Morgunblaðið - 26.05.1967, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 26.05.1967, Blaðsíða 2
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. MAÍ 1967. Úr stefnuskra LEGGJA ber ríka áherzlu á að tryggja útflutningsvörum þjóðarinnar, sem öruggasta markaði og hagstæðast verðlag. Á meðal brýnustu verk- efna er að vinna að því innan Alþjóðaviðskipta- og tollanefndarinnar (GATT) og með viðræðum við helz tu viðskiptaþjóðir íslendinga að forð- ast hin alvarlegu áhrif af tollverndarstefnu efnahagsbandalaganna. Verði í því sambandi kannaðir endanlega möguleikar íslands til þátttöku í Fríverzlunarbandalaginu (EFTA) og leitað aðildar að því, fáist hún með viðhlítandi kjörum og þau kynnt öllum þeim, sem hagsmuna eiga þar að gæta. Jafnframt verði hraðað kerfisbundinni áætlun um lækkun að- flutningsgjalda og samhliða ráðstöfunum til stuðnings íslenzkum iðnaði til að tryggja samkeppnisaðstöðu hans og stuðla að sem fjölbreyttastri iðnþróun í landinu. Dr. Bjarni Benediktsson Jónas G. Rafnar Magnús Jónsson Bjartmar Guðmundsson Gísli Jónsson Kjósendafundur á Akureyri nk. mánud. SJÁLFSTÆÐISMENN í Norður landskjördæmi eystra boða til almenns kjósendafundar í Sjálf- stæðishúsinu á Akureyri mánu- daginn 29. maí n.k. og hefst fundurinn kl. 20.3'0. Á fundinum flytja ræður og árvörp Bjarni Benediktsson, for- sætisráðherra, Jónas G. Rafnar, alþingismaður, Magnús Jómsson, fjánmálaráðherra, Bjartmar Guðmumdsson, alþingiismaður og Gísli Jónsson, menntaskólakenn arL Fundarstjóri verðuT Jón G. Sólnes, bankastjóri. Hljómsveit Ingimars Eydal mun leika frá kl. 20. 18,6 millj. varið til norræns menningcrsamstarfs 1968 ÁRIÐ 1968 hefur sjóðurinn til I til 18,6 milljóna íslenzíkra króna. ráðstöfunar fjárhæð sem svarar j Sjóðnum er ætlað að styrkja D-lista vormot i Stapa og Félagsgaröi f Stapa í kvöld kl. 9 hefst annað af tveimur vormótum Sjálfstæðis- manna í Reykjaneskjördæmi, haldið í Stapa í Njarðvíkum. Dr. Bjarni Benediktsson forsætis- ráðherra flytur ræðu, en stutt ávörp flytja alþingismennirnir, Sverrir Júlíusson, Axel Jónsson og Matthías Á. Mathiesen. Svo sem venja er á slíkum mótum verður sitthvað til skemmtunar, Lúdó og Stefán leika fyrir dansi og óperusöngvararnir Sigurveig Hjaltested og Guðmundur Guð- jónsson syngja einsöng og tví- söng. Gamanþátt flytur Karl Einarsson. f Félagsgarði Vormótið í Félagsgarði í Kjós verður laugardagskvöld kl. 9. I>ar flytur Jóhann Hafstein dóms málaráðherra aðalræðuna, en ávörp flytja Oddur Andrésson, bóndi, Pétur Benediktsson banka stjóri og Matthías Á. Mathiesen alþingismaður. Gamanþátt flytja leikararnir, Róbert Arnfinnsson og Rúrik Haraldsson. Hljóm- sveitin Kátir félagar leikur fyrir dans! og efnt verður til spenn- andi happdrættis. Sætaferðir verða frá Hlégarði kl. 8.30, en mórð verður, eins og áður segir haldið að Félags- garði í Kjós. Aðgöngumiðar að Vormótun- um báðum, eru afhentir á kosn- ingaskrifstofum D listans og hjá trúnaðarmönnum Sjáifstæðis- flokksins í kjördæminu. Allt Sjálfrfæðisfólk og annað stuðningsfólR D listans er Watt til þátttöku í vormótunum. D listinn er okkar listi. norrænt menningarsamstarf á sviði vísinda, skólamála, aliþýðu- fræðslu, bókmennta, myndlistar, tónlistar, leiklistar, kvikmynda og annarra listgreina. Meðal þess, sem til greina keihur að sjóðurinn styrki, má hefna: 1. norræn samstarfsverkefni, sem stofnað er til í eitt skiptL svo sem sýningar, út- gáfu, ráðstefnur og nám- skeið, 2. samstarf, sem efnt er til í reynsliuskyni, enda sé þá reynslutíminn ákveðinn af sjóðstjórninnL 3. samnorræn nefndastörf, 4. upplýsingastarfsemi varð- andi norræna mennrngu og menningarsamvinnu. Styrkir úr sjóðnum eru yfir- lei'tt ekki veittir til venkefna, er varða færri en þrjár Norður- Iandaþjóðir sameiginlega. Umsóknum um styrki til ein- staklinga er yfirleitt ekki unnt að sinna. Þeir, sem sækja um styr'ki úr sjóðnum til vísindalegra rann- sókna, þurfa að hafa í huga, að styrkir eru yfirleitt því aðeins veittir til slíkra verkefna, að gert sé ráð fyrir samstarfi vís- indamanna frá Norðunlöndum að lausn þeirra. Framh. á hls. 24 Jöklar hff. selia ffvö skipa sinaa BLAÐINU barst í gær eftirfar- andi fréttatilkynning frá Jökl- um h.f.: Hjf. Jöklar hafa ákveðið að selja fcvö af frystiskipum sínum, m.s. Langjökul og m.s. Dranga- jökul. Kaupandi skipanna er Korea Equipment Import Corp- oration, Pyongyang, Norður- Kóreu. Söluverð skipanna má telja að sé hagstætt. Ástæðan til sölu ' skipanna er fjárhagserfiðleikar við rekstur þeirra. Eins og kunnugt er tók Eimskipafélag íslands h.f. að sér flutninga á frystum fiski fyrir Sölumiðstöð hraðfrystihúsanna frá 1. apríl 1965. Þá voru ekki lengur verkefni fyrir skipin hér og hafa þau því síðan verið í flutninigum erlendis. íslenzkum aðilum var gefinn kostur á að kaupa skipin með svipuðum kjörum, en þeir höfðu ekki áhuga á kaupum á þessum grundvelli. » Skipin verða afhent kaupend- um í Póllandi í næsta mánuðL Félagið á önnur tvö skip og hefur -ekjki komið til tals að selja þau. Langjökull var byggður árið 1959 ocg er 2063 tonn að stærð. Drangajökull Var byggður árið 1962 og er 2102 tonn. FELAGSHEIMILI HEIMDALLAR Opið hús í kvöld Reykjaneskjördæmi D-listinn er okkar listi ÓÐUM styttist tíminn tii kosn- inga. Öll þurfum við að nota tímann vel fram að kjördegi, tala máli flokks okkar og fram- bjóðenda, á vinnustöðum og hvar annars staðar, sem við höf- um tækifæri til þess að fræða fólk um stefnu okkar, framfara- stefnu Sjálfstæðisflokksins. D-listinn er okkar listi. Þess vegna þurfum við að hafa sam- band við kosningaskrifstofur D listans, veita upplýsingar og fá upplýsingar. Öll verðum við að athuga hvort við séum á kjör- skrá og þeir sem ekki verða heima á kjördag, ættu sem fyrst að kjósa hjá næsta hreppstjóra eða bæjarfógeta. Vinnum sameiginlega og hver einstakur að undirbúningi kosn- inganna, hver eftir beztu getu. D-listinn er okkar listi. Fundur í Grenivík í kvöld FRAMBJÓÐENDUR Sjálfstæðis- flokksins í Norðurlandskjördæmi eystra efna til almennra kjós- endafunda um „Framfaramál kjördæmisins og þjóðmál“ í Grenivík í kvöld 26. maí kl. 20.30. Ræðumenn: Jónas G. Rafn ar, alþm., Magnús Jónsson, fjár. málaráðherra og Gísli Jónsson, menntaskólakennari. Á fundinum verður svar- að fyrirspurnum að fram- söguræðum loknum. Ingólfur Jónsson Steinþór Gestsson Fuitdur í Hveragerði Sjálfstæðisfélagið Ingólfur í Hveragerði og fulltrúaráð Sjálf- stæðisfélaganna í Árnessýslu halda almennan stjórnmálafund í Hótel Hveragerði mánudaginn 29 .maí kl. 21. Ræðumenn verða Ingólfur Jónsson landbúnaðar- ráðherra og Steinþór Gestsson bóndi Hæli. Að loknum fram- söguræðum verða svo frjálsar umræður. Allir eru velkomnir á fundinn. Frumboðsfundir ú Vestfjörðum hefjust ú morgun SAMEIGINLEGIR framboðs- fundir stjórnmálaflokkanna í Vestfjarðakjördæmi hefjast á Bjarni T~oedikts son. Jóhann Uafstein Matthías Á. Mathiesen. Pétur Bene- diktsson. Sverrir Júlíus- son. Axel Jónsson. Oddur Andrésson. V morgu'n með tveimur fuindum f Strandasýslu. Hefst hinn fyrri þeirra í Árnesi kl. 3 e.h., og hinn síðari á Hólmavík um kvöldið kl. 20.30. 28. maí verða fundir í Króks- fjarðarnesi kl. 3, 29. maí, að Birkimel í Barðastrandahreppi kl, 2 og á Patreksfirði og Tálkna firði sama dag kl. 8.30. 30. maí verða flumdir á Bíldudal og Þing eyri kl. 8.30, 31. maí á Flateyri og Suðureyri kl. 8.30, 1. júní í Bolrmgarvík og Súðavík kl. 8.30 og 2. júní á ísaffirði kl. 8.30. Frambjóðendur allra flotoka tala á þessum fundum.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.