Morgunblaðið - 30.05.1967, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 30.05.1967, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 30. MAÍ 1007. >RITUGASTI sjómannadag'uriiwi var hátíðlegur haldinn síðastlið- Inn sunniudag. Hátíðahöldin í Reykjavík voru með svipuðum hætti og undanfariin ár og fóru tram í prýðilegu veðri. Fyrsti þáittur þeirra vair að vísu á laugardiaginn. Þá fór fram kappróður í Reykjavíkur- höfn. RóðTarsveit af vélskipinu ’Gróttu hlaut lárviðarsveiginn og Fiskimann Morgunþlaðsins. Hún reri spölin á 3. min. 33.5 ’sek., en önnur tveggja sveita sjóskátafloikksins Hlákarla náði beztum táma, 3 mín. 29.8 siek. Ellefu sveitir tóku þátt í róðr- ’inum, meðal þeirra konur frá ’fsbirninum, sem reru á 4 mín. 52.1 sek. Á sunnudagsmorguninn kl. 8 ‘voru fánar dregnir að húni á skipum í Reykjavíkurhöfn, svo og víða um borgina. Kl. 11 var hátíðaTmessa í Laugarássbíó og mannadagsins hlutu þeir Geir Ólafsson, fyrrv. framkvæmda- stjóri sjó'mannadagsins og Guð- mundur H. Oddsison, forseti' farmannasambandsins. Silfurmerki hlutu fimm menn, þeir Guðmundur Helgi Guð- tnundsson, fyrrverandi skip- 'S'tjóri, Hafliði Hafliðason, fyrr- Verandi vélstjóri, Sveinn Þor- bergsson, fyrrv. vélstjóri Þór- arinn Sigurðsson, fyrrv. sjó- maður og Theódór Gíslason, fyrrv. formaður Stýrimannafé- lags íslands. Mannfjöldi var viðstaddur hátíðahöldin við Hrafnistu, en ■jafnframt þeim var barna- fekemmtun í LaugarásbíóL Starfað að gúmmíbát num í sundlauginni. Síðar um daginn var björg- Unarsund og stakkasund í Laugardal og sýning á meðferð 'gúmbjörgunarbáta, sem reynd- ar gekk dálítið erfiðlega, því að báturinn vildi ekki þenjast. Ennfremur voru þar froskmenn að störfum. 1 Um kvöldið var sjómannahóf í Hótel Sögu og dansleikir éí fjrum stöðum öðrum á vegum sjómannadagsráðs. Sveitin fr Gróttu með sigurlaunin. — - . Séra Ingólfur Astmarsson mi nnist drukknaðara sjomanna. Mennirnir, sem hlutu heiðursmerki sjómannadagsins. ERFITT AÐ FÓTA Framhald af bls. 12 svo honum miðaði hægt áfram. Þegar hann svo nálg- aðist suðurodda Suður Ame- ríku, voru horfurnar slæmar. Mikið óveður var þar um slóð ir, en sir Francis ákrvað að reyna samt. Sigldi hann fyrir oddann hinn 21. marz í stór- sjó og hávaða roki, og varð ekki meint af. Upp frá því urðu veðurguðirnir honum mildarþ og gekk siglingin yfir Atlantshafið að óskum. Sigling sir Francis hefur vakið gífurlega athygli í Bret- landi, og fjöldi blaðalesenda fylgzt með henni daglega. Það var því ekki að undra þótt fjölmenni mikið væri saman komið í Plymouth í gær þegar „Gipsy Moth IV“ nálgaðist land. Talið er að um hálf milljón manna hafi kom- ið til að fagna sægarpnum, að lokinni 46 þúsund kíló- metra siglingu hans. Veður var kyrrt og miðaði sir Francis lítið áfram síðasta spölinn. En þegar hann nálg- aðist land, fyllti kvöldgolan seglin, og Gipsy Molih IV. sigldi með 5 mílna hraða síðasta spöiinn. Fjöldi smá- báta og snekkja sigldi á móti sægarpnum, þeirra á meðal snekkja sjónvarpsmanna, sem tóku myndir af Sir Francis þar sem hann sat í stafni 16- metra skútunnar sinnar og veifaði til mannfjöldans. Á LEIHARENDA Sir Francis sté á land í Ply- mouth um klukkan átta á sunnudagskvöld, og varð séð að hann kunni hálf illa við það í fyrstu að hafa loks fast land undir fótum eftir 119 daga öldudans. í hafnarmynn- inu stigu kona sir Francis og sonúr um borð í Gipsy Motlh IV en við höfnina biðu þúsundir í eftirvæntingu. All- ir vildu fá að sjá þennan merka sjómann, sem einn síns liðs hafði boðið Ægi byrginn á báti, sem venju- lega þarf átta fullfæramenn til að sigla. Efnt var til móttökuhátíð- ar í ráðhúsi Plymouth, en að henni lokinni ræddi sir Fran- cis við fréttamenn. Var sir Francis hinn kátasti og glett- ist við landkrabbanna. Að- spurður hvort hann langaði til að endurtaka hnattferðina, svaraði sir Francis brosandi: „Ekki fyrr en eftir viku.“ Hvernig var að sigla fyrir suðurodda Suður Ameríku? „Þar er bersýnilega allt of þéttbýlt. Fjöldi flugvéla var þarna á sveimi, og umhverfis mig fullt af bátum. Sá sem ætlar að komast lífs af í smá- báti, verður að hafa heppnina með sér.“ ★ Nú hvílist sir Francis 1 Plymouth, en hinn 13. júní gengur hann á fund Elisa- betar I. í London, sem hyggst slá hann til riddara fyrir sigl ingarafrekið. Sagt er að sverð það, sem notað verður við þetta tækifæri, sé hið sama og Elisabet fyrsta notaði við að slá sir Francis Drake til riddara fyrir um 400 árum eftir að hann hafði lokið hnattsiglingu sinni. Sjómannadag- urinn í Höfn Höfn, Hornafirði, 29. maí. HÁTÍÐAHÖLD sjómannadags- ins á Hornafirði hófust með því að fólk safnaðist saman á Hafn- arlbryggju. Þaðan var gengið I skrúðgöngu til Hafnarkirkju þar predikaði Skarphéðinn Péturs- son, prófastur. Skipstjórar bát- anna fóru fyrir skrúðgöngunni sem fánaberar. Klukkan tvö eftir hádegi var aftur safnazt saman í Hafnar- hryggju, en þar fór fram alls konar skemmtiatriði, m.a. kapp- róður milli skipshafna. Einnig var þar sýnd meðferð gúmmi- báta svo og sjóskíðaíþrótt. Síðan var kvikmyndasýning og um kvöldið var dansleikur. Þar fór fram verðlaunaafhending fyrir mestan afla á vertíðinni. Hlaut Ástvald Bern Valdimarsson, skip stjóri á Jóni Eiríkssyni SF 100, farandlbikar þann, sem Kaup- félag Austur-iSkaftfellinga gaf I þessu skyni. Þá höfðu konur úr Slysavarnardeild kvenna kaffi- sölu. Veður var hið bezta og fán ar blöktu alls staðar við hún. Gunnar. Sigurlaunin í björgunarsundi, Erlingur Jóhannsson. 'predikaði þar séra Grimur Grímisson. Eftir hádegi var útisamkoma á fánum prýddu hátíðasvæði við Hrafnistu. Séra IngólfuT' Ástmarsson minntist þieirra 20 sjómanna, sem farizt hafa fráí síðasta sjómannadegi, en síðan söng Guðmunduir Jónsson við undirleik Lúóðrasveitar Reykja- VÍkUT. Því næst fluttu ávörp þeir Eggert G. Þorsteinsson, sjáv- arútvegsmálaráðhierra, fulltrúií ríkisistjórnaTÍnnar .Ingimar Ein- arsson, lögfræðingur, fyrir hönd útgerðarmanna og Sverrir Guð- varðsson stýrimaður fyrir hönd sjómanna. Að ávörpunum loknum af- henti Pétur Sigurðsson, for- maður sjómannadagsriáðs, heið- ursmerki dagsins. Gullmerki sjó' Sigurvegarinn í stakkasundi Gunnar Guðmundsson. SJÓMANNADAGURINN f REYKJAVÍK

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.