Morgunblaðið - 27.05.1967, Síða 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 27. MAÍ 1967.
15,
SUÐURLAMDSKJÖRDÆIVII
c'- ■ •'* ' • ' •' ... ‘\ ’ t-;l í‘‘: •
Steinþór Gestsson, bóndi Hœli:
Sveitirnar og lan dbúnaöarlöggjöf in
Allt frá því að land byggðist
og fram á annan tug þessarar
aJdar, má segja að litlar og
óverulegar breytingar hafi orð-
ið í atvinnuháttum landsmanna.
Til landisins var framleitt kjöt
og mjólkurvörur við frumstæð-
ar aðistæður: Heyja var aflað
með handverkfærum á óræktuðu
landi, þar sem eftirtekja vildi
jafnan verða æði rýr en erfiði
heyskaparfólksins mikið og
vinnudagur langur. Á síðustu
áratugum hafa stórvirki verið
unnin I þessum efnum. Þróun
landbúnaðarins, sem með öðrum
þjóðum hefur staðið í margar
aldir, hefur hér verið hrint fram
á fáum áratugum, svo að við
stöndum nú ekki ýkjalangt að
baki þeim þjóðum, er bezt hefur
miðað áfram á liðnum öldum.
kvæmdir með stórvirkum vélum
Um leið og ræktunarfram-
fóru að segja til sín og tækn-
in var á öðrum sviðum tekin í
þjónustu landbúnaðarins, urðu
meiri breytíngar á aðstöðu
bænda og búaliðs í þjóðfélaginu
en flesta óraði fyrir. Atvinnu-
grein. sem áður bjó mest að eig-
inframleiðslu var nú komin í
straumkast viðskiptabúskaparins.
Flutningur fólks úr sveitum
landsins og uppbygging borga og
þéttbýlisbyggðarlaga orkaði mjög
á framvindu allra athafna í
landbúnaðarhéruðum landsins.
Framleiðsluvörur bænda þurfti
nú að selja út frá framleiðslu-
stað til neytenda í bæum og
þorpum, en heimaneyzlan varð
Mutfallslega minni með hverju
árinu sem leið.
Vegna ört vaxandi fólksfjölda
1 landinu, eykst stöðugt þörfin
fyrir aukna ræktun og f jölbreytt-
ari framleiðsluvörur frá bænd-
um, og þótt komið hafi til nokk-
urrar umframframleiðslu á hag-
stæðustu árunum, þá er það ljóst,
eð ekki má hvika frá þeirri
stefnu í landbúnaðarmálum
um, 9em fylgt hefur verið hin
síðari ár, um eflingu ræktunar
og hagræðingu í rekstri, til þess
að þjóðin fái framvegis, eins
og hingað til, það sem hún þarf
að nota sjálf. Jafnframt ber að
huga að því, að selja úr landi
vissar tegundir framleiðsiuvar-
anna, fullvinna þær og vinna
þeim markað.
Á því siem nú hefur verið rak-
ið, sést að það varður miklu
fyrir þjóðfélagið í heild, að stjóm
landbúnaðarmála sé í öruggum
höndum. Urtölumenn mega ekki
ná þar yfirtökum, þvi að litlu
má enn muna að við stöndum
við þá frumskyldu að sjá þjóð-
inni fyrir helztu landbúnaðar-
vörum. Enn er ekki lengra kom-
ið en svo, að nærri liggur vöru-
skorti þegar árferði er erfitt, og
ef bændastéttin býr ekki við
sambærileg kjör og aðrar stéttir
þjóðarinnar, þá missum við úr
höndum okkar þann ágóða, sem
hefst af því að nýta gæði lands-
ins sjálfum okkur til handa.
Framsókniarmenn telja, að
Framsóknarflokkurinn hafi verið
bændaflokkur öðrum fremur.
Satt er það, að lengi vel hömp-
uðu þeir þvi mjög og höfðu í
frammi áróður fyrir landbúnað-
armálum og töldu það vænlegast
til framdráttar flokki sinum að
kalla aðrar atvinnustéttir and-
stæðinga bænda. Fjölmargir
bændur áttuðu sig ekki á því,
að þesisi áróður var bændaistétt-
mni hættulegur og ósannur. Því
aðeins gat bændastétt, sem rek-
ur viðskiptabúskap, vegnað vel,
að öllum stéttum væru búin líf-
vænleg atvinnuskilyrði og skiln-
ingur ríkti með þjóðinni á hlut-
verki landbúnaðarins. Af skamm-
sýni og vegna áróðurs höfðu
margir bændur þá trú, að þeir
staðair en í Framsóknarflokkn-
um. Sú trú hygg ég að muni
verða okkur haldlaus, þegar mál-
in eru krufin til mergjar og at-
hugun gerð á því hversu til hef-
ur tekizt, þegar aðrir en Fram-
sóknarmenn hafa verið kvaddir
til þess að stýra málum landbún-
aðarins.
F ramsóknarflokkurinn hefur,
vegna ágalla á kjördæmaskipun-
inni haft meiri völd og lengur
aðistöðu til áhrifa í ríkisstjóm
en eðlilegt væri eftir kjörfylgi
hans. Hann hefur því getað fylgt
fram stefnu sinni og komið því
áfram sem hann hefur haft rík-
astan áhuga á, þar sem aðild
hans að ríkisstjórn hefur varað
svo lengi. Landbúnaðarráðherra
hefur hann átt 1927—1941 og
1947—1956. Því er það athyglis-
vert, að þegar Ingólfur Jónsson
var skipaður formaður kjötverð-
lagsnefndar 1942, að þá skyldi
hann þurfa að leiðrétta verð-
lagningu á kjötvörum jafn mik-
ið og hann gerði, þar sem
„bændaflokkurinn" hafði faiið
með stjóm þeirra mála áður en
leiðréttingin var gerð. Þeim
mönnum fer að sjálfsögðu fækk-
andi, sem á þeim árum bjuggu
við fjárpestir og verðlag á af-
urðum fjárins, sem var langt
undir framleiðslukostnaði, og
því er þetta rifjað upp hér, en
þeim fannst þá, eins og að lík-
um lætur, ólíkt að farið en áður.
f>á er ástæða til að geta um
þau ár, sem Pétur Maignússon
var landbúnaðarráðherra, árin
1944—1947. I>au ár valda tírna-
mótum í íslenzkum landbúnaði,
sérstaklega vegna setningu laga
um jarðræktar- og húsagerðar-
samþykkta í sveitum, sem mið-
taka stórvirkar vinnuvélar til
nota við landbrot og ræktun og
var að því stefnt að heyöflun
bænda skyldi öll tekin á rækt-
uðu véltæku landi. I kjölfar
þeirrar lagasetningar fór svo al-
hliða vélvæðing landbúnaðarinis
við heyöflun, ræktun og hey-
verkun. Á þeim árum var og
hafizt handa um undirbúning að
stofnun áburðarverksmiðju, þótt
hún kæmist ekki upp fyrr en
síðar. Enn má minna á raforku-
lögin, sem 9ett voru 1946. Þau
lög ásamt lögum um raforku-
sjóð, sem sett voru á sama ári,
eru án efa þau lög, sem hvað
mest hafa átt þátt í að hamla
á móti fólkisflótta úr strjálbýl-
inu og því haft hina mestu þýð-
ingu fyrir bændur og búalið.
Þegar viðreiðsnarstjómin tók
við völdum seint á árinu 1959
var svo komið málum í lána-
sjóðum landbúnaðarins, að þeir
voru fjárvan.a og höfðu bændur
safnað miklum lausaskuldum á
undangengnum árum, þar sem
framkvæmdalán til lengri tíma
voru miklum mun minni en þörf
krafði. Því var það, að Ingólfur
Jónsson, sem nú var tekinn við
embætti landbúnaðarráðherra,
hafði forgöngu um að gefin
voru út bráðabirgðalög 1961 um
breytingu á lausaiskuldum bænda
í föst lán. Með þessum lögum
var Veðdeild Búnaðarbankans
heimilað að gefa út bankavaxta-
bréf í því skyni að breyta í föst
lán þeim lausaskuldum, sem
hlaðizt höfðu upp vegna fram-
kvæmda, ®em bændur höfðu
ráðizt í á árunum 1956—1960.
Framsóknarmenn mæltu ekki
í gegn þessari ráðstöfun, en eins
og væmta mátti, gerðu þeir lítið
úr gagnsemi þessara fyrirætlana
og töldu, að bankavaxta.bréfin
yrðu bændum gagrnslaus. Þeir
töldu, að skuldheimtmenn bænda
myndu ekki vilja taka við bréf-
unum sem greiðslu. Svo sem
fyrr, létu ýmsir bændur áróður
Framsóknarmanna glepja sig,
tóku hann fyrir góða og gilda
vöru og sóttu því ekki um þessi
lán. Þetta varð þeim bændum
dýrt spaug og ættá að sannfæra
menn um, að valt er að fara eft-
ir ráðum Framsóknar, sem oft
virðist meta flokkshagsmuni
meir en hag bænda. Eins og
kunnugt er, varð þessi ráðstöf-
un til stórra hagsbóta, þeim er
notuðu sér hana, þar sem nærri
66 mdljónum króna var nú kom-
ið í lán tn 20 ára, sem áður voru
ýmiist verzlunarskuldir eða víx-
illán,
Árið 1962 fékk landbúnaðax-
ráðherra samþykkt lög um Stofn-
lánadeild landbúnaðarins. Eins og
fynr er sagt var hagur Ræktun-
arsjóðs og Byggingarsjóðis svo
bágur, að samanlagðar skuldir
þeirra umfram eignir voru orðn-
ar rúmlega 40 milljónir króna og
að öllu ffðPeyttu myndi hagur
þeirra fara síversnandi. Land-
búnaðarráðherra fékk deildinni
nýtt stofnfé og til þess að tryggja
uppbyggingu hennar í nútíð og
framtíð voru deildinni tryggðir
fastir tekjustofnar. Þeir bændur,
sem ekki eru rígbundnir á klafa
Framsóknarflokkisins, sjá það og
skilja, að hér var unnið mikið
þarfa verk og óheillaþróun snú-
ið við, svo að nú getur land-
búnaðurinn mætt kröfum tímans
og byggt sig upp. ÞeiS'sa mögu-
leika hafa bændur notað mjög
vel, sem sjá má af þvi að árið
áður en lögin um Stofnlána-
deildina voru sett, námu útlán
úr sjóðunum um 52 milljónum
króna en á árinu 1966 var sú
upphæð nærri þrisvar sinnum
hærri, eða um 150 milljóndr kr.
Enda er svo komið, að fram-
kvæmdaáætlun sú, er Stéttar-
samband bænda lét gera fyrir
áratuginn 1961—1970 hefur fylli-
lega verið fylgt og í sumum
tilfellum farið langt fram úr
áætlun, svo sem í byggingu
þurrheyshlaða, súgþurrkunar
kerfa og í dráttarvélakaupum o.
fl. Framsóknarmenn hafa lagst
hart gegn þessum lögum og tal-
ið þau óaðgengileg og mikla
nauðsyn á að snúa hér við blaði.
Hefur það gengið svo langt, að
tilraun var gerð tíl þess að lama
Stofnlánadeildina með því að
skerða tekjustofna hennar með
dómi. Sem betur fór, heppoað-
ist þetta tilræði ekki. En komist
Framsóknarflokkurmn til valda
á ný, geta íslenzkir bændur ekki
haldið óhikað áfram störfum sín-
um til uppbyggingar atvinnu-
vegi sínum. Þá eiga þeir á hættu
að stofnlánasjóðimir verði lam-
aðir og gerðir óvirkir. Haldi
Sjálfstæðisflokkurinn völdum,
munu þeir vaxa og verða bænd-
um framtíðarinnar styrkur og
stoð til þess að standast þau
verkefni, sem þeim verða feng-
in með vaxandi fólksfjölgun og
vaxandi kröfum um vörugæði og
vöruval.
Verðlagning landbúnaðarvara
er jafnan erfitt viðfangsefni og
við þær aðstæður er fyrir hendi
Steinþór Gestsson
voru, gekk alla jafna illa að ná
þvi verði til framleiiðenda, sem
samningar höfðu verið gerðir
um. Með margskonar endurbót-
um á afurðasölulöggjöfinni, sem
landbúnaðarráðherra hefur kom-
ið fram, hefur tekizt að skila
bændum því verði, sem um var
samið að þeir fengju. Hefur það
að sjálflsögðu haft hina mestu
þýðingu fyrir bændaistéttina,
enda er það meginforsenda þess
að atvinnuvegurinn svari kalli
síns tíma, að hann fái sinn hlut
óskertan, en það bar sjaldan við
meðan Framsóknarmenn fóru
með framkvæmd landbúnaðar-
málanna.
Margskonar ráðstaðahir hafa
verið gerðar og lagaisetniingar,
sem renna stoðum undir öryggi
landbúnaðarins. Má þar minna
á endurskoðun jarðræktarlaga,
búfjárræktairlaga, lækkun að-
flutningsgjalda af dráttarvélum
og innflutningsfrelsi á þeim, inn-
flutningsfrelsi á fóðurbæti, stofn-
un jarðeignasjóðs, lög um land-
græðslu, fiskirækt og fleira
mætti telja, sem Ingólfur Jóns-
son hefur beitt sér fyrir að
koma fram, landbúnaðinum og
þjóðfélaginu í heild til hagsbóta,
en ég mun ekki telja fleira að
þessu sinni.
En mér er kuxmugt um það,
að margir bændur, sem fylgt
hafa Framsóknarmönnum að
málum, spyrja sjálfa sig þrá-
faldlega þeirrar spurningar,
hversvegna Ingólfi Jónssyni hafi
tekizt að stýra málum landbún-
aðarins betur en landbúnaðar-
ráðherrum Framsóknarflokksirus
tókst nokkru sinni. Þeim hafi
jafnan verið sagt, að landbúnað-
ur á fslandi mundi ekki stand-
ast það til lengdar ef Framsókn-
arflokkurinn missti áhrifavald
sitt á málefnum hans. Þeim
mönnum, sem þessari firru trúa
enn, má benda á það, að þótt
Ingólfur Jónsson sé flestum þing-
mönnum dugmeiri og þekkir
þarfir landbúnaðarins betur en
aðrir, þá hefði horuim einum
ekki tekizt að koma fram því
sem gert hefur verið. Hitt er nær
sanni, að vegna þess að Sjálf-
stæðisflokknum er það ljóst, að
atvinnuvegimir og atvinnustétt-
irnar verða að hafa vaxtarmátt
og vihlítandi afkomumöguleika
og Sjálfstæðismenn telja, að
landbúnaður sé atvinnuvegur,
sem stóra þýðingu hefur fyrir
íslenzkt þjóðfélag, þá hefur Ing-
ólfi Jónssyni tekizt að vinna
svo vel fyrir landbúnaðinn, sem
almenningur vitnar til. Það er
vegna þess, að hann er Sjálf-
stæðismaður, að hann á samleið
með mönnum með víðsýni, mönn
um sem vita að ekkert vinnst,
nema skilnmgur ríki milli stéttia
og starfshópa, mönnum sem hafa
yfirsýn sem nær lengra yfir lít-
inn afmarkaðan baug.
Framhald á bls. 10
Myndarlegt sveitabýli. Þórustaðir í Ölfusi.