Morgunblaðið - 01.09.1967, Side 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 1. SEPT. 1967
19
Athugasemd frá
menntamálaráöherra
Herra ritstjóri.
í dálknum „Staksteinar" í
blaði yðar í dag er sagt, að
ákvörðunin um að fjölga sjón-
varpsdögunum í sex 1. septem-
ber hafi verið tekin af mennta-
málaráðherra. Þess er ekki get-
ið, að þessi ákvörðun var tekin
samkvæmt tillögu Ríkisútvarps-
ins og í samræmi við ályktun
útvarpsráðs.
f tillögum „Sjónvarpsnefndar-
innar“ á sínum tíma var gert
ráð fyrir 2Vz tíma sjónvarpi á
dag að meðaltali 7 daga vik-
unnar allt árið. Af hálfu Ríkis-
Útvarpsins var síðar sett fram
sú hugmynd, að sjónvarpa að-
eins 6 daga vikunnar í 11 mán-
uði á ári, fyrst og fremst til að
spara greiðslu á aukavinnu á
vikulegum frídegi og í sumar-
leyfismánuði. Var á þetta sjón-
armið fallizt af hálfu ráðuneyt-
isins. Ríkisútvarpið hefur aldrei
sett fram þá hugmynd við ráðu-
neytið, að sjónvarpsdagar skuli
vera færri en sex, þegar sjón-
varpið væri tekið til fullra
starfa.
Þegar ákveða þurfti afnota-
gjald fyrir sjónvarpið í fyrsta
sinn fyrir síðastliðin áramót,
varð auðvitað að liggja ljóst
fyrir, hvort Ríkisútvarpið hyggð
ist láta sjónvarpið taka til fullra
starfa á árinu 1967 eða ekki.
í bréfi ráðuneytisins, dags. 28.
des. 1966 var Ríkisútvarpið beð-
ið um ,upplýsingar um, hvenær
ráðgert sé að fjölga sjónvarps-
dögum og hver sé áætlaður viku
legur sjónvarpstími á næsta
ári.“ Þessu bréfi svaraði Ríkis-
útvarpið 18. janúar, og segir þár
m.a.: .Útvarpsráð gerði 12 þ.m.
áiyktun um, að fjórða sjónvarps
deginum skyldi bætt við 1. febr
úar n.k. fimmta deginum 15. maí
og sjötta deginum 1. september.
Bætt er við, að ágreiningur hafi
verið í ráðinu um ályktun þessa,
en hún er engu að síður tillaga
Ríkisútvarpsins.
í bréfi Ríkisútvarpsins, dags.
13. maí 1967, er ráðuneytinu
send ályktun útvarpsráðs frá 9.
maí, þar sem segir m.a.:
„Þó ráðgert hafi verið, að
bætt yrði við fimmta útsending-
ardegi sjónvarpsins um miðjan
þennan mánuð, virðist útvarps-
ráði, nú einsýnt, að það sé ekki
hægt að gera miðað við hlið-
stæða dagskrá og verið hefur
fjóra daga vikunnar, sem sjón-
varpað hefur verið.
Með skírskotun til þessa álykt
ar útvarpsráð, að fimmta deg-
inum skuli ekki bætt við fyrr
en lokið er uppsetningu hinna
nýju tækja, eigi síðar en 1. sept-
ember þessa árs. Jafnframt
verði sjötta útsendingardeginum
bætt við, eins og ráðgert hafði
verið, og Ijúki tilraunasjónvarpi
þar með, en sex daga sjónvarp
hefjist Myndi reglulegt sjón-
varp þar með hefjast á sama
tíma og útvarpsráð hafði áður
gert ráð fyrir, en fjölgun dag-
anna upp í sex yrði aðeins gerð
í einu lagi..“
Ekki var um það getið, að
ágreiningur hafi verið um þessa
ályktun.
Ráðuneytið tilkynnti Ríkisút-
varpinu 22. maí sl., að það féll-
ist á hana.
Mennamálaráðuneytinu.
29. ágúst 1967.
Fyrirspurn til
veiðimálastjóra
— frá Jakobi Hafstein
ÉG SÉ það af fréttatilkynningu
þinni í Tímanum í dag, þann 30.
ágúst 1967, að margt og mikið
er að ske í Kollafjarðarstöðinni
um þessar mundir, sennilega
bæði hugarfarsbreytingar, tíma-
mótabreytingar og svo stórlaxa-
göngur.
Þegar ég las þessa fréttatil-
kynningu þína, en þær reyni ég
vanalega að lesa með athygli,
eins og þú veizt, voru það eink-
um þrjú atriði, sem ég sérstak-
lega festi hugann við og vil nú
leyfa mér að spyrjast fyrir um
eftirfarandi:
Fyrst er þetta í grein þinni.
„Búið er að telja um 400 laxa“
(sem gengið hafa í Kollafjarðar-
stöðina í sumar). Nú væri gam-
an að fá að vi-ta um leið þetta:
Hvað voru margir laxar gengnir
í Kollafjarðarstöðina á sama
tíma í fyrra (sumarið 1966)?
Næst er svo um merkingarnar,,
en í því sambandi segir þú:
„í fyrra hefðu rúmlega 8000
gönguseiði verið merkt með
carlin merkjum —“ Mér skilst
af þessu, að seiðunum hafi öll-
um verið sleppt til sjávar í
Kollafirði, og þá er ákaflega
fróðlegt að fá að vita: Hvað
mörg af þessum merktu göngu-
seiðum hafa skilað sér til baka
í Kollafjörð? Þessar upplýsing-
ar vantaði algerlega í fréttatil-
kynningu þina, en þær skipta
meginmáli fyrir alla þá, sem
á'huga hafa fyrir árangrinum í
Kollafirði.
Og loks er svo þetta úr frétta-
tilkynningu þinni:
„Að lokum sagði veiðimála-
stjóri að stærstu laxarnir, sem
gengið hefðu upp í Kollafjarðar-
stöðina núna, væru allt að 92
cm (er ekki hægt að mæla þetta
nákvæmlega?) eða í kringum
16-17 punda (er erfitt að fá ná-
kvæma vigt?) og væru þetta
bæði laxar, sem verið hefðu eitt
ár í sjó og tvö ár í sjó, svo nú
væri í rauninni fyrst hægt að
fara að velja stofn fyrir framtíð-
ina. (leturbr. mín).
Mér hefur skilizt á skrifum
þínum í sumar, eða öllu heldur
viðtölum þínum við blöðin —
myndskreyttum — að hagkvæm-
ast væri, ódýrast og sjálfsagt að
leggja áherzlu á ræktun á „stór-
um smálaxi“ og „miðlungsstór-
um smálaxi". Þá vaknar þessi
spurning: Hefur þetta sjónarmið
þitt breytzt með komu 16-17
punda laxanna í Kollafjarðar-
stöðina? Ertu kannski nú farinn
að verða á þeirri skoðun, að stór
laxarnir séu þeir beztu og gagn-
legustu til ræktunar og undan-
eldis? Það væri sannarlega
ánægjuleg hugarfars'breyting hjá
veiðimálastjóranum. Og svo seg-
ir þú að nú fyrst sé hægt að fara
að velja stofn fyrir framtíðina,
vitandi vits að þetta var
hægt og auðvelt frá foyrjun.
Er það vegna þess að nokkrir
stórlaxar hafa komið í Kolla-
fjörðinn. Eða veiztu kannske
ekki, að á hverju sumri veiðast
ótalmargir 20 punda laxar og
þar yfir í Laxá í Aðaldal, í Víði-
Framhald af bls. 22.
og vil ég hér með þakka það.
Það mátti með sanni segja um
ykkur hjónin: „Þar sem er
'hjartarúm þar er einniig hús-
rúm“.
Þegar ég var unglingur heima
á B'UStarfelli mátti segja að þitt
iheimili væri mitt annað heimiili,
því oft varst þú að bjóða mér
að dvelja hjá þér nokkra daga í
einu, og það voru sianniarlega
ánægj'Ulegir dagar, því oft var
líka hópur af glöðum, góðum og
skemmtilegum gestum hjá ykk-
•ur. Einnig bauðstu mér að dvelja
hjtá þér nokkra mánuði meðan
ég var í unglingaskóla, og þá
var gaman iheima hjá ykkur.
Hftir að ég giftisit var þetta
alveg eins, alltaf kom ég og allt
mitt fólk til yk/kar í öllum kaup-
staðarferðum, en þær fórum við
margar á Vopnafjörð. Þá var allt
laf sjálfsagt að ríða beint heim
að húsi Einans Runólfissonar og
taka þar alf hestunum og var þá
fljótt boðið inn, Þar fann maður
sig alltaf velkominn og mætti
málkiilli hlýju. Fyrir allt þetta vil
ég þakka ykkur hjónum.
Þú trúðir mér lí'ka fyrir lirtla
drengnum þínum, honum Einari,
fynst þegar hann var 7 ána. Síð-
an var hann hjá okkur á hverju
sumri til 14 ána aldurs. Alltaf
var hann mér góður og þægur
drengur þó hann væri þér dá-
lítið erfiður.
Þú áttir lengst atf við mikið
heilsiuleysi að stríða, en barst
þig jafnan eins og hetja.
í hvert sinn er ég kom til
Reykjavíkur, eftir að þú fluttiist
þangað, var það ævinlega mitt
dalsá, í Soginu og nokkrum öðr-
um ám, sem búa yfir stórum og
sterkum laxastofni, sem hægt
var að leggja aðaláherzluna á
að rækta og ala upp í 30 milljón
króna ríkisklakstöðinni í Kolla-
firði. Og það er einmitt þetta,
sem bæði ég og margir aðrir
höfum lagt áherzlu á að ætti að
gera í sambandi við fiskræktun-
armálin okkar í ám og vötnum,
en forðast að leggja áherzluna á
að rækta smálaxinn. S'vei mér
þá ef ég fer ekki bráð-
um að trúa því, sem þú sagðir
forðum í Morgunblaðinu, að þú
hvorki vildir sjá eða lesa grein-
ar mínar, því að þær væru ekki
svara verðar.
En guði sé lof að þú virðist
vera farinn að átta þig svolítið
í málum þessum. Og nú, þegar
búið er að skipa okkur saman í
nefnd af landbúnaðarráðherra,
til að vinna að þessum málum,
þá tekst okkur vonandi að sýna
sameiginlegan áhuga og átak að
réttu marki.
fyrstia verk að finna þig, eða þitt
að koima til mín, okkur báðum
til óblandinnar ánægju.
Einnig hefði ég viljað geta
setið hjá þér við dánarbe’ð þinn,
en það gat ekki orðið. En það
gladdi mig mikið að þínir nán-
ustu gátu verið þar,
í Guðs friði.
Oddný Methúsalemsdóttir.
Straumsvíkui-
verkfullið
VEGNA blaðaummæla Her-
manns Guðmundsson formanns
Verkamannafélagsins Hlífar,
viljum vér koma á framfæri
eftirfarandi:
1. Samningar þeir, sem vér
undirrituðum 29. þ. m. við
Vekamannafélagið Hlíf til lausn-
ar Straumvíkurverkfallinu,
voru i öllum meginatriðum þeir
sömu og vér buðum fyrir verk-
fall.
2. Kauptaxtar í samningi vor-
um við Hlíf eru nákvæmlega
þeir sömu og í samningi vorum
við Hlíf, dags 26. júní 1966 um
verkamannavinnu í Hafnarfirði.
3. Samanburður á yfirborgun-
um í Straumsvík og annarsstað-
ar í byggingariðnaði er allt
annað mál.
4. Slysa- og örorkutryggingar
þær, sem nú gilda fyrir verka-
menn hjá Hochtief/Véltækni,
höfðu verið keyptar án íhlut-
unar Hlífar, fyrir verkfall.
Vinnuveitendasamband
íslands.
Jakob Hafstein.
- MINNING
Lítil jörð til leigu
fyrir sunnan Hafnarfjörð. Uppl. í síma 42018.
Rafvirki - Rafvélavirki
Innflutningsfyrirtæki óskar eftir að ráða rafvirkja
eða rafvélavirkja til að annast viðgerðaþjónustu
á heimilistækjum. Tilboð sendist Mbl. fyrir 7. sept.
merkt: „Viðgerðarþjónusta 2611.“
Nýkomið
Mislitt sængurveradamask
Verð 62 kr. m.
Barónsstíg
LL A
29 - sími 12668
MOSAIK h.f.
Höfum fyrirliggjandi fallegar steinflögur til vegg-
skreytinga frá ýmsum stöðum á landinu.
Sérstaklega valin vara.
Þverholti 15, sími 19860.
Verkfræðingur óskast
Staða bæjarverkfræðings á ísafirði er hér með
auglýst laus til umsóknar. Krafa um launakjör og
upplýsingar um nám og störf fylgi umsókn. Um-
sóknarfrestur er til 20. september. Staðan veit-
ist þá strax, eða eftir samkomulagi.
ísafirði, 29. ágúst 1967.
Bæjarstjóri.
Hjúkrunarkona
Krabbameinsfélag íslands óskar eftir að ráða
hjúkrunarkonu í hálfs dags starf frá 1. september
n.k. Laun samkvæmt launakjörum. Þær, sem hafa
áhuga á starfinu, geri svo vel og hafi samband við
skrifstofu félagsins, Suðurgötu 22, föstudaginn 1.
sept. milli kl. 11—12 og 17 —18 e.h.
Krabbameinsfélag íslands.
Orðsending frá
Húsmæðraskóla Reykjavíkur
Innritun á kvöldnámskeið skólans í vetur fer fram
í dag, 1. september kl. 9—4 síðdegis.
Sími 11578.
SKÓLASTJÓRI.
Uppboð
Opinbert uppboð verður haldið að Setbergi í
Garðahreppi, föstudaginn 15. september 1967, kl. 3
e.h. Seldar verða 18 ungar mjólkandi kýr og 4 kelfd
ar kvígar. Uppboðið fer fram eftir beiðni eiganda
gripanna, Einars Halldórssonar, bónda, Setbergi.
Veittur verður allt að 3ja mánaða gjaldfrestur á
uppboðsandvirðinu.
Sýslumaðurinn í Gullhringu- og Kjósarsýslu.