Morgunblaðið - 31.05.1967, Side 19
MORGTJNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 31. MAÍ 1967.
19
— Rœtt við Þór Vilhjálmsson, prófessor, sem skipar
12. sœti á framboðslista Sjálfstœðisflokksins í Reykjavík
Þ Ó R Vilhjálmsson, pró-
fessor, skipar 12. sæti á
framboðslista Sjálfstæðis-
flokksins í Reykjavík við
alþingiskosningarnar, sem
fram eiga að fara 11. júní
nk. Hann er 36 ára gamall
og á að baki langt og mik-
ið starf í röðum ungra
Sjálfstæðismanna. Þór er
kvæntur Ragnhildi Helga-
dóttur og eiga þau 3 börn.
Mbl. átti nýlega samtal við
Þór Vilhjálmsson um kosn
ingarnar, kosningahorfur
og þau mál, sem hann hef-
ur einkum fjallað um og
fer þetta viðtal hér á eftir:
Hvað finnst yður um kosnr
Ingahorfurnar?
Sjálfstæðisflokkurinn ætti
að vinna nokkur þingsæti af
andstæðingum sínum, ef fylg-
ið fer eftir málefnastöðunni.
>að er hins vegar eðli okkar
lýðræðislegu stjórnarhátta, að
við vitum ekkert með vissu,
fyrr en að kjördegi loknum.
Nú er þessi óvissa óvenju
mikil, bæði vegna þess, hve
knappur meirihluti viðreisn-
arflokkanna hefur verið á Al-
þingi og vegna klofningsins í
Alþýðubandalaginu. Við Sjálf
stæðismenn megum ekki
rugla saman vonum okkar og
veruleikanum, heldur verðum
við að gera okkur ljóst, að
veruleg óvissa er um úrslit
kosninganna og óvíst, hvernig
aðstaða flokksins á þingi verð
ur að þeim loknum. Uppbót-
arsætum er úthlutað eftir
reglum, sem leitt geta til ó-
væntrar niðurstöðu. Þetta
ættum við í Reykjavík að
gera okkur ljóst. Við eigum
ekki von á, að fulltirúafjöildi'
okkar hér í borginni sé í
neinni hættu, en við skulum
muna, að hvert reykvískt at-
kvæði þarf að koma til skila.
Styrkleiki okkar hér og í hin-
um stóru kjördœmunum, ekki
sízt R'eykjaneskjördæmi, kann
ásamt ófyrirséðum og óvænt-
um smábreytingum í hinum
fámennari kjördiæmum að
ráða úrslitum um meirihluta
á Alþingi.
Þér segið, að Sjálfstæðis-
flokkurinn ætti • skilið að
vinna nokkur ný þingsæti.
Hver er ástæðan?
Aðalástæðan til þass, að ég
fylgi Sjálfstæðisflokknum og
hef starfað í honum í rúm-
lega 20 ár, er hinn hugsjóna-
legi grundvöllur hans. Hann
er eini íslenzki stjórnmála-
flokkurinn, sem afdráttar-
laust vill byggja þjóðfé-
lag framtíðarinnar á hinni
vestrænu menningararfleifð
án þess að slaka á kröfum til
frelsis og lýðræðis, hvort sem
slíkar undansláttarkröfur eru
gerðar í nafni sósíalisma eða
hentistefnu, eins og Fram-
sóknarflokkurinn er talsmað-
ur fyrir. Að sjálfsögðu er það
þessi trú á meginstefnu
flokksins, sem er aðalástæð-
an til þess, að mér finnst
hann eiga aukinn þingstyrk
skilinn.
En við þetta bætist árang-
ur viðreisnarstefnu síðustu
ára, sem mér finnst að þjóð-
in ætti að þakka með því að
auka fylgi Sjálfstæðisflokks-
ins. Ég er ekkí hagfræðingur
og satt að segja finnst mér
margt í pólitíkinni skemmti-
legra en efnahagsmálin. Eng-
inn getur þó annað en fylgzt
með og dáðst að því, sem
áunnizt hefur. Tvennt er
mikilvægast í mínum augum:
Það meginatriði viðreisnar-
innar að auka efnahagsfrelsið
í þjóðfélaginu, bæði fyrir
neytendur og framleiðendur,
og í öðru lagi samningarnir
um stóriðju í.Straumsvík og
við Mývatn og um orkuver
við Þjórsá. Þetta var stefnu-
breyting, sem mér finnst jafn
djarfleg og nauðeynleg og á-
kvörðunin um aðild að Atl-
antshafsbandalaginu var 1949.
Við þetta er svo því að
bæta, að kosningar eru ékki
einungis haldnar til að þakka
eða lýsa vantrú á því, sem
gert hefur verið. Auðvitað
eru þær fyrst og fremst til
að kjósenduir geti sagt fyrir
um það, sem við á að taka.
Sjálfstæðisflokkurinn hefur
markað sína stefnu í lands-
fundarályktuninni frá því í
apríl, sem nú er búið að sér-
Þór Vilhjálmsson prófessor
prenta og er víst verið að
dreifa um allt landið. Megin-
atriðið er jáikvæð stefna, sem
miðar að stöðugum menning-
arliegum og efnahagslegum
framförum.
Yður finnst margt í stjórn-
málunum skemmtilegra en
efna'hagsmálin.
Já. Einu sinni ætlaði ég að
verða hagfræðingur, en hætti
við það eftir eins árs undir-
búning hjá þeim þekktu
sparnaðarsérfræðingum Skot-
um og sneri mér að lögifræð-
inni. Mesta persónulegt á-
hugamál mitt á stjórnmála-
sviðinu er íslenzk stjórnskip-
un. Við höfum, held ég, ekki
haft hana nógu mikið í sviðs-
ljósi stjórnmálanna, ekki
hugsað nógu mikið um lýð-
ræði okkar, stöðu Alþingis,
hlutverk stjórnmálamanna og
sérfræðinga í þjóðfélaginu og
ábyrgð okkar sjálfra á stjórn
landsins. Einstök mál, sem
þetta svið varða, hafa raunar
verið á dagskrá, allt frá kjör-
d-æmamálinu og til launa-
kjara opinberra starfsmanna,
sem hér eru ekki ómikilvæg,
en ennþá hygg ég að á skorti
um almennan skilning á mik-
ilvægi þessa sviðs fyrir fram-
vindu mála í landinu.
Þér hafið, einnig unnið að
því að fjalla um skólamál á
vegum ungra Sjálfstæðis-
manna.
Samtök ungra Sjáifstæðis-
manna létu fyrir nokkru fara
fram svolitla athugun á viss-
um atriðum varðandi skóla-
mál. í minn hlut kom að
gera grein fyrir því, að hve
miklu leyti væri um sérfræði-
Framhald á bls. 31.
Frambjóðendur hafa orðið
íslenzkir skólar adlagist
nýjum þjóðfélagsháttum
Haðldór Laxness:
Heimur Prjdnastofunnar
Samið vegna leikstjóranám-
skeiðsins norræna sem stendur
nú yfir í Rvík.
ÞÐTTA leikrit, Prjónastofan
Sólin, er fult af alls'konar nú-
itímahelvíti; þó eru þeir Marx
og Freud iátnir eiga sig.
Heimablöð hér töldiu að leikrit-
ið væri ós'kiljanlegt og fult af
duilhyggju, og þráspurðu hvar’
felumyndin væri í þessu. Höf-
undurinn hélt því fram að sínu
leyti að í leikritinu væri verið
að skoða hvers'dagslega hluti.
Fiestir hilutir, sem eru til sýn-
is í leiknum, koma víst fáum
ieikhúsgestum á óvart útaf
fyrir sig; varla orðræður leiks-
ins heldur; alt nokkurnveginn
Iklassiskt á yfirborðinu. Mann-
félag sem þarna er birt virðist
ekki seilast yfir landamæri
hjvunndagslegrar raunsæi, nema
tæplega er með öllu ljóst hvort
þetta er vellferðarríiki ellegar
algert auðvaldsþjóðfélag, eða
hvort um er að ræða einhverja
útgáfu af marxistaríki eða ríki
þar sem skníngilegir afturrétt-
ingar hafa hrifsað til sín völd;
kanski einhver blanda. En þó
flestir atburðir séu lítt samdir
að föstu munsitri fer varla hjá
því að leikurinn minni suma
áhorfendur ónötalega á að þeir
hafi einihverntíma komið híng-
að áður (déja vu kalla sálfræð-
ingar það víst).
Hverskonar pláss er þetta? Það
er heimur Prjónastofunnar og
síðan ekki sögunna meir. Og
hver er gángur leiksins? Að
upphafi leiks er ljóst að það
er heldur en ekki farið að sliá í
þennan heim. Þó til sé kvadd-
ur ýmiskonar liðsaúki sitt úr
hverri áttinni, þá halda lokin
áfram að vera á næstu grös-
um. Fegurðarsamkepnin og
Örkumlamiannafélagið eru
komin í hár saman. Styrjöld-
in skellur á. Þessi heimur
geingur upp fyrir elidi. Og
einsog í öllum styrjöldum, er
aðeins einn sigurvegari: nætur-
galinn. Lokaatriðið gerist dag-
inn eftir ragnarök þegar einn
og sérihver finnur sálarmaka
sinn um aldir alda. Næturgal-
inn er að sýngja, — það er
reyndar aðeins íslenzkur þröst-
ur; en þetta er Himnaríiki og
tjaldið fellur.
Hkki þarf að kvarta yfir því
að Prjónastofan skelli skolleyr-
run við goðsögnum eða dæmi-
sögum sem mönnum eru hug-
sitæðar, hverjum úr sinni
'helgri bók: sagan af fátækum
og ríkum; um ást og trygð;
um penínga og fegurð; um
kærleik og meðaumkvun — alt
á sama stað, og ekki má
gleyma guðspjöllum um
frelsun íheimsins; fátt þó sem
menn hafa ekki margheyrt áð-
ur. Hvernig stóð þá á því að
sumia meðal éhorfenda rak í
rogastans? Og ihvað var þarna
sem erti sum blöð?
Miður rétttrúuð meðferð á
húsgángsmóbífum og ögn af-
brigðileg útitekt á siðakertin’U
gæti hafa valdið því að ein-
stöku maður fyrtist við. Þó
leikuriinn sé raunsæilegur, þé
eru fæstir hlutir þar á „rétt-
um“ stað. Sjónarhornið skiftir
má'li í þessu leikriti, ef til vill
hefur því verið hnikað til um
nokkrar gráður frá venju. Ein-
stöku áhorfanda hætti að
standa á sama í miðri setníngu,
og þó alt væru sjólfsagðir
hlutir sem sagt var, dró niður
í honium hláturinn, svo leik-
dómarar fóru að halda að
Framhald á bls. 14
Rúrik Haraldsson og Helga yaltýsdóttir í hiutverkum sinum í
„Prjónastofunni Sólin“.