Morgunblaðið - 19.05.1967, Blaðsíða 32

Morgunblaðið - 19.05.1967, Blaðsíða 32
FYRSTAR MEÐ TÍZKU- LITINA FÖSTUDAGUR 19. MAÍ 1967 Dregið eftir 4 daga Landshappdrcetti Sjálfstœðistlokksins Beið bana af slysaskoti SJÖTÍTJ og átta ára gamall mað- nr beið bana af slysaskoti í gær- dag. Sá sem skaut var 14 eða 15 ára gamall piltuir. Ingólfur Þorsteinsson, hjá rannsóknarlög- reglunni, sagði Morgunblaðinu að gamli maðurinn hafi verið að huga að kindum, sem hann átti á svokölluðu Múlatúni við Foss- vog. Stóð hann við skýli sem hann hafði þar fyrir þær. Neðar með læk, sem skýlið stendur við, votu þrir unglingar að leika sér með fjárbyssu og höfðu skotið úr henni allmörgum skotum. Að sögn þeirra munu þeir hafa verið staddir í um 127 metra fjarlægð frá gamla mann- inum og ætlað að reyna að hitta járnrör sem stóð upp úr lækn- um í um 57 metra fjarlægð. Sá sem á byssunni hélt lagðist á magann á lækjarbakkanum til að geta miðað betur. Þeim ber FUNDAFERÐALOG forsætisrAðherra BJARNI Benediktsson, for- sætisráðherra, hefur að und- anförnu ferðazt víða um land til fundarhalda en kosn- ingabaráttan er nú víðast hvar að komast í fullan gang. Fram til þessa hefur forsætis ráðherra haldið ræður á fundum í þremur kjördæm- um, í Vesturlands-, Suður- lands- og Austurlandskjör- dæmi en á næstunni mun hann mæta á fundum í Vest- fjarða- og Norðurlandskjör- dæmunum báðum. Þegar hefur verið skýrt frá fundum forsætisráðherra á Akra nesi og að Flúðum en sl. mið- vikudagskvöld flutti hann ræðu á almennum fundi í Sindra- bæ, Austur-Skaftafellssýslu. Auk hans töluðu á fundinum Sverrir Hermannsson, viðskiptafr. sem skipar 2. sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Austur- iandskjördæmi, Egili Jónsson, Seljawöllum og Einar í Hval- nesi. Fundarstjóri var Eymund- ur Sigurðsson, hafnsögumaður. Fundur þessi tókst mjög vel og var fjölsóttur. Nú um helgina mun forsætis- ráðherra tala á þremur fundum í Vestfjarðakjördæmi, á Patreks- firði, Flateyri og ísafirði en auk hans tala á þessum fundum þrír efstu menn á framboðslista Sjálf stæðisfiokksins í Vestfjarðakjör- dæmi. Um aðra helgi mun for- sætisráðherra tala á fundum á Blönduósi og Akureyri saman um að þeir hafi séð kúl- una lenda í vatninu nær þeim en rörið var. Jafnframt sá einn þeirra að gamli maðurinn dettur og segir hinum strax frá því. Þeir ganga upp með læknum og að skýlinu og sjá hann liggja utan í girðingu við það. Gerðu þeir sér þegar grein fyrir að eitthvað alvarlegt hafði skeð því að blóð rann úr höfði hans. Þeir hlupu heim til foreldra eins piltsins, sem bjó þar skammt frá, og sögðu frá því sem fyrir hafði borið. Fullorðna fólkið fór strax niður eftir, fann manninn liggj- andi þar og hringdi í lögreglu og sjúkralið. En þegar þessir að- ilar komu á vettvang var maður- inn látinn og talið að hann hafi látizt samstundis. Við yfirheyrslur viðurkenndu piltarnir að hafa stolið byssunni úr sportvöruverzluninni Vestur- röst, 6. apríl sl., ásamt einum pakka af skotum, cal. 22. Þegar skotið er skáhallt á vatnsflöt er alltaf mikil hætta á því að kúlan breyti stefnu eftir að hafa snert vatnið og getur farið langar leiðir eftix það eins og sjá má á því að frá rörinu og þangað sem gamli maðurinn stóð voru rúmir 70 metrar. Nafn hins látna verður ekki birt að sinni, vegna óska aðstandenda. Is kominn inn á Vopnafjörð Kaupið miða — gerið skil STUÐNINGSMENN og velunn- arar Sjálfstæðisflokksins, sem fengið hafa senda miða í Lands- happdrættinu, eru vinsamlega beðnir að gera skil hið fyrsta. Nú eru aðeins fjórir daga þar til dregið verður í haj>pdrættinu, en vinningarnÍT eru fimm glæsi- legar og evrópskar fólksbifreið- ir. Skrifstofa happdrættisins er til húsa í Sjálfstæðishúsinu við Austurvöll, og er hún opin til kl. 22 daglega. Þeir sem hafa hug á að kaupa miða í happdrættinu geta keypt þá i happdrættisbif- reiðunumr sem eru til sýnis víðs vegar um miðbæinn. Myndin er af einni happdrættisbifreiðinni, og er hún af gerðinni Fíat 1500. HAFÍSINN er nú kominn alla leið inn á VopnafjörS. Jósep Guðjónsson, bóndi að Strand- höfn sá tíl íssins út fjörðinn kl. 5 í gær, en Strand- höfn er ysti bærinn í norðan- Hafís á miðum H úsavíkurbáta verðum Vopnafirði. Tveimur tímum síðar var svo ísinn kom- inn innfyrir bæinn og á hraðri leið inn eftir firðinum. Þetta eru ekki stórir jakar heldur spangir og þétt hröngl. Það nær svo langt út sem auga eygir og telur Jósep það vera komið suð ur undir Bjarnarey. Húsavík, 18. maí. HÚSAVÍKURBÁTAR sem róið hafa undanfarínn hálfan mánuð á mið Norð-Austur af Rauðu- núpum urðu þaðan frá að hverfa í nótt vegna hafíssreks. Bátarnir Andvari og Svanur höfðu lagt helming línunnar áður en þeir töldu sér hættu búna. Andvari mun hafa náð línu að mestu en Svanur tap- aði fjórum bjóðum. Aðrir bát- ar reyndu ekki að leggja á þess- um slóðum heldur færðu sig annað. ísinn er þarna á hröðu reki. Afli hefur verið góður á þessum slóðum undanfarið svo að slæmt er að hafís skuli hamla sjósókn þangað og harð- indalegt um miðjan maímánuð. Nauðlenti á Akranesi EINS hreyfils Cessna flngvél frá Birni Fálssyni, nauðlenti á flugvellinum á Akranesi í fyrra kvöld. Hún var á leið frá Flat- eyri tii Reykjavíkur þegar hreyfillinn bilaði. Flugmaðurinn tilkynnti nauðlendingu á Akra nesi og fóru sjúkralið og slökkvi lið á staðinn. En lendingin tókst vel og án þess að nokkur meiðsli yrðu á þeim f jórum sem í vélinni voru. Þegar Morgun- blaðið hafði samband við Flug- þjónustu Björns í gær, var hún ennþá á Akarnesi og ekki vitað hvað valdið hafði biluninni. Kjörskrórhænu Kærufrestur til borgarráðs vegna kjörskrár er til 21. maí n.k. Rétt til þess að vera á kjörskrá í Reykjavík hafa allir þeir, sem þar voru búsettir 1. des. sl. og verða 21 árs eigi síðar en á kjördegi. Kosningaskrifstofa Sjálfstæðisflokksins, Lækjar- götu 6B, aðstoðar við kjörskrárkærur. Skrifstofan er opin daglega frá 10—10. Upplýsingar um kjörskrá eru veittar í síma 20671 Kjörskrárkærur sérstaklega á milli 9—5 í síma 24940. Mögur síld og kaldur sjór MORGUNBLAÐH) hefur fregnað að veiðst hafi síld um 300 sjómílur austur af Langanesi. Síld þessi er mög- ur eða aðeins 7.9 prósent að fitumagni, að meðaltali 33,3 sm. að lengd og þyngdin 252 grömm. Sjórinn á þessum slóðum er óvenju kaldur eða um 0 gráður og ís er mikill undan landinu. Hjálmar Vilhjálmsson, fiski fræðingur, sem nýkominn er úr síldarleitarleiðangri á Ægi skýrði Morgunblaðinu frá því að hann teldi að ekki myndi borga sig fyrir bátana að fara héðan á þessar slóðir eins og nú stæðu sakir. Aftur á móti skýrði hann frá því að þarna virtist vera allmikið síldarmagn og stórar torfur á 2000 fermílna svæði. Hann bætti því við að nokkrir fær- eyingar hefðu fengið allgóð köst. Á þessu stigi sagði Hjálmar væri ómögulegt að segja hvar eða hvenær sildin kæmi upp að ströndum lands- ins. Bifreið valt FÓLKSBIFREIÐ valt á mótum Lönguhlíðar og Miklubrautar í gær. Hún kom akandi suður Lönguhlíðina og mætti á gatna- mótunum annarri bifreið sem var á leið norður sömu götu. Ökumaðurinn mun eitthvað hafa fipazt með þeim afleiðingum að hifreiðin fór um koll. Hann var fluttur á Slysavarðstofuna en meiðsli hans voru ekki alvarleg. Reykjanes- kjördæmi ÞEIR Sjálfstæðismenn, sem vilja lána Sjálfstæðisflokknum bíla eftir hádegi nk. sunnudag, haft samband við kosningaskrifstof- urnar í kjördæminu. Framkvæmdastjóra kosninganna. Friðjón Skarphéðinsson yfirborgarfógeti FORSETI fslands skipaði í gær Friðjón Skarphéðinsson, bæjar- fógeta á Akureyri og sýslumann í Eyjafjarðarsýsiu, yfirborgar- fógeta í Reykjavík frá 1. okt. nk. að telja. Friðjón Skarphéðinsson fædd- ist 15. apríl 1909 á Oddsstöðum í Miðdalahreppi, sonur hjón- anna Skarphéðins Jónssomar bónda þar og Kristínar Pálma- dóttur. Hann varð stúdent 1930 og cand. juris frá Háskóla íslands 1935. Að loknu námi gerðist hann fulltrúi hjá sýslumannin- um í Gullbringu- og Kjósarsýslu og gegndi því starfi til ársloka sama ár. Hann var starfmaður hjá Olíuverzlun íslands h.f. í Reykjavík frá 1. jan. 1936 til 1. nóv. árið eftir. Veturinn 1937 —33 var hann við framhaldsnám í Khöfn og varð þá um vorið bæjarstjóri í Hafnarfirði en það embætti sat hann til þess er hann var skipaður sýslumaður í Eyjafjarðarsýslu og bæjarfó- geti á Akureyri árið 1945. Frá 23. desember 1958 til 20. nóv- ember 1959 gegndi Friðjón emb- ætti dóms-, landbúnaðar- og fé- lagsmálaráðherra í minnihluta- stjórn Emils Jónssonar en tók aftur við störfum sínum fyrir norðan að fenginni lausn frá því embætti. Bæiarfulltrúi á Akureyri var hann 1946—1950; alþm. fyrir Akureyri 1956—1959; landskjör- inn alþm. 1959—1963; tók við þingmennsku af Guðmundi f. Guðmundssyni, sendiherra, á þvl kjörtímabili, sem nú er að ljúka, og Forsetd sam. alþ. var hann 1959—63. Friðjón var kjörinn í mann- réttindanefnd Evrópuráðs 1957 og sat í henni til 1962. Hann var ög fltr. á Ráðgjafarþingi Evrópu- ráðsins 1958—60.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.