Morgunblaðið - 01.09.1967, Page 1
32 síður
54. árg. — 195. tbl. FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1967 Prentsmiðja Morgunblaðsins
A
í GÆRKVÖLDI rann upp
sú stund, sem Ólafsfirðingar
höfðu lengi beðið eftir, heim
koma skipbrotsmanna af
Stíganda. Bæjarbúar, ætt-
ingjar og vinir, byrjuðu að
safnast saman niðri við ha-fn
arbryggjuna hálftíma áður
en von var á skipinu. And-
rúmsloftið var þrungið þögl-
um fögnuði, og menn ræddu
aðeins sín á milli í hálfum
hljóðum. Astvinir skipbrots-
manna stóðu í hóp, þar sem
Guðbjörg, skipið sem flutti
þá heim, átti að leggjast að,
og horfðu eftirvæntingaraug
um í hafnarmynnið.
Klukkan 21.20 skreið svo
skipið inn á spegilslétta höfn-
ina og ekkert heyrðist nema
hægur dynur vélarinnar.
Það ríkti nær grafarþögn, er
festar voru bundnar, en svo
hófst almennur söngur á
bryggjunni, og var sungið
„Táp og fjör og frískir
menn.“
Á þeirri stundu glitruðu víða
tár í augum. Ingþór Indriðason,
sóknarprestur í Ólafsfirði sté
síðan fram á bryggjubrúnina, og
mælti m.a.: „Þetta er í senn gleði
og alvörustund — gleðin yfir því
að þið skulið heimtir úr helju
hlýtur að vera alvöruþrungin.
Skuggaský dró yfir bæinn sl.
mánudag, er sú fregn barst, að
Stíganda væri saknað. Menn
urðu annars hugar við störf sín
og ræddu saman í hálfum hljóð-
um milli vonar og ótta. Þáð er
erfitt að túlka gleði okkar, þeg-
ar fréttist, að ykkur hefði öllum
verið bjargað. Guði sé lof, sögðu
menn á götum. Ég talaði 5 dag
við bislcupinn yfir íslandi í síma,
og hann bað mig að skila inni-
legum samfagnaðarkveðjum. Ver
ið velkomnir heim.“
Þessu næst tók til máls Sig-
valdi Þorleifsson, bæjarfulltrúi,
og bauð skipsmenn velkomna, en
Karl Sigurbergsson, skipstjóri,
þakkaði hlýjar og gó’ðar móttök-
ur. Að því búnu var sungið
„Hvað er svo glatt“. Voru skip-
brotsmönnum öllum færðir blóm
vendir. Þegar þessari stuttu en
hátíðlegu athöfn var lokið stóðu
sjómennimir þöglir og eins og
hálfvandræðalegir um stund,
enda ekki vanir slíku. En svo
var sem tilfinningamar leystust
úr læðingi, sjómennirnir vógu
sig upp á bryggjuna og féllust
í faðma við ástvini sína. Mið-
aldra móðir gekk burt með syni
sínum til konu hans og barna,
þar sem varð fagnaðarfundur.
Vfð gerðumst svo djarfir að
rjúfa þessa gleðistund fólksins til
að fá stutt samtöl, fullir sam-
vizkubits. Við létum samt vera
að ónáða Karl skipstjóra þar sem
hann var í ástvinahópi, enda
hafði blaðið áður haft tal af
honum. En við sneram okkur að
Guðjóni Jónssyni háseta á Stíg-
anda, og tók hann vel í bón okk-
ar. Guðjón er 26 ára gamall,
kvæntur Jóhönnu Svavarsdóttur
og eiga þau þrjú börn, sem vildu
eðlilega hvergi vera nema í fang-
inu á pabba.
— Hvernig er ykkur innan-
brjósts á þessari stundu?
— Því er erfitt að lýsa, það
er ósköp iítið að segja svona
Framtti. á bls. 3
A alvörustund var skipbrotsmönnum af Stíganda
fagnað með MHvað er svo glatt“ heima í Ólafsfirði
Blaðamenn og Ijósmyndari Mbl. flugu austur að Langanesi í gær með Elíaseri Jónssyni á tveggja hreyfla flug-
vél Flugstöðvarinnar, til þess að fylgjast með því er skipbrotsmenn af Stíganda fóru um borð í Guðbjörgu ÓF
úr Snæfugli SU og hófu síðasta áfanga heimferðarinnar. Sjómennirnir höfðu snör handtök við að flytja gúm-
bátana og þilfarsbátinn um borð í Guðbjörgu, og 6 mínútum eftir að skipin hittust setti Guðbjörg á fulla ferð
heim, og þá tók Ól. K. M. þessa mynd og veifa skipsmenn glaðir í bragði. Fleiri myndir frá Langanesi eru inni
í blaði.
Stígandamenn me» blómvendina hlýSa á Ólafsfirðinga syngja: „Hvað er svo glatt“.
I
i
<
I
\
i
\
(
\
<
<
<
i
4
I
i
i
4
!
i
4
i
i
4
(