Morgunblaðið - 26.05.1967, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.05.1967, Blaðsíða 12
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. MAÍ 1967. rr 12 ÍÉlltÉ Þessi mynd er tekin í hinni nýju og fullkomnu húsgagnaverksmiðju Kristjáns Siggeirssonar hf. Verksmiðja þessi var vand lega undirbúin og rækilega skipulögð í samráði við erlenda sérfræðinga áður en framkvæmdir við hana hófust og er hún hagrædd til hins ýtrasta. Hún stenzt ströngustu kröfur sem gerðar eru til slíkra verk- smiðja erlendis. Fram- leiðslan fer fram á 2100 fm. gólffleti og hefur af- kastaaukningin í húsgagna framleiðslu fyrirtækisins orðið 100% eftir að hin nýja verksmiðja tók til starfa. Þessi myndarlega verksmiðja er talandi tákn um þá þróttmiklu upp- hyggingu, sem orðið hefur í mörgum iðngreinum á sl. árum eftir að höft og hömlur voru afnumdar. i k nýjar vélar ný iönaöarhús ☆ Merk skref stigin til eflingar iðnaði á viðreisnartímabilinu Með stórauknum stuðn- ingi við iðnfyrirtæki m.a. til byggingar nýs húsnæð- is, hefur starfsaðstaða margra fyrirtækja gjör- breytzt til hins betra. Hér birtast myndir af tveim slíkum byggingum kunnra iðnfyrirtækja, Ofnasmiðj- unnar og Sameinuðu bíla- smiðjunnar. — Báðar eru byggingar þess- ar hinar glæsilegustu, t.d. er sú síðarnefnda 2100 fer- metrar eða um 11 þús. rúmmetrar að stærð. Með slíkum nýbyggingum hef- ur hjá mörgum fyrirtækj- um skapazt aðstaða til full kominnar skipulagningar, deildaskiptingar og vinnu- hagræðingar, þannig að bæði tæki og vinnuafl nýt- ist sem bezt. Mikilvægi iðngreina eins og t.d. bif- reiðayfirbygginga hérlend is lýsir sér m.a. í því að með þeim sparast um 75% gjaldeyris. Einnig getur að líta hér til hliðar mynd úr vinnu- sal í nýrri byggingu bif- reiðaverkstæðis Sveins Egilssonar. Er hún ágætt dæmi um þær bættu að- stæður, sem margskonar þjónustuiðnaður á nú við að búa.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.