Morgunblaðið - 26.05.1967, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 26.05.1967, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 26. MAÍ 1967. UNDIR VERND eftir Maysie Greig: *•- Þetta er nokkuð gott hjá þé r, en giftingamöguieikarnir fyrir þér minnka væna mín! bréfið bar samt þann árangur, að ungfrú Redmond kom um hæl, með fornlegu ferðatöskuna sína. Ein stúlkan kom til dyra. Gerðu svo vel að fara með mig til hennar frænku minnar, hennar Paulu Redmond, sagði hún. — Ég er föðursystir henn- ar. Og þú gætir tekið töskuna mína um leið, til þess að spara ferð. Ég ætla að vera hérna nokkra daga. Eða þangað til frænku minni er batnað. — Viljið þér gera svo vel og koma inn í setustofuna, stamaði stúlkan. — Ég ætla að fara og sækja hana ungfrú Freeman. — Gott og vel, sagði gamla konan. — Enda þótt ég sjái ekki neina þörf á því. Hún elti stúlkuna inn í setu- stofuna og settist þar eins og drottning við arininn. Hún var líka tíguleg, svona stór og mög- ur og með hvasst arnarnefið. Hún var íklædd karlmannsleg- um vaðmálsfötum, sem voru margra ára gömul. Og með til- svarandi vaðmálshatt, sem skorti bæði sköpuleg og stíl og hékk aftan í hnakkanum, eins og hann ætlaði að detta þá og þegar. Svo var hún með nýju hornspangargleraugun sín, sem hún sá að minnsta kosti fimm- tíu sinnum betur með en með þeim gömlu, enda þótt hún vildi aldTei viðurkenna það. Stúlkan fór ekki beint til Mavis, heldur til frú Maitland, sem aftur tilkynnti Mavis kom- una. Og svo eftir nokkurn tkna kom Mavis inn í setustofuna. — Komið þér sælar, sagði hún. - Ég er ungfrú Freeman. Ég heyri að þér séuð komin í heimsókn til frænku yðar. — Ég er ekki einungis komin í heimsókn, heldur til að vera hérna þangað til henni er batn- að, sagði gamla konan einbeitt. Þegar fólk er veikt þarf það að hafa einhvern sinna nánustu hjá sér. — Það er fallega hugsað af yð ur, og ég er líka viss um, að ungfrú Redmond kann að meta slíka hugulsemi, sagði Mavis. — En ég er bara hrædd um, að þér getið ekki verið hérna, þvi að frænka yðar er í eina gesta- herberginu. — Ég get vel sofið þar inni hjá henni, svaraði hin. — Við höfum fyrr verið saman í her- bergi. Enda þótt það komi mér spánskt fyrir, að í svona stóru húsi sé ekki nema eitt gesta- herbergi. En úr því að þér seg- ið það, hlýtur það að vera satt. Ég ætla þá að fá bedda í her- berginu hjá Paulu. Mavis hvítnaði i framan. Gráu augun undir þungu augna lokunum leiftruðu af reiði. Og hún beit saman varirnar. — Ég er hrædd um, að það verði erfitt að korna því fyrir, sagði hún. — Fólkið hefur þeg- ar nóg að gera._ með hana Paulu rúmliggjandi. Ég gæti alls ekki beðið það að taka á sig auka- vinnu fyrir einn gest í viðbót. Það veit ég að þér skiljið. En ef þér viljið vera einhvers stað- ar nærri henni frænku yðar, þá get ég vísað yðar á gott gistihús hér í nágrenninu. Agata Redmond leit á hana. Hún kunni þá list að líta á fólk þannig að færi um það. — Ég efast um að þér hafið nokkurt vald til að banna mér húsið, ungfrú Freeman. Ættum við ekki heldur að líta málið bíða, þangað til ég er búin að tala við hann unnusta hennar frænku minnar? Það var eins og stríkkaði á hverjum vöðva á grönnum líkama Mavis. Og tveir rawðir blettir komu fram í andliti henn ar. — Ég stjórna þessu heimili, svaraði hún. — Ég er frænka konunnar sálugu hans hr. Hank- ins. — Með tilliti til þess að til- vonandi kona hans er í húsinu, vildi ég segja, að það væri ekki sérlega þungt á metunum, svar- aði ungfrú Redmond snefsin. — Hr. Hankin hlýtur að hafa úr- skurðarvaldið um það. Ef hann segir mér að fara, þá auðvitað fer ég og tek frænku mína með mér. Svo að það verðið þér að gera yður að góðu, ungfrú Free- man. Þó að ég efist um, að þér séuð maður til þess. — Hvernig dirfizt þér! sagði Mavis í hálfum hljóðum. Hún studdi hendinni á arinhilluna, eins og til þess að halda jafn- væginu. — Ég mundi þora sitt af hverju, ef frænka mín er annars vegar, svaraði gamla konan. Og eftir því, sem mér skilst — enda þótt hún hafi ekkert sagt, en ég get nú samt lesið ýmislegt milli línanna í bréfinu hennar — þá skilst mér, að þér og árar yðar hafi verið að gera henni helvíti heitt hérna. Vísið mér á her- bergi hennar og svo getið þér far ið niður og heimtað góðan há- degisverð handa mér. Ég hef verið á ferðalagi allan fyrri- partinn og er orðin glorsoltin. Og þegar Mavis hvorki hreyfði sig né sagði neitt — því að hún var of reið til þess að geta komið upp nokkru orði — gekk ungfrú Redmond að bjöllunni og hringdi. Þegar stúlkan kom inn, sagði hún: — Gerið svo vel að fylgja mér í herbergið hennar frænku minnar. Ungfrú Free- man segir yður, hvar þér eigið að láta töskuna mína. Síðan stik aði hún út úr stofunni á eftir stúlkunni og beint til herbergis Paulu og var í ofæstu skapi til þess að muna eftir að berja að dyrum. Paula reis upp við dogg og starði á frænku sína, rétt eins og hún hefði séð afturgöngu. — Agga frænka; æpti hún í gleði sinni. Og á næsta andar- taki hvíldi hún í sterkum örm- um frænku sinnar. — Svona, svona, barnið gott, sagði gamla konan. — Láttu ekki eins og bjáni, hér er ekkert til að koma þér úr jafnvægi, alls ekkert. En sa.mt mátti sjá, að hún var ekki síður hrærð en Paula. — Hvernig stendur á þínum ferðum hingað, Agga frænka? sagði Paula og greip andann á lofti, þegar frænka hennar hafði loksins sleppt af henni takinu. — Mér datt í hug, eftir að ég fékk bréfið þitt, að skreppa hingað og sjá, hvernig þér liði. Það er alltaf gott að hafa ein- hvern nákominn við hendina, ef maður er veikur, eins og ég sagði við þessa ólundarskjóðu þarna niðri. Paula hló ofurlítið. — Ég skal veðja uppá, að það hefur verið Mavis. Gamla konan kinkaði kolli. Hún settist í hægindastól við rúmstokkinn hjá Paulu. — Ég sagði henni, að ég ætlaði að vera hérna, þangað til þér væri batn- að, og hún var svo væn að segja mér, að hér væri ágætt gisti- hús, rétt í nágrenninu. — Hvernig gat hún verið svona dónaleg! sagði Paula. Gamla konan brosti. — Vertu alveg róleg. Ég lét hana nú ekki plata mig, heldur sagði henni, að það mætti setja bedda hingað inn. Og ég lét þess aðeins getið, að ef í svona stóru húsi væri ekki nema eitt gesta- herbergi þá hlyti að vera eitt- hvað athugavert við húsið. — Það hefði ég gjarnan viljað heyra þig .segja við hana Mavis, sagði Paula. — Ég held að það hefði flýtt fyrir batanum hjá mér. Það er einmitt þetta, sem mér finnst svo einkennilegt við húsið. Það er allra fallegasta hús en samt ........ Hún þagnaði. Hún mátti ekki fara að finna að húsinu hans Davíðs, ekki einu sinni við frænku sína. — Þú þarft ekki að lýsa því fyrir mér, barnið gott. Ég sé það sem ég sé. Ég þurfti ekki annað en þefa af þvi einu sinni, til þess að vita allt, sem vitað verður um það. Allir hafa oflítið að gera og gera því úlfalda úr mýflugunni, hvað lítið sem um er að ræða. — Já. það er ekki lau.st við það, eða það finnst mér að minnsta kosli, játaði Paula, en flýtti sér að bæta við. — Vitan- lega er það ekki honum Davíð að kenna. Mavis segir honum, að allur rekstur hússins sé f fullkomnasta lagi og ég held bara, að hann trúi því. Og svo börnin, þá held ég að rekstur- inn á þeim sé fullkominn í hönd um ungfrú Wintergreen, en þau fá aldrei að koma hingað inn. Ég þarf að segja eitt eða tvö orð við hana, þegar við Davíð erum gift. — Betra að segja það strax, ráðlagði gamla konan henni. — Þú verður að hafa það skellt og Ungverskur viðleguútbúnaður er viðurkenndur fyrir gæði. Palma vindsængur. Laugavegi 13. r~— K AFFIK YNNIN GIN f í verzluninni I £ § KJÖBÚÐ S.S. Laugavegi 116. RÓSASTILKAR birki ösp og limgerðisplötur Ódýr gulvidir og glitviðir Gróðrarstöðin Garðshorn Fossvogi Bifreiðarstjóri ineð málakumiátlu Óskum að ráða meiraprófsbifreiðastjóra, sem hefur gott vald á enskri tungu til starfa í 2% mán- uð. Frá miðjum júní eða fyrr. Umsókn ásamt persónulegum upplýsingum sendist blaðinu fyrir 31. maí merkt: „Gott kaup 8604.“

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.