Morgunblaðið - 27.07.1967, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 27.07.1967, Blaðsíða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. JÚLÍ 1967 Mikil aðsókn að því til þessa Kafli úr rœðu Ólafs H. Krisijánssonar BYGGÐASAFN Húnvetninga og Strandamanna að Reykj- um í Hrútafirði var opnað 9. júlí síðastliðinn, eins og fyrr hefur verið sagt frá hér í blaðinu. Morgunblaðið hafði samband við safnvörðinn, Pét ur Aðalsteinsson, og spurði hann um aðsókn að safninu þann tíma, sem það hefur ver ið opið. Hann kvað aðsóknina hafa verið mjög góða. Oft hefði komið á annað hundrað manns á dag og stundum' fleiri. Gestimir væru úr öll- um áttum, frá Homafirði og ísafirði og allsstaðar þar á milli, bæði í hópferðum og einkaferðum. Mannfjöldi var viðsitaddur opnun saifnisins og flutiti Ólaf- ur H. Kristjánsson, skólastjóri Reykjaskóla, ræðu. — Hluti hennar fer hér á eftir: „Héruðin, sean að byggða- safninu standa, eiga þjóð- minjaverði þakkir að gjaílda fyrir að hafa valið Ófeigi stað hér og þann ríka þátt, sem ihann á í því að safnið er orðið til og svo myndarlegt sem raun er á. Fyrir hönd byggingarnefnd- ar færi óg þjóðminjaiverði og safnvörðum, er hér hafa unn- ið, þabkir fyrir frábært sitarf, ingi til sýni's. Safnvörður hetf- ur verið ráðinn í sumar Pétur AðaLsteinsson frá Stóru-Borg. Ætlunin er, að safnið verði er þeir halfa af Ihendi leyst og isérlega ljúflt samstarf. Það er svo að því komið, að safnið veiði opnað aflmienn- Hákarlaskipið Ófeigur á náðugri daga en fyrrum, Yfirlitsmynd úr safninu. baráttu á sjó og landi; einnig sögu hagleibs og listfhneigðar. Um það bera vitni hinir mörgu, fögru munir, sem hér eru. Þessa sögu eiiga ung- menni þau, er hingað sækja til námis, að geita leisið og lærit. Ég hygg, að sú muni blessun mest, að það ungt fólk, er upp vex í þessum héruðum, hyggi að fortíðinni er það byggir sína framtíð, fái dýpri skilning á sögu landis og þjóðar, lifsbaráttu fyrri kynslóða og hviki í engu frá að duga landi sínu og þjóð, að vera sannir Is- lendingar. Ég óska byggða- safninu vaxtar og þroska á ókomnum árum. Ég vona, að bltssun fylgi byggðasafni hér- aðanna við Húnaflóa“. opið daglega fram eftir sumri. Væntanleiga leggja margir leið sína hingað til að sjá safnið. Aðsókn að svona söfnum er oft árstíðabundin og mest meðan ferðamannastraumur- inn er að sumrinu. Veturinn stundum dauður tími. En hér þarf það ebki að vera. Svo vill till, að hér dvelja- nær átta mánuði ársins nokkuð á annað ihundrað unglingar, flestir úr héruðum, sem safn- ið eiga. Ég tel það Reykjaskóla mdk ið lán, að byggðasafnið var reisit hér. Staðurinn verður meiri og -sem mestu skiptir, að með því gafist gullið tæki- færi til lífrænnar kennslu í sögu lands og þjóðar. Þetta safn igeymir sögu harðrar lílfs- Heimilisáhöld gömul SVEINN KRISTINSSON SKRIFAR UM Njósnarinn með stáltaugarnar. Ensk mynd. Leikstjóri: Lindsay Shonteff. Höfuð’hlutvrk: Tom Adams, Karel Stepanek, Veronica Hurst o. fl. Þótt ýmis önnur lögmál séu endurskoðunum og breytingum undirorpin, þá virðist þyngdar- lögmál það sem Englendingur- inn Isak Newton uppgötvaði árið 1687, vera enn í fullu gildi. Á síðari árum hefur að vísu gætt vaxandi tilhneigingar til að losna undan áhrifum þyngdaraflsins með ferðalögum út í geiminn. En þótt geimförum hafi um stuind tekizt að varpa af sér mesta þunga þessa áhrifamikla náttúru- j krafts, þá hefur raunin jafnan 1 orðið sú, að þeir hafa leitað þang að aftur sem þeir eru kvaldastir af honum. Og geimrúntur þeirra einungis orðið til þess að stað- festa enn betur réttmæti áður- nefnds lögmáls. Kvikmynd þessi fjallar um stórmerkilegt afrek tveggja sænskra vísindamanna og bræðra Ágústs og Hinriks. Þeim hefur tekizt að uppgötva úr hverju þyngdaraflið er búið til og kom- izt að því, að það samanstendur af sveiflum, sem þeir telja í ætt við rafseguísveiflur. Og með því, að ná valdi yfir sveiflum þessum og hagræða þeim svolitið eftir sínu höfði, hefur þeim tekizt að framleiða hið svonefnda and- þyngdarafl, sem sviptir híuti þyngd sinni og gerir mönnum kleift að labba sig upp í himin- inn, álíka áhyggjulausir og þeir væru að rölta hérna kringum tjörnina á góðviðrismorgni. Hvað á að gera við menn, sem vinna slík vísindaafrek? Vita- skuld kemur sterklega til greina að drepa þá. En málið er dálítið flókið. — Svo er mál með vexti, að þyngdaraflið hefur mikla hernaðarlega þýðingu. Með réttri notkun þess er nefnilega hægt að verjast kjarnorkuárásum að fullu, svo að hvert það stórveldi, sem fyrst kæmist yfir þetta merka afl, hefði þar með góða möguleika á að ná heimsyfirráð- um. Og getur nokkuð dýrðlegra? Af þessum sökum eru nokkur stórveldi, sem hafa áhuga á, í fyrsta lagi að komast yfir upp- igötvun þeirra bræðra eða, að öðr um kosti að hindra, að önnur veldi fái komizt yfir leyndarmál- ið. Stúlka, sem ekur barnavagni með tveimur börnum í um fáfar- inn borgarhluta, dregur skyndi- lega vélbyssu upp úr vagninum og skýtur nokkrum kúlum gegn- um Ágúst vísindamann, þar sem ha.nm spásserar um og á sér eins- kis ills von. Leggur síðan byss- una aftur undir sængurfötin, hlú- ir að börnum sínum og ekur áfram, eins og ekkert hafi í skor- izt. Hinrik bróðir Ágústar heldur til Lundúna og hyggst reka þar smiðshöggið á nokkur fram- kvæmdaatriði uppfinningunni viðvíkjandi. Brezka leyniþjón- ustan er á nálum um, að hann verði myrtur og felur einum harðfengasta leynilögreglumanni sínum að gæta hans og aðstoðar- stúlku hans dag og nótt. Brezka ríkisstjórnin hefur nefnilega mik inn áhuga á, að Hiinrik takist að sar.nprófa ágæti uppgötvunar sinnar og bíður með tvær millj- ónir sterlingspunda í vasanum til að telja út fyrir hana, ef nið- urstaðan verður jákvæð. En þeir virðast þó ekki færri, sem áhuga hafa á að ryðja Hin- rik úr vegi, það fær himn huig- prúði og skotfimi lífvörður hans að reyna, áður en lýkur nösum. Þótt efnisþráður kvikmyndar þessarar sé auðvitað frámuna- lega ótrúlegur og ævintýralegur, þá er eitthvað það við hana, sem gefur henni ákveðin séreinkenni fram yfir margar aðrar hasar- njósnamyndir. — Fáar þjóðir hafa líklega framleitt meira úr- val spennandi sakamálasagna með óvæntan endi en Bretar. Þetta hefur svo færzt að nokkru yfir á kvikmyndaiðnaðinn, þótt viðurkenna verði, að margar brezkar njósna- og sakamála- myndir eru næsta léleg fram- leiðsla. Svo óvæntur er endir þessarar kvikmyndar, að maður verður helzt að leita til sagnanna um Sherlock Holmes eða sögubóka Agöthu Christie, til að finna eitt- hvað sambærilegt. En mikill munur er á því, hve Conan Doyle og Christie eru sparsamari á skot færi en höfundur þessarar kvik- myndar. Loftur Guðmundsson rithöf- undur hefur gert allvaindaðan íslenzkan texta við mynd þessa. Tilboð óskast í Cortina árgerð 1967 í því ástandi sem bifreiðin er í eftir árekstur. Bif- reiðin er til sýnis í Bifreiðaverkstæði Tómasar Guðjónssonar, Laugarnestanga. Tilboðum skal skil- að á sama stað fyrir kl. 19. þann 29. júlí. Bezt að auglýsa í Morgunblaöinu

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.