Morgunblaðið - 01.09.1967, Blaðsíða 32
INNIHURÐIR
i landsins .1
mesta urvali 4M.
SIGURÐUR ELÍASSON HF.
AUÐBREKKA 52—54, KÓPAVOGI.
FÖSTUDAGUR 1. SEPTEMBER 1967
RITSTJÓRN • PREIMTSMIÐJA
AFGREIDSLA»SKRIFSTOFA
SÍMI 1Q*1QQ
Brunarústirnar í Borgartúni. Jafnvel hinir sverustu stálbita r undust upp sem vírspottar í h inu gífurlega eldhafi.
Ljósm.: Sveinn Þormóðsson.
IVIESTA EIGIMATJOIM
ELDSVOÐA ÁISEAIMDI
Gat höggviö á frostlagartunnu í vöruportinu
Farmgjöld Innheimt — övíst um tolla
SEINT í gærkvöldi logaði enn í rústum vöruskemmanna
tveggja við Borgartún og haíði þá verið unnið að slökkvi-
starfi í nærri sólarhring. Enn er ókunnugt um eldsupptök,
en grunur leikur á að um íkveikju geti verið að ræða. Bruna-
tjónið er líklega hið mesta sem um getur hér á Iandi og
er gizkað á, að það sé yfir 100 milljónir króna. Brunabóta-
mat á skemmunum sjálfum er um 17 milljónir króna, en
í þeim voru þúsundir tonna af dýrmætum vörum og
skipta eigendur þeirra hundruðum. Flestir höfðu vörur sín-
ar tryggðar, en margir ekki. Hafa þeir orðið fyrir miklu
tjóni, sumir jafnvel milljónatjóni.
Sigurlaugur Þorkelsson, fulltrúi hjá Eimskipafélagi fs-
lands, sagði í gær, að farmgjöld verði innheimt hjá vöru-
móttakend um þrátt fyrir brunann, enda beri raunverulega
að greiða þau þegar varan sé tekin um borð í skip.
Torfi Hjartarson, tollstjóri, tjáði Morgunblaðinu í gær,
að öll vara sé tollskyld sem til landsins sé komin. Annað
mál sé, hvað gert verði í þessu tilfelli, en ákvörðunarvald
sé í höndum fjármálaráðuneytisins. Kvað tollstjóri tolla t. d.
ekki hafa verið innheimta er vörugeymsla E. í. á Granda-
garði brann, en þá hafi verið tekið fram að þar væri ekki
um fordæmi að ræða.
„Þetta er
mikið áfall64
Einar B. Guðmundsson, hrl.,
stjómarformaður Eimskipa-
félags fslands, og Óttar Möll-
er, forstjóri, voru staddir í
Kaupmannahöfn í erindum
félagsins þegar bruninn varð.
Morgunblaðinu tókst í gær
að ná stuttu tali af stjómar-
formanninum á hóteli hans
í Kaupmannahöfn. Einar
sagði:
— Þetta er mikið áfall, en
því verður að taka. Það var
haft samband við okkur strax
um morguninn og höfum við
verið í símasambandi við
Reykjavík í allan dag.
— Við komum heim eins
fljótt og við getum að' sjálf-
sögðu. Það verður nú um
helgina.
— Eimskipafélagið tekur
sárt hið gífurlega tjón og
óþægindi, sem viðskiptamenn
þess hafa orðið fyrir af elds-
voðanum.
Þá tók Einar B. Guðmunds-
son það skýrt fram, að þær
eldvarnir sem félagið hefur
viðhaft séu að öllu leyti eins
víðtækar og fullkomnar eins
og frekast verði við komið,
slökkvitæki, næturvarzla og
brunavarnaeftirlit.
Rannsokn á
eldsupptökum
stendur enn
Njörður Snæhólm, varðstjóri
hjá rannsó'knarlögreglunni, hef-
ur með rannsókn á eldsupptök-
um að gera. Hann sagði Morg-
unblaðinu síðdegis í gær, að
rannsókn hefði hafizt þegar i
gærmorgun. Yfirheyrslur hefðu
staðið yfir allan daginn.
Njörður sagði, að enn væri
ekki unnt að segja neitt um það,
hvað hafi valdið hinum mikla
bruna í vöruskemmunum.
Hann sagði að lokum, að rann
sókninni verði haldið áfram og
skýrt frá niðurstöðum hennar
þegar þar að komi.
Eimskip geymir
vörurnar á
ábyrgð eigenda
Valtýr Hákonia'rson, skriSstofu
sitjóri, veitiir Eims'kipafélagi ís-
landis h.f. forstöðiu í fjarveru
Óttars Möllens, forstjóra. Mong-
untolaðið átti tal við Valtý í gær
um brunann og afleiðingair hans.
Valtýr sagði:
— Um eldsupptökin er ekkert
vitað ennþá, en málið er í 'hönd-
um rannsókn ar lögreglu n nar,
sem m.a. hefur haft tal af vakt-
m.anni oig fleinum.
— Það tek.ur tailsverða-n tíma
að rannsaka hve milkið vöru-
magn vair í istoálunium, sem
brunmu. Þar voru bæði strnrar og
smáar sendingar. Stöðiug hreyf-
ing er á vörun.um í skálunum,
þangað er alltaf verið að flytja
vör-ur og jafnlhiiða að taka þær
út. D.aginn áður en eldiurinn;
kom upp var t.d. veriið að sfcipia
upp vörum úr Dettifoisisi frá Sví-
þjóð, sem þangað voru fl-uttar.
Ennþá er verið að losa úr skip-
inu, en nú verður að fiinna nýj-
an sitað fyrir vörurnar.
— í skiálunum voru vörur af
ölLu tæi, að segja má, n-ema
þungaivörur, sem geymdar eru
úti.
— Mór er eklki k-unnu'gl um,
að nek-t hafi hjargazt, sem mni
var. En hins vegar tótost að
Fr-amih. á blis. 31
Þingllokkslundur Sjáll
stæðismanna í gær
ÞINGFLOKKUR Sjálfstæðis-
manna kom saman til fundar í
fundarherbergi sínu í Alþingis-
húsinu í gær. Hófst fundurinn
kl. 2 e.h. og stóð til kl. tæpl. 5.
Rætt var um undirbúning fjár-
laga og þau vandamál, sem
að steðja.
Fundinn sóttu flestir þing-
menn flokksins.