Morgunblaðið - 28.06.1967, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 28.06.1967, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. JUNÍ 1967. FYRIR nokkru héldu norræn- ir veitingamenn ársfund sinn í Reykjavík. Fundinn sátu alls 19 fulltrúar, 6 frá Islandi og 13 frá hinum Norðurlönd- unum. Á þessum fundi var kosinn nýr forseti Nordisk Hotel- og Restaurantforbund og varð sænskl hótelstjórinn Orvar Jansson fyrir valinu. Fréttam. MbL hitti Jansson skömmu eftir ársfundinn og átti við hann eftirfarandi við tal: — Er þetta í fyrsta sinn, sem þér heimsækið ísland? — Já, svo er, en ég vona, að þetta sé ekki í síðasta skipt- ið. Þetta er dásamlegt land — náttúran alveg einstök og svo maturinn ykkar góður, sérstaklega skyrið. — En verðlagið? — Verðlagið hér er sízt hærra yfirleitt en í hinum Norðurlöndunum. Ymsar ferðamannavörur hér, svo sem íslenzku peysurnar, eru seldar við mjög hæfilegu verði. — Álítið þér, að Island sé heppilegt sem ferðamanna- land? — Á því er ekki nokkur vafi. ísland á mikla framtíð fyrir sér sem ferðamanna- land. Möguleikarnir eru svo óþrjótandi. Náttúra lands- ins t.d. er nokkuð, sem á engan sinn líka og hér er margt að sjá, sem óvíða ann- ars staðar ber fyrir augu. En þið verðið að bæta vegina. Orvar Janson og frú Ingrid „Island á mikla framtíð sem ferðamannaland Stutt spjall v/ð Orvar Janson, forseta Nordisk Hotel- og Restaurantforbund Ég hefi séð, að slíkar fram- kvæmdir eiga sér nú stað hér, en það má ekki láta staðar numið fyrr en allir helztu íslenzku vegirnir eru orðnir eins og þeir bezt geta verið. Það hefur geysimikið að segja að hafa góða vegi, og þá ekki síður skemmti- leg gistihús úti á landi. — Teljið þér, að gistihúsa- menning okkar sé frambæri- leg? — Um það þori ég ekki að segja. Það sem ég hef sjálfur séð hér í Reykjavík lofur góðu, en ég hef lítið sem ekkert séð úti á landi. Ég er því ekki dómbær á það. — En er ekki fjarlægðin íslandi nokkur þrándur í götu? — Vissulega er hún það, hvað hinn almenna ferða- lang snertir. T.d. kostar far- ið frá Svíþjóð og hingað fram og til baka, um 8.300. ísl krónur. En fólk er nú farið að leggja mikið meira á sig til að njóta fegurðar og ferða laga og alltaf styttast vega- lengdirriar svo ég held, að þetta sé síminnkandi erfið- leiki þó hann sé vissulega til, sem stendur. — Nú svó við snúum okk- ur að Svíum. Hvert sækja þeir helzt í fríum sínum? —- Til Miðjarðarhafsins. Um 750.000.00 Svíar, eða 10% þjóðarinnar, leggja þangað leið sína árlega. — En feíðast Svíar mikið innanlands? — Já, það gera þeir líka. Mjög mikið. — Er þetta stórt hótel, sem þér veitið forstöðu í Gauta- borg? — Park Avenue Hotel hef- ur 210 herbergi og gistirými fyrir 335 manns. í lok næsta árs vonumst við til að geta hafið stækkun hótelsins um 105 herbergi, þannig að þá verða 315 herbergi alls. — Hvenær tók hótelið til starfa? — Árið 1950. Þrem árum síðar höfðu 150 þús. manns gist hótelið og vildi svo skemmtilega til að 150. þús- undasti gesturinn var einmitt íslendingur. Ég man, að hann sagði við þetta tækifæri, að íslendingar væru um 150. þús. og því væri þetta enn- þá skemmtilegri tilviljun. — Nú að lokum, herra Janson. Ef þér vilduð segja okkur svolítið frá Nordisk Hotel- og Resturantforbund? — Fyrsti fundur sambands- ins var haldinn í Helsingfors árið 1937. Eftir það lágu fund ir svo niðri fram til ársins 1947, að fundur var haldinn í Svþjóð. Síðan hafa fundir verið haldnir árlega, nema 1966, í einhverju Norð- urlandanna og er þetta í fyrsta skiptið, sem við höld- um ársfund okkar hér á Is- landi. — Hvert er takmark sam- bandsins með þessum ár6- fundum? — Að sameina Norður- löndin sem bezt í eina heild, séð frá sjónarhóli ferðamála. Á þessum ársfundum skipt- umst við á skoðunum og ræð um ýms mál, sem við teljum að gagni gagni megi koma. Við sem sé hjálpumst að við að gera Norðurlönd að óska- draumi ferðalangsins, sagði Orvar Janson að lokum. Elliheimilið Grund tekur tanngæzlu á þjönustuskrá sína — Sögulegur Framhald af bls. 1 landsins sé í stórhættu sökum blaðorms og vinni hundruð þús- unda manna, þar á meðal skóla- börn, að því að reyna að bjarga uppskerunni. GÍSLI Slgurbjörnsson, forstjórl Elliheimilisins Grundar, boðaði fréttamenn á sinn fund í gær og skýrði þeim frá nýbreytni, sem brátt yrði tekin upp í þjón- ustu Elliheimilisins við vistfólk þess. Sagð Gísli, að hér væri um tanngæzlu að ræða og hefði ver ið útbúin ný og fullkomin tann- læknisstofa 1 húsakynnum Grundar, sem Hörður Einarsson, tannlæknir mun veita forstöðu. Sagði Gísli, að hin ýmsa þjón- usta, sem Grund byði vistfólk- inu upp á því að kostnaðarlausu, svo sem andlitsböð, hand- og fóta Ræða aðild London, 27. júní, AP-NTB. ALDO Mono, forsætisráðlherra Ítalíu, er nú sitaddur í London og rœddi hann þar í daig við HanoDd Wilson, forsætisráð- henra Bretlands, um lilkurnar á því, að Bretar fái aðild að Efna hagisibandalagi Eivrópu. — Þeir ræddu ýtarlega a.fistöðu Frakka tll umsóknar Breta um aðild — en ítalska stjórnin hefur lýet stuðningi sánum við aðild Bret- lanid*. snyrtingar o.fl., væri mjög vin- sæl meðal vistfólksins og eng- inn vafi væri á því, að aldraða fólkið mundi vel kunna að meta tanngæzluna, sem hefst hmn 1. Athugasemd f TILEFNI af frásögn i Morg- unblaðimu þ. 20. þ.m. vill Félag frímerkjasafnara taka fram, að félagið hefiur eklki enm gerzt að- iili að Alþjóðasamtökum frí- merjaisafimara (F.I.P.) ,sem að- setur hefiur í París, en þess skal getið, að Félag frímertkjasafnara hefur fyrir nakkru sent um- sókn um upptökiu í félagasam- tök þessi. Hinsvegar hefur félag hér i borg, sem ber heitið Klúbbur Skandinavíusafnara og er deild (chapter) í Scandinavian Coll- ectors Oliulb í Ohicaigo verið samþykkt í áður nefnd -samtök og var því seta fonmanms Klúbhs Skandinaviuisafnara á síðasta þingi alþjóðasambands- ins, sem haldið var í Arruster- dam í maí-m'ánuði sl, algjörlega óviðkomandi Félagi frimerkja- safnara. Stjóra Fél. Frímerkjasafnara. júlí n.k. Sýndi Gísli fréttamönn um hinar ýmsu heilsugæzlu- deildir Grundar svo og húsa- kynni þess. Þá kvað Gísli vera í undir- búningi að festa kaup á húsi í Kaupmannahöfn, þar sem fólk í læknisleit gæti dvalizt sér til hressingar og bóta fyrir og eftir sjúkrahúsveruna. Mikil nauðsyn væri á slíku dvalar- heimili ytra og væri vonandi, að þessi draumur rættist sem fyrst. Einnig ræddi Gísli um þörfina á nýju elliheimili í Reykja- vík, sem hann kvað mjög brýna svo og um elliheimili úti á lands byggðinni. Alls sagði Gísli að nú dveldu 376 manns á Elliheimilinu Grund, 279 konur og 97 karlar. Starfslið er um 160 manns. Á Elli- og dvalarheimilinu Ági í Hveragerði sagði Gísli, að vist- fólk væri 59, 32 konur og 27 karlar, þanngi að alls dveldu nú 435 manns í húsakynnum Grund ar í Reykjavík og Hveragerði. Að lokum kvaðst Gísli vona, að allt fólk léti sig nokkru skipta þá viðleitni að búa aldraða fólk inu siðasta heimilið sem bezt mætti verða. Stjórn landsins hefur þegar gert ýmsar ráðstafanir til sparn- aðar, þar sem tvær helztu tekju lindir landsins, Súez-skurðurinn og ferðamennirnir, munu fyrir- sjáanlega gefa minna af sér á næstunni en áður. Skipuð hefdr verið nefnd til þess að endur- skoða fjárlagafrumvarpið og gera tillögur um leiðir til þess að mæta þeim vandamálum, er við blasa. Stjórn Egyptalands tilkynnti í morgun, að höfninni í Alexand- ríu yrði lokað fyrir allri um- ferð í nökkrar klukkustundir. Ekki var tilgreind ástæða. I gær var flugvellinum í Kairo lokað í nokkrar klukkustundir án skýringa og erlendum flugvél- um bannað að fljúga yfir eg- ypskt land. Þá hefur stjórfnin krafizt þess, að öllum skrifstofum fulltrúa og ræðismanna Bretlands, Banda- ríkjanna, Vestur-Þýzkalands og Sameinuðu þjóðanna verði lok- að tafarlaust — og segir, að þær verði opnaðar að nýju fyrr en „sérhvert árásarspor hefur verið útmáð — og herir ísraels horfið frá landsvæðum nálægt Súezskurðinum. STAKSTEIKAR ------------L Þotukoman Koma fyrstu farþegaþotunn- ar í eigu íslendinga hefur al sjálfsögðu vakið almenna, ánægju og mikla athygli og dag- blöðin hafa mjög rætt þennan merkisviðburð. Alþýðublaðið segir í forustugrein síðastliðinn sunnudag: „Flestar þjóðir setja stolt sitt í að eiga flugfélag, sem ber nafn þeirra til helztu flug- stöðva heims og greiða oft stór- fé fyrir. íslendingar eiga tvö flugfélög sem hvorugt hefur þurft á opinberri aðstoð að halda en starfa á sjálfstæðum grundvelli. I gær kom til lands- ins fyrsta þota, sem íslenzku flugfélögin kaupa, Boeingvél Flugfélags íslands. Hún styttir enn fjarlægðir milli íslands og annarra landa og flytur mikinn fjölda fólks." Merk tímamöt Tíminn segir í forustugrein sl. sunnudag. „Fyrsta þotan hefur nú bætzt í flugflota íslendinga, það markar merkileg tímamót í samgöngumálum íslendinga. fe- land færist enn nær umheimin- um, íslenzkt framtak hefur enn unnið umtalsverðan sigur. Flug- félag felands hefur unnið merki- leg störf á sviði samgöngumál- anna. Það ruddi fluginu braut á íslandi. Með hinni nýju þotu, sem hefur nú bætzt í flugflota þess hefur það stigið skref, sem markar ekki aðeins þáttaskil i sögu þess, heldur sögu íslenzkra flugsamgöngumála. Það er ástæða til að óska félaginu til hamingju með þetta mikilvæga framtak þess. Megi félaginu jafnan takast að fylgjast þann- ig með þróuninni og sýna í verki að íslenzkt framtak stendur ekki neinu öðru að baki þegar því eru veitt skilyrði til að njóta sín.“ Þotuöld á íslandi Vísir ræðir komu þotunnar í forustugrein á mánudag og segir þar: „Þegar flugið kom til sögunnar var ísland ein- angrað land, fjarri alfaraleið. Áður tóku ferðir til næstu stranda marga daga, en flugið stytti þær í jafn marga klukku tíma. Einangrunin hvarf, ís- land komst í næsta nágrenni við tvær heimsálfur, Evrópu og Ameríku. Flugið var í fyrstu stopult og erfitt en smám sam- an jókst máttur þess og mikil- vægi. Nú er svo komið, að fá- ar aðrar þjóðir hafa tileinkað sér _ flugið í jafnmiklum mæli og íslendingar. Á hverjum degi eru margar áætlunarferðir til nokkurra stórborga á Vestur- löndum og ferðirnar taka ekki nema tæpa 3 tíma til Evrópu og 7 tíma til Ameríku. Innan- landsflugið er enn einstæðara. Hér er um 100 merktir flug- vellir þrátt fyrir fámennið. Flestir þessara flugvalla eru vissulega lítilfjörlegir, en þeir bera þó vitni um hvílíkt kapp þjóðin hefur lagt á, að flugsam- band sé við öll héruð landsins. Flugfélag fslands hefur leitt þró un innanlandsflugsins og hefur byggt upp gott kerfi í því. Tvær nýjar Friendship skrúfuþotur þjóna því kerfi og von er á einnl til viðbótar. Nýjasta átakið er í millilandafiugi, kaup Boeingþot- unnar. Á nú Flugfélagið alveg endurnýjaðan flugflota, sem hef ur kostað mikið fé, en samt stendur hagur félagsins á mjög traustum grunni. Ástæða er tll að óska flugfélaginu til ham- ingju með árangurinn og með þotuna. En ekki er siður ástæða til að óska þjóðinni til bam- ingju"

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.