Morgunblaðið - 19.05.1967, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 19.05.1967, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 18. MAÍ 1967. - MINNING Framhald af bls. 14 lega það. Börn tómthússfólks voru þá send í sveit í þeim er- indum, en ekki fyrst og fremst til að njóta sveitasælunnar. Kem- ur þetta vel fram í síðustu bók Ragnheiðar og viðhorf barna þeirra tíma til þessara atvinnu- ferða til framandi fólks í fjar- lægar byggðir. Á unglingsárum tók Ragnheið- ur virkan þátt í félagslífi æsku- fólksins í sveit sinni, þar á með- al leiklistarstarfsemi. Þá kynnt- ist hún fyrst leiksviðinu, og hneigðist hugur hennar lengi meir að því, sem þar er flutt, en öðrum greinum lista. Ragnheiður hafði meiri bóka- kost, en börn og unglingar al- mennt þar í þorpinu. Var það bæði, að foreldrar hennar voru bókhneigð og bókasafn lestrar- félags sveitarinnar var þar til húsa um alllangt skeið. Fór snemma orð af bóklestri hennar og frábærum gáfum. Ragnheiður unni mjög föður sínum, eins og kemur beint og óbeint fram í sögum hennar og ritgerðum og tileinkunn bóka. Hann stundaði barnakennslu all- lengi austur þar, og fór orð af hversu góð tök hann hafði á nemendum sínum. Kennslustörf voru Ragnheiði í blóð borin, og ólst hún upp við þau. Fór hún í kennaraskólann er hún hafðí aldur til. Var það meiri hamingja en mörgum hlotnaðist á þeim árum, að geta stundað skólánám til starfa, sem hugurinn beindist að. í kennaraskólanum kynntist hún eftirlifandi manni sínum, Guðjóni Guðjónssyni, skóla- stjóra, En þótt Ragnheiður hefði mikinn áhuga fyrir upp- eldis- og kennslumálum og hvetti t Jarðarför Benedikts Sveinssonar, bókara, Borgarnesi, fer fram frá Borgarneskirkju laugardaginn 20. maí kl. 13.30. Ferð verður frá Um- ferðarmiðstöðinni kl. 8 árd. Jóhanna Jóhannsdóttir. t Jarðarför eiginmanns míns og föður okkar, Guðjóns Jónssonar, Reykjum, V estmannaey jum, fer fraom frá Landakirkju laugardaginn 20. maí kl. 2. Minningarathöfn úr Kópa- vogskirkju verður útvarpað kL 10,30 samá dag. Bergþóra Jónsdóttir og börn. t Kveðjuathöfn um móður og fósturmóður okkar, Ragnhildi J. Björnsson frá Borgarnesi, verður í Dómkirkjunni laug- ■ ardaginn 20. maí kl. 10,30 f.h. Útför verður gerð frá Borg- ( arneskirkju kl. 4 sama dag. Ferð verður frá Umferðar- miðstöðinni kl. 12 á hádegi og til baka samdægurs. Árni Björnsson, Ragna Björnsson, Ása Björnsson, Hanna Helgadóttir, Ágústa Björnsson. aðra og styrkti til náms á því sviði, bæði í orði og verki, fór henni nú sem fleirum, að ástin varð öllu öðru yfirsterkari, og giftist hún Guðjóni áður en hún lauk kennaraprófi. Nokkrum ár- um síðar fór hún aftur í kenn- araskólann og lauk þar prófi. Var það fátítt á þeim árum, að móðir og húsfreyja settist á skólabekk og lyki embættisprófi. En Ragnheiður lét það aldrei aftra för sinni, að gatan væri væri ekki fulltroðin og vegurinn ekki fjölfarinn, ef leiðin lá að því marki, sem hún keppti að. Þau Ragnheiður og Guðjón hófu búskap í Vestmannaeyjum haustið 1916, og kenndu þar bæði þann vetur. Árið eftir tóku þau við barnaskólanum á Stokkseyri. Tveim árum seinna varð Guð- jón kennari í Reykjavík. Fluttu þau þá suður og stundaði Ragn- heiður kennslu við barnaskóla borgarinnar öðru hvoru meðan þau bjuggu þar. Eftir að Ragnheiður flutti til Reykjavíkur, kom hún austur á Stokkseyri flest sumur meðan móðir mín lifði. Voru þær mikl- ar vinkonur, eins og kunnugir sjá í sumum sögum Ragnheiðar og ritgerðum. Ragnheiður dvaldi þá stundum hjá okkur nokkra daga, og voru mér það önnur jól. Sagði hún mér þá einatt frá því, er hún hafði nýlega lesið, eða las upp gamlar sögur og fór með kvæði, ýmist í litlu kompunni minni eða á heilsu- bótargöngu í góðu veðri austur á bakkana, þar sem ilm úr grasi og angan frá sænum leggur fyrir vitin á sumardögum, og víðsýni er meira en víðast hvar annars staðar á byggðu bóli á landi hér. Urðu þá í meðferð Ragnheiðar gamlar sögur nýjar og kunn kvæði fengu fyllri þokka og sterkari hughrif. Ljóð Einars Benediktssonar urðu oft fyrir valinu, og vel sómdi sviðið við útsæinn flutningi kvæða skáld- jöfursins. Ragnheiður las mikið, allt frá barnæsku og fram á banalegu, en ég held, að hún hafi lesið mest meðan þau hjón kenndu í Reykjavík. Las hún þá auk inn- lendra höfunda, norrænu stór- skáldin og enskar bókmenntir. Forlögin eru markvís og með lestri öndvegishöfunda bjuggu þau hana vel undir ritstörf seinni tíma. Ragnheiður og Guðjón skóla- t Þökkum innilega auðsýnda hluttekningu við andlát og jarðarför móður okkar, tengdamóður og ömmu, Guðrúnar Guðlaugsdóttur, Freyjugötu 37. Börn, tengdabörn og barnabörn. t Þakka auðsýndan vinarhug við jarðarför, Þórðar Jónssonar, Hverfisgötu 23. Gíslína Sigurðardóttir. t Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför föður okkar, tengdaföður og afa, Gísla Sigurðssonar, járnsmiðs, Aðalgötu 5, Keflavík. Börn, tengdabörn og barnabörn. stjóri fluttu úr Reykjavík til Hafnarfjarðar árið 1930. Guðjón tók þar við stjórn barnaskólans haustið áður, en Ragnheiður hafði á hendi stundakennslu við skólann um skeið. í Hafnarfirði hófst nýr þátt- ur í sögu Ragnheiðar. Hún gerð- ist mikilvirkur rithöfundur. Fyrsta verk hennar var sjónleik- ur, sem settur var á svið í Hafn- arfirði. Skólabörnin þurftu sjón- leik á skemmtun sína. Ragnheið- ur leysti vandann og gaf börn- unttm sjónleikinn. Börnin léku hann sjálf sér til þroska og til mikillar ánægju fyrir yngri og eldri áhorfendur. Eftir það gaf Ragnheiður hafnfirzkum skóla- börnum árlega sjónleiki um all- langt skeið. Þorsteinn M. Jónsson á Akur- eyri gaf fyrst út sjónleiki Ragn- heiðar 1934 og færði þá þar með öllum börnum landsins. Bættist þá nýr þáttur íslenzkum bók- menntum, sem að vísu hefur lít- ið aukizt. Sjö árum síðar kom út fyrsta skáldsaga Ragnheiðar, og síðan rak hver bókin aðra frá hennar hendi, ævintýraleikir fyr- ir börn, og sögur fyrir unglinga og fullorðið fólk. Ragnheiður var að vísu skóla- kennari færri barna og skemmri tíma en hún vildi, olli því heilsa hennar. En í bókum sínum hefur hún orðið kennari fleiri barna en nokkur ævi endist. En hér verður ekki rakinn skáldskapur Ragnheiðar, enda munu aðrir og mér færari gera það. Þegar Guðjón hætti skóla- stjórn í Hafnarfirði 1954, fluttu þau aftur til Reykjavíkur og hafa búið þar síðan í húsi sínu á Laugarásvegi 7. Hafa þau hjón átt fagurt og gott heimili, hvort sem það var í litlu þorpi, fá- mennum kaupstað eða fjöl- mennri borg. Þangað var gott að koma á gleðistund og döprum dögum, því að í það skjól fauk aldrei. Þar ólust börn þeirra upp, Jón Ragnar, stýrimaður í Boston, og frú Sigrún teiknikennari. Hefur hún skreytt síðari bækur móður sinnar ágætum myndum, enda hlotið sóma fyrir á nor- rænni sýningu. Þó teljum við sem kunnug erum, að mestan sóma hafi hún unnið sér á heim- ili sínu, sem dóttir heilsulítillar móður, og sem húsfreyja á Laug- arásvegi 7. Um sextán ára aldur fór Ragn- heiður að finna til magakvilla og upp frá því var hún aldrei hraust og oft sárþjáð, og líkamsþróttur hennar virtist fremur lítill. Hún ávann sér þó fljótlega þá seiglu, sem einkennir stundum líkam- lega sjúkt fólk. En andlegur dugnaður hennar var frábær, bæði sem húsmóður og eigin- konu, móður og ömmu, sem dótt- ur og systur, vinar og félaga, liðsmanns og foringja í félags- málum, sem nemanda og kenn- ara, en þó ekki hvað sízt sem skálds og rithöfundar. Síðasta legan var alllöng og ströng, fyrst á sjúkrahúsi og síð- ast á heimili hennar við ágæta hjúkrun og ástríki, eiginmanns og dóttur, tengdasonar og barna- barna. En sonurinn í Vesturheimi lét sig ekki muna um, að heim- sækja móður sína á sjúkrabeðið Og færa henni fagra gjöf frá út- lendri tengdadóttur í fjarlægri heimsálfu. Ég hef gleymt að geta þess, að Ragnheíður var fögur kona. Kannske á þessi gleymska rætur að rekja til þess hvað kynni okkar hófust snemma og að út- litið gleymdist mér vegna gróm- lausrar vináttu og yndisþokka andlegs atgjörfis frú Ragnheiðar Jónsdóttur. Þegar ég nú lít yfir það, sem ég hef hér skrifað, koma mér aftur í hug orðin, sem Ragn- heiður rithöfundur mælti til mín fyrir nokkru síðan, og geri þau að kveðjuorðum mínum og fjöl- skyldu minnar til vinkonu okk- ar: „Enn þá skortir mig orðin, er á ég þig að kveðja of margt er að minnast of margs er að minnast Ilm úr grasi, angan frá sænum fyrir vitin bregður. Vertu blessuð." Bjarni M. Jónsson. 75 ára: - AFMÆLI Kristinn Bjarnason 75 ÁRA er dag Kristinn Bjamason frá Ási í Vatnsdal. Hann er sonur hjónanna Bjarna Jónssonar oddvita þar og Sigríðar Hjálmarsdóttur, Hjálm arssonar frá Bólu. Ungur var hann tekinn í fóstru af Guð- mundi Ólafssyni alþingismanni í Ási og könu hans Sigurlaugu Guðmundsdóttur og ólst þar upp til fullorðinsára. Kristinn bjó á ýmsum stöð- um í Húnavatnssýslu unz hann flytur til Vestmannaeyja 1927. Hann byrjar svo búskap aftur 1940, þá að Borgarholti í Bisk- upstungum og bjó þar um 10 ára skeið, þá flutti hann til Reykjavíkur og hefur átt hér heima síðan og starfar nú hjá MúlalundL Kristinn er mjög vel hagmælt ur og árið 1963 gaf hann út ljóðabók sína „Ómar frá ævi- dögum“. Kvæntur er hann Guðfinnu Árnadóttur frá Grund í Vest- mannaeyjum. í kvöld dvelst hann á heimili sonar síns að Múla við Suður- landsbraut. Vinur. Bezt að auglýsa í Morgunblaðinu Framhald af bls. 12 sjálfur hefir hann ort mikið. ,,Vísnakver“ heitir ljóðasafn hans, allstór bók og önnur heit- ir „Tvær rímur“ og er önnur um skáldaflotann á fslandi á 19. öld, ekki færri en 436 skáld og hagyrðinga, og er þessi bók merkileg að því leyti að fyllra skáldatal hefir aldrei verið orkt á íslandi. Hann hefir þar að auki sýnt þann sóma þremur vanmetn um skáldum, Sigurði Bjarna- syni, Brynjólfi Oddssyni og Bertel E. O. ÞorleifssynL að gefa út ljóð þeirra og rita jafn framt ævisögubrot þeirra allra af næmum skilnir.gi. Það mun varla eiga við nú orðið á þessari tækniöld, að lýsa mönnum, því að fólk vill sjálft fá að sjá þá í kvikmyndum eða sjónvarpi. Önnur var tíðin á uppvaxtarárum okkar, þá þótti gaman að mannlýsingum, og eins eru þær prýði margra forn- sagna. Og þar sem Snæbjörn mun tæplega birtast í sjónvarpL má hér geta þess, að hann vakti athygli hvar sem hann fór. Hann er með hæstu mönnum sinnar kynslóðar, hvatur í spori á yngri árum og sópaði að honum. Nokkuð var hann skarpleitur og einarðlegur, og augun hygg ég að fornmenn hefði kallað, haukfrán", en nokla uð er nú síðan að þau biluðu, og hefir það verið hontun þungt mein á seinni árum, að mega ekki lesa eins mikið og hugur hvatti til. Og meðal annars mun það hafa verið vegna þessa að hann brá á það ráð að flytjast til Englands og vera þar í skjóli dóttur sinnar. En sjónarsviptir er nú að því að hann gengur ekki lengur um götur Reykja- víkur — það er eins og bærinn missi nokkuð af sínum svip þegar sumir hverfa. Og allir hinir mörgu vinir hans munu sakna hans sárt og finnast allt tómlegra fyrst hann er farinn f stuttu máli mun það sann- ast sagt um Snæbjörn, að í engu hafi hann verið meðalmaður. Hann er afburða fróðleiksmað- ur og skarpgáfaður, og til hans var jafnan gott að leita heil- ræða. Hann er vinfastur og hreinlyndur og gerir sér enga tæpitungu við hvern sem er að skifta. Alla ævi hefir hann ver- ið sannleiks leitandi og reynt að skilja rök tilverunnar. Verði honum nú sú viðleitni giftu- drýgri í ellinni en þótt hann hefði safnað gulli og metorðum. Ámi Óla. Ytri-Njarðvík Morgunblaðið óskar eftir umboðsmanni til að ann- ast dreifingu og innheimtu blaðsins í Ytri-Njarð- vík. Uppl. á skrifstofu blaðsins. Morgunblaðið. íbúð til lcigu fbúð 80 ferm. í blokk í Laugarneshverfi. Einungis reglusamt fólk kemur til greina. Leigist frá næstu mánaðarmótum. Tilboð merkt: „Útsýni 733“ legg- ist inn á afgr. Morgunblaðsins. Lokað í dag frá kl. 1—3 vegna jarðarfarar. Almennar tryggingar h.f.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.