Morgunblaðið - 01.09.1967, Síða 11

Morgunblaðið - 01.09.1967, Síða 11
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUÐAGUR !. SEPT. 1967 11 -■> . o \ rústum Borgarskála ÞA9 var heldur óhugnanlegt um að litast í vöruporti Eim- skipafélagsins við Borgartún í gær. Hrottalegar rústir vöruskemmanna tveggja blöstu við augum likt og gapandi sár. Brunnar vörur og skemmdar mættu auganu alls staðar og hvar sem skyggnzt var í rústirnar blasti viðurstyggð eyðiiegg- ingarinnar við. Slökkviliðsmenn voru enn að störfum, þegar við geng- um þarna um laust eftir há- degi í gær og logaði þá glatt víða í skemmunum. Hálf brunnin teppi lágu við vest- urgafl skemmu númer fjögu>r og upp úr rústunum við norðurgafl skemmu númer tvö stóð koparafsteypa af Út- lögum Einars Jónssonar eins og klettur úr hafinu. Inni í rústunum gaf ýmislegt á að líta. Þar logaði í dagblaða- pappír og sífelldar sprenging ar áttu sér stað í brúsum og dunkum ,af mörgu tagi. Alls kyns varningur hefur þarna orðið eldinum að hráð. M.a. fann blaðamaður Mbl. þarna mikið af hálfbrunnu tyggi- gúmmí og píputóba'ki en Ijós- myndarinn starði daufur á ónýtan myndapappír og brunnar Ijósmyndavélar. Þá sást í ýmis heimilistæki, sem . aldrei koma til með að skreyta íbúðir íslendinga og margt var þarna fleira, sem of langt yrði upp að telja. En það voru fleiri en ís- lendingar, sem urðu fyrir eignatjóni í þessuim stór- bruna. Brezka heimsveldið átti þama húsgögn, sem urðu eldinum að bráð og hittum við þá Kristján Þórhallsson og Michel Mc‘Locklen, starfs- menn brezka sendináðsins, þar sem þeir voru að virða leif- ar þeirra fyrir sér. — í þessum kassa voru hús gögn til Mc’ Locklen, sagði Kristján. Hann er nýr sendi- ráðsritari hérlendis og er bú- inn að bíða eftir þessum hús- gögnum í eitt ár. í gær vorum við búnir að tollklára alla pappira en okkur vannst ekki tfmi til að ná í húsgögnin, sem nú eru farin veg allrar veraldar. Verðmæti þeirra var um 150.000 krónur. — Voru húsgögnin tryggð? — Það er mér ókunnugt um. Þegar við spurður Mc'Lock len, hvernig hohuim hefði orð ið við að sjá eldinn gleypa langþráðu húsgögnin, sagði hann aðeins: Þetta var óhapp og ekkert annað. Þegar okkur varð litið á leifar skemmanna sjálfra kom Framhald á bls. 21. Á efri myndinni sjást vöruskemmur E. í. við Borgartún eins og þær voru fyrir hrun- ann. Neðri myndin var tekin úr lofti um kl. 7 í gærmorgun og sjást glögglega á henni hin miklu umskipti við bninann. Efri myndina ók Ævar Jóhannsson, en Ól.K.M. þá neðri. Bárujárnið tekur á sig ýmsar kynjamyndir í átökunum við eldinn. Ljosm.: Sv. Þ. Kristján Þórhallsson og Mic hel Mc’Locklen virða fyrir sér leifar húsgagnasendingarinnar. (Ljósm.: Sv. Þ.) . — «vs

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.