Morgunblaðið - 28.06.1967, Blaðsíða 5

Morgunblaðið - 28.06.1967, Blaðsíða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. JÚNÍ 1987. k—— Endurvígsla Ólafsvallakirkju tilefni af kirkjuvígslunni, sagði Jón bóndi í Fjalli i greinargóðri ræðu: „tÉg er viss um það, að í framtíðinni þegar við tölum um árið 1967, þá munum við það miklu lengur, að það var árið sem kirkjan var endurvígð en þó við ættum í nokkrum ÞAÐ var mannmargt við kirkju á Ólafsvöllum á Skeið um sunnudaginn 18. júní, en þá fór fram endurvígsla á kirkjunni eftir umfangsmikla viðgerð. Þessi endurvígða kirkja var upphaflega byggð 1897, árið eftir jarðskjálft- ana miklu, en þeir gerðu mik ið tjón í Ólafsvallasókn og var sagt að gjórfallið hafi 85 bæjarhús í sókninni af 228. Kirkjan sem þá var byggð var farin mjög að láta á sjá þegar viðgerð á henni hófst sumarið 1965. Bjarni Jónsson, bygginga- fulltrúi á Selfossi, teiknaði þær breytingar sem gerðar voru á kirkjunni, en henni var lyft af grunni og nýr grunnur steyptur. Skipt var um flesta glugga og annað það sem fúi var kominn í. Nú er kirkjan hin fegursta en langmestan þátt í því á altaristaflan, sem Baltasar málaði á allan gafl kirkj- unnar. Altaristafla þessi er mikið verk og fagurt og mun varla veglegri altaristöflu að sjá í kirkju a íslandi, nema ef vera skyldi rhynd Nínu Tryggva- dóttur í Skálholtskirkju. Við- fangsefni Baltasars að þessu sinni var hin heilaga kvöld- máltíð en útfærslan er í gam- algrónum, hefðbundnum stíl. Litirnir eru dökkir og safa- miklir og áhrifin frá gamal- gróinni kirkjulist í heima- landi BaHasars leyna sér ekki. Þetta er þriðja kirkjan hér á landi sem hann skrey*- ir. Ein er vestur í Flatey og önnur er kapellan í Landa- kotsspítalanum, sem tekin var í notkun í fyrra. Öll þessi lista verk hefur Baltasar gefið. Á gólfi kirkjunnar er rautt teppi, en altarið er nýtt, gert af ljósum viði og stendur þannig, að það myndar enda á borði því, sem Kristur og lærisveinarnir sitja við. Altaristaflan sem fyrir var í Ólafsvallakirkju er að vísu merkur gripur; hana málaði Þorsteinn Guðmundsson frá Hlíð í Gnúpverjahreppi, en hann var einna fyrstur ís- lendinga til þess að leggja stund á listnám erlendis. Hann nam við listaháskólann í Kaupmannahöfn á árunum 1844-184.8, en altaristöfluna málaði Þorsteinn árið 1850. Þorsteinn verður að vísu ekki talinn með merkari braut- ryðjendum í íslenzkri mynd- list og fræði akademíunar virðast hafa hripað nokkurn veginn af honum, en allt um það er merkilegt að Ólafs- vallarkirkja skuli eiga altaris töflu eftir þennan fyrsta- myndlistarmann 'héraðsins. Altaristöflu Þorsteins hefur verið valin annar staður í kirkjunni. Biskup Islands, Sigurbjöm Einarsson endurvígir Ólafsvalla- kirkju sunnudaginn 18. júní. Altaristafla Baltasars í Ólafs vallakirkju. Biskupinn yfir íslandi, herra Sigurbjörn Einarsson, endurvígði kirkjuna, en auk hans tóku þátt í athöfninni vigslubiskupinn, séra Sigurð- ur Pálsson á Selfossi, bisk- upsritarinn séra Ingólfur Ástmarsson og sóknarprestur- inr^ séra Bernharður Guð- mundsson í Skarði, sem prédikaði, en auk þeirra voru þarna aðrir prestar prófastsdæmisins. í samsæti, sem haldið var að Brautarholti á Skeiðum erfiðleikum með sauðburð- inn vegna kuldanna. Fólkið hefur þann metnað fyrir kirkju sína að búa hana eins vel og kostur er á. Það speglar á vissan hátt menningu okkar hvernig við búum að kirkjunum. Menning Vesturlanda er grundvölluð á kristinni trú. Boðskapur Krists er eitt af því fáa, sem ekki hefur breytzt síSustu tvö þúsund árin. Hann er alltaf jafn nýr hverri kyn- slóð". G. S. Ferðafólk Ferðafólk Þið sem eigið leið um Vestfirði munið að Hótel Bjarkalundur býður ykkur heitan mat allan daginn svo og smurt brauð og kökur með kaffinu. HÓTEL BJARKALUNJDUR. Tveir foringjar úr Sýrlandsher — teknir af lífi fyrir landráð Damaskus, 26. júní — NTB-AP TVEIB foringjar úr Sýrlandsher voru teknir af lífi í dögun á mánudag fyrir meint samsæri um að steypa af stóli stjórn landsins, að t»vi er Damasku - útvarpið sagði. f tilkynningu útvarpsins sagði, að majórarnir Salin Hatoum og Badr Jumaa, hafi verið sekir fundnir um landráð og hafi þeir komizt inn í landið með leynd þegar hæst stóðu átök Sýrlands og fsraels á dögunum og ætlað sér að steypa stjórn landsins með aðstoð leyniþjónustu Bandaríkj- 3ja hcrb. íbíið Til sölu er rúmgóð 3 heibergja íbúð á 2. hæð í húsi við Mávahlíð. íbúðin er í ágætu standi. Stórar suðursvalir. Bílskúrsréttur. ÁRNI STEFÁNSSON, HRL. Málflutningur. Fasteignasala. Suðurgötu 4. Sími' 14314. Ibúð óskast í Reykjavík eðo Kópavogi Fullorðin kona, sem vinnur úti, óskar eftir íbúð sem fyrst fyrir sig og tvo uppkomna syni sína. Þrjú svefnherbergi eru nauðsynleg. Nánari upp- lýsingar í síma 12277. 4ra lierb. íbúð Til sölu er 4ra herbergja íbúð (1 stór stofa og 3 svefnherb.) í sambýlishúsi við Hvassaleiti. íbúðin er í ágætu standi og með miklum og góðum inn- réttingum. Góðar suðursvalir. ÁRNI STEFÁNSSON, HRL. Málflutningur. Fasteignasala. Suðurgötu 4. Sími' 14314. Góð 3ja herb. íbúð um 86 ferm. á 3. hæð við Hamrahlíð til sölu. Bílskúrsréttindi. IMýja fasteignasalsn Laugavegi 12, sími 24300. anna, Breta og Vestur-Þjóðverja, að því er sagði í tilkynningunni. Herdómstóll dæmdi í máli for ingjanna og voru þeir sagðir hafa játað allt og lýst því yfir, að Bandaríkin hefðu staðið að baki samsærinu, sem beint hefði verið gegn stjórn landsins og leið togum arabíska sósialistaflokks- ins, Baath-flokksins, sem átt hefði að myrða unnvörpum. Hatoum majór, er sagður af ættflokki Drúsa, sem nokkuð er af í Sýrlandi en einnig í fsrael og Líbanon, er bróðir hans sagð- ur gegna herþjónustu í liði Drúsa í ísraelsher, en sjálfur var Hatoum yfirmaður árásarsveita sýrlenzka hersins. Hatoum stóð að baki samsæri um að steypa stjórninni í Damaskus í septem- ber í fyrra. Sú tilraun mistókst en Hatoum komst undan til Jórdan og fékk þar hæli. Fregn- ir frá Beirut segja að Hatounv hafi komið til Sýrlands aftur er átök urðu með fsrael og Araba- ríkjunum og boðizt til að taka upp vopn í þágu lands síns á ný er tilkynnt 'hafði verið að náð- aðir hefðu verið í Sýrlandi allir pólitískir afbrotamenn. Er sam- særið nú mistókst líka reyndi Hatoum að flýja til Jórdan aft- ur og Jumaa með honum en þeir náðust á flóttanum og voru tekn- ir höndum. Þeir voru leiddir fyr- ir herrétt eins og áður sagði og dæmdir til dauða fyrir 1-andráð. Var dóminum síðan fullnægt er stjórnin hafði samþykkt hann.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.