Morgunblaðið - 27.07.1967, Page 24

Morgunblaðið - 27.07.1967, Page 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 27. JÚLl 1967 Alan Williams: PLATSKEGGUR samlegir Leynihernum, og það voru einmitt þeir, sem höfðu sýnt mestan árangur í viðureign inni við Platskeggina. — Ég hefði nú viljað kalla á ykkur á einhverjum kristilegri tíma dags, hélt hann áfram, ró- lega, — en því miður er allur dagurinn skipulagður hjá mér. Hann sneri sér að Júðastúlkunni í pardusskinnsbuunum. — Búðu okkur til kaffi, Nadia! Stúlkan rétti úr ganglimunum, ólundarleg í svip og silaðist út úr herberginu. Le Hir sagði við Neil: — Við reynum að vera eins liðlegir og við getum við þessa útlendu fréttamenn á þess um erfiðu tímum. Ef út í það er farið, þá er það ykkur að þakka, að allur heimurinn trúir ekki áróðursvélinni í París. Hann þagnaði. Anne-Marie hreyfði sig eitthvað í stólnum, svo að í hon um brakaði, og sýndi ofurlítið upp eftir lærinu á sér. Le Hir tók að berja keyrinu á öklann á sér. En samt sem áður, hr. Ingle- by — og nú varð röddin hvöss eins og rakhnífur — hvað yður snertir, er bara eitt atriði, sem gerir mig órólegan. Það er við- víkjandi manninum, sem þér komuð með hingað í gær frá Grikklandi — manni að nafni Pol. Nú heyrðist ekkert hljóð nema smellirnir í keyrinu. Augun í Le Hir, sem voru ijósbrún með gulum glampa í, horfðu á Neil, án þess að depla. — Þekkið þér þennan mann vel, hr. Ingleby? Neil fann, að slagæðin í hon- um tók að hamast og í þessari þögn fékk hann suðu fyrir eyr- un. Hann vissi, að ef Le Hir væri kunnugt um örlög Jadots, mundi hvorki hann sjálfur né van Loon faya héðan út lifandi. Hann sagði því við Le Hir: — Ég þekki hann varla neitt. Við hittumst í hóteli í Aþénu og hann bauð mér far hingað í bátn um sínum. Hann sneri sér að van Loon, sem var önnum kafinn að kveikja í pípunni sinni, rétt eins og hún væri einhver flókin vé'. — Hann vildi fá hann hr. von Loon til þess að stjórna bátnum. Af þeirri ástæðu einni kynm- umst við honum. Anne-Marie sat með vandlega krosslagða fætur og sta-rði á ein- hvern punkt, rétt uppi yfir höfð inu á Neil. Le Hir hafði ekki aug un af andlitinu á Neil. En þá kom Nadia inn með kaffibollana. Enginn sagði neitt meðan verið var að útdeila bollunum. Le Hir tók kaffisíuna, setti hana í málm grind við hlið sér, fékk sér tvær skeiðar af sykri og hrærði svo hægt í bollanum, og enn hafði hann ekki augun af Neil. Svo þegar hann rauf þögnina, talaði hann mjög iágt: — Vi-tið þér, hver þessi mað- ! ur er? Neil yppti öxlum. — Hann sagðist vera kaupmaður frá París. Le Hir hristi höfuðið. — Nei. hr. Ingleby. Hann er það sem við köllum hér, Platskeggur. Vit - ið þér, hvað platskeggur er? Neil kinkaði kolli. Le Hir lamdi keyrinu á fót- inn á sér og reis upp og hallaði : sér nú yfir Neil með útglennía fætur, og tennurnar komu fram ! í óhugnanlegu glotti. — Hlustið þér nú vandlega á mig, hr. Ingle j by. Ég er sanngjarn maður. Ég legg það ekki í vana minn að grípa fram fyrir hendurnar á blaðamönnum, sem eru að j stunda sitt starf. En þegar þér ! og þessi hollenzki vinur yðar ! komið hingað með háttsettum ; frönskum njósnara, hættir mér að standa á sama. Þá fer ég að ; velta því fyrir m-ér, hvort þé: j séuð hér sem blaðamaður, eða í einhverjum öðrum erindum. Þér ættuð að gera grein fyrir því. Eins og ég sagði, er dagur inn allur skipulagð-ur hjá mér. Hann leit á úrið sit-t. 23 — Ég get fullvissað yður, sagði Neil og röddin var bæði veik og hás, — að mót okkar hr. Pol varð fyrir hreina tilviljun. Ég hafði enga minnstu hugmynd um, hvaða störfum hann gegndi eða hvaða erindi hann átti hing- að. Það mál var alls ekki rætt okkar í milli. — En hann fór nú samt með yður til gistihússins yðar í gær- kvöldi? Og til hvers? — Hann kom bara til þess að fá sér bað. Hann svi-tnar mikið. AnneMarie brosti. Le Hir stóð enn yfir Neil og dreypti á kaffinu sínu. — Hr. Ingleby, und ir venjulegum kringumstæðum mundi ég reka yður úr landinu, innan tólf klukkustunda, að við lögðu lífláti ef þér yrðuð kyrr. En ég trúi því aðeins, að skýr- ing yðar sé sannleikanum sam- kvæm. Og ég er til í að lofa yð- ur að vera kyrrum — en m-eð einu skilyrði: Ég vil fá að vita, hvort hr. Pol hefur ráðgert að hitta yður aft-ur meðan þér eruð hérna. Nú varð Neil ofsahræddur. Hann vissi enn ekki, hversu mik ið Le Hir vissi, hvort fréttin um dauða Jadots hefði enn borizt Leynihernum. Kannski var þetta gildra til þess að prófa sannleiks gildi sögu hans. Hann var svo óforsjáll að segja Le Hir um þessa símahringingu sem Poi hafði talað um, klukkan -tvö um daginn. En m-eðan hann var að segja þetta, þóttist hann þess fullviss, að Le Hir vissi enn ekk- ert um örlög Jadots. En skaðinn var skeður. — Til hvers vill hann láía yð- ur hringja til sín? — Hann sagðist kannski mundu geia sagt mér mikiivæga -'- étt hanöa blaðinu mín-u. — Hvaða númer sagði hann yður að hringja í? Neil sýndi honum númerið, sem Pol hafði gefið honum. Le Hir kinkaði kolli. — Þetta er eitt af leyninúmerum Aðalstöð anna, sagði hann og rétti Nei! vasabókina aftur. — Allt í lagi. Nú skuluð þér fara að sem her segir: Þér hringið í þennan mann, hann Pol, klukkan tvö. Og ég vil fá að vita nákvæm- lega, hvað hann segir yður. Anne-Marie kemur í gistihúsið yðar, og hverjar upplýsingar, sem þér fáið, segið þér henni. Hann '.auk úr bollan-um og rétti hann til Nadiu. — Herrar mínir, sagði hann, — mér hefur verið ánægja að hitta ykkur. Neil og van Loon stóðu upp. Útvarpið vældi úr sér rödd Johnny Mathis. Le Hir tók í höndina á þeirn og það var eins og járntöng. — Munið, sagð. hann og brosti með öllum tönn- unum, — að þegar þið hittið Pol, þá nefnið ekki á nafn, að þið hafið komið hingað. Þið haf- ið aldrei hitt mig — og aldrei Anne-Marie. Hann brosti og ill- kvittnislegur glampi skein út úr augunum. — En ef þið segið eitt hvað, eða ef þið reynið að leyna mig einhverju, sem Pol segir við ykkur, þá fæ ég að vita það. Því lofa ég ykkur. Neil fannst hann tala með til- burðu-m þess manns, sem hefur séð of margar lélegar bíómyndir. Neil var snögglega minnt-ur á leikfimikennara, s-em hann hafði haft í gagnfræðaskólanum: stór- an, hraustlegan mann, sem var allur brosandi og elskulegur við foreldrana, en var vanur að berja strákana með knattborðspriki ef þeir náðu ekki vissu marki í fimleikunum. Það var ei-tthvað einkennilegt við þennan mann sem hefði át-t að geta verið skemmtilegt, en var það bara ekki. Og þegar Anne-Marie fylgdi þeirn niður allar tíu hæð- irnar út á götuna, langaði Neil mest til að taka til fótanna, og sleppa úr þessari hvítu borg, þar sem Pol annars vegar og þessi appelínurauðhærði ofursti hins- vegar, voru að berjast í þessari lokasennu franska nýlenduveld- is, en Ingleby einhvers staðar mitt á miilli þeirra. 4. kafli. Þetta ætlaði að verða heitur dagur. S'trætim voru þegar hvít- glitrandi, og sólin brenndi fló- ann, svo að hann glitraði ei-ns og demantur. Úti fyrir götuvirkj unum breiddisit einhver óróleg- u-r blær yfir alla borgina. Torg- in o-g breiðgö-turnar voru að fyll ast af manngrúa. GangS’tét-ta- krárnar fylltust af brúneygum stúlkum, ungum mönnu-m með sólhatta og sólgleraugu, sem voru að borða morgunverð og horfa á farandverðina, sem stóðu við dyrnar á (hverri 'búð og banka og drykkjukrá, með stiein dauð augu og með byssurnar reiðubúnar. Og fram með sjávar götunni voru bílar, sem ljóm- uðu -af mislit-um klútum og sól- brenndum örmum, milli jeppa og pallbíla. Peugeot-bíllinn sneri að Hotel de Miramar. Anna-Marie brosti íil Neils. — Nú er gott að fara í sjó! — Já, og -fi.sk-a, sagði ekillinn ólundarlega, og borfði á hjálm- búna hermennina. Hann heml- aði snögglega. Bein-t fram undarn þeim hafði stór hópur fólks safn azt saman, rétt við hornið. Bíl- ar stóðu þar, þétt sama-n og flau-t uðu í kór, reiðilega. Hópur af 'ö-ralegum, evrópskum börnum kom hlaupandi eiftir gangstétt- inni, hlæjandi og veifandi hönd- um. Neil glápti á Anne-Marie: — Hvað er um að vera? Hiún yppti öxlum og leit út urn gluggann. — Það er víst ver ið að berja einh-vern Araiba. Eða þá ainhvern pla-tskegg. Ein-n farandvarðmaður kom efiir götunni, blés í flautu og benti bílunum að halda áfram. Hann komst að Peugeoit-bílnum og ekillinn h-allaði sér út og spurði: — Hvað gengur á? — Árás! sagði maðurinn, — v-erið þið ekki að bíða hér og glápa. Hann var með geysis-tórt andlit, málmgrátt ems og hjálm urinn hans var. Bíllkm hélt áfram, að horninu, þa-r sem varð hringur af CRS mönnum haifði krækt saman örmum og voru að reyna að ýta mannfjöldanum upp að kaffihúsinu. Fyrsti Arabainn lá á miðri göt unni á grúfu. Hann var í ræfils- legum skóm og upplituðum bux- um. Blóðið ramn úr höfðinu á honum og kvislaðist í tvær dökk ar randir, sem teygðu sig að ræs inu og tóku með sér göturykið. Nieil minntist þess seinna, að hann hefði furðað sig á þ-ví, að svona mikið blóð skyldi geta komið úr einu mannshöfði. Hinn maðurinn sat á gangstétt inni, en reiðhj-ó.1 lá á hliðinni hjá honum, og framhjólið snerist enn. Fata hafði oltið niður í ræs- ið. Blóð rann úr buxnaskálm- inni á honum og í áttina að kaffi hússborðunum. Neil sá, að hóp- ur sólbrenmdra manna ásarnt n-okkrum fallegum stúlkum, færði til stólana sína, -til þess að ata ekki skóna sína út. Ein stúlk an horifði - á særða manninn og hló. Hann var að reyna að standa upp. Hann hélt enn u-m höfuðið, hann hreyfði fæturna með mik- illi áreynslu og reikaði áfram, þangað -til hann kollsteyptist í ræsið og lá á grúfu. Peugeot- bíllinn stanzaði því að en-n hafði hann lent í umferðanhnút. Mað- urinn var nú ibeint móts við gluggann. Þa-u sátu og horifðu á hanrn reyna að reisa sig, hægt og mæðulega, með kúlu í hálsinum. Neil æpti á ensku: — Guð m-inn góður, við verðum eitthvað að gera! — Ef þú gerir eitthvað, verð- urðu bara skotinn, sagði van Loon. -Neil sneri sér að Anne-Marie, sem lét höfuðið hvíla á sætis- bakinu. Hún lei-t alls ekki á Ar- abann. — Við verðum eitthvað að gera, sagði han.n á frönsku, — maðurinn er að deyja. — tHaltu þér saman! sagði hún snöggt, án þess að ihreyfa sig. Hann tók eftir þvi, að augna lokin á henni voru ofurlítið freknótt, líkast eggjasku-rn.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.