Morgunblaðið - 26.05.1967, Blaðsíða 22

Morgunblaðið - 26.05.1967, Blaðsíða 22
22 MORGUNBLÁÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. MAÍ 1967. Bjarni Jóhannesson afgrm. — Minning í D A G er til moldar borinn Bjarni Jóhannesson. Hann var fæddur í Flatey á Breiðafirði 10. des. 1905. Foreldrar hans voru Málfríður Gróa Jakobsdótt- ir, er var ættuð úr Grundarfirði, og Jóhannes Bjarnason, en hann var kynjaður úr Vestureyjum. Jóhannes var kunnur skipstjóri um allan Breiðafjörð og víðar á tímabili skútualdar. — Kornung- ur flutitist Bjarni í Rif á Snæ- fellsnesi, og þar ólst hann upp hjá Guðnýju Bjarnadóttur, föð- ursystur sinni, og manni hennar, Jens Sigurðssyni. En þau Rifs- hjón voru kunnugt sómafólk um utanvert Nesið, og bjuggu vel að þeirrar tíðar hætti. Bjarni byrjaði kornungur að stunda sjó með fóstra sínum er hann var fluttur að Selhól, á Sandi og hafði snemma kynni af lífi sjómanna, enda var Sandur gömul og fræg verstöð, ásamt því sem þar var aðalverzlunar- Staðurinn á Nesinu, áður en verzlun fluttist til Ólafsvíkur. Þegar hann var fulltíða fór Bjarni til Reykjavíkur og byrj- aði þá þegar að stunda sjó á tog- urum og á þeim veiðiskipum var hann í mörg ár. Að sjálfsögðu kom þá oft selta á vanga hans Móðir okkar, Helga Sakariasdóttir, sem andaðist á Sjúkrahúsi Hvítabandsins 22. maí, verður jarðsungin frá Fossvogskirkiu 27. þessa mánaðar kl. lO.dO árdegis. Þeir, sem vildu minnast hennar, liáti líknarstofnanir njóta þess. Börn hinnar látnu. Útför eiginmanns míns, Benedikts Björnssonar, Barkarstöðum, fer fram laugardaginn 27. mai nk. Athöfnin að Efra-Núps- kirkju hefst kl. 14. Jarðsett verður í heimagrafreit. Jenný Sigfúsdóttir. Þökkum auðsýnda samúð við andlát og jarðarför Jakobínu G. Guðmundsdóttur, Grettisgötu 4. Börn, tengdabörn og barnabörn. Innilegt þaikklæti fyrir auð- sýnda samúð og vináttu við andlát og útför móður okkar, tengdamóður og ömmu, Margrétar Benediktsdóttur, frá Staðarbakka. Anna Guðmundsdóttir, Gísli Guðmundsson, Magnús Guðmundsson, Benedikt Guðmundsson, Ásdis Magnúsdóttir, Guðrún Jónsdóttir og barnabörn. sem og annarra, er kljást við Ægisdætur. Tvívegis sukku í hafi skip, sem hann var á, en hann slapp nauðuglega, því að hann sá á eftir sumum skipsfé- laga sinna í djúpið. En Bjarni talaði fátt um, enda var honum karlmennska í blóð borin og ótamt um að fást, þóft raunir bæri að höndum. Eftir að Bjarni hvarf af sjón- um var hann fyrst við afgreiðslu- störf hjá mági sínum, Bjarna Ólafssyni, er þá veitti forstöðu Bifreiðastöðinni Bifröst. Síðar tók Bjarni við þessu starfi af mági sínum og gegndi því í mörg ár. Að sjálfsögðu komst hann þá ekki hjá því að hafa kynni af fjölmörgu fólki, og mun það geta trútt um borið, að Bjarni var manna alúðlegastur í viðmóti, þjónustulipur og fús að leysa vanda þeirra, er til hans leituðu, eftir því sem hann hafði föng til. Hann var og jafnan hress og glaður í bragði og ekki ótamt að gera að gamni sínu, ef svo bar undir. En allt var það glens græskulaust, enda var skaphöfn Bjarna þannig, að hann vildi hverjum manni vel, og tók ósjaldan upp hanzk- ann fyrir lítilmagnann, þegar honum fannst að honum vegið. Seinustu árin vann Bjarni sem afgreiðslumaður hjá Olíuverzlun íslands. Bjarni kvæntist 1. apríl 1933 Hólmfríði Ólafsdóttur, ættaðri úr Ólafsvík. Þau eignuðust þrjú börn, en eitt þeirra dó kornungt. Dætur þeirra eru: Guðný Jenný, gift Ir.gvari Magnússyni blaða- þýðara og Katrín Bára, en henn- ar maður er Kristján Þór Krist- jánsson taeknifræðingúr. Á heimili þéirra hjóna ríkti ætíð mikil gestrisni, bar þar marga að garði, einkum skyld- fólk Fríðu og aðra vandamenn. Þar var öllum tekið með ljúfu geði, sýnt hið bezta atlæti og í garði þeim þekktist ekki að telja eftir bita né sopa, og gegndi þá reyndar sama hverjir í hlut áttu. Ég sakna mjög Bjarna Jó- hannessonar, því hjá honum og Fríðu frænku minni naut ég margs góðs, bæði á æskuárum mínum og eftir að ég varð full- tíða. Með Bjarna er genginn góð- ur drengur, sem ég á margar hugfólgnar minningar um, er ég mun seint gleyma. Fríðu frænku minni, dætrum hennar og öðru venzlafólki sendi ég mínar beztu samúðarkveðjur. Ásbjörn Pétursson. Hjalti Þorvarðarson Blönduósi — Minning HJALTI Þorvarðsson var fædd- ur á Strjúgsstöðum í Langadal 22. des. 1916- Foreldrar hans eru Þorvarður nú í Hveragerði Árnasoin Jónssonar á Steiná í Svartárdal, og Magnea Björns- dóttir, ættuð úr Skagafirði og Eyjafirði. Hann ólst upp með móður sinni, en fór ungur í vist til Ágústar Jónssonar bónda á Hofi í Vatnsdal, sem þá var einn af ágætismönnum húnvetnskrar bændastéttar. Tæplega þrítugur. veiktist hann af lungnaberklum, var á Vífilsstaðahæli 1946—19ðö og var þá gerður á honum rifja- skurður. Fékk hann við það nakkra heilsubót, var þó vist- maður að Reykjalundi næstu fjóra vetur, en hjá móður sinni á sumrin. Eftir það átti hann heima á Blönduó,si. Þau sumur sem hann dvaldist heima hjá rnóður sinni, eftir að hann fór á Rieykjalund, þoldi hann ekki erfiða vinnu, og tók Páll Kolka Þökkum innilega auðsýnda samúð og vinarhug við and- lát og jarðarför . Benedikts Sveinssonar, bókara, Borgarnesi. Jóhanna Jóhannsðóttir, systkin hins látna og systkinabörn. Þökkum innilega auðsýnda samúð við andlát og útför Karls Guðmundssonar, simamanns. Helga Karlsdóttir, Gunnar Ingimarsson, Eyjólfur Guðmundsson, Sigurður Guðmundsson. hann þá sem aðstoðarmann við afgreiðslustörf i lyfjabúðina, rúmlega hálfan daginn. Þvi starfi gegndi hann svo til dauða- diags af mikilli trúmennsku og við viusældir héraðsibúa, því hann var hið mesta prúðmenni og snyrtimenni í allri fram- göngu. Enginn staður var honum eins kær og Vatnsdalurinn, og senni- lega hefði hann aldrei farið það- an, ef hann hefði ekki misst heilsuna. í Vatnsdalnum eignað- ist hann marga góða vini og staðfasta, en bezt af þeim öllum mun hann talið hafa Ágúst á Hofi og dætur hans. Á Blöndu- ósi eignaðist hann ekki neinn reglulegan vin nema Björn Bergmann kennara. Hann var grendur maður að eðlisfari, en dulur og fámáll hversdagslega, var félagshyggju- maður, en tók aldrei þátt í um- ræðum á opinberum mannfund- um. Mjög kært v-ar með Hjalta og móður hans og í þakklætis- skyni við hana fyrir langan og. vel næktan starfsferil lét spít- alanefndin hann fá herbergi í starfsmannaíbúð Héraðshælis- ins, þegar það tók til starfa, svo að bau gætu átt heimili saman. Siðustu árin gekk hann með leiðslutruUanir í hjarta, sem komu í köstum með mismun- andi löngu millibili. Ég kom inn til hans síðasta kvöldð. sem ihann lifði, vakti það athygli mína, að hann var ekki eins fáimiáll og hann átti að sér. Ég sagði við sjálfan mig í hugan- um: Framh. á bls. 24 Sigþrúður Guðna- dóttir — Minning ÞANN 29. fyrra mánaðar and- aðist að heimili sínu, Gýgjar- hólskoti í Biskupstungum, Sig- þrúður Guðnadóttir húsfreyja þar. Banamein hennar var hjartaslag. Útför hennar fór fram frá Haukadal 6. maí, að viðstöddu miklu fjölmenni. Sigþrúður var fædd 8. októ- ber, 1896, að Þjórsárholti í Gnúpverjahreppi. Voru for- eldrar hennar Helga Gísladóttir og síðari maður hennar, Guðni Diðriksson. Þau bjuggu þar í Þjórsárholti og voru bæði komin af traustum bændaættum úr Árnesþingi. Tveggja ára að aldri fluttist Sigþrúður með foreldrum sín- um, ásamt þremur hálfsystkin- um af fyrra hjónabandi Helgu, að Gýgjarhóli í Biskupsptung- um. Þar bjuggu foreldrar Sig- þrúðar stórbúi um margra ára skeið. Þau eignuðust saman 8 börn, svo heimilið var mann- margt og rómað fyrir glaðværð og myndarsikap. Móður sína missti Sigþrúður 1915 og bjó faðir hennar eftir það með stjúpdóttur sinni, Margréti, unz hann andaðist 1940. Sigþrúður ólst því upp í stór- um og glæsilegum systkinahópi, en skyndilegá dró harmský fyr- ir sólu. Hinn voðalegi gestur, „Hvíti dauðinn", sótti heim þessa glöðu fjölskyldu og lagði í gröfina þrjá bræður hennar í blóma lífsins. Það lætur að líkum, hvílíkt feiknar áfall þetta var fyrir heimilið og hve djúp sár það skildi eftir í hinni öru og við- kvæmu unglingslund. En „aldrei er svo svart yfir sorgarranni, að ei geti birt fyrir eilífa trú“, og svo fór einnig hér. Tíminn lagði á líknarhendur og græddi sárin. Sigþrúður naut ágætrar fræðslu í uppvexti sínum, eftir því sem þá gerðist og stundaði auk þess nám í saumi og hann- yrðum í Reykjavík. Árið 1927 giftist Sigþrúður eftirlifandi manni sínum, Karli Jónssyni í Efstadal í Laugardal, og hófu þau búskap þar sama ár. Var öldruð móðir Karls hjá þeim til dauðadags og naut frábærrar umhyggju tengdadóttur sinnar, sem hún taldi að ‘komið hefði sem sólargeisli inn á það heim- ili. Með frábærri atorku og fyrir- hyggju, blómgaðist efnahagur þeirra hjóna og barnahópurinn stæk'kaði, en blessun fylgdi barni hverju, svo allt stóð traustum fótum. Naut Sigþrúður virðingar sam býlisfólks og sveitunga í Laug- ardal, sem entist til ævilangrar vináttu. Frá Efstadal fluttu þau hjón 1943 að Gýgjarhólskoti í Bisk- upstungum og keyptu þá jörð stuttu síðar. Var það þá lítið býli og umbótalaust. Þessu býli, hafa þau breytt í eina glæsileg- ustu bújörð þessarar sveitar, hvað ræktun og húsakost allan áhrærir. Og er hér löng land- námssaga sögð í fáum orðum. Það lætur að líkum, að vinnu- dagur húsmóðurinnar, með slíkum umsvifum, og stóran barnahóp, hefur oft verið lang- ur. Árla risið, og seint gengið til hvilu. Þó var Sigþrúður ekki heilsusterk, einkum hin síðari ár, en frábær starfsgleði og áhugi létti henni starfið. Þeim hjónum varð níu barna auðið og eru þau: Jón bóndi í Gýgjarhólskoti, Helga húsfreyja á Gýgjarhóli, Guðrún húsfreyja að Miðdals- koti, Guðni fulltrúi hjá Bif- reiðaeftirliti ríkisins, Ingimar raffr. Kópavogi, Margrét hús- freyja í Skipholti, Arnór stúd- ent og bóndi á Bóli, Gunnar stud. mag. í Reykjavík og Ólöf húsfreyja á Selfossi. Öll börn þeirra hjóna eru góð- um gáfum gædd og mannvæn- leg. Sigþrúður var svipmikil kona, hafði glóbjart hár, og öll bar hún merki um sterkan per- sónuleika. Hún var gáfuð og minnið frábært. Hún átti mjög létt með að orða hugsanir sínar, og minnist ég þess, að hún eitt sinn á góðra vina fundi, flutti i hálfa klukkustund tölu blaða- laust með þeim ágætum, að hverjum þingskörungi hefði mátt vera sómi að. f einkalífi var Sigþrúður mik- il gæfukona. Hún átti góðan eiginmann, sem hún naut ást- ríkrar samvistar með i tæp 40 ár. Og hún átti miklu barnaláni að fagna, naut vináttu og virð- ingar allra er henni kynntust, og hélt reisn sinni sem örlát hús- móðir til hinstu stundar. Þótt ástvinum hennar, þyki að vonum höggið þungt, þar sem hún er kölluð svo sviplega á braut, þá er það huggun harmi gegn að vita að burtförin var henni hæg, og að hún er á undan farin „meira að starfa guðs um geim“. Ég kveð þig svo kæra vin- kona með þakklæti frá okkur hjónum fyrir áralanga vináttu, Eiginmanni, svo og ástvinum hennar öllum bið ég blessunar guðs. Sigurður Jónsson. Hjartanlega þöikkum við heillaóskir, heimsóknir og gjafir á sextugsafmælinu okk- ar 3. febrúar og 14. maí síðast- liðinn. Kærar kveðjur. Jónína Svelnsdóttir, Sverrir Bjarnason, Akranesi. Skrifstofur vorar og áburðarafgreiðsla verða lokaðar laugardaginn 27. maí frá kl. 9 til 12 vegna minningar-athafnar. Áburðarverksmiðjan hf. Hjartans þakkir sendi ég vinum og vandamönnuim, sem glöddu mig með bréfum, gjöf- um, bliómum og skeytum á sjötugsafmæli mínu á Lands- spítalamim 16. maí sL Lækn- um og starfsliði sjúkrahúss- ins þakka ég ógleymanlega alúð og hlýju. Hafiína I. Guðjónsdóttir, Garpsdal.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.