Morgunblaðið - 14.07.1967, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 14.07.1967, Qupperneq 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. JÚLÍ 1967 — Þakka þér fyrir í kvöld, Aðalheiður mín, og skil tðu kveðju minni til eiginmannsins. hans með gleði og angurvaerð í senn. Hann gat ekki í fljótu bragði gert sér grein fyrir í hverju hún var fólgin, en hon- um rann í hug heiðskír vormorg un á Palómarfjalli, þegar tign og mildi náttúrunnar ómar og skín við öllum skilningarvitum manns. Þessar manneskjur voru allsnaktar og báru ekkert skraut, hár þeirra var líkast silfurgræn- um diúni, stutt og mjög lokkað, andlitin hjartalöguð með háu enni, lágu, beinu nefi, og litlum munni. Litur hinna bogadregnu en þunnu vara minnti á nýsprott in beykiblöð, og bjarma af þeim sama, vorgræna lit sló á kinn- arnar. Augun vöktu mesta at- hygli hans; einnig þau voru græn, en um leið svo dökk og djúp, svo björt og Ijómamikil, svo ótrúlega hrein og sterk í blíðri mýkt sinni, að hugur ís- lendingsins fylltist ósjálfrátt tak markalausri lotningu er hann leit þau. Loftið var hlýtt og ilmandi, sólskinið h'vítt með örfínum rós- roða, og dýrð landslagsins slík að engin orð gátu lýst henni. Gróðurinn bar alla liti regnbog ans og marga fleiri, er hann hafði aldrei áður séð og það var ómur í lofti, sem af fjar- lægri tónlist. Hinir nöktu menn lyftu hönd- um sínum til himins, í kveðju- skyni, og andlit þeirra voru björt af gleði, er þeir ávörpuðu gesti sína á tindra: „Verið vel- komin í nafni Skaparans, góðu systkini! Veitið okkur þá ánægju að ganga í garða okkar og hús, og una hér eins lengi og þið viljið. Þarna var ekki opinber mót- taka, engin veizla búin, en hvergi hafði farþegunum verið tekið af hjartanlegri ástúð, hlýju og einlægri vináttu. Tveir Hnattbúar tóku að sér hvern þeirra, og leiddu hann inn í borgina. Og er þeir komu inn á milli húsanna, heyrðu þeir glöggt hina fjarlægu, unaðs- fögru tónlist, sem nú virtist hljóma úr öllum áttum. Engin stræti voru þar, aðeins margilit- ar grasflatir. Byggingarnar voru nálega huldar laufi trjánna, er voru beinvaxin og fíngerð, eins og vindur og. regn hefði aldrei snert þau. Gegnum fjöllitt skrúð blaða og blóma grillti í húsin, er virtust raunar svalir einar og súlnagöng, en mjög stílhrein og í fullkomnu samræmi við um- Ihverfi sitt. Ómar hafði ekki í fyrstu séð neinn mun kynja, er hann virti fó'lkið fyrir sér. Það var hvað öðru líkt, og þótt klæði skýldu ekki lendum þess, voru skautin hulin silfurgrænum dúni. En nú fann hann glögglega að kona gekk við hægri hlið hans, því að frá 'henni streymdi svo ljúfur og töfrandi kvenleiki að um það varð ekki efast. Fljótt á litið var hún lítt frábrugðin þeirri fögru veru er leiddi vinstri hönd hans, en þó var hann ekki í neinum vafa um að það var karlmaður Þau fóru með. hann inn í tví- lyft hús, í stórum, unaðslegum garði. Það var reist á ljósrauð- um súlum, og var efri hæðin naumast annað en opnar þak- svalir. í öðrum endanum voru tvö lítil herbergi, en hinu megin á lágum palli, var eitt hinna sérkennilegu flugfara, er hann áður hafði séð svífa um loftið. Mjúk hægindi voru hvarvetna á svölunum, og buðu þau honum þar sæti, en sjálf settust þau, með krosslagða fætur, á gólfið fyrir framan hann. Um stund lutu þau höfði, sem í bæn. Hann virti þau fyrir sér, og sá nú að nokkur mismunur var á þeim. Bæði ljómuðu af lífskrafti og heilbrigði, en þótt líkamsbygg- ing beggja væri fjarska fíngerð, voru axlir hans eilítið breiðari og hendur og fæt.ur stærri en hennar. Hörund þeirra var guil- inhvítt, og sem daufur bjarnn léki um það. Hún hafði ofurln- il brjóst, með grænleitum vör‘. • um, en bringa 'hans var hvelíd og slétt. Sakleysislegur helgi- svipur auðkenndi hin hjartalaga andlit, og honum varð ljóst að þau voru í raun og veru að biðj ast fyrir. Algjör þögn ríkti á hin um rúmgóðu svölum, en úr nokkurri fjarlægð barst enn hxn ómljúfa tónlist, og ferskur blóma ilmur andaði um þau neðan úr garðinum. Smám saman færð st yfir hann djúp ró og vellíðan; hin ómandi og angandi kyi’rð veitti honum sælu, er hann hafði aldrei fyrr notið. Honum þótti sem íikami hans væri honum ekki lengur viðkomandi; eitt- hvað snerti hann — hvítt, b)átt og skínandi, hann skynjaði ver- öld þar sem hvorki var gleði né sorg, en aðeins hrein og ástríðu- laus hamingja, án upphafs og endis. Hvort augnablik leið eða lang ur tími, gat hann ekki gert sér grein fyrir. Hann var í miðdepli alls hins skapaða, og þar var hvorki tími né rúm, en upp- spretta lífsorkunnar, umvafin friði. Og þar var enginn aðsitiln aður; öll tilveran var einnig í höndum Skaparans, er luku um hana sem huggun, vernd og ást- úð. Hann rankaði við sér og heyrði aftur tónlistína, er virtis'. | nú hafa færst nær. Gestgjafar j hans horfðu á hann brosandi. ! ..Þannig heilsum við systkinum okkar,“ mælti Hann. „Við reyh- um að láta þau finna hversu vex- komin þau eru,“ bætti Hún við. Síðan báru þau honum góð- gerðir, litla, hvíta ávexti á stærð við plómur. Hann fann til svengdar og borðaði því rösk- lega af þeim, en þeir höfðu þá náttúru að svala bæði hungri og þorsta í senn. Þegar hann hafði etið um stund, tók ólgandi lífs- kraftur að streyma um æðar hans og taugar, og var hann þá orðinn mettur. Þau sögðu hon- um að þetta væri aðalfæðí. Hnattbúa, og dygði þeim vel, ásamt skini sólarinnar, er einnig hefð; mikið næringargildi. „Á inns u jarðstjörnunum fjórum þarf fólkið ekki aðra fæðu en sólskinið". «agði Hann. ,,En bað er miklu lengra komið en við, og hefur flesi öðlast fullkomnun a b aut mannþróunarinnar." ,.Til hvers er það þá í jarð- nesku -fni?“ spurði Ómar ósjálf rátt. ,.Til þess að hjálpa yngri syst- kinum okkar utar í sólnahverf- inu. Raunar eru líkamir þess ekki íarðne-kir n?ma að nokkru leiíi.“ Ómar hristi höfuðið, þetta var ofvaxið skilningi hans. „En hvað starfið þ;ð hér?“ spurði hann hikandi. „Mig langar til að vua einhver deili á ykkur — ég vona að þið móðgist ekki, þótt ég láti í ljós forvitni mína?“ Hin fögru augu þeirra ljóm- uðu við honum. „Aðalstarf okk- ar felst einnig í því að senda þróttminni systkinum andlegan Alan Williams: PLATSKEGGUR ard ofursti, stjórnandi úrva is fallhlífarsveitar, sem Ihafði tek- ið þátt í misheppnaðri byltingu árinu áður, í einu hinna vesælli verndarríkja Frakklands í Norð ur-Afríku. Þetta hafði verið lokasennan I margra ára skæruhernaði milli frönsku og arabísku þjóðanna, sem kölluðu sig Arabaherinn. Franska þjóðin hafði verið orð- in uppgefin og samþykkt að hefja tilraunafriðarumræður, sem upphafið að því að veita verndarríkinu sjálfstæði. Evrópska þjóðarbrotið, sem var mikill minni hluti, um eina millj ón talsins, hafði fyrst snúizt við þessu með máttlausri reiði — gerði uppreisnir, brennandi opin berar byggingar og kom af stað verkföllum. En þá — fyrir átta mánuðum — hafði kllíka herforingja undir stjórn Paul Guérin, hershöfð- ingja, sem áður var yfirhershörð ingi verndarríkisins, risið upp gegn stjórninni og í fjóra daga hafði hún hótað að senda fall- hlífarhermenn til Parísar og taka borgina á sitt vald. En þessi upp reisn hafði fallið saman, þegar meginherinn, sem áður hafði ver ið á báðum áttum, hafi loks neit að að styðja uppreisnarmennina. Paul Guérin og nokkrir for- ingjar, að meðtöldum Broussard ofursta, sem næstur honum gekk að völdum, höfðu farið „undir jörðina" og verið dæmdir til dauða, fjarverandi. Guérin hafði stofnað svokallaðan Leyniher, af fyrrverandi fallhlífaihermönn- um og mönnum úr Útlendinga- hersveitinni og svo mönnum úr róttækustu borgaraflokkum. Frakkland var nú komið í „þrí hyrndan" ófrið. Það hafði á sín- um snærum byltingarsinnaða herforingja, og var nú að reyna að losa sig, með því sem eftir var af virðuleik þess, úr flækj- unni við tvo hermdarverka- flokka. Meðan átökin við Araba herinn voru enn í gangi hafði afl Leynihersins farið vaxandi, svo að ótti stóð af, og gróf nú jafnt og þétt undan lögum og rétti í verndarríkinu, þangað til jafnveil höfuðborg sjálfs Frakk- lands var í hættu stödd. Hr. Pol útskýrði nú, að á þess um tveimur vikum, sem Neil hafði verið á Athos og þannig utan við alla heimsviðburði, hefði Leynilherinn hafið hermd- arverkahríð gegn Aröbunum í verndarríkinu. Tilgangur þeirra var að koma í veg fyrir alla friðarsamninga milili Frakka og Araba. Franskar öryggissveitir — CRS — og úrvalssveitir hreyf anlega hersins höfðu reynt, með vafasömum sbuðningi hersins, að splundra þessum samtökum, en með litlum árangri. Margar hand tökur höfðu farið fram, en aðai- samsærismennirnir, að Brouss- ard meðtöldum, höfðu sloppið út úr verndarríkinu, til Spánar, Sik ileyjar eða Grikklands, þar sem þeir ynnu nú að því að undir- búa byltingu til að velta frönsku stjórninni. Pol viðurkendi fyrir Neil, að njósnaskrifstofan hefði um skeið vitað, að Broussard stjórnaði einhversstaðar úr Grikklandi, og svo hafði njósnari einn tilkynnt, kvöldinu áður, að hann kynni að vera í felum á Athosfjalli. Og gríska lögreglan hafði fengið fyr irskipanir um að handtaka hvern, sem kæmi frá Athos. Pol glennti feita fingurna á hnjám sér: — Þið sjáið því, herr ar mínir, að það varð að færa ykkur hingað — segjum — í öryggisskyni. Margir af mönn- um Broussards voru í Útlend- ingahersveitinni. — Þjóðverjar og Spánverjar, Hollendingar og jafnvel Englendingar. Við gátum ekki átt neitt á hættu — þessir flokkar eru vel skipulagðir. Hann sló flötum lófum á feit lær in. — En úr þið nú eruð hingað komnir, gætuð þið fannski sagt okkur eitthvað um þennan Martel. Var hann einn síns liðs? — Já, sagði Neil. — Um hvað talaði hann? Neil dokaði ofurlítið við. — Það eina, sem hann tailaði um við mig, var arabísk merkinga- fræði og gamlir peningar. Pol skríkti og velti vöngum. — Nú, svo að Broussard vinur okkar er tekinn að gerast menntamaður. Menntaður mann drápari! Já, það má ekki van- meta hann. Hann var ein aðal- 12 hetjan í franska hernum — lifði af Dien-Bien-Phu, sæmdur heið- ursfylkingunni og heiðurspen- ingi — útfarinn í sálrænum hernaði og fræðimaður um fornarabísku. Hefur skrifað ágæta bók um persneska ljóða- gerð. Ógurlegur maðurl En til allrar ógæfu fór hann að slá sér nokkuð mikið á ópíum í Saigon. Eftir Dien-Bien-Phu fékk hann taugaáfall, og var um tíma í geð veikrahæli skammt frá Gren- oible. Hann er dálítið torjádaður. Neil sagði Pol frá nóttinnl í St. Pantaleion, og svarta kassan- um, sem ofurstinn hafði draslað með sér yfir fjallið. — Það hefur sjálfsagt verið útvarps-senditæki, sagði Pol. — Hann hafði samband við njósn- ara leynihersins hér í Grikk- landi. Neil minntist 'hvinsins og mannamálsins, sem hann hafði heyrt gegnum vegginn í klaustr inu, fyrsta kvöldið, sem hann hitti Martel. Loks sagði hann Pol frá samtaliniu, sem hann hafði átt við lögreglumanninn í Karyes og bátinn, sem hafði komið um nóttina. Pol hlustaði á þetta með at- hygli. Þegar Nei.l hafði lokið máli sínu, kinkaði hann kolli og sagði ólundarlega: — Svo að það virðist þá, sem Broussard vinur okkar sé floginn. Þér segið, að þetta hafi verið fyrir t.veimur nóttum? Hann sneri sér að Spyros, sem var að horfa á vel- snyrtar neglur sínar. — Höfuðs- maður, við verðum að halda áfram að eftirláta alla báta, og svo vegina frá Atihos. Haldið þér lögreglunni í Saloniki vakandi — og aðvarið þér strandverðina, hafnirnar og flugvellina. Það er aðeins hugsanlegt, að maður- inn sé enn í Grikklandi. Spyros hneigði sig, leit kurt- eislega kring um sig, og flýtti sér síðan út, og borgaralega klæddi maðurinn á eftir honum. Dyrnar lokuðust. Nei'l og van Loon stóðu up til að fara, en Pol stökk upp úr sæti sínu af ótrúlegum fimleik og greip í handleggi þeirra beggja með feit um fingrunum. — Andartak! sagði hann. — Ég á skuld að gjalda. Ég hef lát- ið taka ykkur fasta eins og ótínda glæpamenn, og það í landi, sem er hvorki mitt né ykk ar. Ég skulda ykkur að minnsta kosti eitt glas — hann leit á úr- ið sitt og klukkan var ekki orð- in níu — og góðan morgunverð. Hann ýtti þeim aftur niður í stólana, og stikaði yfir að borði við veggínn, þar sem stóðu þrjú hvít símatól og nokkrar flöskur af viskíi og sódavatni. Þegar Pol stóð upp, minnti hann Neil mest á hjólbarðakall- inn, sem Miöhelin notar í aug- lýsingunum. Feitur líkaminn bólgnaði út úr þröngum og gljá- andi bláum fötum og rambaði á tveimur grönnum fótum í mjúkum inniskóm, sem líktust mest balletskóm. Hann var bull sveittur og hárið á höfði hans líktist mest hvirfilbyl. Hann stóð nú og skvetti viskíi í þrjú kristalsglös, og bætti í ís úr kælifötu. — Jæja, nú getum við látið eins og frjál'sir menn! sagði han og skokkaði tii baka með glösin þrjú. — Þessir lög- regiumenn eru svo fjandi leiðixi- legir. Og vitlausir í þokkabót. Þeir vildu helzt taka ykkur form lega fasta og fara með ykkur í lögregiusiöðina. Það var mín bugmynd, að þeir kæmu með ykkur hingað! Hann brosti breitt til þeirra og saup vel á. — Eruð þér ©kki lögreglumað ur? spurði van Loon torti'ygginn. — Nei, fjandinn fjarri mér! Ég er kaupsýslumaður. Ég rek kjörbúð bak við St. Lazare- b:au.arstöðina. r/Skólahóleliti á vegurn Ferðask rifstofu rík isiris hjóða yður velkomin i sumar á eftirtöldum stöðum: 1 MENNT ASKÓLANUM LAUGARVA TNI 2 SKÓGASKÓLA 3 VARMALAND/ í BORGA RF/Rtí/ 4 MENNTASKÓLANUM AKUREYRl 5 EIÐASKÓLA OG 6 SJOMANNASKOL - ANUM í REYKJAVÍK Alls staðar er frarnreiddur liimi vinsd'li lúxusrnorgunverður (hall borð).

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.