Morgunblaðið - 19.05.1967, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 19.05.1967, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 19. MAl 1967. 17 Loksins vard ættjördin laus við listgjarna fúskara Mörgum er gjarnt að spyrja þessa dagana: „Hvað finnst þér «un úthlutun listamannalauna í ár?“ í>á svara ég bara: „Eitt stórt NÚLL“, akkúrat eins og einkunnargjöf úthlutunarnefnd- «r til mín nam í krónutölu I þetta sinn af opinberu virðingar- fé til listamanna. Aftur á móti fer trauðla hjá því, að sært stolt og kannski líka hégómlegur heið- ttr sumra skapheitra listamanna sjóði nú upp úr sjálfum geðkötl- tmum, ekki hvað sízt meðal þeirra, sem hlutu enga sneið af kökunni. Fyrir utan súkkatið, sykrið og allt nýja kryddið frá G-ylfa átti þessi nýskipaða út- hlutunarnefnd að þeyta öllum fyrri nefndum langt aftur fyrir ffig um alla sanngirni, dómgreind, ábyrgð, grandvarleik og réttsýni á opinbext listmat. Og ef trúa átti þessari nýskipan réttlætisins átti ekki sjálfur Guð almáttugur að komast í skóna þeirra alsjáandi nefndarmanna. Þessi nýja út- hlutunarnefnd með þá Helga Sæm og Halldór á Kirkjubóli í fararbroddi minndr einma helzt á sænsku og frönsku Akademí- urnar til samans um allan virðu- leik, menning og mennt á öllum sviðum listanna. Enda timi til kominn, að til yrði íslenzk „Aka- demía“ og loksins lokið öllum pólitískum betlilúku-mæðiveiki- nefndum til handa íslenzkum listamönnum. Hver véfengir líka lengur slíkan sannleika? Þrátt fyrir þessa nýju dýrð, eða öllu fremur vegna hennar er ég hálf- vegis feginn að vera á förum af landi brott, til lengri eða skemmri dvalar ( ekki vegna úr- skurðar nefndarinnar eða af ein- hverjum líkum hvötum og Svet- lama Stalín, sussu nei). Heldur opnuðust staurblind augu mín nú fyrir því, að hér í þessari Para- dís listanna virðist ekki lengur pláss né listrænt olnbogarými fyrir fúskara á borð við mig þegar litið er til allra viður- kenndu snillinganna á heiðurs- lista háttvirtrar úthlutunar- nefndar í ár. >ó get ég ekki að skilnaði látið hjá líða að þakka sjálfri þjóðinni fyrir frábærar viðtökur bóka minna og mynda. Ég er manna fúsastur til að við- urkenna galla og vankanta verka minna og veit, að lengi má deila um listrænt gildi þeirra, eins og flest mannanna verk, og þar eru verk margra þeirra sízt undan- skilin, sem nutu náðar og viður- kenningar úthlutunarnefndar í ár. Að lokum finnst mér ekki úr vegi að kasta kveðju á þessa nýju „Akademíu", að góðum og gömlum íslenzkum sveitamanna- sið: „Ég bið kærlega að heilsa í bæinn og gangi ykkur allt í hag- inn.“ Örlygur Sigurðsson. Peking og Shanghai: Miklar mótmœlaað- gerðir gegn Bretum vegna óeirðanna í Hong Kong fyrir helgi ÓEIRÐIR urðu í brezku nýlend- unni Hong Kong fyrir helgina er verkbann var sett þar í verk- smiðju einni og síðan bafa mót- mælaaðgerðir ýmiskonar í Kína ágerzt mjög. Margar mótmæla- göngur hafa verið farnar undan- farna fjóra daga að brezka sendi fulltrúaskrifstofunni í Peking og til bústaða brezkra sendimanna. Brenndar hafa verið strábrúður af Wilson, forsætisráðherra Bretlands og mótmælaspjöld verið hengd upp fyrir utan dyr sendiskrifstofunnar, sem á var letrað m.a.: „niður með brezka heimsveldisstefnu", og „Styðj- um verkamennina í Hong Kong". í Shanghai gerðu kínverskir ofbeldismenn, rauðir varðliðar og fleiri aðsúg að heimili Peter Hewitts, brezka sendiráðsnauts- ins þar í borg og brutu og bröml uðu innanstokksmuni, ekki gerðu þeir þó fjölskyldu Hewitts mein. Brezka stjórnin hefur sent stjórninni í Peking harðorð mótmæli vegna atburðarins og krafizt þess að öryggi brezka sendifulltrúa á kínverskri grund verði tryggt. t Hong Kong fóru mörg hundruð Kín- verjar í mótmælagöngu að bú- stað brezka landstjórans í dag og þöktu bygginguna og fram- hiið hennar með mótmæia- spjöldum vegna þess að land- stjórinn neitaði að taka á móti sendinefnd úr hópi göngumanna. Óeirðirnar í Hong Kong hófust á fimmtudag í fyrri vibu er sett hafði verið verkbann við verk- smiðju eina í Kowloon-hverfi, þar sem búin eru til gerviiblóm. Unnu þarna þúsundir verka- manna, sem þá urðu atvinnulaus ir. Hófu vinstrisinnaðir verka- menn mótmælaaðgerðir, fóru hópgöngur um verksmiðjúhverf- ið og kom þá brátt til átaka við lögregluna. Sett var á útgöngu- Tónleikar leysast upp Það fór fiðringur um allar músíkalskar taugar borgarinnar, þegar spurðist, að Igor Oistrakh ætti nú að koma og leika fyrir Tónlistarfélagið, hvað hann og gerði á annan í hvtíasunnu og Mka kvöldið eftir. Nafn Oistrakh- feðganna er eitt hið frægasta í tónlistarheiminum nú á dögum, og þess vegna vonbrigði að geta ekki verið orðlaus af ánægu. Verkefnavalið var líka ekki hið heppilegasta (tónleikarnir byrj- uðu með því að kuldahrollur fór um alla „Vorsónötu" Beet- hovens) og eftirvæntingin sner- ist þannig ekki í óblandna ánægjuna, heldur undrun og furðulost á stundum. Igor Oistraks hefur fimi, ör- yggi og styrk svo að það er hrífandi að virða fyrir sér hreyf- ingar fingna og boga. Leikur hans virðist alliur miðast við tröllaukin salarkynni eða óhag- stæð skilyrði eins og tónlistar- flutning úti undir beru lofti og þar af leiðir, að öll tjáning verð- ur einhæf (mikill tónn, ekki allt- af „fallegur“ eða skarpar „rhýt- mískiar“ útlínur t. d.) Prókofiev-sónatan (í f-moll nr. 1) var hámark tónleikanna og hefði verið mun fróðlegra að heyra meir af sliku, og þá sér- staklega af því, sem nú er nýj- ast að gerast í sovézkum tón- skáldskap. í þessari sónötu nutu kostir Oistrakhs sín að fullu, það, sem mega kallast ókostir í „Vor- sónötunni" (eða þá í G-dúr són- ötu Ravels, sem tónleikunum lauk með), kom að góðum not- um í Prókofiev. Meðleikari á píanó var Usevo- lod Petrushansky, og leikur hans minnti óþægilega á „blaðlestur“„ fingumir komust naglalega yfir nótnaborðið, slepptu ekki mörg um nótum, en tónn var ómót- aður. Margir áheyrendur báðu um aukalög á meðan aðrir áheyr- endur voru uppteknir við að brölta út. Tónleikarnir leystust því upp samkvæmt venjulegri reykvískri tónleika-„etíkettu“. Þorkell Sigurbjörnsson. bann í borginni um kvöldið og var þar allt með kyrrum kjörum um nóttina, en er morgnaði hóf- ust óeirðir á nýjan leik og gekk svo fram undir helgi. Tók lög- reglan höndum nær 400 manns í óeirðunuim. Málgögn kommúni'sta í Hbng Kong, blöðin „Ta Kung Pao“ og „Wen Wei Po“ réðust harðlega á brezka landstjórann í nýlend- unni, Sir David Trench, fyrir „kynþáttakúgun gagnvart kín- verskum verkamönnum“. Segja blöðin að hér sé um skipulagða árás að ræða á kínversku þjóð- ina og sýni yfirdvöldin „fasist- íska grimrnd" í ofsóknum sínum og ofbeldi. f portúgölsku nýlendunni Macao, rétt vestan við Hong Kong, handan Perlufljótsins, hafa Kínverjar einnig efnt til óeirða. Handtóku þeir brezka ræðismanninn þar í borg á föstu dag og héldu honum í nær tvær klukkustundir meðan sungnir voru yfir honum kommúnista- söngvar og lesið úr verkum Mao Tse tungs. Eins og áður sagði voru um 400 manns handteknir í óeirðun- um og hafa um 250 þeirra þegar játað sekt sína og hlotið fyrir 1 til 18 mánaða dóma. Um 100 áttu að mæta fyrir rétti í dag og tókst kínverskum óeirðaseggj- um sem fjölmenntu að einu dómshúsinu að hleypa upp rétt- arhöldum þeim sem þar áttu fram að fara í máli 20 sak- borninga með ólátum og þrá- söngli úr verkum Maos for- manns. Kínverjar hafa krafizt þess formlega að brezk yfir- völd láti lausa alla þá sem hand- teknir voru í óeirðunum. Sendu þeir orðsendingu í gær brezka sendifulltrúanum í Peking, D. A. Hopson og settu þar fram ýmsar aðrar kröfur að auk. Er það mál margra emfoættismanna í Hong Kong að brugðið geti nú til foeggja vona um ástandið í nýlendunni og þykir nokkur hætta á því enn að aftur komi þar til óeirða. Helma Þórðardóttir við nýja skiptiborðið. IMýbreytni á Landakoti UM síðustu áramót tók Landa kotsspítali upp þá nýbreytni að starfrækja sérstaka síma- vörzlu allan sólarhringinn. Er símaklefinn í hinni nýju and- dyrisálmu spítalans, sem tek- in var í notkun um svipað Ieyti. Þar sem þetta er eini spitalinn í Reykjavík, sem býð ur upp á slíka þjónustu, þótti okkur tiihlýðilegt að fara þangað og spyrjast nánar fyr- ir um þetta nýmæli. — Við byrjuðum með sólar hrings vakt 1. janúar í ár, segir systir Emanuele, skrif- stofustjóri Landakots.. Hún er fyrst og fremst hugisuð sem aulkin þjónusta við þá, sem hér eru og foingað þurfa að leita, aulk þess sem 'henni er samfara meiri hagræðing á störfum spítalans. — Hvað starfa margir við símavörzluna? — Við símarvörzluna starfa fjórar manneskjur, þrjár kon- ur og einn karlmaður, sem jafnframt er næturvörður. — Er þetait ekki nofokur fjárhagsbaggi fyrir sjúkrahús ið? — Það er það vtssulega, en við teljuim að ávinningurinn sé peninganna virði, sagði systir Emanuele að lokum. Fljótandi vörusýning hér um næstu helgi UM NÆSTU helgi er væntan- legt hingað til landsins skipið Frost-Monsunen, og er það hlað- ið ýmsum vörum frá sex erlend- um fyrirtækjum, sem Hervald Eiríksson sf. hefur umboð fyrir hérlendis. Þessi fljótandi vöru- sýning verður væntanlega opin n. k. sunnudag, mánudag og þriðjudag, og skal mönnum bent á að nálgast aðgangskort á skrif- stofu Hervalds Eiríkssonar, Aust- urstræti 17, og verða þau ókeyp- is. Forstjórar og fuUtrúar allra þessara fyrirtækja verða um borð i skipinu til leiðbeiningar og aðstoðar. Fjrrirtæki þau, sem hér um ræðir eru: Skandinavd.sk Elektro IWO, sem framleiðir mjög fjöl- breytt úrval af kælitækjum, allt frá litlum kæli- og frystikistum upp í fullkomna frystiklefa, Antonson-Avery A/S, sem fram- leiðir verðmerkivélar, sem marg- ar verzlanir hér eru þegar fam- ar að nota. Er þetta fyrirtæki eitt hið stærsta á þessu sviði í veröldinni. DKI A/S, sem fram- leiðir alls kyns vélar og tæki fyrir kjöt- og kjörverzlanir, svo sem kjötsagir, áleggshnífa, pökk unarvélar o. fl. Koh-I-Noor A/S sýnir um borð í Frost-Monsunen Hasker-búðakassa, Sören Mygind A/S sýnir Reynolds PVC plast- filmur, sem þykja mjög hentug- ar við pökkun hveris konar mat- vöru. Loks sýnir fyrirtækið Speedrite auglýsingateikniáhöld, sem þegar er farið að nota viða í verzlunum hér. Vortonleikar T ónlistarskólans HINIR venjulegu vortónleik- ar Tónlistarskólans verða haldn- ir í Austurbæjarfoíói laugard. 20 maí og hefjast Od. 3 síðdegis. Þar koma fram í einleik og sam- leik 15 nemendur skólans, þar á meðal tveir, sem nú ljúka kennaraprófi í píanóleik, þau Sigríður Ása Ólafsdóttir og Karl Sigurðsson. Öllum er heimill aðgangur að þessum tónleikum, meðan hús- rúm leyfir. Þrír nemendur, sem nú í voir ljúfca brottfararprófi í hljóðfæra leik, hafa nýlega haldið sjáltf- stæða tónleika á vegum skólans. Eru það þau Anna Áslaug Ragn- arsdóttir, píanúleikari, Guðný Guðmundsdóttir, fiðluleifcari og Gunnar Björnsson, sellóleikarL

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.