Morgunblaðið - 27.07.1967, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 27.07.1967, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. JÚLÍ 1937 Olíubærinn Bonny í Biafra hertekinn Lagos, 26. júlí. NTB-AP. HERSVEITIR Nígeríustjórnar hafa náð mikilvægustu olíuhöfn Biafra, Bonny, á sitt vald, að því er tilkynnt var í Lagos í dag. Fótgönguliðar tóku Bonny her- skildi eftir að nokkur herskip höfðu gert skotárás á bæinn. Hins vegar segja yfirvöld í Biafra, að árásinni á Bonny hafi verið hrundið og fjórum her- Skipum sambandsstjórnarinnar hafi verið sökkt. í Lagos er sagt að mikið mannfall hafi orðið 1 Erfiður róður hjú Inga R. INGI R. Jóhannsson tapaði í átt- undu umferð á skákmótinu, sem stendur yfir í Salgotarjan — út- borg Budapest. Andstæðingur Inga að þessu sinni var Ungv. Fletsch. í 9. umferð tefldi Ingi við Simagin frá Sovétríkjunium og fór skák þeirra í bið eftir 40 leiki. Vinninglsstaðan í mótinu eftir 9 umferðir er nú þessi: Rússinn Saimlbovitch er efstur með 7 vinn- inga. Annar er Ungverjinn Barczai með 6 vinn. (1). Þriðji er Barcza Ungverjalandi með 6 vinninga. Jafnir í fjórða sæti eru Ungverjinn Bilek og Rúissinn Simagin með 5 vinninga og eina biðskák hvor. liði Biaframanna í orrustunni um olíubæinn. Bonny er á eyju • við mynni Bonnyfljóts, sem helzta hafnar- borg Biafra, Port Harcourt, stend ur við. í Bonny er olíuhreinsun- arstöð í eigu Shell-BP, en fáar olíuhreinsunarstöðvar eru á yfir ráðasvæði sambandsstjórnarinn- ar. Með töku Bonny mun sam- bandsstjórninni veitast auðveld- ara en áður að framfylgja hafn- banninu á Biafra. Bonny er fyrsti bærinn í suð- urhluta Biafra, sem hersveitir sambandsstjórnarinnar ná á sitt va'ld, og er nú barizt á þrennum vígstöðvum í héraðinu. í norðri halda hersveitir sambandsstjórn- arinnar uppi hörðum árásum á svæðinu nálægt hinum mikil- væga háskólabæ Nsukku. Einnig hefur verið ráðizt inn í Biafra úr vestri. Ástæða er til að ætla, að sókn verði nú hafin til höifuð- staðar fylkisins, Enugu, og hafn- arborgarinnar Port Hareourt, en á báðum þessum stöðum er fjöl- mennt herlið til varnar, svo og sjálfboðaliðar og sveitir al- mannavarna. Útvarpið í Enugu hélt því fram í dag, að flugvélar Biafra- manna hefðu gert nýjar loftárás- ir á Norður-Nígeríu og felilt að minnsta kosti 1000 stjórnarher- menn. í Lagos er sagt að örfáir hafi fallið í loftárásum Biafra- manna, aðallega óbreyttir borg- arar. Vegarstæði við Reykjahlíð BLAÐINU barst í gær með- fylgjandi teikning og bréf frá Zophoníasi Pálssyni, skipulagsstjóra, varðandi svonefndan „kísilgúr-veg“ við Mývatn: „Hr. ritstjóri! í skýringatexta undir mynd af vegastæðum við Reykja- hlíð við Mývatn, er birtist í blaði yðar hinn 22. júií sl., hefur slæðzt sú meinlega villa, að veglína nr. I, eða sú þeirra sem næst er vatninu, hafi verið ákveðin sem veg- stæði. Hið rétta í málinu er hinsvegar, að sú leið, sem ■ L Enskumælandi Kanadabúar æfareiöir de Gaulle, þeir frönsku mildari — sagði Elín Pálmadóttir í símtali við Morgunblaðið trá Montreal í gœrkvöldi ALLT ætlaði að ganga af göflunum, er de Gaulle Frakk- landsforseti lauk ræðu sinni á ráðhústorginu í Montreal með orðunum: „Vive le Quebec Iibre“, en um 7000 manns úr hópi frönskumælandi aðskilnaðarmanna voru á meðal þeirra, sem komnir voru þangað til þess að hlusta á for- setann. Síðan hefði ekki annað komizt að í umræðum manna í milli, í sjónvarpi og útvarpi, en ummæli for- setans. Þannig hafði verið hætt við sjónvarpsþátt frá ís- lenzku deildinni á heimssýningunni m.a., sem átti að vera í fyraakvöld, en í þess stað hefði ekki annað kom- izt að, en þættir sem fjölluðu um heimsókn de Gaulles og viðbrögð fólks við ummælum hans. Ljóst væri, að enskumælandi Kanadahúar væru forsetanum æfareiðir vegna ummæla hans, en hinir frönskumælandi mun mildari og teldu, að hann kynni að hafa gengið of langt, en reyndu sumir um leið að afsaka hann. Þetta kom m.a. fram í sím- tali, sem Morgunblaðið átti við Elínu Pálmadóttur í gœr varð andi Kanadabúum líkaði auð- seta, sem sett hefur allt á annan enda í Kanada, en Elín starfar við íslenzku deild ina á heimssýningunni í Mont real og hefur því haft ágætt tækifæri til þess að fylgjast með hinni opinberu heimsókn Frakklandsforseta. Elín sagði, að frönskumæl- andi Kanadabúum lýkaði auð heyrilega ekiki að fonsetinn væri að síkipta sér af þeim. Annað franska blaðið þama hefði sagt, að þetta væri óaf- sakanlegt, en hitt hefði reynt að aásaka forsetann og skýrt ummæli hans að ndkkru með því, að hann hefði fengið af- skaplega góðar móttöteur. Mjög mikil vinátta rífeti í garð Frakka og beimsókn hans hefði vakið slíkan hljóm- grunn, að hann hefði í augna- blikshritfningu gengið of langt án þess að ætla sér það. Strax hefðu símdkeyti tekið að streyma til Ottawa frá fólki með mótmælum og á- skorunum um að þar yrði ekki tekið á móti forsetanum. Þegar forsetinn hefði komið til Þjóð artorgsins í Montreai hefði póditík hins vegar ekki borið á góma, en ráðherrar sem áttu að sitja véizlu með forsetan- um virtu hann að vettugi. Síðan hefði Pearson forsætis- ráðherra haldið fund með stjórn sinni og lýst yfir, að ummæli forsetans væru óþol- andi. Þá strax hefði fólk tekið að velta því fyrir sér, hvort leyfa ætti forsetanum að halda áfram heimsókn hans til Ott- awa og hvort stjórn landsins ætti að taka á móti honum þar. Pearson forsætisráðherra sagði í sjónvarpsviðtali, að hann sæi enga ástæðu til ann- ars. Kanada væri gestgjafi forsetans og kvaðst forsætis- ráðherrann ekki vilja gera ástandið verra en það væri og myndi stjórnin taka á móti forsetanum þrátt fyrir allt. De Gaulle hefði hins vegar tilkynnt í morgun, að hann myndi ekki fara til Ottawa. Elín Pálmadóttir gat þess meðal annars um viðbrögðin við orðum forsetans (Vive le Quebec libre“) að t.d. á Ný- fundnalandi hefði strax verið farið að safna undirskriftum um að senda forsetann heim og hefðu safnazt 2000 á einu vetfangi. Sagði Elín, að heim sókn forsetans og það sem gerzt hefði í sambandi við hana, væri hið eina, sem kæmist að hjá fólki þarna vestra. Þannig hecfði, eins og getið var hér í upphafi, átt að vera þáttur frá íslenzku sýn- ingardeildinni ásamt fleirum í fyrrakvöld, en það hefði allt verið látið víkja., Elín skýrði ennfremur frá því, að Gunnar Friðriksson framkvæmdastjóri hefði ver- ið í mótttöku hjá de Gaulle í fyrrakvöld, er forsetinn tók á móti gestum og hefði forset- inn gefið sig á tal við hann og spurt hann um ísland. •f- merkt er Ila, hefur eftir ýtar- legar athuganir verið valin og samþykkt samhljóða, bæði af hreppsnefnd og skipulags- stjóra, sem hefur sent félags- málaráðherra skipulagsupp- drátt, er gerir ráð fyrir þess- ari legu vegarins, til staðfest- ingar. Ástæðan til þess að lína Ila var valin í stað línu I, var m. a. sú, að koma til móts við þær óskir Náttúruverndarráðs að fjarlægja veginn frá vatn- inu eftir því sem aðstæður leyfðu og trufla fuglalíf á vatninu sem allra minnst. Sú tillaga Náttúruverndar- ráðs að velja leið nr. IV, hlaut engan hljómgrunn, hvorki hjá hreppsnefnd né skipulagsstjóm, því auk þess að vera erfitt vegarstæði, myndi sá vegur kljúfa núver- andi byggð frá því þorpi, sem nú er að rísa nokkru sunnar, og skapa þannig hættu og ó- þægindi fyrir íbúana“. Þjóðhátíðarhliðið Þjóöhátíðin í Eyjum ÞJÓÐHÁTÍÐ Vestmannaeyja verður að þessu sinni haldin um verzlunarmannahelgina, dagana 4„ 5. og 6. ágúst n.k. Knatt- spyrnufélagið Týr sér um há- tíðina að þessu sinni. Undirbún- ingur er í fullum gangi og all- an júlímánuð hefur verið unnið kappsamlega að skreytingu á hátíðarsvæðínu, sem er Herjálfs dalur, og verða skreytingarnar að þessu sinni að víkingarald- arsið.. Tvö víkingaskip með gínandi trjónur og þanin segl gnæfa yfir hátíðarsvæðið og á toppi hverrar flaggstangar er dreka- höfuð. í dalnum miðjum er tjörn og í henni verður komið fyrir gosbrunni, sem upplýstur verður með skrautljósum, þegar rökkva tekur. Að venju er mjög vandað til allrar dagskrár og munu margir landskunnir skemmtikraftar koma fram auk heimamanna. Þjóðhátíðin hefst föstudaginn 4. ágúst kl. 2 e.h. á guðsþjón- ustu, að hefðbundnum sið, en síðan fara fram frjálsar íþrótt- ir og handbolti og knattspyrna milli Keflvíkinga og Vest- mannaeyinga. Þá gefst fólki einnig kostur á að sjá bjargsig af Fiskhellanefi og mun marga áreiðanlega fýsa að sjá þessa fi glæfralegu en glæsilegu íþrótt, sem enn er stunduð í Eyjum. Um kvöldið er fjölbreytt skemmtidagskrá. Þar munu koma fram hljómsveit Ragnar Bjarnasonar, leikararnir Bessi Bjarnason og Gunnar Eyjólfs- son, Guðmundur Guðjónsson, óperusöngvari. Samkór Vest- mannaeyja og Lúðrasveit Vest- mannaeyja ásamt fleirum. Kl. 22.00 verður stiginn dans á tveim útipöllum til kl. 4 eft- ir miðnætti. Hljómsveit Ragnars Bjarna- sonar leikur fyrir nýju dönsun- um, en hljómsveitin „Kátir fé- lagar" fyrir þeim gömlu. Á miðnætti verður tendruð geysi mikil brenna og flugeld- um skotið á Fjósakletti og mun hinn landskunni brennukóngur Siggi Reim ráða þar ríkjum. Á laugardag verður svipuð efnisskrá og á föstudeginum, ný efnisskrá á kvöldvökunni og dansað til kl. 4 eftir miðnætti. Sunnudaginn 6. ágúst er einn- ig dvalið í Herjólfsdal og dans- að um kvöldið til kl. 2 eftir miðnætti. Þess má geta að strangt lög- reglueftirlit mun verða í sam- bandi við umgengni og hegð- un fólks og ólátaseggir tafarlaust fjarlægðir úr dalnum . Einnig mun hjálparsveit skáta Framhald á bls. 27

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.