Morgunblaðið - 26.05.1967, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 26.05.1967, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. MAÍ 1967. Framsóknarmenn eru nú á hröðum flótta undan sínum eigin skugga, undan óvinsældum „hinnar leiðarinnar", en þeir munu komast að' raun um, að þe&r losna ekki við hann. „V/ð œtlum að stjórna eins og alltaf áður": Of margir heyrðu þessi orð - til þess að Framsóknarmenn gefi hlaupisf frá þeim TÍMINN gerir eymdarlega tilraun til þess í gær, að haupast frá hinum lands- fleygu orðum Framsókn- arþingmannsins Hailldórs E. Sigurðssonar á fundi í Stykkishólmi, þegar hann sagði, að Framsófcn „ætl- aði að stjórna eins og allt- af áður og stefnuna þekktu ®Uir“. OF MARGIR SNÆ- FELLINGAR HEYRÐU ÞESSI ORÐ TIL ÞESS AÐ FRAMSÓKN GETI HLAUPIZT FRÁ ÞEIM. Enda er athyglisvert að Tíminn birtir enga yfirlýs- ingu frá bóndanum á Kóngsbakka um málið heldur sfcýrir frá aumlegri vörn þess þingmanns, sem í hlut átti. Tíminn heldur því einn- ig fram, að Eysteinn hafi „útskýrt" eitthvað á þess- um fundi en þær „útskýr- . ingar“ hafa_ greinilega dkki nægt og vísit er að OF MARGIR SNÆFELL- INGAR SÁU EYSTEIN JÓNSSON ÞEGJA VIÐ SPURNINGU BÓNDANS ÚR HELGAFELLSSVEIT TIL ÞESS AÐ TÍMINN GETI HLAUPIÐ FRÁ ÞVÍ. Það tók Framsófcnar- blaðið nær tvo mánuði að fá Þorstein á Vatnsleysu og Jafcob Frímannsson til þess að gefa yfirlýsingar vegna falls þeirra úr mið- stjórninni og þær yfirlýs- ingar staðfestu einungis frásögn M'bl. Það hefur tekið Tímann tvær vik- ur að finna eitthvert háimstrá til þess að grípa í vegna ummæla Fram- sóknarlþingmannsins í Stykfcishólmi. Og það hlálmstrá er efckd einu sinni hálmstrá. Tíminn segir, að bónddnn úr Helgafells- sveit hafi einungis verið að „leika hlutverk stjórn- arsinna“ til þess að gera fundinn „sfcemmtilegri“. Ekki skal það dregið í efa, að Framsófcnarmenn þurfí á slfku að halda til þess að lufga upp samkomur sínar enda mun efcfci af veita, að Brúðuleifchús Tímans sé í sæmilegu ástandi eins og allit er í pottinn búið. STAKSTEIMAR Hver var aístaða fulltrúa sjómanna? Timinn rekur í fyrradag skil- merkilega afstöðu einstakra stjórnarmanna í stjórn Sildar- verksmiðja ríkisins til þess áð hefja ekki móttöku sildar fyrr en 1. júní n.k. Hann getur hins veg- ar ekki um afstöðu fulltrúa sjó- manna, Páls Guðmundssonar. Hvernig væri að Tíminn gerði lesendum sínum grein fyrir henni? Fulltrúi sjómanna studdi ekki tillögu Eysteins í verk- smiðjustjórninni og hann lagðist ekki gegn þeirri ákvörðun að hefja ekki móttöku sildar í mai. En yfir þessari staðreynd þegir Timinn. Hvers vegna? Sakleysið sjálft Kommúnistablaðið setur upp sakleysissvip í gær og segir á forifðu: „Er það vissulega furðu legt gerræði að meirihluti út- varpsráðs skuli þannig meina fulltrúum I-listans að koma fram í hinum almennu stjórnmálaum ræðum i sjónvarpi og útvarpi". Hvílíkt „gerræði“ að formaður Alþhl. sem hefur lýst því yfir ajð hann sé í framboði fyrir Alþbl. í Reykjavík (og Lands- kjörstjórn fyrir sitt leyti staðfest þann skilning) skuli ekki fá sér- stakan tíma í útvarpi og sjón- varpi utan hins venjulega tíma AlþbL Á formaður Alþbl. að njóta einhverra sérstakra for- réttinda og þar með Alþbl. í heUd að fá lengri tíma en aðrir? Ann- ars ættu að vera hæg heimatök- in fyrir aðstandendur Þjóðvilj- ans a!ð bæta úr þessu „gerræði" og leyfa Hannibal að tala svo sem vera ber í tíma Alþbl. Hér er auðvitað fyrst og fremst um að ræða gerræði kommúnista og yfirgang gagnvart Hannibal. Það er innanflokksmál Alþbl. hverj- >r koma fram fyrir þess hönd í útvarpi og sjónvarpi. Það sýnir svo glöggt ástandið í þeim her- bjTum að sjálfur formaður Alþbl. skuli ekki fá Ieyfi sam- flokksmanna sinna til þátttöku í þessum dagskrám. En nú veina þeir í kór kommúnistar og Hanni bal og berja sér á brjóst vegna þess að þeir hafa ekki getað kom ið sér saman um svo einfalt mál frekar en önnur. Kappalaup komma og Framsóknar Svo virðist sem nú sé að hefj- ast mikið kapphlaup milli komm únista og Framsóknarmanna um það, hvor þeirra verði ábyrgðar- lausari í skrifum um kjaramál. Þd’i er sérstök ástæða til þess að vekja athygli tveggja starfshópa í þjóðfélaginu á þessum skrifum. Annars vegar er ástæða til fyrir atvinnurekendur að kynna sér rækilega skrif Tímans sl. sunnn- dag um kjaramál launþega en þar voru launþegar beinlínis hvattir til óraunhæfrar kröfu- gerðar og verkfalla um leið og forustumönnum verkalýðsfélag- anna var sendur skætingstónn. Framsóknarmenn hafa að undan förnu smjaðrað mjög fyrir at- vinnurekendum og tal’I sig sér staka málsvara þeirra en hvetja nú til óraunhæfrar kröfugerðar sem óhjákvæmilega mundi skapa atvinnuvegunum mikla erfið- leika enda ljóst að vegna verð- fallsins geta atvinnuvegirnir ekki borið hærra kaupgjald. Hins veg ar ættu láglaunamenn að athuga vandlega þann áróður sem komm únistar reka nú fyrir hálauna- mönnum og velta því fyrir sér hvort sá áróður er rekin til þess að bæta hag láglaunamanna. Tvö feldnin og tvískinnungurinn skín í gegn í málflutningi beggja þess ara flokka

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.