Morgunblaðið - 19.05.1967, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 19.05.1967, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. MAI 1967. UNDIR VERND Tynnam læknir sagði, að ann ar leggurinn væri brotinn, að hann ætlaði að setja spelkur við fótinn, og það væri óráðlegt að hreyfa hana neitt í að minnsta kosti viku. — En ég get ekki verið hérna í heila viku, sagði hún og greip andann á lofti. — Hversvegna ekki? sagði Davíð, sem stóð I dyrunum. — í>ú verður hér lengur en það, Paula. Þú verður hérna þangað til fóturinn á þér er orðinn alveg góður, elskan mín. Hann gekk að, greip hönd hennar og sagði: — Við ungfrú Redmond ætlum að giftast, læknir. Tynnam læknir, sem var ung- ur, glaðlegur maður óskaði þeim til hamingju. — Það er ekkert því til fyrir stöðu, að þér verðið hérna, úr því að svo er, sagði hann hlæj- andi. — Og þér hafið gott af að kynnast framtíðarheimili yðar, og kostum þess, áður en þér flytjið hingað fyrir fullt og allt. Svo klappaði hann Davíð á öxl- ina og sagði glaðklakkalega: — Kannski finnur hún líka svo marga galla á því, að hún giftist þér alls ekki. Nei, taktu mig ekki alvarlega, ég var bara að gera að gamni mínu. Þú ert svei miér lukkupanfíll, Hankin. — En ég get alls ekki verið hér heila viku, hélt Paula áfram að nauða. Hún vissi ekki sjálf, hversvegna hún hélt áfram að ala á þessu, því að vitanlega var þetta ekki annað en rétti staðurinn, eins og allt var í pottinn búið — heima hjá unnustanum. Og ekki sízt þar sem hún hafði þarna svo góða vernd! En hún fann kaldan hroll fara um sig alla. Að vera hérna allan daginn, meðan Davið var i borginni, ósjálfbjarga í klón- um á þeim Mavis og frú Mait- land, Nei, vitanlega mundu þær ekki gera henni neitt Tnein, beinlínis, en um leið og henni datt það í hug, minntist hún hestsins, sem fór að prjóna, rétt eins og slegið hefði verið í hann. — Ég er að láta ímyndunar- aflið hlaupa með mig í gönur, sagði hún harkalega við sjálfa sig. — Það er ekkert sem mælir gegn því, að ég sé hér kyrr. Og að minnsta kosti get óg þá kynnzt börnunum betur. Og þeg ar Davíð endurtók og var nú næstum móðgaður: — Um hvað ertu að tala, Paula? Vitanlega verðurðu hérna, þá brosti hún og sagði: — Jæja, ef ég verð ekki til óþæginda, Davíð. — Óþæginda! snörlaði i hon- um. Eins og þú sért til óþæg- inda, þar sem þú átt bráðum að eiga heima? — Fyrirgefðu, Davíð, sagði hún. — Ég ætlaði nú ekki að fara að hreyfa andmælum, en ég hef bara svo slæman verk í fæt- inum. Ég veit varla hvað ég er að segja. Seinna, þegar Davið sagði Mavis frá þessari- ákvörðun, niðri í setustofunni, sagði hún lágt: — Vitanlega hef ég ekkert á móti því, en harma aðeins hvernig fór. Og ég vona, að frú Maitland hafi heldur ekkert við þetta að athuga. En henni finnst bara alltaf, að það kosti svo mikla aukavinnu, ef einn bætist við í heimilið. — Æ, fjandinn hirði hana! Hann næstum öskraði þetta upp yfir sig. — Ef frú Maitland mun ar svona mikið um einn auka- lega í heimilið ætti hún heldur að fara. Augu Mavis fylltust af tárum. — Hvernig geturðu talað svona, Davíð? Þú veizt bezt sjálfur, hversu trú og holl frú Maitland er heimilinu. — Það getur vel verið, sagði hann og var enn reiður. — Allir virðast vera trúir og hollir heim ilinu og allt, sem ég sting uppá er ómögulegt. — Er það ég, sem á þessa snupru, Davíð? sagði hún og fór að gráta. Svipurinn á honum mýktist, og hann virtist skammast sín ofurlítið. Hann gekk að henni og lagði arminn um axlir hennar. — Svona, svona, Mavis, þú veizt að ég meinti ekkert með þessu. Og ég er viss um, að frú Maitland er heimilinu trú og holl. En þar með er ekki sagt, að það sé ástæða til að setja allt á annan endann þó að hún Paula verði hér í rúminu með brotinn fót. Ég er viss um, að hún gerir ykkur engin óþæg- indi til óþarfa. Það snuggaði eitthvað í Mavis. — Þú veizt, að það verður ekki hjá því komizt. Sjúkling- ur gerir alltaf óþægindi og auka vinnu, hvort heldur með bakka- burði eða öðru. Ég skal segja frú Maitland, hvað þú sagðir. En það væri óþægilegt fyrir okkur ef hún segði upp. Ég veit ekki, hvernig við ættum að fara að, því ungfrú Wintergreen er alltaf svo heimtufrek og eftir- gangssöm um að maturinn barn- anna sé alltaf tilbúinn á mínút- unni. Og svo er hún líka vand- lát með matinn sjálfan, að hann sé nákvæmlega rétt tilbúinn. — Jæja, þú getur nú varla búizt við, að ég fari að reka konuefnið mitt út úr húsinu fótbrotið, sagði hann önuglega. I dag er ^ KAFFIKYNNINGIN - í verzluninni ' i MELABÚÐIN • v/IIagamel O. JOHNSÖN & KAABER HF. — Þú hefðir nú vel getað stol ig einhverju handa krökkunum. — Frú Maitland verður að ráða fram úr þessu eins og ihún er maður til. Hann var kominn af stað úr úr stofunni, þegar hún greip í handlegginn á honum og var enn grátandi: — Þú heldur ekki, að þetta sé mér að kenna, Davíð? Þú veizt, að ég skal gera það, sem ég get til að hjálpa. — Nei, vitanlega er það ekki þér að kenna, sagði hann ön- ugur. — Þú ert of viðkvæm, það er nú aðalgallinn á þér. Þú ætt- ir að vera dálítið einbeittari við þjónustufólkið. Sunnudagurinn var yfirleitt sæmilega skemmtilegur. Davíð fór ekki út í golf, eins og hann var vanur. Þess í stað var hann heima og las úr sunnudagsblöð- unum fyrir Paulu. Um hádegis- verðarleytið sagði Mavis og var dálítið snefsin: — Mér finnst nú, Davíð, að þú ættir að fara út og hreyfa þig ofurlítið. Ég er alveg viss um að það er vont fyrir þig að missa af sunnudags-golfinu þínu. — Bull! sagði hann. — Ég ætla að vera heima hjá henni n -g :••:••:••:••:••:-:••:••:••: •:—:—:••:••:••:••:••:••:••: U I Paulu. Mavis sagðl ekkert. Hún hélt áfram að borða, en augnlokin á henni höfðu sigið, svo að ekki sást í augun. Hún vildi ekki láta Davíð sjá hatrið, sem skein út úr þeim. Börnin komu seinna og svo drukku þau öll te í svefnherberg inu hjá Paulu. Það var skemmti leg máltíð og sú fyrsta, sem þau höfðu öll átt saman. Mavis lét ekki sjá sig. Á eftir sagði Davíð við Paulu: — Við höfum skemmt okkur vel í dag, er það ekki, Paula? Augu hennar Ijómuðu. — Jú, og ég er viss um, að ég verð alltaf hamingjusöm hérna. Og hún bætti við, lágt: — Að minnsta kosti þegar þú ert hérna líka, Davíð. Hann hló glaðlega. — Já, en nú get ég ekki alltaf verið hérna, eftir að við erum gift. Kannski er ekki nema gott fyrir þig að vera hérna þessa viku og venjast húsinu og okk- ur. Þú kynnist að minnsta kosti krökkunum, Næsta morgun leit hann snöggvast inn til hennar áður en hann fór í skrifstofuna. — Ég ætla að reyna að koma snemma heim lofaði hann henni. — Læknirinn ætlar að koma fyrripartinn, og ef þér leiðist, þá sendu eftir krökkunum, eða skrafaðu þér til skemmtunar við Mavis eða ungfrú Winter- green. Hún er skynsöm kona. En hann gretti sig nú samt um leið og hann sagði þetta. Paula þurfti ekki að gera nein boð eftir ungfrú Winter- green, því að hún kom óboðin í heimsókn. Hún kom eftir að Paula hafði sent stúlkuna tvisv- ar og beðið hana að koma með Michael litla. f fyrra skiptið var svarið, að hann væri í æfingum, í seinna skiptið, að hann væri 1 tíma, og þegar Paula, sem var nú orðin þver, hafði sent í þriðja skiptið, kom ungfrú Winter- green í eigin persónu. Hún var rúmlega þrítug með sviplaust andlit, langt á milli augnanna og starandi augu. — Mér þykir leitt að geta ekki látið hann Michael koma til yðar, ungfrú Remond, sagði hún. — En þér skiljið, að hver miínúta allan morguninn er skipulögð, rétt eins og hann væri fullorðinn maður. — Ég er nú viss um, að ekki hef ég verið svona skipulögð þegar ég var þriggja ára, sagði Paula. — Kannski ekki sagði ung frú Wintergreen og brosti eins og sá, sem vitið og valdið hef- ur, — en barnauppeldi hefur tekið framförum síðan í þá daga. Nú er það komið á vísinda legan grundvöll. Hver klukku- tími og hver mínúta í lífi þeirra er skipulögð, til þess að búa þau undir fullorðinsárin. Faith er þegar farin að fara í dagskóla, þó að hún sé ekki nema fimm ára. Og ég held Michael heima fyrir önnum köfnum allan dag- inn við uppeldisleiki og æfing- ar. — En fá þá börnin aldrei að leika sér? spurði Paula í örvænt ingu sinni. — Tilviljunarkenndir leikir barna leiða af sér óskipulega hugsun hjá fullorðnum, svaraði ungfrú Wintergreen, rétt eins og hún læsi það upp úr kennslu bók. Barnaleikir eru vandlega skipulagðir undir minni umsjá. — Ég man eftir, að sem krakka þótti mér afskaplega gaman að Indíánaleikjum og öllu þessháttar. Ef fullorðna fólkið lék með okkur og reyndi að skipuleggja leikina, var ekki líkt því eins gaman að þeim, sagði Paula. — Það sem barn hefur gaman af og það sem því er hollt, er tvennt ólíkt, sagði ungfrú Wint- ergreen einbeittlega. — Þeir leikir, sem ég skipulegg hafa allir einhvern hagnýtan tilgang, til þess að þroska vit þeirra á vissum sviðum og fá fram ýms- ar hliðar í upplagi þeirra. Leik- irnir okkar eru allir teknir upp úr bók um vísindalegt barnaupp eldi. — Æ, guð minn! andvarpaði Paula. — Og ég sem var farin að hlakka til að leika mér við þau þegar ég er orðin góð í fæt- inum. Én ég vona, að þegar við hr. Hankin erum orðin gift, mun ið þér ekki banna mér að leika mér við þau. Ungfrú Wintergreen leyfði sjálfri sér ofurlítið bros. — Ég gæti náttúrlega ekki bannað yð- ur neitt, sem yður langar til. En uhgfrú Freeman skipti sér aldrei neitt af mínu starfi. Hún skilur, að manneskja, sem er út lærð á einhverju sviði á að geta stundað starf sitt án utanaðkom- andi afskipta. Ef það væri gert við mig, yrði ég að segja upp. Og ég er viss um, að hr. Hank- in þætti mjög fyrir þvi. Ungfrú Freeman hefur sagt mér, að hann treysti mér fullkomlega og sé mjög ánægður með það, hvernig ég el börnin upp. Hann hefur tekið eftir talsveðri breyt Sparisjóður alþýðu Afgreiðsla opin til kl. 9 til 4, á föstudögum kl. 9 til 4 og kl. 5 til 7 og á laugardögum kl. 9 til 12. Gengið er inn frá Óðinsgötu. Suniarbústaðaeigendur Óska eftir að taka á leigu góðan sumarbústað til skemmri eða lengri tíma í sumar. Uppl. um stærð staðsetningu o.s.frv. sendist afgr. Mbl. merkt: „Sumarbústaður 942.“ Lagerpláss til leigu er 150 ferm. miðhæð í þríbýlishúsi við Þinghólsbraut, Kópavogi, undir lager. Hæðin er tilbúin undir tréverk. Góð aðkeyrsla. Uppl. gefur Ragnar Tómasson, hdl. Austurstræti 17. Símar 24645 og 16870. Chervolet sendibíll árg. 1955 Chevrolet sendibíll árg. 1955 með Ford dieselvél, lengri gerð, sæti fyrir 10 menn. Verð og greiðslu- skilmálar samkomulag. Ýmis skipti koma til greina. Bifreiðin verður til sýnis á Bifreiðasölunni Borg- artúni 1. Símar 18085 og 19615.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.