Morgunblaðið - 28.06.1967, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 28.06.1967, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 28. JÚNÍ 1967. Jð, VIST ER HÆGT AÐ LIFA Á MYND- LIST, EF MAÐUR ER NOGU LELEGUR í STRÆTISVAGNINUM, sem íer inn í Bústaðahverfi, sit ég. Húsmæður á leið heim úr inn- kaupaleiðangri í miðbænum umkringja mig með skivaldri. í vagninum er lykt af fimmtu- degi og blautum fatnaði. Úti er ringing. Ætli ég sé eini maðurínn, sem er að fara á myndlistarsýning- una inni í Laugardal? — Hvað ííkyldu margir hér vita af henni? — Ætli húsmæðrum standi ekki yfirleitt á sama um myndlist, að minnsta kosti í *vona veðri? I Við Rauðarárstíginn stanzar vagninn ,og nokkrar fyrirferð- armiklar verur með pinkla bætast í hópinn. — Skelfing breytist fólk í rigningu. Öll sætin eru upptekin, og nokkr- ar konur gjóa til mín augun- um. Nei, ég stend ekki upp, avei mér þá alla daga. Ég verð hugsi. Um hvað *pyr maður listamenn? Kanrftki tala þeir i gátum. í>að þýðir sennilega ekkert að spyrja þá um listamannalaun, það eru alltaf einhverjir að skrifa um þau í blöðin. Ég gæti náttúrlega spurt þá um listaáhuga íslenzks almennings. Eða íslenzka menningu. — Mig minnir, að ríkismarskálkurinn sálugi, Hermann Göring, hafi einhvern tíma sagt, að þegar einhver nefndi menningu í sín eyru væri hann vanur að seilast eftir skammbyssu sinni. Varia hefur það verið listelsk- ur maður, Göring. Eftir nokkra stund ranka ég við mér, jafnnær um væntan- legar spurningar, og sé, að hag kvæmast verður að fara úr á næstu stoppistöð. í Fyrir utan íþróttahöllina standa nokkrir ungir menn, sem styðjast fram á garðhrífur og ræðast við. Þegar ég geng framhjá, verður hlé á samræð- nnum. Hvað ætli þeim finnist um menn, sem eru að skjótast á málverkasýningar í miðjum vinnutíma? Og skyndilega er ég sloppinn úr rigningunni og kominn undir hvolfþak þessa musteris fótamenntarinnar. Roskin, vingjarnleg kona fær mér sýningarskrá í hend- tir, um leið og hún segir mér, að aðsóknin hafi verið fremur dræm, þegar undan er skilinn 17. júní, en þá áttu allir leið i Laugardalinn. Á sýningunni hefur verið komið fyrir rúmlega 60 verk- um eftir 14 höfunda á aldrin- um 20 til 28 ára. Flestar mynd- anna eru það, sem í daglegu tali er nefnt afstrakt, þótt greina megi í sumum þeirra ýmislegt, sem augað þekkir . Lengi voru afstraktmálarar taldir hinir verstu menn og gallagripir. Meistari Þórbergur sagði jafnvel einu sinni, að tvennt vildi hann ekki verða eftr næstu endurfæðingu sína: Stúlka með spiserör og afstrakt málarí. Ég þarf ekki að troðast tj] að komast til að sjá verkin, því að auk mín eru þama aðeins tveir aðrir sýningargestir, kon ur nokkuð við aldur, sem halda nú brott sem skjótast, eftir að fjölgað hefur. Ég sé fullseint, að líklega hefði verið sterkur leikur að spyrja þær um á’i+ þeirra á verkum unga fólksins en þær eru horfnar eins og jörðin hafi gleypt þær, og ég held áfram að skoða. Þegar ég hef lokið við að skoða all flestar myndirnar, verð ég þess var, að ég er ekki lengur einn, — Hreinn Frið- finnsson er fcominn á staðinn. Hann er einn hinna ungu listamanna, fæddur 19. 2. 1942, sýningunni. Við gerð þeirra hef ur hann notað fleira en máln- ingu, til dæmis bárujárn, Þórður Ben og mynd hans „Vagnhesturiim“. Frá vinstri: Kristján Guðmundsson, Hreinn Finnbogason, Róska og Þórður Ben Sveinsson. Róska. Ekki kann ég að lýsa gerð þeirra á fræðilegan hátt, enda er sjón sögu ríkari. Ein þess- ara þriggja mynda er seld. Kaupandi er Listasafn ríkisins. Hreinn er hinn vörpulegasti maður, hárprúður og loðinn um kjálka og kinnar. Hann segir mér, að von sé á þremur eða fjórum af þeim, sem þarna sýna, og meðan við bíðum nota ég tækifærið og spyr Hrein nokkurra spurninga um sjálf- an hann. — Er.t þú mikið skólaður 1 myndlist? — Tja, ég veit ekki hvað skal segja. Ég byrjaði í Hand- íða- og myndlistaskólanum hérlendis, og síðan hef ég reynt að ferðast og fylgjast með því, sem er á seyði. — Þú varst úti í vetux? — Já, ég var suður í Róma- borg. Hreinn hlær við, og við röbb um saman unz tveir frakka- klæddir menn koma skálmandi inn úr dyrunum. Það er ekki um að villast, — þar fara þeir Kristján Guðmundsson og Þórður Ben Sveinsson. Kristján er grannur og há- vaxinn með alvörusvip og stór dökk augu. Sléttrakaður og borgaralega klæddur . Þórður Ben er eins og klippt ur út úr nítjándu aldar tízku- blaði I þröngum, brúnum sjakket, og löfin standa aftur af honum, þegar han gengur um. Ef til vill er hann ekki óLík ur því, sem rithöfundurinn frægi, Oscar Wilde, hefur verið á sokkabandsárum sínum. Þeir kasta kveðju á okkur Hrein, og við kveikjum okkur allir í sígarettum. Þeir eru svolítið varkárir. — Vonandi leggur hann okkur enga vitleysu í munn. — Þú átt tvær myndir hérna, Þórður, eða réttara sagt eina og hál'a. Hvernig væri, að þú sýndir mér þær sem snöggv ast? Það lifnar yfir Þórði. Hann tekur undir handlegginn á mér og leiðir mig út að glugga í salnum og bendir út. — Hérna er myndin, sem ég gerði einn, hina gerði ég með Kristjáni. Ég hvái. — Nú sérðu ekki maður? Þarna útL Ég hvái. — Nú, sérðu ekki maður? Þarna úti. Ég stari út um gluggann. Jú, ekki ber á öðru. Úti í móa I svona 100 til 200 metra fjar- lægð frá anddyri íþróttahallar innar stendur heljarmikil mynd af prjóandi hesti. Það hefur stytt upp og hesturinn stendur þarna, hvítur og sker sig úr umhverfinu. — Og myndin okkar Krist- jáns er hérna hjá okkur víðs- vegar í salnum, segir Þórður og beinir athygli minni írá hestinum. Hann 'bendir. Á veggnum á móti hanga tveir rauðir, inn- rammaðir. fletir. Út úr hvorum þeirra gengur slanga, og þess- ar tvær slöngur verða síðan að einnL sem liggur í hlykkj- um um salinn og endar í rauð- um kassa, sem stendur nálægt borði umsjónarkonunnar. Á kassanum rauða stendur líkn- eski af ljóni í sama lit. — Það er búið að brjóta það tvisvar af, segir Þórður, sem sér á hvað ég er að horfa. — Það rákust margir inn hérna 17. júní. f sýningarskránni stendur, að þetta verk þeirra Kristjáns og Þórðar heiti „Royal system (málverk í þremur víddum)." — Sumir héldu, að þetta væri loftræstingin hérna, seg- ir Þórður. Ég er orðlaus. Við þessu hafði ég ekki búizt. Málverk, sem liggur í hlykkjum um all- an sal. Nú, hví ekki það. En eitt er víst, — ég hefði ekki vilj að missa af því að sjá þetta verk. ’Við tökum aftur að ganga um salinn, og ég reyni að veiða upp úr þeim eitthvað um nöfn þeirra listastefna, sem þeir að- hyllast. — Má segja, að mikið af verkunum ihér heyri undir Pop-list? — Biddu fyrir þér, bæði Pop og Op er að mestu liðið hjá. — Hvað er Op? spyr ég og hálfskammast mín fyrir fáfræð ina. Þeir taka allir þátt í að leiða mig í allan sannleika. — Þú veizt senilega, að Pop- list er komið úr orðinu „popu- Framhald á bls. 20

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.