Morgunblaðið - 22.07.1967, Side 17

Morgunblaðið - 22.07.1967, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 32. JÚLÍ 1967 17 Handavinna í sumarleyfinu 'EK'KI sakar að taka með sér handavinnu í sumarfríið, ef ske kynni að veðrið yrði ekki til úti- veru alla dagana. Sjálfsagt er líka fyrir ;þær, sem eru í sumar- bústað að hafa eitthvað skemmti- legt á milli .handanna til að grípa í. Þessi fallegi kjóll á mynd- inni er auðprjónaður og nokkuð fljótlegur, og ætti að geta orðið mjög klæðileg flík. Litirnir geta verið eftir eigin smekk, en hér er aðalliturinn appelsínugulur, og svo tveir aðr- ir litir í rendurnar. Stærðir: 40 =— 4)2 — 44. Efni: 15 — 16 — 17 50 gr. hesp- ur af meðalgrófu ullargarni, og ein 50 gr. hespa af tveimur öðr- um litum í rendurnar. Prjónar nr. 3 og einn 12 sm. langur renni- lás á öxlina. Pr.jónið það þétt, að 26 1. sléttprjónaðar á prjóna nr. 3 mæli 10 cm. Bakið. Byrjið að neðan og fitjið upp 122-127-132 1. með aðallitnum og prjónið 3 prjóna rétt. Prjónið þar næst 4 prjóna rétt með 1. aukalitnum, 2 prjó. rétt með að- allitnum., 4 prjóna rétt með 2. aukalitnum og 2 prj. rétt með aðallitnum. Prjónið síðan vanalegt sléttprjón (1 prj. rétt og 1 prj. rangur) með aðallitnum, þar til :bakið mælir 79-80-81 cm., eða eins sítt og hver vill hafa það upp að handvegi. Fellið af 5-6-7 1. í ■byrjun tveggja næstu prjóna og 1 1. í byrjun næstu 6 prjóna. Þá eru eftir 106-109-112 1. og eru þær prjónaðar áfram, þar til handvegir mæla 18-19-26 cm. Fellið af 11 1. í byrjun næstu 6 prjóna (fyrir öxlum) og setjið 40-43-46 1. sem eftir eru á auka- prjón. Framslykkið. Prjónið eins og bakið e* prjón að, þar til handvegir eru orðnir 13-14-15 cm. Fellið af 16-17-18 1. í miðjunni, og prjónið hvora öxi fyrir sig. Háismegin eru felldar af 4, 3, 2, 1 I. og síðan 1 I., þar til 33 1. eru eftir á prjónin- um. Þegar hándvegurinn er jafn- hár handveginum á bakinu, er fellt af 11 1. þrisvar sinnum. Ermarnar. Fitjið upp 80-84-88 1. með aðal- litnum og prjónið rendur eins og neðan á kjólnum. Síðan er prjónað sléttprjón og aukið út 6 lykkjur á fyrsta prjóninum. Prjónið áfram þar til ermin mæl- ir 7-8-9 cm. Þá eru felldar af 2 1. í byrjun hvers prjóns þar til eftir eru 40-40-44 i. á prjónin- um. Þá eru felldar af 3 1. í byrj- un næstu 6 prjóna. Síðustu 22-22-26 1. eru felldar af í einu. Frágangur og hálsmál. Pressið öll stykkin létt yfir á röngunni. Hliðarsaumarnir saumaðir saman og hægri axlar- saumur. Nú eru teknar uþp 70-74-78 lykkjur í hálsmálinu á framslykkinu og iykkjurnar á bakstykkinu settar upp á sama prjón. Prjónið 1 prj. rétt með aðallitnum, 4 prj. rétt með 1. aukalitnum, á þriðja prjóni eru felldar af 10 1. jafnt yfir prjóninn, síðan prjónaðir 2 prj. með aðallitnum ré'tt, 4 prj. rétt með 2. aukalit, á þeim þriðja prjóni aftur felldar af 10 I. jafnt yfir prjóninn. Að lokum eru prjónaðir 2 prj. rétt með aðal- li'tnum. Fellið af. Saumið ermi- arnar í og rennilásinn, og saum- arnir pressaðir létt yfir á röng- unni. Pottaplöntur og sumarfrí ÞAÐ VELDUR alltaf dálitlum áhyggjum að-. fara frá pot'ta- plöntunum í íbúðinni, þegar við ætlum í sumarleyfið. Ekki erum við allar jafn lagnar við blóma- rækt, en tekst þó ef til vill með erfiðismunum að halda lífi í nokkrum fallegum plöntum, og viljum því ógjarnan, að aftur- Ikippur komi í þær á meðan við erum í burtu. Sé um lengri dvöl að ræða, er ekki annað fært en að fá ná- granna eða vini til að gæta blóm anna á meðan. En þrátt fyrir það, hefur nú stundum tekizt svo illa til, að plönturnar hafa Verið í slæmu ástandi við heim- komu eiganda, og þá fyrst og fremst vegna ofvökvunar. Hefur sá, er gæta á'lti blómanna, ætlað að leysa hlutverk sitt svo vel af hendi, að þau hafa verið vökvuð of mikið, og ekki þolað það. Sé um styttri dvöl að ræðá, er hægt að ú'tbúa blþmin þannig, að ekki þurfi að líta eftir þeim. Fyrst eru plönturnar gegnum vættar, síðan er hver pottur fyr- ir sig vafinn inn í gegnumblaut dagblöð, þannig að helmingur plöntunnar standi upp úr. Síðan eru pottarnir lá'tnir standa þétt saman í 'bala, með dálitlu vatni í botninum. Bezt er að koma bal- anum fyrir í björtu, sólarlausu herbergi, þar sem mögulegt er að hafa smárifu á glugga og því gbtt loft. Ætti plöntunum að vera óhætt í allt að viku þannig. KEISARATOMATAR Stórir tómatar eru gerðir holir að innan. Síðan fyiltir aftur með grænum baunum í jafningi eða piparrótarsalati, (smátt skorin epli, þeyttur rjómi og piparrót). Steinselju stráð yfir. Tómathringur með rækjum og aspas ÞESSI réttur er búinn til úr nýj- j um tómötum, sem eru soðnir, I s'tappaðir og bragðbættir með papriku. Það þarf 7 dl. af tómat- leginum á móti 10 blöðum af imatarlími. Matarlímið lagt í bleyti í 16 mín., vatnið lá'tið drjúpa vel af og síðan sett út í volga tómatblönduna, sem síðan er hellt í hringform. Stífnar á nokkrum klukkustundum, ef það stendur á köldum stað. Áður en j hringurinn er borinn fram, er j formið selt augnablik í volgt vatn 'til þess að hann losni frá. Innan í hringinn eru settar rækjur og aspas og skreytt með tómatsneiðum, harðsoðnum eggj- um og agúrkum. Utan um hring inn má gjarnan setja sveppi í sneiðum. Góð sósa með þessum rétti er: Sambland af majonnaise, karry, rjóma, salti og pipar, ediki og svoliilu dilli. Augnastrik Upphafleg vernd gegn skordýrum KLEOPATRA Egyptalands- drottning hefur orðið seinni tíma konum óþrjótandi fyrir- mynd um ýmislegt sem viðkem ur snyrtingu, klæðnaði og hár- greiðslu. Augnmálning hennar er þó það, sem oftast hefur ver- ið líkt eftir gegnuna aldirnar og einna mesta eftirtekt hefur vak- ið. En hin langa augnalína Kleo- pötru var bara alls ekki gerð til að prýða augun — heldur var þetta neyðarráðstöfun. Á dögum Kleopötru var það algengt í Egyptalandi, að fólk drægi hring með sótdufti um augu sín til varnar skordýrum. í þessu dufti voru ýmis efni, sem skorkvikindi forðuðust, og kom í veg fyrir að þau settust á augnlokin eða flygu inn í aug- un. Enn þann dag í dag nota íbú- ar Egyptalands, fran, Indlands og fleiri Asíulanda, þessa að- ferð við að verja augu sín. Einnig eru dregnar útlínur augna barna á öllum aldri í þess um löndum. Er það kannski að finna skýringuna á því, hversu stóreygð, fullorðinsleg og alvar- leg Austurlandabörn virðast alltaf vera á myndum, að minnsta Jcosti.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.