Morgunblaðið - 27.07.1967, Page 28
FERIA-OGFARANGORS
IRVGCNC
ALMENNAR TRYGGINGAR £
PÓSTHÚSSTRÆTI 9 SÍMI 17700
fltorgmtMaMír
RITSTJORN • PRENTSMIÐJA
AFGREIÐSLA • SKRIFSTOFA
SÍMI 10»100
FIMMTUDAGUR 27. JULI 1967
Nýrra umbrota í
Öskiu ai vænta?
NOKKRIR menn hafa að undan
förnu verið upp á hálendi ts-
lands við mælingar á Atlants-
hafssprungunni svonefndu undir
stjórn Eysteins Tryggvasonar.
Fyrir skemmstu voru þeir inn
við Öskju við mælingar og urðu
þeir varir við, að halli til norð-
vestur, hafði orðið í syðsta og
vestasta hluta nýja hraunsins
frá 1961 frá því mælingar voru
gerðar þar í fyrra.
Eysteinn tjáði Mbl. í gær, að
þessi halli væri annað hvort af-
leiðing síðasta goss eða fyrir-
boði nýrra umbrota, því að rann
sóknir á samskonar hreyfingum
í eldfjallasvæðum erlendis
hefðu leitt slíkt í ljós. Eysteinn
sagði, að þeir hefðu nú aðeins
mælingarnar frá í fyrra til að
styðja sig við, en frekar yrði
hægt að átta sig á þessu sigi við
endurteknar mælingar næsta
sumar.
Ferðamannastraumur
innlendra að Mývatni
minni en áður vegna
tíðarfarsins
STRAUMUR erlendra ferða-
manna að Mývatni í sumar hefur
verið svipaður og undanfarin ár,
samkvæmt upplýsingum hótel-
stjóranna á Reynihlíð og Reykja
hlíð við Mývatn. Á hinn bóginn
hefur verið mun minna um inn-
lenda ferðamenn á þessum slóð-
um en undanfarin sumur, og
telja hótelstjórarnir báðir, að það
eigi rætur sínar að rekja til þess,
hve tíð hefur verið slæm nyrðra,
það sem af er sumri.
Hótelstjórinn á Reynihlíð tjáði
Mbl., að koma erlendra ferða-
manna þangað hefði verið nokk-
uð misjöfn í sumar, ein þó hefði1
nýting gistiherbergja verið all-
góð. Ferðamennirnir væru af öll-
um þjóðernum og á öllum aldri,
en sem fyrr bæri mest á Bretum.
Hann gat þess, að í gær hefði
komið til Mývatns 200 manna
hópur af Þjóðverjum af Regina
Maris en þeir hefði verið óiheppn
ir með veður. Hann kvaðst að
lokum hafa orðið áþreifanlega
var að straumur innlendra ferða-
manna til Mýavtns væri talsvert
minni en endranær.
Hótelstjórinn á Reynihlíð sagði,
að þar hefðu útlendingar ”erið í
miklum meirihluta fram að þessu
og straumur þeirra svipaður og
undanfarin surnur, en á hinn bós'
inn hefði verið minna um ferðir
Selur síld ■
Þyzkalandi
MS. REYKJABORG seldi í gær-
morgun 111 lestir af bræðslu-
síld í Cuxhaven fyrir 12.100
mörk. Er þetta léleg sala. Fara
um 20% í löndunar- og sölu-
kostnað og hafnargjöld. Síldin
var veidd í Norðursjó.
innlendra ferðamatnna þar um en
oftast áður.
Hinn nýi Austurvegur séður úr lofti.
Mál höfðað gegn eiganda Skeif
unnar fyrir stórfelld skattsvik
MÁL var höfðað á hendur fyrir- sl., sem byggt er á kæru frá
tækinu Skeifunni hinn 19. apríl rannsóknardeild rikisskattstjóra.
Eigandi fyrirtækisins
Engin sölt-
un hafin
SÖLTUN á síld er hvergi haf
in ennþá, og ekkert útlit er
fyrir að söltun hefjist á næst-
unni, nema að síldin komi
nær landi. Á sama tíma í
fyrra hafði verið saltað í
12.200 tunnur.
Frá Raufarhöfn berast þær
fréttir, að í kviði þorsks, sem
barst þar að landi, hafi fund
izt ný hafsíld, og gæti það
bent til þess að síldin sé eitt-
hvað að nálgast landið. Síld
barst síðast til Raufarhafn-
ar fyrir um viku og var fitu
magn hennar 22%.
er a-
kærður um að hafa á árunum
1963 til 1965 dregið undan fram-
tali til söluskatts fjárupphæð,
sem nemur um 10 milljónum
króna og undan álagningu af
hreinum tekjum upphæð, sem
nemur 1 millj. kr. Ennfremur er
hann ákærður fyrir að hafa
dregið undan framtali skatt-
stofns við álagningu aðstöðu-
Kæruiresturinn
útrunninn
KÆRUFRESTUR vegna skatts
og útsvans í Reykjavík rann út
á miðnætti aðfaranótt miðviku-
dags. Mbl. hringdi í Skatrtstof-
una í gær, en ekki reyndisf unnt,
að fá nokkuð gefið upp um fjalda
kæranna, þar sem svo sfuttur
tími var umliðinn.
Ægir lóðaði
á síld
ve/ð/ sáralítil
ÆGIR tilkynnti í gærmorgun,
að lóðað hefði verið á allmörg-
um 8—11 faðma þykkum torf-
um á 5—10 faðma dýpi á svæði
um 50—60 sjómílur réttv,ísandi
vestur frá Jan Mayen. Engin
skip voru komin á þessar slóð-
ir í gærkveldi.
Skipin voru á svipuðum slóð
um við veiðar í fyrradag og
fyrrinótt og undanfarna sólar-
hringa, en aðeins þrjú skip til-
kynntu um afla. Voru það Júl-
íus Geirmundsson IS 250 lest-
ir, Bára SU, 200, og Ingvar Guð
jónsson SK 250 lestir.
íslenzki flugflotinn getur
flutt 1957 farþega í einu
FLUGFLOTI íslands er um þess
ar mundir samtals 84 flugvélar
af smærri og stærri gerðum. —
Taka þessar vélar allar saman-
lagt 1957 farþega í sæti.
Af þessum 84 vélum eiga
stærstu flugféiögin hór, FÍ og
Loftleiðir, samtals 18 vélar, sem
geta tekið 1594 farþega í sæti.
Loftleiðir á níu flugvélar — 4
Rolls 400, sem hver tebur 189
farþega og eru stærstu vélar ís-
lenzka flotans, og 5 DC-6B, og
geta þessar vélar samanlagt tek-
ið 1186 farþega. Flugfélag ís-
lands á ndu vélar af ýmisum gerð
um, og geta vélar félagsins sam-
anlagt flutt 408 farþega. Stærst
véla FÍ er Boeing-þotan nýja,
sem flytur 108 farþega.
Tvær þyrilvængjur eru til í
eigu íslendinga og geta þær sam-
anlagt flutt 7 farþega. Þá eru til
14 svifflugur i landinu og eru
þær ailar í eigu sviflflugfélaga.
gjalds af veltu sinni á þessum
árum, sem nemur um 6.3 miilj.
kr. og fyrir rangfærsiu á bók-
haldi.
Að sögn Halldórs Þorbjörns-
sonar, sem er dómari í þeissu
máli, mun þetta vera fyrsta
skattsvikamiálið, sem tekið er
fyrir í Safcadómi Reykjavíkur.
Málflutninigi þess er ekki lokið.
Unnið við nýjo
Austurveginn
UNNIÐ er nú við mælingar á
framtíðarvegarstæðum hinna fjög
urra aðalvega frá Reykjavík, en
það eru Vesturlandsvegur, Aust-
urvegur (Suðurlandsvegur), Hafn
arfjarðarvegur og Reykjanes-
braut.
Framkvæmdir hafa enn sem
kornið er aðeins hafizt við Aust-
urveg. Þar er verið að leggja
vegarkafla frá Lögbergi að S-vína
hrauni, sem er jafnan snjó-
þyngsti kaifli leiðarinnar. — Er
kafli þessi um átta kílómetrar
að lengd, en þegar er búið að
ýta upp og bera ofan í þriggja
kíilómetra kafla, sem er næstur
Svínahrauni.
Deilt um affermingu skips
sem var m.a. með vörur til Straumsvíkur
TIL Hafnarfjarðar kom aðfara-
nótt miðvikudags leiguskip á
vegum Hafskips hf. með vörur
til hafnargerðarinnar við
Straumsvík og fleiri aðila. Verka
mannafélagið Hlíf í Hafnarfirði
neitaði að afgreiða skipið, en
eins og kunnugt er ríkir nú
vinnudeiia milli Hlífar og verk-
taka við hafnargerðina í Straums
Sökk inni
á Sundum
DÝPKUNARPRAMMINN
Tryggvi sökk á sundinu mUli
Viðeyjar og lands laust fyrir
klukkan 1 í fyrradag. — Var
pramminn að vinna að dýpkunar
framkvæmdum í Sundahöfn og
hafði nýlokið við verkefnið, þeg-
ar óhappið vildi til. Átta manns
voru um borð í Tryggva og
björguðust þeir allir í bát, sem
var þar hjá.
í gærmorgun fór kafari niður
að prammanum til að kanna að-
stæðurnar. Liiggur pramminn á
hliðinni á nokkurra metra dýpi.
í haust voru settir tveir bora.r í
Tryiggva, en pramminn sjálfur
er kominn til ára sinna, er frá
því 1905.
Ekki liggur fyrir af hvaða or-
sökum óhappið átti sér stað og
enigar ákvarðaniir hafa enn verið
teknar um bj örgunarst a rfið.
vík. Lá þó fyrir yfirlýsing frá
Hafskip hf. þess efnis, að vör-
ur til þeirra framkvæmda
skyldu geymast á vegum þess í
Hafnarfirði.
í gærmorgun var skipið svo
sent til Reykjavikur, en þar neit
aðii Daigsbrún að afgreiða það.
Vinnuveitendasamband íslands
fór þá fram á það við forsvans-
menn Dagsbrúnar, að skiipið
fengi afgreiðslu og eftir sameig-
inilegan fund fulltrúa frá Hlíf og
Dagsbrún var loks samþykkt að
skipa S'kyldi upp vörum til
Straumsvík'ur í Hafnarfirði, en
vörum til annarra viðtakenda í
hvaða höfn sem væri. — Vörur
til hafnarframkvæmdanna í
Straumsvík námu 14 af fanmi
skipsins.
Samningafundur hefur enn
ekki verið boðaður í vinnudeilu
Hlífar og verktaika við hafnar-
gerðina í Straumisvik.
Kviknoði í báti
Akranesi, 26. júlí.
Slökkvilið Akraness var kvatt
út í síðari hluta dagsins í dag.
Var eldur laus í vélbátnum Ver
AK, sem lá við hafnargarðimi.
Eldurinn var nokkuð magnaður í
vélarhúsi og íbúðarklefa og
bramn skilrúmið þar á milli. —
Skemmdir uirðu nokkrar, en ekki
tók langan tímia að ráða niður-
lögum eldsins.