Morgunblaðið - 15.04.1967, Side 22
22
MÖRGTJNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 15 APRÍL Í967.
Eiríkur Guðmundsson
Minning
F. 10. marz 1869. D. 8. des. 1966
ÞÓTT Magnús Finnbogason
magister hafi ritað ágaeta minn-
ingargrein í Morgunblaðið, þeg-
ar Eiríkur Guðmundsson var
jarðsettur, langar mig til að
senda frá mér nokkrar línur um
þennan starfsbróður, félaga og
vin minn um nærfellt fjörutíu
og þriggja ára skeið.
Eiríkur heitinn var af góðum
ætum kominn, eins og kemur
fram í grein Magnúsar Finn-
bogasonar, og tel ég ekki þörf
á að rekja það nánar. Hins veg-
ar langar mig til að greina nokk-
uð frá samstarfi okkar Eiríks og
langri vináttu.
Eirík tel ég hafa verið einn af
örfáum góðum vinum mínum,
og þá ef til vill beztan þeirra
allra. Ég kynntist Eiríki árið
Sonur minn,
Hjalti Þorvarðarson,
Blönduósi,
andaðist 12. þ. m.
Jarðarförin fer fram frá
Blönduósskirkju laugardag-
inn 15. þ. m. kL 14.
Magnea Björnsdóttir.
Elskulegur eiginmaður
minn, faðir, tengdafaðir og
afi,
Bragi Kristjánsson,
Ártúni,
lézt 13. þ. m.
Fyrir hönd aðstandenda,
Sólveig Árdis Bjarnadóttir.
Móðir okkar og tengda-
móðir,
Guðmunda Guðjónsdóttir,
Ljósvallagötn 20,
andaðist á Elliheimilinu
Grund aðfaranótt 14. apríl.
Gnðrún Oddsdóttir,
Signrðnr Þórarinsson,
Hreinn Oddsson,
Lára Sveinsdóttir,
Björn Þórðarson,
Doris Þórðarson.
Móðir okkar,
Kristín M. Pétursdóttir,
Þórsgötu 16 A,
er andaðist 8. þ. m. verður
jarðsungin frá Dómkirkjunni
mánudaginn 17. april kl.
13.30.
Sigurdrífa Jóhannsdóttr,
Margrét Gísiadóttir,
Ágúst Gíslason,
Guðmundnr Gislason.
1917—1918, þegar ég var í Verzl-
unarskóla íslands. Minnisit ég
hans fyrst, er hann var að fara
yfir prófverkefni okkar félaga,
og var mér starsýnt á þennan
granna og spengilega unga mann,
sem augsýnilega var greindur
mjög og virtist kunna góð skil
á námsefni okkar, enda mun
Eirikur hafa verið einna hæstur,
þegar hann brautskráðist úr
Verzlunarskólanum árið 1917.
Við þetta hófst kunningsskapur
okkar Eiríks. Ég var þá hjá föð-
ur mínum og starfaði að reið-
hjólaviðgerðum o.fl. Eiríkur kom
oft til mín á verkstæðið, og mun
ástæðan hafa verið sú, að Eirík-
ur hafði mjög mikinn áhuga á
hjólreiðum. En fáir munu vita,
að Eiríkur stundaði hjólreiðar af
miklu kappi í mörg ár og mun
sennilega hafa ferðazt meira á
reiðhjóli hér á landi en nokkur
annar maður. Eiríkur tjáði mér
síðar, og harmaði það, að þeir
staðir á landinu, sem hann hefði
ekki getað heimsótt á reiðhjóli,
væru Fljótsdalshérað og Aust-
firðir, einnig Austur-Skaftafells-
sýsla, en þangað var vart hægt
að komast á nokkru ökutæki í
þá daga. Munnu Eiríkur og vin-
ur hans einn, Einar Þorsteinsson,
núverandi skrifsitofustjóri, hafa
Eiginkona mín og móðir,
Magnea Steíanía
Magnúsdóttir,
Gnoðarvogi 20,
sem andaðist í Borgarsjúkra-
húsinu 10. þ. m., verður jarð-
sungin mánudaginn 17. apríl
frá Fossvogskirkju. Athöfnin
hefst kl. 3.15 e. h.
Jens Guðíón Jensson.
Gtmnar Páll Jensson.
Þökkum innilega auðsýnda
samúð og vinarhug við fráfall
og jarðarför móður minnar,
tengdamóður og ömmu,
Guðnýjar Gísladóttur.
. i
Agnete Simson,
Magnús Guðmundsson,
og börn.
Innilegar þakkir færum við
öllum þeim sem sýndu okkur
samúð og vinarhug við andlát
og jarðarför elskulegs eigin-
manns míns, föður okkar,
tengdaföður og afa,
Gils Jónssonar,
bakara,
Hólmgarði 29.
Sérstakar þakkir viljum við
færa eigendum G. Ólafsson og
Sandholt er heiðruðu minn-
ingu hans með því að sjá um
útför hans.
Rannveig Lárusdóttir,
börn, tengdabörn
og bamabörn.
verið einna fyrstir til að fara yf-
ir Kaldadal á reiðhjóli, og var
það löngu áður en vegur var
ruddur þá leið. Einnig fóru þeir
skömmu síðar á reiðhjólum til
Akureyrar og voru meðal hinna
fyrstu, er það gerðu. Eiríkur var
því í raun og sannleika íþrótta-
maður um langt árabil og kunni
vel að meta þá líkamsæfingu,
sem hjólreiðar veita, auk þess
sem hann var áhugasamur nátt-
úruskoðandL
Þegar faðir minn, Ólafur
Magnússon, keypti Fálkann ár-
ið 1924, lagði ég áherzlu á, að
Eiríkur, vinur minn, yrði ráðinn
til okkar, en áður hafði hann
unnið við verzlunina Vöggur við
Laugaveg hjá Gunnari Þórðar-
syni og seinna hjá Heildverzlun
Gunnars Þórðarsonar. Eiríkur
var bæði afgreiðslumaður og bók
ari hjá okkur í Fálkanum 1
fjöldamörg ár. Fyrstu árin var
sú venja viðhöfð, að Eiríkur af-
greiddi í verzluninni á daginn
og færði bækur fyrirtækisins á
kvöldin. Eftir að Fálkinn var
gerður að hlutafélagi árið 1948,
varð Eiríkur aðalbókari fyrir-
tækisins og jafnframt gjaldkerL
en þeirri stöðu gegndi hann, þar
til er hann lézt.
Ég tel, að faðir okkar, Ólafur
Magnússon, og við öll systkinin
eigum Eiríki miklar þakkir að
gjalda fyrir hið frábæra starf,
sem hann innti af hendi í þágu
Fálkans af óvenjulegri trú-
mennsku og samvizkusemi í nær
Þökkum innilega auðsýnda
samúð við andlát og jarðar-
för
Þórunnar Kristinsdóttur.
Anna Sveinsdóttlr,
Elín Sveinsdóttir,
Geir Sæmundsson,
Jónína Sveinsdóttir,
Bergur Pálsson,
Marta Sveinsdóttir,
Guðmundur Jörundsson.
fellt 43 ár. Samt myndi ég telja,
að Eiríkur hafi að nokkru leyti
verið á rangri hillu í lífinu.
Hefði Eiríkur fengið aðstöðu til
að mennta sig meira, tel ég, að-
hann hefði orðið mikill vísinda-
maður í norrænum fræðum.
Hann hafði frábært minnL var
mikill ættfræðingur og hafði
mikinn áhuga á öllum þjóðleg-
um fræðum. Mun hann t.d. hafa
aðstoðað Guðna Jónsson prófess-
or mjög vel um gögn að niðja-
tali Bergsættar, sem hann heyrði
til sjálfur. En þótt ég telji hann
hafa verið á rangri hillu, hafði
hann samt mikið vit á verzl-
unarmálum, vildi alltaf fara var-
lega og vita fótum sínum forráð,
enda bar ég oft undir hann til-
lögur mínar og ráðagerðir og
hafði þá einmitt í huga varfærni
hans. Vil ég þakka Eiríki Gu9-
mundssynL bezta vini mínum og
samstarfsmannL fyrir öll þau
góðu hollráð, sem hann gaf mér
og föður mínum á hinmi löngu
starfsævi sinni.
Eiríkur var óvenjugóður heim-
ilisfaðir og var hið trausta bjarg,
sem hin ágæta eiginkona hans,
Dagbjört Finnbogadóttir, studd-
ist við. Þess vegna er mér vel
ljóst, að frú Dagbjört varð fyrir
þungum missL þegar Eiríkur
féll svo skyndilega frá. Eins var
um mig og aðra samstarfsmenn
Eiríks í Fálkanum, að fyrst í stað
áttum við mjög erfitt með að
gera okkur grein fyrir því og
sætta okkur við það, að hann
væri horfinn úr okkar hópi fyrir
fullt og allt.
Haraldur V. Ólafsson.
Eugenía Guðmunds-
dóttir Bíldal - Minning
í gær fór fram jarðarför frú
Eugeniu Guðmundsdóttur Bíldal,
sem andaðist þann 6. þ.m. í
sjúkrahúsi í Reykjavík, eftir
þunga sjúkdómslegu.
Eugenía var fædd í Langhús-
um í Fljótum 16. marz 1904,
dóttir hjónanna Guðmundar Ás-
mundssonar og Lovísu Grímsdótt
ur, er þar bjuggu lengi. Af börn-
um þeirra komust fjögur til full-
orðinsára, þrír bræður og þessi
eina dóttir. í Þessum fjölskyldu-
hópi lifði hún sín uppvaxtarár
við gott atlæti og glaða æsku.
Lovísa móðir hennar var fíngerð
kona og hæglát í framgöngu og
líktist Eugenía henni um margt.
Þökkum innilega auðsýnda
samúð við fráfall og jarðar-
för frænku minnar,
Sigríðar Halldórsdóttur
frá Norðfirði.
Fyrir hönd aðstandenda,
Ásta Rögnvaldsdóttir.
t öllum þeim, sem au ðsýndu litla drengnum okkar, t ÞöVkum innilega auðsýnda samúð við fráfall og jarðar-
Halli Erlingssyni, för
Lyngbrekku 16, Kópavogi, Sigríðar Bjarnadóttur.
umhyggju og ástúð í veikind- um hans, og okkur samúð við fyrrv. húsvarðar.
andlát hans og útför, vottum við innilegar þakkir. Vilhjálmur Guðjónsson, Ásta Albertsdóttir,
Ásta Tryggvadóttir, Valborg Guðjónsdóttir,
Erlingur HaUsson, Sigurður Ellertsson,
Guðrún Jónasdóttir, Kjartan Guðjónsson,
Tryggvi Pétursson, Sigríður Breiðf jörð
Hallur Jónasson. og bamabörn.
— 13. marz 1926 giftist Eugenía
Gunnari Bíldal, verzlunarmanni
á Siglufirði og voru þau búsett
þar um tuttugu ára skeið. Á
Sauðárkróki áttu þau síðan
heima í tvö ár, en fluttust svo
hingað suður.
Þau Gunnar og Eugenía eign-
uðust fimm dætur, sem upp kom
ust, og allir hafa nú stofnað sín
eigin heimili. Þær eru:
Jóna Ríkey, búsett í Reykja-
vík, gift Skarphéðni Veturliða-
syni, bifreiðarstjóra. Valgerður
Guðrún, búsett í Reykjavík, gift
Hallgrími Hallgrímssyni. Siðríð-
ur, búsett í Bandaríkjunum, gift
Braga Freymóðssyni, verkfræð-
ingi. Lovísa Birna, búsett 1
Bandaríkjunum, gift Robert K.
Reusch, bandaríkjamanni. Katrín
búsett í Grindavík, gift Jósef
Sigurðssyni. Ennfremur hafa
alizt upp hjá þeim að mestu
leyti tvö dætrabörn þeirra, pilt
ur og stúlka. Þessi stúlka, sem
löngum var augasteinn ömmu
sinnar, var fermd núna, meðan
amma hennar hvíldi á líkbörun-
um. Þau Gunnar og Eugenía
höfðu því alltaf eittlhvað af
sínum nánustu hjá sér, enda
voru fjölskylduböndin jafnan
sterk — eins þó að höf og lönd
skildi.
Ung að árum giftust þau Gunn
ar og Eugenía, og því var sam-
búð þeirra orðin yfir fjörutíu ár,
enda þótt aldurinn væri ekki
nema lítið eitt yfir sextugt hjá
báðum. Ég skil vel sáran söknuð
vinar míns Gunnars Bíldals, þvl
hann átti góðri konu á bak að
sjá, sem deilt hafði með honum
kjörum lífsins af glöðum og
gððum vilja. Hún jafnaðist ekki
á við hann til athafna og út-
sjónar. Hún vann sitt kyrrláta
starf innan veggja heimilisins,
þar var hún hinn góði engilL
umhyggjusöm eiginkona og móð-
ir. „Ljúflyndi yðar sé öllum
kunnugt“, sagði ppostulinn. Það
mátti heimfærast til hennar, þvl
hún var ástvinum sínum hinn
ljúfi og góði lífsförunautur alla
tíð. Þvi varð fráfall hennar
þeim þung raun, en það er sú
saga, sem ávallt er einhvers stað
ar að gerast.
Frú Eugenía var kona fríð sýn-
um, hæglát og kurteis í fasi, en
tróð sér aldrei fram. Hún var
vönduð kona til orðs og æðis og
vildi hvarvetna koma fram til
góðs. Þau hjónin kynntust mörg-
um og þótti öllum gott að koma
á heimili þeirra, því þar var
bæði rausn og skemmtilegu við-
móti að mæta hjá þeim báðum
— og eins fyrir það, þó efni
væru kannske ekki alltaí yfir-
fljótanleg.
Eugenía Bíldal hugsaði meira
um eilífðarmálin en margur ger
ir. Hún hafði lengi haft áhuga
á „sálarrannsóknunum" og
styrkst í trú sinni á framhald
lífsins eftir líkamsdauðann. Það
er án efa eitt það mikilvægasta
sérhverjum manni, að eiga þá
trú, og fátt dýrlegra en að geta
kvatt og verið kvaddur t ljósi
Framhald á bls. 24