Morgunblaðið - 28.06.1967, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 28.06.1967, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. JÚNÍ 1967. KR tók Islandsmeistarana til bæna og vann meö 5-1 KR hafði heppnina með, vann verð- skuldað en með of miklum mun VALSMENN og KR-ing-ar, ganilir erkifjendur á sviði knattspyrn- unnar mættust í 1. deiidinni í fyrrakvöld. KR fór með sætan sig- ur af hólmi 5 mörk gegn 1. Sá sigur var stærri en efni stóðu til, en það skal þó ekki af KR-ingmm skafið að þeir höfðu í fyrri hálf- leik það fram yfir íslandsmeistaranna, sem nægði til að skora mörk. Heppnin var líka með KR, allt tókst í þessum leik — en gæfan sneri bakinu gersamlega við Valsmönnum. án taugaóstyrks og náðu óvenju lega vel saman. Þeir voru aUtaf fljótari á knöttinn, ákveðnari en mótherjinn og leikur þeirra mið aði að marki án útúrdúra. Upp- skeran varð jafnvel meiri en efni stóðu til. Á 22. mín náði Jóhann knett- inum á vallarhelmingi KR, sendi fram miðjuna og Eyleif- ur skildi vel. Valsvörnin horfði á er Eyleifur afgreiddi knött- inn auðveldlega í mark Vals. ,.KR-ár“ Talað er um að árið í ár sé „KR-ár“ og rökstutt með því að KR hafi unnið íslandsbikarinn annað hvert ár undanfarinn ára- tug. Ef leikir KR-inga verða eins og þeir sýndu móti Ak- urevri, verður þetta ekki „KR- ár“. Ef leikir liðsins verða eins og fyrri hálfleikur á móti Val, þá er 1967 „KR-ár“. En jafnveí stórveldi eins og KR eru bund- in þessum „ef“-um og að hálfn- uði móti er engu að spá um úrslitin. íslenzk knattspyrna er eins og íslenzk veðrátta, logn stormur, rigning — og e.t.v. þrjú veður sama daginn — eða í sama leik. Valsmenn kusu að leika und- an vindi í upphafi. Það lá á KR og upphafsminúturnar ekk- ert „KR-ár.“ Á 6. mín. fram- kvæmdi Árni Njálsson auka- spyrnu við miðteig. Hann nýtti vindinn vel, sendi að markinu og af kolli Ingvar Elíssonar „flaut“ knötturinn í marknet KR. Mörkin Fast var sótt að KR eftir þetta og KR-vörnin komst í hann krappann, opinberaði veikleika sinn og sýndi að hún grípur til grófheita ef á þarf að halda, fremur en að láta í minni pok- ann. En markið var jafnframt eins og vítamínssprauta fyrir sóknar menn KR. Eyleif bar þar þar hæst og annan eins „stjörnu leik“ og hann sýndi í þessum leik hefur sennilega enginn ísl. knattspyrnumaður sýnt. Hann var bókstaflega alls staðar, braut niður í byrjun tilraunir Vals- manna, byggði ujrp eða einlék á þann hátt að liðsmanni í hvaða liði sem er væri sómi að. Hvern- ig hann afgreiddi og knöttinn til félaga sinna var til fyrir- myndar — lagði fyrir fætur þeirra en í þeim efnum er mjög ábótavant í röðum kn*attspyrnu- manna. Og svo kamu KR-mörkin — eins og 'á færibandi. Nýliði á hægri kanti, Jóhann Reynisson vakti sérstaka athygli. Hann „átti“ þrjú þau fyrstu — eða undirbúninginn. Hornspyrna sem hann framkvæmdi á 16. mín. fór í mark Vals af höfði Bald- vins Baldvinssonar. Tæpum tveim mín. síðar skaut Jóhann að marki yfir markvörð — og skotið hefði sennilega lent í markinu, en Eyleifur var til taks og skoraði. Forystunni var náð og KR-ingar tóku að leika Tækifæri Vals Ekki verður sagt að Valsmenn hafi ekki fengið sín tækifæri í þessum leik, en hvorki viljinn sem til þarf, né stríðsgæfan var með þeim. Á 33. mín. bjargar Bjarni Fel. á marklínu KR eftir snarvitlaust úthlaup markvarð- ar KR sem í þessum leik var Magnús Guðmundsson — ó- reyndur meistaraflokksmaður, sem í heild stóð sig þó vel. sem staðgengill Guðm. Péturs- sonar. Á 40. mín. er Hermann kominn einn inn fyrir, en hinn ungi markvörður KR er svo hepp inn að fá vipp hans beint í fang ið og forða þannig marki. Með sörnu heppni og KR-ingar höfðu Framhald á bls. 27 Á sundmótinu Hér eru tvær myndir frá sundmótinu. Á efri myndinni eru þeir Gísli Þórðarson, Á, Guðmundur Gíslason og Guðmundur Þ. Harðarson sem varð þrefaldur meistari á mótinu eftir kappsund. Á minni myndinni er Sig- rún Siggeirsdóttir Á, sem setti met í Vesturbæjarlaug- inni fyrir skömmu og tvíbætti það sama met á Meistaramót- inu auk þess, sem hún vakti sérstaka athygli í boðsund- inu og boðaði miklu stærri afrek í framtíðinni. 1. deildarkeppnin: Akureyri - Akran es 4:1 ÍÞRÓTTABANDALAG Akur- eyrar og íþróttabandalag Akra- ness hóðu knattspyrnukappleik í 1. deild á Aíkureyri í gær- kvöldi. Veður var ákjósanlegt, sólarlítið, hlýtt og haagur norð- anandvari. Fynri háifleikur var fremur lélega leikinn, einkuim framan aif og skiptust á fáein léleg upphlaup iiða. Klaufaskapur var ófyrirgefanlega algencgur, ekki sízt hjá Akureyringum, sem virtust alvarlega litblindir á búninigana, svo þeir gátfu bolt- ann oftar til andstæðiinga en samherja. Síðairi hálfelikur var miklu betur leikinm, yfirieitt fjörugur og skemmtiiegur. Mönkin urðu tvö í fyrrd hállf- leik. Skagamenn skonuðu fyrsta markið á 21. máinútu og þurtfti Bjöirn Lánusson ekki mikið fyr- ir því að hafa að stjakia boltan- um í netið, því Samúel mark- vörður bafði dottið á mark- teigslínu og fókk því enigum vörnum við komið. 20 mínútum síðar kom falleg- asta mark leiksims etftir mjöig hratit og fallegt samspil Akur- eyr.inga, ekki sízt Skúia og Kár.a, sem sýndu þarna frábær- an leik og áttu jafnan heiður atf markinu, þó að Skúli ræki á það smiðshöggið. Á 28. mínútu síðari hálifleiks voru þeir Sfcúli og Kári enn að verki, en nú var það Káni, sem lagði síðasta fót að verki, 2:1. 10 minútum síðar skoraði Þor móður Einarsson fyrr Akureyr- inga upp úr horinspyrmu og var nú að kalla allur hugur úr Ak- urnesingum. Þó var enn eitt markið eftir, því að á 44. mín- útu lék Sfcúli einleik upp að markilínu leitfturhratt og s.kor- aði snöggt, svo að leikmum lauik með óbvíræðum sigri Ak- ureyringa, 4:1. Beztu menm Akureyringa voru greinilega þeir löári Árma- son og Skúli Ágúsitsson, sem iéku bæði atf leikni og hygg- indum. Beziti maður Akramess- liðsdns var Jón Altfrieðsson, en einmig áttu góðan leik þeir Kirist inn Gummlauigssom og markvörð urin.n, Einar Guðleifssom, sem varði stundum af mikilli fimi. Keflavík - Fram 1:1 Jafn leikur og verðskulduð úrslit Önnur stærsta golf- keppnin hjá G.R. Þrjú mörk fyrir Manch Utd SAUTJÁN ára unglingur Brian Kidd að nafni, skoraði „svokall- að hatrick" fyrir Manchester Ur.ited i knattspyrnuleik gegn úrvalsliði Suður-Ástralíu, sem fór fram í Adelaide Astralíu, sl. laúgardag. Kidd leikur v. inn- herja og er talinn mjög mikið knattspyrnuefni. Manchester United sigraði leikinn með fimm mörkum gegn einu. Denis Law skoraði fyrsta markið og Boby Charlton hið þriðja. Kidd skoraði annað og fimmta mark United með skalla. en fjórða markið með 20 metra skoti. Mark úrvalsins skoraði v.útherj inn) Lovell í leikslok og var það þriðja markið gegn Manc- hester United i 7 leikjum. Áhorf endur voru 22000, sem er eins- dæmi í þeirri heimsálfu. / Hin svoniefnda Coca-Cola- keppni Golfklúbbs Reykjavíkur hiófst í gær og átti þá að leika 12 holur. 24 holur verða leifcnar á iaugardag og 36 holuir á sunnu dag. Keppnin er 72.ja holu högg- leikur og eru verðlaun veitt bæði fyrir bezta árangur með og án forgjafar. Þeta er stærsta og venjulega fjölmennasta keppm GR., en í hana mæta kylfingar af öllu landinu. Þess má geta að þessi keppni er talin koma næst íslandsmóti í golfi, að því er snertir fjölda keppenda, og má segja, að sá, sem vinnur keppnina er beztur kylfinga fslands þann daginn. GR. vill bjóða öllum sem áhuga hafa á golfíþróttinni, að koma upp á golfvöll og fylgjast með keppninni. Áhorfendur eru beðnir að lesa reglur um um- gengni áhorfenda á golfvellinum áður en þeir fara út á völlinn, en þær hanga uppi í golfskálan um. Þá er áhorfenduim ráðlagt að vera á vatnsheldum skóm og hafa meðferðis hlífðarflíkur, ef von er á rigningu. Eins og fyrr segir hefst keppn in, þriðjudaginn 27. júní n.k. kl. 19:30, á laugardag kl. 13:30 og á sunnudag kl. 9:00 KEFLVÍKINGAR og Framarar léku í 1. deild í gærkvöldi og lyktaði leik liðanna með jafn- tefli 1 mark gegn 1. Er þar með Iokið fyrri umferð mótsins ut- an að KRÆ og Fram eiga eftir að leika og sá leikur sker úr um hvaða Iið er stigahæst eftir fyrri umferð, en þegar er séð að keppnin verður mjög hörð og geta í rauninni 5 lið sigrað ennþá, en Akurnesingar virðast dæmdir til að falla í aðra deild. Leikur Fram og Keflvíkinga í gærkvöldi var heldur lélegur. Fátt var góðra kafla en þófið alls ráðandi og tilviljanirnar. Eftir aðeins nokkurra mínúta leik var Fram dæmd vítaspyrna og skoraði Helgi Númason ör- ugglega úr henni. Síðari í hálfleiknum skoraði Jón Jóhannsson miðherji fyrir Keflvíkinga eftir þæfingsupp- hlaup á vallarmiðju. Segja má að jafnteflið hafi verið réttlátustu úrslit leiksins en tækifæri til manka voru þó nokkur og áttu Keflvíkingar fleiri þeirra. Nokkuð kennir grófleika í varnarspili Keflvíkinga en e.t.v. er ástæðuna að finna í því að liðið var nú án eins af sínum beztu mönnum, Magnúsar Torfa sonar, og gerbreytti það allri uppbyggingu liðsins. Fram vantaði líka einn mann, Hrein Elliðason, sem ekki mun leika meira í sumar, og hafði það mikil áhrif á sóknarleik liðs ins. Beztir hjá Fram voru Jóhann- es Atlason, Erlendur og Helgi Númason og hjá Keflvikingum þeir Kjartan í markinu, sem nú er að ná sínu gamla formi, Ein- ar Magnússon og Högni Gunn- laugsson. Dómari var Hreiðar Ársælsson dæmdi heldur lítið en var vel samkvæmur sjálfum sér i dóm- um.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.