Morgunblaðið - 27.07.1967, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 27.07.1967, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. JÚLÍ 1967 Valbjörn oriinn 7 faldur íslandsmeistari í 400 metra hlaupi — Þorsteinn hjó nærri meiinu ANNAR dagur Meistaramóts fs- lands í frjálsum íþróttum bauð upp á skemmtilegustu frjáls- íþróttakeppni, er fram hefur farið hér um nokkurn tíma. Það er ekki oft sem hægt að færa skipuleggjurum frjálsíþrótta- móta hrós, en að þessu sinni átti framkvæmdin sinn stóra þátt í því hve mótið var skemmtilegt. Aldrei var neitt hlé, að ráði á keppninni og meira að segja boð hlaupið fór fram á fyrirfram- ákveðnum tíma. Þó voru í hverri grein óvenjumargir þátttakend- ur, og stóð því keppni yfir leng- ur en venja er. Nú má bara ekki slaka á, heldur halda slíku áfram og er þá ekki að efa, að þeir áhorfendur, sem gefizt hafa upp á að horfa á einkar langdregin og leiðinleg mót, mæta á vellin- um aftur. Keppni var skemmtileg í mörg um greinum í fyrrakvöld og góð ur ár-angur náðist. í 400 metra hlaupi setti Þor- steinn Þorsteinsson, KR, nýtt unglingameí, hljóp á 48,2 sek., aðeins 2/10 lakari tími en ís- landsmet Guðmundar Lárusson- ar frá 1950 er. E'kki er fráleitt að ætla að metið komi í sumar, en Þorsteinn tekur miklum og örum framförum og hefur náð giæsilegum stíl í hlaupum sinum. En Þorsteinn var ekki einn um afrekin í 400 metra hlaupi. Þór- arinn Arnórsson, ÍR, varð ann- ar á sínum langbezta tíma 49.9 sek. Sömuleiðis Trausti Svein- björnsson, FH og Jóhann Frið- geirsson sem setti UM'SE met í greininni. Valbjörn Þorláksson stökk 4,30 metra í stönginni, og reyndi næst við nýtt met 4,51, metra. Var hann mjög nálægt því að fara hæðina í einni tiilrauna sinna. Hreiðar Júlíusson, KR, setti enn á ný persónulegt met í greininni og stökk 3.9I5 metr. Hefur hann nú náð lagi á að sveigja fiber-stöngina, en skortir nokkuð á stíl yfir ránni. í 100 metra hlaupi voru 12 keppendur, og sigraði Valbjörn örugglega í úrslitahlaupinu, en Ólafur og Reynir háðu harða baráttu um önnur verðlaunin. Þá var mjög jöfn keppni í kringlukasti, en svo fór að lok- um að Erlendur sigraði, kastaði 48.13 metra, en Þorsteinn Alfreðs son náði sínu bezta í ár, 47,09 metra. » í sleggjukastinu var Jón H. Magnússon, ÍR, hinn öruggi sigur ' vegari, en það var ekki fyrr en líða tók á keppnina að methaf- inn, Þórður B. Sigurðsson, náði öðru sæti, frá Þorsteini Löve, ÍR. Keppni í þrístökki var mjög jöfn. Karl Stefánsson, KR, leiddi keppnina fram í síðustu umferð, en þá heppnaðist Guðmundi Jónssyni, HSK, að stökkva 14.16 metra, sem nægði til sig- urs. Halldór Guðbjörnsson bætti svo tveimur meistaratitlum við sig í gær. Sigraði í 1500 metra hlaupinu, eftir skemmtilega keppni við Gunnar Kristinsson Þingeying og var með í sveit KR er sigraði í 4x400 metra hlaupi. Sveit HSÞ, setti íslandsmet í 4x100 metra boðhlaupi kvenna og Lilja Sigurðardóttir, HSÍ>, setti Meistaramótsmet í 80 metra grindahlaupi, hljóp á 12.8 sek. Helztu úrslit mótsins í fyrra- kvöld urðu þessi: 110 metra grindahlaup: Valbjörn Þorláksson, KR 15,8 Reynir Hjartarsson, ÍBA 16,0 Sig'urður Láruisson, Á 16,2 Snorri Ásgeirsson, ÍR 18,1 Þrístökk: Guðimmd'ur Jónsson, HSK 14,16 Karl Stefánsso-n, KR 14,09 Sigurðair Sigmundsson, UMSE 13,30 Jón Þ. Ólafsson, ÍR 13,38 Sleggjukast: Jón H. Magnússon, ÍR 51,38 Þórður B. Sigurðsson, KR 50,51 Þorsteinn Löve, ÍR ' 50,02 Erlendur Vaddimarsson, ÍR, 42,44 Stangastökk: Valbjörn Þorláikisson, KR 4,30 Hreiðar Júlíusson, KR 3,95 Páll Eiríksson, KR 3,65 Magnús Jakobsson, UMSK 3,50 400 metra hlaup: t>orsteinn Þorsteinsson, KR 48,2 Þórarinn Arnórsson, ÍR 49,9 Trausti Sveinbjörnsson, PH 50,1 Jóhann Friðgeirsson, UMSE 52,8 100 metra hlaup: Valbjörn t>orláksson, KR 11,2 Ólafur Guðmiundsson, KR 11,3 Reynir Hjartarsson, ÍBA 11,4 Trausti Sveinbjörnsson, FH 11,4 Kringlukast: Erlendur Valdimars9on, ÍR 48,13 t>orsteinn Alfreð&son, UMSK 47,08 Hallgrím-ur Jónsson, Á 46,62 Þorsteinn Löve, ÍR 45,66 1500 metra hlaup: Halldór Guðbjörnsson, KR 4:02,5 Gunnar Kristinssoh, HSt> 4:04,3 Þórarinn Arnórsson, ÍR 4:11,1 Gunnar Snorrason, UMSK 4:22,9 4x400 metra boðhlaup: 1. Sveit KR, (Ólafur, Valbjörn, Hall- dór, Þorsteinn) 3:25,4 mdn. 2. Sveit Ármanns 3:44,7 — KVENNACrREINAR: Kringlukast: Fríður Guðmundsdóttir, ÍR 32,50 Dröfn Guðmundsdóttir, UMSK 29,65 Sigrún Sœmundsdóttir, HSt» 28,81 80 metra grindahlaup: Lilja Sigurðardóttir, HSt> 12,8 Þuííður Jónsdóttir, HSK 13,4 Bergþóra Jónsdóttir, ÍR 13,4 4x100 metra boðhlaup: 1. Sveit HSt> 53,2 sek. 2. Sveit HSK 54,9 — 3. Sveit ÍR 54,9 — Fritz Buchloh og Hermann Hermannsson. Það var gaman að starfa með íslenzkwn knattspyrnumönnum — rætt við Frizt Buchloh HÉR á landi er nú staddur Fritz Buchloh sem mun mörg um . íslenzkum knattspyrnu- mönnum að góðu kunnur. Buchloh kom fyrst hingað til Iands 1939 og þjálfaði þá knattspyrnumenn Víkings og seinna Vals. Á þeim tímum var Buchloh frægasti mark- vörður Þýzkalands og var þá m.a. valinn í þýzka Iandslið- ið 17 sinnum, og að auki í úr- valslið. Þá kom hann aftur árið 1948 og þjálfaði Valsliðið til 1950. Við hitlum Buchloh að máli á heimili Hermanns Her- mannssonar, hins gamalkunna markvarðar Vals, og spurð- um hann um ástæðu fyrir fyrstu íslandsferð hans. — Knattspyrnusamband Þýzkalands fékk beiðni frá íslandi, um að það útvegaði knattspyrnuþjálfara til ís- ' lands, sagði Buchloh og lét ég þá tilleiðast að fara. Ferðin var þá jafnfram; brúðkaups- ferð fyrir okkur hjónin, sem vorum þá nýgift. — Og þú byrjaðir með Víking? — Til að byrja með var ég með Víking, en fór síðan til Vals og var þar um nokkurn tíma. Strá'karnir sem voru hér í knattspyrnu þá voru margir hverjir „tekniskir", en mjög skorti á með leik- aðferð og skipulagningu leiks ins. Til gamans má geta þess að þann tíma, sem Buchloh var þjálifari Víkings hófst þeirra blómaskeið í knattspyrnu, en 1940 varð Víkingur Reykja- víkurmeistari í knattspyrnu. — Jafnframt því sem hann þjálfaði þessi lið, tók hann okkur markverðina, í auka- tíma, skaut Hermann Her- mannsson inn í. Ég var þá byrjaður fyrir nokkru í mark inu, en ég mundi segja að ég ætti Buchloh mest að þakka það sem ég gat í markinu. Buchloh er búinn að sjá nokkra knattspyrnuileiki hér að undanförnu og lá því beint við að spyrja hann hvernig honum litist á knatt- spyrnuna hjá okkur. — Hún hefur breytzt tölu- vert mikið hér að undanförnu, sem og allsstaðar annars staðar í Evrópu. Nú er lagt meira upp úr hraða og fljót- um mönnum og grófari leik en áður var. — Og á hvaða stigi telur þú íslenzka knattspyrnumenn vera? — Þeir standa fyllilega jafn fætis við áhugamenn í flest- um löndum Evrópu. .Hins- vegar er svo oft erfit.t að segja um hver er atvinnumað- ur og hver áhugamaður í evrópskri knattspyrnu. Mörkin eru óljós þar á milli mjög oft. — Hvernig hefur þér fund- izt að starfa með íslenzkum knattspyrnumönnum? — Það fannst mér alltaf mjög gaman. Þeir vildu gjarnan læra og hlýddu vel þeirri tilsögn sem maður gat gefið þeim. — Hvað finnst þér um ís- lenzka markmenn núna? — Sigurður Dagsson í Val er mjög góður markvörður, en mætti grípa betur inn í hjá vörninni. Hann skilar líka knettinum vel frá sér, — kemur honum inn í spilið, en það er mjög mikið atriði fyr- ir markmann. Sigurður er að verða markvörður á borð við Hermann og Helga Dan. Svo segir Buchloh okkur frá því að Hermann hafi ferðazt heilmikið um landið með hann og þeir hafi komið við hjá Helga Dan. á Akra- nesi. Buchloh sagðist vera mjög hrifinn af íslenzku landslagi og sérstaklega af sólarlaginu, og auðheyrt var að sú hrifn- ing hans var engin uppgerð. ■(■ Golfmótið MEISTARAMÓT Golfklúbbs Reykjavíkur hófst í fyrrakvöld en verður fram haldið í kvöld á velli Golfklúbbs Reykjavíkur Grafarholti. Keppnin hefst stund víslega kl. 6. í fyrrakvöld voru leiknar 18 holur, í kvöld verða leiknar aðr- ar J8 en síðan lýkur mótinu á laugardag og sunnudag. Vmm 1967: 1 ðligorio 2 Priðrik Clafason 3 Bemt Larser. 4 Fetsrose 5 O'Kelly 6 Kottnauer 7 Bario 8 Wade 9 I’ri.tohett 3 lll im 11 111 i \ j i 0 i Í 0 i '0 i 4 5 * i i 1 §§: X |Íi| 111 i 8 9 Viaa. ; 11 6* 1 1 1 5i 2-3 i 1 1 1 1 5i 2-3 i T i 1 i 5 4-5 X 1 1 1 i 5 4-5 0 X i 1 i 3 6 0 0 0 i 0 i X 0 0 0 0 0 0 1 0 1 2 7-8 X 1 2 7-8 0 0 0 i i i ö 0 X li 9 Valbjörn sigrar í 100 metra hl .upinu. Gf igoric efstur í Dundee Larsen vann Friðrik FRIÐRIK Ólaifsson tapaði fyrir Berat Larsen í síðuisitu umtferð- inni á sikákimótinu í Dundee, Skiotlandi. Eftir að hafa al'gjör- lega „yfirspilað" Lansen, lék Friðrik einum ónáikrvæmum leik og tapaði. Úrslit biðiskáka úr 6. 7. og 8. urnferð: Davie vann Pritchett, O’Kelly vann Kottnauer, en Pfenroise og Pritchett gerðu jafntefli. Úrsldit isíðuistu uimiferðar: Wade vann Pritohett, Gligoric og O’Kelly gerðai jafntefli, sömiuleiðis gerðu Kottnauer og Davie jafratefli: HeiMarúrslit í mótirau vísast til töflu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.