Morgunblaðið - 29.07.1967, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 29.07.1967, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 29. JTTLf 1997 tJitgefandi: Hf. Árvakur, Reykjavík. ) Framkvæmdastjóri: Sigfús Jónsson. iRitstjómr: Sigurður Bjarnason frá. Vigur. ; Matthías Johannessen. \ Eyjólfur Konráð Jónsson. | Ritstjórnarfulltrúi: Þorbjörn Guðmundsson. $ Auglýsingar: Árni Garðar Kristinsson. s (Ritstjórn og afgreíðsla: Aðalstræti 6. Sími IO-iIOO. Auglýsingar: Aðalstræti 6. Sími 02-4-80. | í lausasölu: 7.00 eintakið. s Áskriftargjald kr. 105.00 á mánuði innanlands. j ERFITT ÁRFERÐI k rferði er nú hér á landi með erfiðasta móti. Slæm ur vetur og kalt vor sköpuðu landbúnaðinum erfiðleika, en menn vonuðu að úr mundi rætast. En því. miður hefur tíðarfarið í heilum landshlut- um orðið þannig, að sýnt er, að heyfengur verður með allra minnsta móti og valda þar einnig um verulegar kal- skemmdir. Má því segja, að fyrir ís- lenzkan landbúnað ári nú mjög illa og hefði nálgazt hallærisástand áður fyrr, þegar menn ekki bjuggu yfir þeirri þekkingu, sem við höf- um tileinkað okkur og ekki höfðu þann góða kost tækja, sem auðvelda störfin. Því miður er heldur ekki nein gleðitíðindi að segja af sjávarútvegi okkar þetta ár- ið. Vetrarvertíðin skilaði okkur 500 milljónum kr. minna verðmæti en áður, og síldveiðarnar hafa gengið, sérlega illa það sem af er, enda hefur sú síld, sem veiðst hefur verið sótt lengst norð- austur í haf við hinar erfið- ustu aðstæður. Ef við nú ekki ættum hinn glæsilega nýja skipaflota, mundi ekkert hafa veiðst þetta árið, svo að segja má að einnig á sviði sjávarútvegsins hafi hin nýja tækni bjargað því sem bjarg- að varð. Enn er þó ótalið það, sem mestum erfiðleikum veldur, það er að segja mikið verð- fall á útflutningsafurðum okkar, sem virðist ætla að vara lengur en gert var ráð fyrir. Allir eru þessir erfið- leikar þess eðlis, að það er mikið öfugmæli þegar sagt er, að góðæri sé nú á íslandi. Hitt er annað mál, að lífs- kjör hér á landi eru góð og enn er ekki ástæða til að ætla annað en að við getum við- baldið hinum góðu lífskjör- um þrátt fyrir þá erfiðleika, sem nú er við að etja, ef við sjáum fótum okkar forráð og stillum í hóf kröfugerð. Hinar geysimiklu framfarir hér á landi síðustu árin hafa einkum miðað að því að treysta atvinnulífið, enda hefur verðmætisaukning í at- yinnutækjum numið yfir 50% á síðastliðnum 7 árum. Þessi auðlegð gerir það að verkum, að við erum vel und- ir það búnir, íslendingar, að taka á móti nokkrum áföll- um. Þar að auki höfum við safn að verulegum gjaldeyrisvara- sjóðum, sem standa sem trygging fyrir því, að ekki þurfi að skerða innflutning eða taka upp haftakerfið, þótt verðmæti útflutningsins lækki nokkuð um skeið. Það er þess vegna engin ástæða til að örvænta um hag íslenzks þjóðarbús, en samt er nauðsynlegt og sjálf- sagt að gera sér rétta grein fyrir aðstöðunni, og þegar menn skoða hana fer ekki á milli mála, að nú er ár erfið- leika, sem vissulega hefði reynzt okkur þungt í skauti, ef ekki væri jafnvel búið í haginn og raun ber vitni. ÚTSENDINGA- DAGAR SJÖNVARPS Það er allra manna mál, að upphaf sjónvarps á íslandi hafi tekizt mjög vel, og eru allir sammála um, að starfs- menn sjónvarpsins hafi unn- ið þrekvirki við erfiðar að- stæður. Nú er þess krafizt, að stráx í haust verði sjónvarpsdögum fjölgað upp í 6 í viku, og virðist sem ráðamenn sjón- varpsins ætli að láta undan þessari 'kröfu, sem þó er meira en háepin. Morgun- blaðinu er kunnugt um það, að ýmsum þeim, sem mesta reynslu hafa fengið af rekstri sjónvarpsins, finnst fráleitt að hefja sjónvarpssendingar 6 daga í viku, þeir vilja miklu fremur vanda sjónvarpsefnið þá daga, sem sjónvarpað er og bíða síðari tíma með fjölg- un útsendinga. Þess er og að gæta að ís- lendingar virðast enn sem komið er fylgjast svo vel með dagskrá sjónvarps, að erfitt er um fundahöld, leiksýning- ar og aðrar samkomur á sjón- varpskvöldum. Væri það eitt nægileg ástæða til þess að geyma fjölgun útsendinga- daga, þar til nýjabrumið er farið af, svo að hægt væri að nota sjónvarpslausa daga til samkomuhalds. Og raunar er það síður en svo, að ástæða sé til sjónvarpssendinga á hverjum degi í náinni fram- tíð, og mætti vel hugsa sér að á því yrði nokkur bið, að sjónvarpið yrði oftar en 4 daga í viku. Miklu meiri ástæða er til að hraða dreif- ingu sjónvarpsins um landið í samræmi við þá stefnu, sem þing og stjórn markaði á síð- asta Alþingi. En óðagot þeirra, sem hæst hafa um nauðsyn þess að sjónvarpað verði 6 daga í viku, er rökstutt með því að þá loki Keflavíkursjónvarp- ið. Sannleikurinn er auðvit- að sá, að litlu sem engu máli Þjóðvarnarliðsmenn í Maryland fara fyrir slökkvibifreið inn á óeirðasvæðið í Cambridge. Brunarústir liðinnar nætur blasa við. Kynþáttaóeirðirnar í „stúdentasamtaka gegn of- beldi“, sagði við fréttamenn eftir að hann var handtek- inn af lögreglunni, sakaður ÍFTIR CHRISTOPHER MINICLIE — AP HVÍTIR og blakkir Banda- ríkjamenn fylgjast nú skelf- ingu lostnir með útbreiðslu kynþáttaóeirðanna í landinu og vaxandi áhyggjum um eigin velferð og eignir. Skoð anir þeirra á orsökum óeirð anna og ráðum til að stöðva þær eru mjög mismunandi. Undanfarinn hálfan mánuð 7 hafa 14 borgir, stórar og i smáar orðið að þola reiðar- slag óeirða, sem höfðu í för með sér morð, íkveikju, mis- þyrmingar og þjófnaði. Þetta eru versta sumar í sögu Bandaríkjanna hvað kynþátta óeirðir snertir og þó er þaff aðeins hálfnað. Yfir 70 manns hafa látið lífið, þús- undir særzt og enn affrar þús undir verið handteknar. Þús- undir hafa einnig misst heim ili sín og eigur, sumir stanða uppi með tvær hendur tómar, Þaff voru óeirðirnar í New- ark í New Jersey, sem kveiktu í tundrinu og það sem af er hafa óeirðirnar ein göngu átt sér stað í norður- hluta Banðaríkjanna. Um 40 manns hafa látið lífið í Detroit og er það mesta mannfall í einni borg. Eigna tjónið er gífurlegt, ekki und ir einum milljarð dollara að því er talið er. Hvítir menn hafa ekki tekið þátt í grip- deildum blökkumanna fyrr en nú í Detroit. Lagasmiðir, leiðtogar mannréttindahreyf- inga og almennir borgarar kanna leiðir til lausnar vanda málunum. Robert Byrd, öld- ungadeildarþignmaður segir að óeirðir eigi að bæla nið- ur með hörku og valdi og að skjóta eigi fullorðna, sem staðn:r séu að ránum, á staön um. I.eiðtogar Repúblíkana í báðum deildum Bandaríkja- þings hafa lagt fram tillögu um að skipuð verði sameig- imeg þingnefnd til þess að fjrlla um leiðir og aðferðir til að ráðá bót á því ástandi er rekur blökkumennina í blökkumanna hverfunum til að grípa til slíkra örþrifa- ráða til að reka eftir og leggja áherzlu á kröfur sín- ar um aukin réttindi í banda ríska þjóðfélaginu. Aðrir þingmenn hafa hvatt til auk- innar fjárveitingar stjó nar- innar til útrýmingar fátækra hverfa. Styrjöldin í Vietnam hefur höggvið stórt skarð í ríkissjóðinn. Fyrir ári nam fjárlagafrumvarpið fjórum milljörðum dollara, í ár er það aðeins 2 milljarðar og þar af á einn milljarður að fara til borga, ef þingið sam þykkir það. Whitney Young jr„ framkvæmdastjóri borga sambandsins segir að harkan af hálfu þingsins hafi átt sinn þátt í að koma óeirðunum af stað. Young sagði: „Laga- smiðirnir felldu mannéttinda löggjöf sl. ár lögðust á móti frumvarpi um rottueyðingu í sl. viku og hlógu. að. Slík hegðun kemur ekki í veg fyr ir óeirðir. Prestur nokkur sagði að það væri furðulegt hve auðveldlega stjórninni tækist að finna leiðir til að afla -fjár til styrjaldarrekst- urs í Vietnam, á sama og ekki væri hægt að veita fé til þegna þjóðfélagsins og upuppbyggingar þess. Slík af- staða hlyti að skapa óánægju. H. Rap Brown, leiðtogi um að hafa hvatt til óeirða: „Við munum brenna landið til grunna, hvítu mennina og allt annað“. Demókratar og Repúblikanar hafa rætt þessi vandamál undanfarna daga, en ekki komizt að sameigin- legri niðurstöðu um orsakir þeirra. Repúblikanarnir segja að Joimson forseti, hafi tap- að tíma við að senda hermenn til aðstoðar. Demókratarnir segja hinsvegar að Repúblik- anarnir hafi lagt meiri áherzlu á að skera niður fjár lagafrumvörp, en að leysa 1 vandamál borganna. Johnson Bandaríkjaforseti, var hræddur við að senda hermenn til aðstoðar þjóð- varnarliðinu í Detroit. Óttað ist hann að með því yrði sett fordæmi, sem ekki yrði snúið frá aftur. Skv. bandarískum lögum er það á ábyrgð ein- stakra staða og fylkja að sjá um að friður sé haldinn, en ekki stjórnarinnar. Þá koma stjórnmál einnig inn í þetta mál, því að Romney ríkis- stjóri í Michigan-fylki, sem bað um hermennina, er tal- inn líklegur andstæðingur Johnsons í forsetakosningun- um á næsta ári. Johnson sagði í sjónvarpsræðu er hann til- kynnti liðsflutningana, að þeir hefðu því aðeins verið samþykktir að Romney sann- aði svo ekki yrði um villzt að hann gæti ekki komið á friði í Miehigan án aðstoðar stjórnarhermanna. Þetta end urtók Johnson þriisvar í ræðu sinni, svo að það færi ekki fram hjá nokkrum manni. Ronald Reagan, ríkisstjóri Kaliforníu, sagði, að ræða Johnsons hefði verið líkust inngangsræðu fyrir kosninga baráttuna 1968. skiptir hvort íslenzka sjón- varpið er rekið 4 daga í viku eða 6. Keflavíkursjónvarpið getur nákvæmlega jafnt lok- að, þótt ekki sé íslenzkt sjón- varp hvert einasta kvöld. Það geta engir verið svo sólgnir í sjónvarpsútsendingar, að þeim líði ekki jafnvel, þótt þeir hefðu 2—3 kvöld vik- unnar frí frá sjónvarpi til að sinna öðru.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.