Morgunblaðið - 03.09.1967, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 03.09.1967, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. SEPÍ. 1967 Vísindamenn í sumarönnum Vísindamenn í sumarönnum Vísindamenn í sumarönnum •>)' Próf. Trausti Einarssn með sýnishorn af Öskjuhrauni. rannsókn stendur einangruð. Hún varð mér þó að miklu liði síðar. Bergsegulmælingarnar leiddu nefnilega fljótlega að þeirri spurningu hver væri tímaröð hinna yngri segul- fiokka bergsins. 20—25 MIL.LJÓN ÁRA GAMALT BERG — Hvernig fara þessar ald- urrannsóknir bergsins fram? — Aðalleiðin auk aldurs- greiningar með geislavirkum efnum, sem hér er enn mjög lítið af var að kanna landslags- myndunarsöguna. Þá kom Eyjafjarðarrannsókn in mér að gagni, og ég hafði vissan grundvöll til að styðj- ast við. Síðan færði ég þessar athuganir út til annarra lands- hluta. — Gætir þú kannski Trausti lýst einstökum atriðum í lands- lagsmyndunarsögunni? — Einn af síðari þáttum i myndunarsögu landslagsins var myndun strandflatar, sem er víða breiður stallur grafinn inn í strönd landsins eða slétt láglendi skorið í hallandi blá- grýtislög upp að brattri fjalls- hlíð. Hlutar þessa strandflatar, sem nú liggur víða í 50—80 m hæð er t. d. svæðið vestan und- ir Akrafjalli, Kjalarnes, og hjallinn vestan undir Úlfars- felli. Og flatlendið ofan Brekku á Akureyri, upp að mynni Gler árdals, er einn hlutinn. Á ein- um stað, þ.e. á Skaga vestan Skagafjarðar liggja hraunlög með öfugri segulstefnu ofan á þessum strandfleti. — Hvað þýðir það? — Það gefur til kynna, að þessi strandflötur sé a.m.k. 700 þúsund ára gamall. Því á þessu tímabili er síðast vitað að hraun hafi segutmagnast öfugt. Dalir blágrýtissvæðana eru verulega eldri en strandflötur- inn og hef ég glímt mikið við að fá sæmilega örugga tíma- setningu í dalmyndunarsög- una. — Hvernig ganga þær rann- sóknir? — Ég verð að segja að málið sé enn í deiglunni, og loka- niðurstöður fást varla fyrr en aldursmælingar með geisla- virkum efnum hafa verið gerð- ar hér í stórum stíl. — Á hverju byggjast þær? Þessar mælingar, sem ekki hefur verið hægt að gera hér á landi byggjast á mæling- um kalíum og argons í berg- inu. Við höfum sent töluvert magn utan til aldursákvarðana og erlendir vísindamenn hafa einnig tekið hér efni til ákvarð- ana. Hins vegar reynist ís- lenzkt berg venjulega þ'að mikið umbreytt, að útkoma er mjög é reyki. — Hvað er elzta berg sem hefur fundizt hér á landi? — Hámarksaldur berg-s, sem fundizt hefur hér, virðist vera 20—25 milljón ár. Til gamans má geta þess að elzta fundið berg í heiminum er 3500 milljón ár, og fannst í Kanada og Afríku. Þess má og geta að í jarðsögu íslands eru lög sem sýna að í myndunartíma þeirra hefur segulsvið jarðar snúist við 30—40 sinnum, við getum rakið svona marga segulflokka í berginu. -— Ég hafði í fyrstu hugsað mr að halda mig sem mest að jarðeðlisfræði, en hún er þó eiginlega svo samtvinhuð jarð- fræðinni, að aðgreining var raunar ekki svo auðveld. — Hvaða svið kaustu tit rannsókna? Fyrst voru það hveragos, sem ég átti við og síðan jarð- hitinn í heild, einkum voru það grundvallarsurningar um eðli hans, sem heilluðu mig mest. Einnig ætlaði ég að taka til við bergsegulmælingar, það var líklega á árunum 1936 eða ’37, en lét draga úr mér áhuga á málinu. Eftir því sá ég tals- vert seinna. Tæki voru á þess- um tíma öll ófullkomnari en nú. Ef til vill hefði ég unnið fyrir gýg, hver veit? — Þú fórst þó seinna út í mælingarnar? — Jú, þegar Hollendingur- inn Hospers var búin „að vinna sitt brautryðjendastarf og próf. Þorbjörn Sigurgeirs- son kveikti í mér 1953, fannst mér ég hafa hitt gamla kær- ustu. Síðan hef ég aðallega fengist við kortlagningu á berglögum eftir segulmagni, ásamt Þorbirni, en mælingar á tilraunastofu hafa verið í hönd um hans. Annars er það svo, að eitt verkefnið leiðir gjarnan af öðru. f sambandi við jarðhit- ann, fór ég að kanna halla jarðlaga. Út úr því kom með árunum lítið yfirlitakort yfir jarðlagahallann hér á landi. — Hvað er að segja um þetta kort? — Það er skársta kortið af þessu tagi, ófullkomið að vísu, en sæmilegt til glöggvunar á aðalatriðum. — Hvert var aðalstarf þitt fyrstu árin? — Ég gerðist menntaskóla- kennari á Akureyri. Auk jarð- hitans, sem ég glímdi við, blasti þar eitt verkefni við. Það var dalmyndunarsaga Eyjafjarðar og nágrennis, og jafnframt ísaldarsaga svæðis- ins. Það var von mín, að aðrir tækju fyrir Skagafjörð og ýmis önnur dalasvæði á svipað- an hátt til samanburðar. Úr því hefur ekki orðið, svo þessi GUSU UNDIR VATNI — Þú hefur kannað myndun móbergsfjalla, sem svokölluð stapakenning hefur verið lögð fram um af Guðmundi Kjart- anssyni? — Jú, ég hef kannað all ræki lega móbergsmyndunina eink- um á S-Vesturlandi og þykist nú hafa komizt all nærri því rétta í myndunarsögu þess. Hefi ég endurbætt þær hug- mundir sem ég hafði fyrir 20 árum. Nokkurn hluta þessava rannsókna birti ég 1962, en. síðan hefi ég enn safnað miklu Framhald á bls. 30 segir próf. Trausti Einarsson Þessi fallegi hraun skúlptúr myndaðist í Heklugosinu. Ieg skilyrði og stundum lítinn skilning. Eftirvinnuhýru og annan þvílíkan munað þekktu menn ekki í þann tíð, en söfn- uðu fremur því sem ryð og mölur fá ei grandað. Dr. Trausti tók blaðamanni Mbl. Ijúflega að heimili sínu á Sundlaugavegi, og vísaði hon- um til sætis í hlýlegri dag- stofunni. Varla var Dr. Trausti seztur niður fyrr en blaðamað- ur hafði spurt hann um ætt og uppruna. — Ég er fæddur í Reykja- vík, en uppalinn í Vestmanna- eyjurn, og myndi líklega berj- ast í liði eyjaskeggja, ef því væri að skipta. Gekk í Mennta- skólann í Reykjavík og lauk stúdentsprófi 1927. Hélt síðan til Þýzkalands og nam við há- skólana í Múnchen og Götting- ur til jarðarinnar? — Þegar ég hafði lokið doktorsgráðunni og allt var í óvissu um starf mitt hér heima, var ég sendur á fund Gold- smiths. Hann var Norðmaður og hafði prófessors- og for- stöðumannsstöðu í Göttingen. Goldsmith var raunar sjálfur faðir jarðefnafræðinnar. Hann tók mér af sinni alkunnu ljúf- mennsku. Kallaði mig herra kollega og sagði, að ef ég hefði ekki rannsóknaraðstöðu í stjörnufræði á íslamdi, gæti ég margt verra gert en að snúa mér að náttúru landsins. Hann fór mörgum orðum um þá miklu möguleika, sem ísland hefði upp á að bjóða á þessu sviði. Annars streyttist ég fyrstu árin við að snúa mér að jarð- eðlisfræði eða jarðfræði. En eftir um 5 ár var ég svo djúpt sokkinn, að á árinu 1942 og ’43 sigldi ég frarn og til baka til Bretlands í gegnum kafbáta- mergðina til að komast í jarð- fræðideild háskólans í Glas- gow. Þá pússningu, sem ég fékk þar hjá nokkrum góðum mönnum hef ég látið mér nægja, sem beina skólagöngu í faginu. — Var það þá jarðfræðim, sem þú einbeittir þér að? Ef sverð þitt er stutt gakktu þá feti framar, var sagt í Spörtu forðum daga. Myndina tók Birgir Kjaran af dr. Trausta. Við mælingu á seigju hraunsins í Ileklugosinu, Trausti notaði staf einn, sem hann rak niður í hraunið. Hit inn varnaði honum stundum aðgöngu. Fyrir atlöguna við Öskju var álskjöldurinn sem sézt á myndinni smið- aður. Dugði sá vel til hitavarna. DR. Trausti Einarsson er í hópl þeirrar kynslóðar íslenzkra vísindamanna er lauk númi á erlendri grund á þriðja tug aldarinnar. Tímabili stöðnunar og lélegra lífskjara á íslandi. Enginn gæti ásakað þá menn um „lífsþægindagræðgi", sem til Fróns snéru á þessum tima, hvað svo sem útlendum gylli- boðum leið. Hér heima plægðu þeir jarð- veginn fyrir vísindalegri starf- semi ,oftast við næsta fátæk- en, doktorsgráðu fékk ég frá þeim síðarnefnda árið 1934. — Þú ert stjörnufræðingur upphaflega? —- Já og eigum við ekki að segja rímsins vegna, að ég hafi haft lítið dálæti á þeim jarð- bundnu mönnum, sem voru með nefið niðri í gjám og gjót- um eða grófu moldarbörð. FRÁ STJÖRNUFRÆÐI TIL JARÐFRÆÐl — Hvenær steig'stu svo nið- STAPAKENNINGIN FÆR YFIRLEITT EKKI STADIST

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.