Morgunblaðið - 19.05.1967, Blaðsíða 4

Morgunblaðið - 19.05.1967, Blaðsíða 4
4 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. MAf 1967. V BÍLALEICAN FERD SÍMI 34406 SENDUM MAGMÚSAR SKIPHOUI21 SÍMAR 21190 eftir lokun simi 40381 Hverfisgötu 103. Sími eftir lokun 31160. LITLA bíloleigan Ingólfsstræti 11. Hagstætt leigugjakL Bensín innifalið í leigugjalði. Slm/14970 BÍLALEIGAN VAKUR Sundlaugaveg 12. Sími 35135. Eftir lokun 34936 og 36217. ÍPA/Lffl&f RAUOARÁRSTÍG 31 SÍMI 22022 mmmmmmmmmmmmmmmmmi^mmmmmmmmmm^mmmmmmm Fjaðrir, fjaðrablöð. hljóðkótar púströr o.fl varahlutir i margar gerðir bifreiða. Bilavörubúðin FJÖÐRIN Laugavegi 168. — Simi 24180. GOLF: KYLFUR BOLTAR O. FL. P. EYFELD LAUGAVEG 65 Sími 22822 • 19775. Pottamold Blómaáburður ■jg Kyrtillinn G.G. skrifar; „Mér hefir lengi verið í hug að vekja athygli kvenna á hinni ágætu þjóðlegu kosta- flík kyrtlinum, sem til forna var svo mikið notaður, og ekki að ástæðulausu, því að hann hefir alla þá kosti, sem nokk- ur kiæðnaður getur haft. Létt- ur sem morgunsloppur, og feg- urri en nokkur kjóll, upphlutur eða peysuföt, nógu rúmgóður undir öllum kringumstæðum, þó ekki dýrari en kjóll, sem fellur úr móð á árinu. Hann getur verið dýr eða ódýr eftir efnum og ástæðum hvers eins; hér ræður mestu sniðið. Formæður okkar notuðu I þá einlita, heimaunna dúka og gafst vel, nú eru til fínir verk- smiðjudúkar, o.fl., en léttara. Koffur um höfuð,- til að spara fald og spöng, sem aðeins á við við hátíðleg tækifæri. Ef til vill mætti nota borða um höfuð og hár, á meðan koffur eða spöng væru ekki fyrir hendi — en nú er sú velferðar- öld, að allir geta allt og því hentug tíð til að veita sér þann búning sem er sígildur, — og það, sem er mest um vert, ekki háður móðnum, þessu brjálæðisafli, sem er búið til, til að hirða peninga fólks til að auðga aðra, þenn- an trúða-tilbúning, sem leggur sínar gildrur fyrir saklausar sálir með alltof góðum árangri, því að fáir eiga það sjálfstæði að standa á móti straumnum, flestum finnst þægilegra að fljóta með honum. Eina konu hef ég þó þekkt, sem gat það, hún sagði: „Ég ætla ekki að láta móðvitleys- una hlaupa með mig, ég ætla HEIMSINS HRADASTA I f SKRÚFUFESTING Umbodsmadur a íslandi fyrir THE RAWLPLUG CO. LTD., Lendon, Englandi: John Lindsay, Austurstræti 14, REYKJAVÍK. SÍmi 15789 að klæða mig hreinlega og þokkalega, það dugar mér“. Hún var óvenju vel gefin og stóð í merku ábyrgðarstarfi í lífinu; skilaði meira ævistarfi en nokkur önnur, sem ég hef þekkt, enda eyddi ekki tíman- um í andlitsfegrun, naglalökk- un eða annað óþarfa hégóma- tildur. Ungu konur! Saumið ykkur kyrtla fyrir þjóðhátíðardaginn, það er svo ofureinfalt, þið getið gert það sjálfar. Hópur af konum á kyrtlum og möttlum, t.d. blá- um með hvítum kanti, sem minna svo mjög á bláfjöllin okkar snækrýndu, mundu setja þjóðlegan svip á daginn. Höldum í fleira fornt og gott en íslenzkt mál, en forð- umst að apa allt eátir öðrum þjóðum, það ósjálfstæði á ekki að eiga sér stað hjá sjálf- staeðri þjóð. G.G.« ★ Óheppni „Egilsgötu 10, Reykja- vík. 17.-S.-’67. Á hvítasunnudag flutti út- varpið þátt frá Akureyri. Þar flutti settur skólameistari Menntaskólans á Akureyri er- indi um prestinn og skáldið Matthíag Jochumsson, — vel samið og snjallt, en þó ekki fullkomið, þar sem hann tal- ar um einkalíf skáldsins. Hann getur þess þó, að séra Matthías hafi verið tvíkvænt- ur, en minnist ekki þriðju konu hans, frú Guðrúnar Run- ólfsdóttur, sem ól honum ell- efu börn, af hverjum uppkom- ust níu til fullorðins ára. Matt- hías missti báðar fyrri konur sínar, og tregaði hann þær mjög. Erindi þetta mun hafa verið flutt aðallega fyrir hina yngri kynslóð, en hún fær þarna að- eins takmarkaða mynd af lífi skáldprestsins, góða það sem hún nær, en ekki fullkomna. Fyrir aðra en þá, sem betur vita, liggur beinast við að telja, að séra Matthías hafi Lifað meiri part ævinnar ekkjumað- ur og enga afkomendur átt! Þessi ljóður á annars góðu er- indi er hvimleiður og verður að teljast í meira lagi óheppi- leg_ur. Ég var svo lánsöm að fá að kynnast þeim hjónum báðum persónulega. Mér hefir tíðum fundizt, sem hlutur frú Guð- rúnar í sambandi við eigin- manninn, væri fyrir borð bor- inn, bennar svo oft að litlu eða engu getið. Ég hygg, að þeir, sem bezt til þekktu, hafi talið hana samboðna manni sínum og ekki einungis það, — held- ur og hafi hún verið hans mikla stoð og stytta, bjargið, sem aldrei bifaðist, þrátt fyrir holskeflur. Það mun ekki ævinlega hafa verið lét-t, að vera kona ,skáldsins‘ sem helzt þurfti að koma við í öllum heimum, sem oftast, og hafa stóran hóp barna og seinna líka barna- barna að sjá um. Engri konu hefi ég kynnzt svo miklu þreki og hæfileikum gæddri, eða jafn hreinni og sannri 1 allri framkomu. Ég hefi þvl oft talið álitamál, hvoru þeirra hjóna beri ineira að þakka, gjöf þá, sem séra Matt- hías auðnaðist að gefa þjóð sinni. Mér er næst að halda, að í þeirri gjöf hafi hún átt dýr- an þátt. Hún, sem aldrei af verðinum veik, lifði mann sinn og studdi börn þeirra með ráðum og dáð. Trúað gæti ég ,að þeirra mörgu og mætu afkomendum, sé ekki síður kær „minningin‘4 um mömmu og ömmu, en pabba og afa. Virðingarfyllst Ástríður Eggertsdóttir". Ford Mustang árg. 1965-6 óskast keyptur. AÐALBÍLASALAN, Ingólfsstrteti 11, sími 15014. á virkum dögum og hátiÖum .■ STEIKT 117 L, i IftJilm/Mt UFRARKÆFi Orðsending til húsmóður, Kjötiðnaðarstöð KEA hefurþá áneegju leiddar i nýtizku vélum i nýjum húsakynnum. — Óþarfi er að fjöly verður þyngstur á metunum.í verzlanir eru nú komnar eflirti STEIK, (GULLASCH), STEIKT LIFUR, KINDAKJÖT BJÚGU, en fleiri tegundir koma siðar á markaðinn. A i (“ reiðslu. Gjörið svo vel og reynið dós við hentugt tœkifari. Heildsölubirgðir: BirgÖastöð SÍS, Eggert Krisíjánason 6* Cf>. heildr.mrzlu KjötiðnaSarstöö KEA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.