Morgunblaðið - 27.07.1967, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 27.07.1967, Blaðsíða 16
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. JÚLÍ 1967 - ERLENT YFIRLIT Framliald af bls. 15 forsendum fyrir banni því, sem þeir hafa sett við siglingu ís- raelskra skipa um Tiransund og Súezskurð. Hugsanlegt er talið að Egyptar kynnu að fallast á siglingar ísraelskra skipa um Tiransund, en þeim mun reynast mjög erfitt að sætta sig við ís- raelskar skipaferðir um Súez- skurð, sem er umlukinn eg- ypzku landi, nema þá ísraels- menn slaki til á móti, til dæm- is í flóttamannavandamálinu. Egyptar hafa litið mjög alvar legum augum það sem þeir kalla tilraun ísraelsmanna til að gera ísraelskar skipaferðir um Súez- skurðinn að óhagganlegri stað- reynd. f>að hafi þeir reynt að gera með siglingum varðbáta meðfram austurbakkanum áður en samið var um vopnahlé við skuröinn. miiiiiiiiiiiiiin BÍLAR Bíll dagsins: Plymouth, árg. 1964. Verð 195 þús., útb. 50 þús., eft- irstöðvar á tveimur ár- um. American, árg. ’64, ’65, ’66. Classic, árg. ’64, ’65. Buick Super, árg. ’63. Benz 190, árg. ’64. Zephyr, árg. ’62, ‘63, ’66. Consul, árg. ’58. Simca ’63. Peugeot, árg. ’65. Chvrolet, árg. ’58, 59. Volvo Amazon, árg. ’64. Volga, árg. ’58. Taunus 17 M, árg. ’6ð. Opel Capitan, árg. ’59, ’62 Taunus 12 M, árg. ’64. Corvair, árg. ’62. Bronco, árg. ’66. Verð og greiðsluskilmálar við allra hæfi. |f\I| Rambler- llUll UIT|boðið LOFTSSON HF. Hringbraut 121 — 10600 IIIIIIIIIIIIIIIIIII Viljið þér losna við hvera- bragð og lykt heita vatnhins? Viljið þér hlífa uppþvotta- inni við skaðlegum efnum svo sem kís- ilsýru og Total hörku? Viljið þér losna við að fægja silfur, sem hita- veituvatnið svert- ir? Viljið þér fá hreint og heil- brig.t vatn í sumar- bústaðinn? Viljið þér sem búið í dreif- býlinu, losna við óhreinindi úr vatn- inu svo sem leir, ryð, bakteríur o. fl.? Þá erum við tilbúnir að leysa vanda yðar. Við veitum yður upplýsingar í síma eða persónulega á skrif stofu okkar. Gegn seðli þessum sendum við yður upplýsingar að kostnað- arlausu. Gjörið svo vel að senda mér upplýsingar um Heico- vatnssíur. Nafn .................... Heimilsfang SÍA s.f., Lækjargötu 6 b, Rvík. Sími 13305. Hussein kon- ungur valtur í sessi Hussein Jórdaníukonungur verður valtari í sessi með hverj um deginum sem líður, ef hon- um tekst ekki að leysa hin al- varlegu vandamál, sem land hans á við að stríða, eða svo telja stjórnmálafréttaritarar í Amman. Misheppnaðar tilraunir Husseins til að mynda stjórn á breiðum grundvelli síðustu daga geta stofnað konungsættinni, ætt Hasjemíta, í hættu, og jafn- Vel tilvera Jódaníu sem ríkis er í veði. Barátta Husseins fyrir því að varðveita Jórdaníuríki er erfið eftir hin ægilegu áföll, sem land ið varð fyrir, þegar ísraels- menn hertóku vesturbakka Jór dan og hinn gamla hluta Jerú- salems. Aldrei áður hefur mátt eíns litlu muna, að Hussein yrði að hrökklast frá völdum. Stefna hans eða stefnuleysi hef- ur komið af stað mikilli ólgu meðal almennings í landinu. Hussein verður að sýna ein- hvern árangur, ef hann á að haldast við völd. í Jórdaníu sjálfri eru flótta- mennirnir frá Palestínu ef til vill hættulegustu andstöðu- menn konungsins, en þeir hafa sífellt komið af stað óeirðum og valdið Hussein erfiðleikum síð- an Palestinustríðinu lauk. Nú hafa ennþá fleiri flóttamenn bætzt í hópinn og krafa þeirra allra er endurheimt hinna glöt- uðu landsvæða. Hussein þorir ekki einu sinni að hugleiða möguleikana á því að komast að friðsamlegu sam- komulagi við fsraelsmenn. Afi hans, Abdullah konungur, hrökklaðist úr valdastóli vegna vinsamlegrar afstöðu í garð ís- raelsmanna. En finna verður lausn á vanda málunum, og áður en það verð- ur um seinan. Efnahagur lands- ins er á heljarþröminni, þar sem Jórdaniumenn hafa glatað hinum daglegu tekjum sínum í erlendum gjaldeyri. Svæðin vest an Jórdanaárinnar, sem ísraels- menn hertóku, voru beztu land búnaðarhéruð Jórdaníu. Og hinar lífsnauðsynlegustu tekjur af skemmtiferðamönnum, sem heimsóttu hinn gamla hluta Jerú salems, eru einnig horfnar. Þess ar tekjur einar námu rúm- lega 35 milljónum dollara á ári. Hussein getur ef til vill tek- ið þann kostinn að gera sig háð an Rússum. En hann hefur alltaf fylgt Vesturveldunum að málum og gerir það enn, að því er stjórnmálafréttaritarar telja. V-Þjóðverjar og Tékkar ræðast við Vestur-Þjóðverjar halda ó- trauðir áfram tilraunum sínum til að færa sambúðina við komm únistarikin í Austur-Evrópu í eðlilegt horf. Þeir hafa þegar komið á stjórnmálatengslum við Rúmena og eflt samskipti sín við Búlgara og Ungverja. Nú er röðin komin að Tékkum. Hátt- settir embættismenn úx utan- ríkisráðuneytum Tékka og Vest- ur-Þjóðverja hafa ræðzt við í Prag undanfarna daga. Viðræður þessar vekja mikla athygli, ekki sízt vegna þess að Tékkóslóvakía er eitt landanna í „járnþríhymingnum“ svokall- aða ásamt Póllandi og Austur- Þýzkalandi. Þessi lönd fengu þetta heiti í vetur, þegar þau gerðu með sér gagnkvæma vin- áttusamninga, en aðalefni þeirra var, að þau mundu standa ein- huga gegn hugsanlegri árás af hálfu Vestur-Þjóðverja. Samn- ingarnir, sem gerðir voru að undirlagi Rússa, áttu að koma í veg fyrir, að Bonnstjórnin tæki upp stjómmálasamband Konur í orlofi að Laugum. Húsmæður í orlofi KLUKKAN er rúmlega átta að morgni hins 1. júlí sl. Það er ys og þys við Umferðamiðstöðina í höfuðborginni. Stór langferða- bifreið er óðum að fyllast af far þegum. Eiginmenn koma með konur sinar í einkabifreiðum, og synir með mæður. Aðrar koma í leigubifreiðum, en allar stefna þær í áttina að stóru bifreið- inni. Hvað eru þær að fara allar þessar konur svona snemma dags? Líklega er þetta eitthvert kvenfélagið að fara í skemmti- ferð. Farangur er settur í lest„ heil ósköp af töskum og rúm- fatapokum og konurnar raða sér í sætin, eftir að hafa.^vatt „kóng og prest“. í sumum andlituhum má sjá áhyggjudrætti, sem gefa til kynna að hún hugsi að ef til ----------------------------„ við fleiri Austur-Evrópuríki en Rúmeníu. Atburðix þeir, sem leiddu til þess, að „járnþrihyrningnum“ var komið á' fót, hófust, þegar Rúmenar fél'lúst á tilboð Vest- ur-Þjóðverja um stjórnmála- tengsli, án þess að krefjast þess að Bonnstjórnin hætti að kalla sig eina lögmæta fulltrúa þýzku þjóðarinnar allrar án þess að krefjast þess að hún viður- kenndi Austur-Þýzkaland sem riki og án þess að krefjast þess að hún viðurkenndi landamæri þau sem ákveðin voru á Pots- damráðstefnunni 1945 eða með öðrum orðum Oder-Neisse-lín- una (vesturlandamæri Pól lands). Diplómatar í Austur-Evrópu eru í engum vafa um, að Tékk- ar voru neyddir til að gerast aðilar að „járnþrihyrningnum“ og gera vináttusamning við austur-þýzku stjórnina. Skömmu eftir að tilkynnt var, að stjórn- irnar í Bonn og Búkarest mundu taka upp stjórnmálasamband, var viðræðum stjómanna í Prag, Búdapest, Sofia og Bonn um bætta sambúð hætt. Opinber lega er sagt, að viðræður vest- ur-þýzku embættismannanna dr. Kastels, yfirmanns Austur- Evrópudeildar vestur-þýzka ut- anríkisráðuneytisins, og Egon Bahrs, eins nánasta samstarfs- manns Willy Brandts utanrikis- ráðherra. við tékkneska embætt ismenn í Prag séu framhald á þessum viðræðum. Komið hefur á óvart, að Vest- ur-Þjóðverjum hefur tekizt að koma af stað viðræðum við Tékka eins og nú er ástatt í heiminum. Sennilega fjalla við- ræðurnar einkum um Múnchen- samninginn frá 1938 um afsal Súdetahéraðanna, en þar er enn mikið af Þjóðverjum. Tékkar krefjast þess, að samningurinn verði lýstur dauður og ómerk- ur og þeir neita því að samn- inguxinn hafi nokkurn tímann verið til. Þjóðverjar halda því aftur á móti fram, að samning- urinn sé staðreynd, enda skiptir þetta máli, þótt smávægilegt virðist, ef samið verður um skaðabótagreiðslur. vill sé það ekki áhættulaust fyr- ir heimilið að hún, húsmóðirin, sé að fara í nokkra daga hvíld, jafnvel þótt öllu hafi verið ráð stafað með hyggindum og saman lögðum ráðum fjölskyldunnar. — Það er stundum erfitt að losna við þá tilfinningu að maður sé ómissandi þar sem skyldan hef- ir sett mann, en nú var ekkert undanfæri. Þessi bjarti júlí- morgun feykti öllum áhyggjum út í ómælisdjúp tilverunnar og bros tók að leika um brá og vör. Einhver víkur sér að mér og spyr: „Hváð eru allar þessar kon ur að fara svona snemma dags?“ „Þetta eru húsmæður að fara í or.lof“, segi ég. „Hvernig geta konur sem þurfa að sjá um bú og börn tekið sér frí?“ „Það eru alltaf einhverjir til þess að hjálpa", segir ég. Allir þurfa einhvern tíma að taka sér hvíld- arstundir, konur jafnt og karlar, einnig þær konur sem engin börnin eiga, eða eru búnar að koma þeim upp. Orlof húsmæðra er eitt að þýðingarmestu mál- efhum þjóðarheimilisins. Og heill sé þeim, sem hafa unnið að því máli að konur eigi þess kost að fara að heiman í nokkra daga að sumrinu og njóta hvíld- arinnar í nýju umhverfi. Það vill stundum verða lítið um hvíldarstundir á heimilunum. Það borgar sig fyrir allt heim- ílisfólk að endurheimta húsmóð- urina með tvöfalda orku líkama og sálar. Þreytumerkin hverfa, og daglega lífið verður tilbreyt- ingarikara. I orlofinu gefst lika mörgum konum tækifæri til þess að vekja upp dottandi hæfileika sem hafa ef til vill ekki séð hana í friði í annríki og um- svifum heimilisins, en hún hefir orðið að leggja undir lás og slá af því að þeir hafa ekki sam- rýmst heimilisstörfunum, þau hafa tekið alla hennar orku og tíma, en úti á landsbyggðinni í faðmi fjallanna fá hinir duldu hæfileikar útrás. í orlofinu gefst þeim tækifæri til þess að leggja af mörkum efni í kvöldvökur. Það verður ekki aöeins líkam- inn sem hvílist, sálin endurnær- ist og vonir fá vængi. Þær sem eru komnar á efri ár, verða ung- ar í annað sinn. Stór systrahóp- ur, umvafinn kærleika og um- hyggju forstöðukvenna. Öryggi og trúartraust sameinast í heild- arsvip dagana. Þeir líða eins og draumur. Engri konunni leyfist að burðast með áhyggjur. Hver dagur endar með þakklæti og bæn til Guðs, gjafarans allra gæða. Orlofsnefndin samanstendur af nokkrum framtakssömum og kærleiksríkum konum. Þær vinna ekki fyrir fjármunum, sem mölux og ryð fær grandað. Allt er þetta sjálfboðavinna. Að laun um hljóta þær virðingu og að- dáun orlofsþega. Allt framlag þeirra hlýtur að verða mikils metið þar sem réttlæti býr. Frú Herdís Ásgeirsdóttir hafði lengi barizt fyrir því að þetta nauðsynjamál næði fram að ganga, og „Þolinmæðin þrautir vinnur allar“. Nú getur hún sem formaður nefndarinnar, gJaðst yfir _ fengnum sigri undanfarin ár. f tíu sumur hefir hún líka farið m.eð einn eða fleiri hópa, til þess staðax er tekinn hefir ver ið á leigu fyrir starfið, en nú í sumar er það Laugaskóli í Sæl- ingsdal. Eins og kunnugt er eru Laugay æskuheimili Guðrúnar ósvífursdóttur. Þar svífur andi fortíðarinnar yfir ásum og döl- um,laug og lindum, klettum og hvömmum. Þar er gott að hvíl- ast. Það fundu þær nær fimmtíu konur, sem dvöldu þar fyrstu tíu dagana af júlí. Þar var sann- kallað skjól í orðsins fyllstu merkingu. Til aðstoðar frú Her- dísi, var ein af hinum ágætu nefndarkonum, frú Anna Sigurð ardóttir, Hóparnir koma og fara, ein tekur við af öðrum frá ýmsum stöðum af suð-vestur landi. Norðlenzkar, auistfirzkar og vestfirzkar húsmæður i bæj- um og sveitum, fá ernnig sitt or- lof við svipaðar aðstæður í sín- um héruðum, og býst ég við að færri komist að en vilja, en von- andi verður svo vel búið að þess um málum ex fram líða stundir, að hóparnir geti orðið stærri og fleiri. Ég hefi staðið á sjónar- hól og skyggnst um. Ég lít nokkra áratugi aftur í tímann. Þá var ekki að tala um hvíld hjá fyrirvinnu heimilanna, nema þá ef til vill hjá þeim efnaðri, sem gátu veitt sér næga heimilis hjálp. Þá urðu allir, sem vettl- ingi gátu valdið, að vinna allar stundir, og ekki um neitt orlof að ræða. Þá voru ekki vélar til þess að létta undir og flýta fyrir störfunum. Herdís Ásgeirsdóttir, formaður orlofsnefndar. Það var ánægjulegt að dvelja með konunum að Laugum. Að baða sig í sól og busla í heitri laug er sannarlega heilsubæt- andi. Þá má ekki gleyma bless- aðri ráðskonunni og staxfsliði hennar sem gæddu okkur á kjarngóðum og heilnæmum mat, og komu fram við okkux eins og beztu dætur og systur. Þökk sé öllu starfsfólkinu, skólastjóra- hjónunum og kennurum fyrir ágæta samveru. Þegar líða tók að kvöldi söfnuðust konuxnar saman í hinum vistlegu sölum skólans og skemmtu sér konung- lega. Það var ungið og lesið, leik ið og hlegið, og svo segja sumir að konur geti ekki skemmt sér saman. Fuglalífið í Sælingsdal er mjög fjölskrúðugt. Ég hefi óvíða þar sem ég hefi dvalið heyrt jafn margradda söngvaklið. Sér staklega verða mér minnisstæð kvöldin, er ég var komin í hvílu mína, og hljótt var orðið innan húss, hve sinfónía sumarsins vax hrífandi. Það var eins og loftið fylltist af fuglasöng og áin, sem liðaðist silfurtær niðri á eyrun- um niðaði og niðaði, eins og hún væri að leika undir á hörpu sína. Þá gat ég líka greiint trumbuslátt fossins í gljúfrinu uppi í brekkunni fyrir ofan. Það var eins og hann væri feiminn á daginn, af því hann var svo lítill. Og úrið taldi mínúturnar — þær urðu að klukkutímum — Tíu dagar í jarðneskri paradís inn milli fjallanna voru liðnir fyrr en varði og við vorum a£t- ur heima. F. KrLstjánsdóttir.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.