......... Englebert Humperdinck Dvöl þeirra í Englandi F Y RI R skömmu voru The Monkees staddir í Englandi, og fjórum dögum eftir að sá siðasti af þeim flaug til Bandaríkjanna biðu stúlkumar ennþá á flug- vellinum. Hvort það var í von að þeir kæmu aftur eða vantrú á að þeir væru farnir, er óvíst. Monkee-aðdáendur skortir ekki þolgæði. Þeir sýndu einnig frábæra hugvitssemi til þess að hitta átrúnaðargoð sín. Ein stúlkan náði sambandi við Davy með því að þykjast vera símastúlka. Ein þóttist vera fréttaritari fyrir táningablað. önnur þóttist vera frá Daily Mail. Ungur maður hringdi i her- bergi Davys og sagðist vera Paul McCartney. Honum til ógæfu svaraði Marion Rainford i sim- ann, en hún vann áður hjá Bítl- unum. Stúlka tókst einhvern veginn að komast gegnum öryggistjald- ið og barði að dyrum hjá Davy. Þegar hann kom til dyra brast hún í grát og hljóp í burtu. Tvær stúlkur komust inn í ganginn að herbergi Davys með því að látast vera þjónustustúlk- ur. Einn þolinmóðasti aðdáandinn stóð úti í rigningunni í 13 tíma þar til aðstoðarmenn Davys sóu aumur á henni. Þeir buðu henni upp í herbergi kl. 2 um nóttina. „Hún sat bara og starði á Davy í hálftíma”, sagði einn aðstoðar- mannanna. „Ég bjóst við að hann breytti um lögun á hverri stundu”. Aðdáendahópurinn hrópaði fyr ir utan hótelið þangað til Davy kom út í gluggann. Þá hrópuðu þeir á Micky. Þegar hann sýndi sig hrópuðu þeir aftur á Davy. Til þess að leika á aðdáend- urna var komið af stað orðrómi um að Davy byggi á öðru hótelL Til allrar óhamingju bjó maður að nafni David Jones þar. Þegar búið var að hringja til hans 100 sinnum, talaði hann um að fara í máL Fyrsta sunnudaginn í Bret- landi fór Micky til Stratford-on- Avon. Þegar hann kom til baka náðu aðdáendurnir í hann. Hann sat fastur í hverfihurð hótelsins með tvær stúlkur hangandi utan á sér. Eínu sinni voru allar 36 út- göngudyr Grosvenor House um- setnar af aðdáendum. Til að Micky kæmist út varð að nota neðanjarðarleynigöng, sem ekki hafa verið notuð í 25 ár. Vel- heppnað bragð var notað á að- dáendur, sem biðu eftir Davy fyrir utan Wimbledon Palais. Hann kom í gömlum Austin-bíL en stúlkurnar eltu svartan Rolls- Royce út um allt. Þær hlupu 18 hringi i kringum Palais. þar til þær voru að nið- urlotum komnar. Þær vissu ekki að Davy var kominn inn, og bú- inn að skemmta og farinn aftur i Austin-bílnum. Einn daginn gaf Davy 70 éigin handaráritanir fyrir utan hótel- ið. En aðdóendurnir vildu ekki I fara. „Þau vilja sjó hann eða koma við hann“, sagði Marion Rainford. Micky fór í dýragarðinn á veg um sjónvarpsins. Þrír krakkar báru kennsl á hann og þegar hann fór voru 300 krakkar á hælum hans. Eitt sinn bauð Micky aðdá- endum upp í hótelherbergi siltL „Ég fór upp og sá að Micky var útL en 25 manns voru í herberg- inu“, sagði Cardwell, einkaritari hans. „Hann hafði augsýnilega boðið þeim að panta það, sem þau vildu. Þau höfðu pantað kampavin og kjúklinga eftir að hann fór. Reikningurinn hans var ansi hár“. Mike Nesmith gerði beztu öryggisráðstafanirn- ar. Það þurfti lykilorð til að ná tali af honum. Hættulegasta atvikið var þeg- ar Davy fór á æfingu fyrir Rolf Harris-þáttinn. „Við náðum hon- um hálfum inn í bílinn. Fæfurn- ir drógust eftir jörðinni”, sagði Cardwell. „í ringulreiðinni hraut fótur minn á benzíngjöfina. Við ókum nærri því ýfir eina stúlku og þutum í burtu með fjóra krakka á vélarhlífinni". Eitt versta augnablikið var koma Davys á flugvöllinn. Hann var langt kominn að tollgæzl- unni, þegár hópur stúlkna braut dyrnar niður. „Ég hef ekki séð Ólympíuhlaupara hlaupa einj hratt“, sagði' Cardwell. „Hann þaut til baka eins og byssukúla. Við fundum hann loksins undir einní flugvélinni bak við flug- vallarbygginguna".

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.