Morgunblaðið - 26.05.1967, Page 31

Morgunblaðið - 26.05.1967, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. MAÍ 1967. Yfir 950 konur á kaffikvöldinu í gær Þrengsli voru mikil í Súlnasalnum í gærkvöldi eins og sjá má af þessari mynd. Frá aðalfundi S. H. - SH Framh. af bls. 32 um innan S. H. á árinu 1966 var 60.848 smálestir, eða 11.511 smá- lestum minni en árið 1965. Fram leiðsla frystra fiskflaika (einnig fiskblokkir) var 31.385 smál. eða 10.8% minni en árið 1965, og framleiðsla frystrar síldar var 18.161 smál. samanborið við 24.289 smál. 1965, eða 25.3% minni. Heilfrysting á flatfiski jókst nokkuð, en að öðru leyti var framleiðslusamdráttur í flest öllum afurðaflokkum. Fram- leiðsluhæstu hraðfrystihúsin inn an S. H. árið 1966 voru: Vinnslustöðin h.f., Vestmannaeyjum 4.095 tonn ísbjörninn h.f., Reykjavík 3.619 — Hraðfrystihúsið á Kirkjusandi h.f. Júpiter & Marz, Reykjavík 3.107 — Hraðfrystistöð Vest- mannaeyja, Vestm. 3.068 — Fiskiðjuver BUR, Reykjavík 2.682 — Framleiðsla S. H. frá 1. janúar til 30. apríl í ár var 1988 smál. minni en á sama tíma í fyrra, eða samtals 18.420 smál. í útflutningi þjóðarinnar árið 1966 skipuðu hr.aðfrystar sjávar afurðir enn sem fyrr efsta sess. Voru þær 26.6% af heildarút- flutningsverðmæti, eða samtals 1612 millj. króna (f.o.b.) saman- borið við 1607 millj. króha árið 1965. Er þetta mestur árs útflutningur hraðfrystra sjávar- afurða til þessa hvað verðmæti snertir. Hins vegar var útflutt magn 1966 90.505 smál. eða 4.237 smál. minna en árið áður. Útflutningur S. H. var að magni til árið 1966 60.846 smál. (árið 1965 65. 953 smál.) að verðmæti 1117 millj. króna f.o.b. Var það 7% verðmætisaukning frá árinu, 19651965, en þá vair útflutnings- verðmætið 1043 millj. króna. Helztu markaðslönd S. H. árið 1966 voru Bandaríkin og Sovét- ríkin en þessar tvær þjóðir eru aðalkaupendur frystra sjávaraf- urða frá Islandi. Síðan um mitt s.l. ár hefur verðlag á hraðfrysíum sjávar- afurðum á erlendum mörkuðum farið lækkandi og er ekki enn séð íyrir endann á þeirri. þró- un. Auk venjulegra aðaKundar- starfa mun fundurinn fjalla um almenn hagsmunamál íslenzks hraðfrystiiðnaðar. Aðalfundinum lauk í gær- kvöldi. í stjórn SH voru kjörnir: Gunnar Guðjónsson, Sigurður Ágústsson, Ingvar Vilhjálmsson, Ólafur Jónsson, Einar Sigur- jónsson, Finnbogi Guðmundsson, Guðfinnur Einarsson, Gísli Kon- ráðsson og Tryggvi Ófeigsson. Stjórnin mun sjálf skipta með sér verkum. Vélskóíanmm slitið Vélskólia íslamds verður sagt upp laugardaginn 27. maí kl. 2 ■eftir hádegi í hátíðasal Sjó- mannaskólans. Þar verða annairs stigs vélstjóraskirteini afhent í íyrsta sinn. ------------- I - ÍSL. RÍKISSTJÓRN Framh. af bls. 32 Grikkland hefir verið skoðað seim vagga lýðræðis, þar senn lýð ræðislegir stjórnarhættir hafa verið hafðir í heiðri. Einnig vegna þess, að náin og góð tengsl hafa jafnan verið á milli landa okkar, og að íslendingar virða og meta grísku þjóðina. íslenzka ríkisstjórnin lætur í ljósi þá ósk og von, að lýðræðis- legir stjórnarhættir verði aftur upp teknir hið fyrsta í Grikk- landi, og mannréttindasikrá Ev- rópuraðsins, sem bæði löndin eru aðilar að ásamt öðrum með- limum Evrópuráðsins, verði haldin í heiðri." - LANDIÐ HELGA Framh. af bls. 1 Thants loknum að hann væri hvorki bjartsýnn um of né af- leitlega svartsýnn á horfur í málinu. Það er mál manna í Kairó að U Thant muni ekki hafa tekizt að fá Nasser Egypta- landsforseti til að fallast á neina þá lausn deilumála er U Thant hafi lagt til. Svipaða skoðun eru ísraelsmenn sagðir hafa á heim- sókn U Thants til Kairó og munu telja hana hafa lítið eða ekkert gagn gert. Sáttatilraunlr Meðan beðið er með eftir- væntingu heimkiomu U Thaints til aðalstöðva S. Þ. í New York Teyna ýmsar þjóðir að lteggja sitt af mörkum <til þess að af- ■stýra vopnaviðskiptum ísraels og Arabaríkjanna og eru stjórn- málameinn á þönum uim heim- inn þveran og endilangan þeirra erinda. Það óttast menn helzt að ísr.ael siendi skip út frá Eilatlh eða stefni ákipi heim þangað til að ögra Aröbum og hitit næst að Egyptar herði enn hafn,ar- ibannið sem þeir hafa sett á borg ina. Tvö þýzk skip fengu í dag að fara um Tiransundið inn á Akatbaflóa að því að egypzka .blaðið A1 Ahram hermdi í dag og var þeirra von inn flóann .síðtí'iegis. Ekki fylgdi það frétt- inni hvort skipin væru vestur þýzk eða austurþýzk né heldur hvern farm þau hefðu meðferð- is. Floiaæfingar á Miðjariðarhaífinu Bretar hafa heitið að leggja lið alþjóðlegum aðgerðum til að hnekkja hafnarbanni Egypta ef Sovétríkin verði til þess að spilla milligöngu Sameinuðu þjóðanna í málinu. Bretar og Bandarikjamenn ha.fa hvorir- tveggju flota á Miðjarðarhafinu og herma fregnir að flugvélar gætu farið austur til Akabaflóa á klukkust-undu frá bandaríska flugvélamóðursikipinu ,Saratoga‘ sem nú er statt undan grísku eyjunni Krít. Sovétríkin hatfa mælzt til þess að bæði sendi ríkin þessa flota sína á brott úr Mið j arðarhaf inu. í dag lögðu úr höfn í Gaeta og Napólí flaggskip Sjötta flota Bandaríkjanna „Little Rock“ og sex skip önnur með því til æfinga að því er sagt var og fylgdi það sögu að æfingarn- ar stæðu ek.ki í neinu sambandi við ástandið fyrir botni Miðjarð arhafsins, Sjötti floti Bandaríkj- anna telur um hélft hundrað skipa og er áhöfn þeirra sögð sem næst 25.000 menn en flot anum fylgja 200 flugvélar. Flagg skip flotans „Little Rock“ er létt beitiskip búið nýtízku eld flaugum. Eban i Washington Utanrikisráðherra ísraels, Abba Eban , kom í kvöld til WaShingfcon til viðræðna við Dean Rusk utanríkisráðherra og etf til vill lika við Johnson tforseta þegar forsetinn kemur, heim úr skyndiheimsákn sinni til Kanada, en þangað fór for- setinn í morgun o gætlaði að skoða hehns.sýninguna og ræða ástandið í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafs við Lester Pear- son utanríkisráðherra Kanada. I Sovétríkin segja fsrael eiga alla sök í Moskvu sat George Brown, utanríkisráðh.erra Breta annan fund með Andrei Gromyko, ut- anríkisráðherra Sovéríkjanna, og bar þar margt á góma. Sendi herra Frakka í Moskvu gekk á tfund utanríkisráðuneytisins sovézka í dag að ræða ástandið í löndunum fyrir botni Miðjarð ahhafs að því er talið er og til Moskvu kom í dag 10 manna sendinefnd frá Arabíska sam- bandslýðveldinu svipaðra erinda og sennilega að biðja sér auk- innar hernaðaraðstoðar líka að því er gizkað er á. Eins og kunugt er af fyrri fregnum hafa Frakkar lagt til að stórveldin fjögur, Bandarík- in, Sovétríkin, Bretland og Frakkland komi saman til fund ar að reyna að leysa deilu fsra- els og Arabaríkjanna og hafa Bretar lýst y.fir stuðningi sín- um við tillöguna en Sovétrík- in lagzt gegn henni. Þó er haft eftir heimildarmönnum NTB- fréttastofunnar að Sovétríkin muni sfcuðla að sát'tum eftir megni og sagt að þau séu frá- hverf stríði fyrir botni Miðjarð- arhafsins verði því með nokkru móti afstýrt og það þótt þau hatfi lýst yfir stuðningi við Arabaríkin. Pravda, málgagn kommúnistaflokks Savétríkj- anna, réðist í da.g harkalega á ísrael og ónafngreinda stuðn- ingsmenn þess vestræna og kvað þá eiga alla sök á ástand- inu fyrir botni Miðjarðarhafs- ins nú. Ekki tók Pravda þó af- stöðu með eða móti öllum atr- iðum málsins og gerði t.d. ‘hvorki að lofa né lasta lokun Akaba- flóa. Kínverjar styðja Araba f Peking söfnuðust um 10.000 Kínverjar saman á fundi í hinni miklu Þjóðarhöll í höfuðborg- inni og var Chou En-lai tforsæt- isráðherra, fyrir fundarmönn- um. Lýsti fundurinn yfir ein- dregnum stuðningi við Araba- ríkin gegn árásum ísraels og bandiarískra heimsrveldissinna og var mikið veifað rauðu bók- inni með tilvitnunum í verk Maos. . Chou flutti ekki sjálfur ræðu á fundinum en lét það eftir varaforseta Kínaþings, Kuo Mu-jo, sem notaði tækifærið til þess að fordæma Breta fyriir að- gerðir þeirra í Hong Kotrg ný- verið og Bandaríkin fyrir at- ferli þeirra í Vietnam. Stríðshætta yfir Landinu helga. Páll páfi VI. talaði í dag yfir pílagrímum á leið til Landsins helga. Bað hann stjórnmála- menn um heim allan sameinast um að reyna að leysa deilumál ísraels og Arabarlkjanna, sem pátfi kvað ógna heimsfriðinum. „Það er óveðursblika á lotfti yfir Austurlöndurp nær,“ sagði páfi, „og stríðshættan vofir yfir Landinu helða". ★ Utanríkisréðherra Indlands, M.C. Chagla, sagði í indverska þinginu í dag að Indland styddi lagalegan rétt Egyptalands til að l'oka Akabatflóa. Hann lýsti því einnig yfir að Indland styddi allar aðgerðir sem miðuðu að því að koma á sáttum með ísrael og Arabaríkjunum. ★ Golda Meir, fyrrum utanríkis- ráðherra ísraels, gerði í dag orð 25 leiðtogum sósíalistaflokka víða um heim og bað þá fara þess á leit við stjórnir sínar að þær styddu fsrael gegn Arabaríkjun- um og styddu ennfremur allar aðgerðir er miðuðu að því að tryggja frið í löndunum fyrir botni Miðjarðarhafsins.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.