Morgunblaðið - 03.09.1967, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. SEPT. 1307
Alan Williams:
PLATSKEGGUR
eða frá, og hugur hans var kom-
inn í eitt'hvert máttleysisástand,
sem var andstaðan við undan-
farandi spennu.
Flest fólkið þarna í salnum var
sofandi, en andardráttur þess
var tíður og erfiður og nú sá
hann það, sem hann hafði verið
að hræðast áðan: það voru
miklu færri CRS-menn þarna
en áður var. Þess í stað voru
margir ungir menn þarna á
reiki, þeir keyptu sér samlokur
og kaffi við veitingaborðið. Hann
lokaði augunum aftur, en eng-
inn kom nærri honum.
Nú var komið fram yfir mið-
nætti. Honum datt í hug, að
hann gæti farið fram á það við
CRS-mennina, að þeir tækju
hann fastan, en þegar hann stóð
upp og sá allt gólfið þakið sof-
andi fól'ki, fann hann sig vera
hættulega áberandi. Þeir geta
enn náð í mig hérna, hugsaði
hann og svo kúrði hann sig nið-
ur milli sofandi fólksins, lá kyrr
með ákafan 'hjartslátt og var inn
anbrjósts, eins og honum hafði
verið þegar hann var krakki, og
kom inn úr kuldanum og inn í
stórt upphitað herbergi, þar sem
fólk hnappaðist kringum ofninn
í einu horninu. Hann minntist
hinnar áköfu löngunar sinnar
til að komast inn í þann hóp,
burt úr myrkrinu og kuldanum,
og hann bældi sig enn betur
niður á milli sofandi líkamanna.
En þá greip hann ný hræðsla:
Ef nú einhver færi að tala við
hann og kæmist að því, að hann
væri enskur. Fyrr, þegar hann
hafði verið að drekka með Mall-
ory, hafði hann ekkert óttazt
þetta. En nú, í þessari sofandi
gröf, fannst honum eina bjargar
von sín væri að vera óþekktur,
grafinn innan um mannfjöld-
ann. Hann lá þvi með lokuð
augu og beið morgunsins.
Hann svaf illa, vaknaði alltaf
á fárra tíma fresti, sveittur en
samt kaldur, munnurinn eins og
fullur af loðskinni og með dynj-
andi höfuðverk.
Það var einhverntíma seinni
hluta nætur. Hann hafði enn ver
ið að dreyma, að hann væri að
brjótast við að komast gegn um
mannþröngina að rjúkandi flug-
vélinni, en þyngdur niður af
pappaöskjum og klukku, finn-
andi, að ýtt var á hann að aftan
eða einhver væri að taka í hand-
legginn á honum og hrista hann.
Hann sá tvo fætur með svartar
legghlífar fyrir framan andlitið
á sér. CRS-maður stóð fyrir
framan 'hann með byssu um öxl.
— Skilríki!
Neil settist upp og leit fram
fyrir sig. Um það bil tíu CRS-
menn gengu á milli raðanna og
rannsökuðu skilríki fólks. Hann
dró upp vegabréfið sitt, ásamt
brottrekrarskipuninni. CRS-
maðurinn hleypti brúnum að
skjölunum, sem snöggvast en leit
svo á hann. — Þú veizt, að þú
áttir að vera á brott úr landinu
fyrir tveim klukkutímum.
Neil reyndi að einbeita hug-
anum og finna eitthvert vit út
úr þessu, sem var orðið rugl-
ingsleg martröð og blandað sam
an við komu þeirra Le Hir til
Dorchester. — Já, ég veit, að ég
á að vera farinn héðan og óska
heldur einskis frekar en að vera
kominn burt. En ég gat það ekki,
af því að vélin var sprengd í
loft upp.
— Þú ert enskur blaðamaður,
sagði dátinn og hleypti enn brún-
um.
— Já. Og ég er í hættu. Þeir
ætla að drepa mig. Geturðu tek-
ið mig fastan?
Maðurinn hristi höfuðið og
rétti honum vegabréfið aftur. —
Þú verður að vera hér. Kannski
verður flugferð á morgun og
hana verðurðu að ná í.
Neil lagðist aftur á bak og
horfði á loftlampana, sem voru
eins og logandi klukkudinglar.
CRS-maðurinn hafði haldið
áfram til að vekja þann næsta.
Neil var afskaplega þyrstur, en
sá, að barinn og kaffisalan var
lokað. Tveir menn með her-
mannahúfur hölluðu sér upp að
glerveggnum að barnagæzlunni.
Nú voru ekki lengur nema svo
sem tíu CRS-menn eftir þarna
inni. Hann hnipraði sig niður og
lokaði augunum, en gat ekki sof-
ið.
Eitthvert mannshöfuð lá þarna
örskammt frá honum. Það var
sköllótt og hrukkótt eins og
kítti, munnurinn hálfopinn og
gaf ekkert hljóð frá sér. Það
var eins og dauðs manns höfuð.
Hann leit í hina áttina og sá
þá barnsandlit, sem ho.rfði á
hann stórum, kringlóttum aug-
um, en varirnar skulfu, eins og
það ætlaði að fara að gráta. Það
var svo ungt, að hann gat ekki
séð hvort það var drengur eða
stúlka. Það var með þykkt,
hrokkið hár, líkast mynd af Dav-
íð Copperfield á barnsaldri, og
var í hvíturn frakka með stórum
hnöppum.
Hún beið hans úti fyrir. Nú
sofna. Hann var með bakverk,
og nú teygði hann úr fótunum
til þess að losna við sinadrátt-
inn í kálfum og lærum, en
hvenær sem hann hreyfði sig
nokkuð, vakti hann einhvern
nýjan ofreyndan vöðva, og verk-
irnir byrjuðu á nýjan leik.
Eitthvað straukst lauslega við
andlitið á honum. Það var kant-
urinn á frakkanum barnsins.
Hann sagði hvíslandi og ekki
óvingjarnlega: — Hvar er hún
mamma?
Krakkinn glápti á hann lengi
og endurtók síðan, tautandi: —
Mamma. Síðan lullaði 'hann hægt
burt, innan um sofandi- fólkið og
kallaði: „Mamma“ aftur og aftur,
án þess að nokkur gæfi því
gaum.
Neil fór að draga sig burt frá
manninum með kíttisandlitið og
fingurnir á honum snertu blöðin
í krukluðu tímariti. Hann tók
það og breiddi það yfir andlitið
á sér, og þá loks féli hann í fasta
svefn.
Hann vaknaði allt í einu, ringl
aður. Horfði upp í geislana frá
miorgunsólinni. Einhver hafði
tekið tímaritið af andlitinu á
honum. Hann sneri til höfðinu
og pírði með augunum.
— Maðurinn minn talar ekki um
gagnrýni.
annað en nauðsyn harðrar sjálfs
Standandi yfir honum, með
þunga handtösku hangandi á öxl
inni var Anne-Marie.
7. kafli.
Hún sagði lágt: — Rístu upp,
hr. Ingleby. Við erum að fa.ra.
Hann lá andartak og glápti á
hana, og var ekki alveg viss um,
hvar hann væri. Hann hafði
kverkaskít og hann tók í augun
og hann klæjaði í höfðinu. Hann
reis upp og reyndi að átta sig,
og honum leið illa.
Hún endurtók með undarlega
þurri og harðri rödd: — Stattu
upp, við erum að fara.
Hann tók nú að hugsa ofurlít-
ið ljósar. Úrið hans stóð ennþá.
Hann leit á klukkuna yfir af-
greiðsluborðinu og sá, að hún
var aðeins yfir sjö. Það var kom
inn ofu.rlítil hreyfing á í saln-
um, fólk var að taka saman pjönk
ur sínar og raða sér upp fyrir
framan salernin og kaffi'borðið.
Flugfreyjan og CRS-mennirnir
í snotrum, bláum búningum voru
enn á vakt og vindurinn hvein
enn úti fyrir.
Hann stóð upp, neri augun og
leit á hana. Andliitð á henni var
kuldalegt og sviplaust, rétt eins
kornótt, svarthvít ljósmynd. —
Hvað ert þú hér að gera? sagði
hann dauflega, enn hálfsofandi.
— Við erum að fara, sagði hún.
— Þú getur ekki verið hérna
lengur.
Eru5 þér nægilega vel
tryggður...
ÍIÍIIIÍIIIÍ
EF ELDUR KÆMI UPP
ií HÚSI YÐAR?
EF FARANGUR YÐAR
TAPAÐIST Á FERÐALAGI?
Allir vita að trygging er nauðsyn, en alltof mörg
dæmi sanna, að fólk hefur beðið of lengi með
að tryggja, eða endurnýja gamla tryggingu. Leitið
til okkar, eða umboðsmanna okkar úti ó landi.
EF ÞÉR YRÐUÐ FYRIR SLYSI? EF BÖRN YÐAR BRYTU
RÚÐU HJÁ NÁGRANNANUM?
ALMENNAR TRYGGINGAR £
PÓSTHUSSTRÆTI 9 * SÍMI 17700
Hann opnaði augun til fulls,
og hristi höfuðið. Hann velti þvi
fyrir sér, hvort hann væri enn
að dreyma. — En hvað ert þú
hér að gera? Hvernig vissirðu,
hvar ég væri?
— Ég fór í hótelið til að hitta
þig. Fékkstu ekki bréfið frá
mér?
Hann hleypti brúnum. — Af-
sakaðu, en ég er bara ekki al-
mennilega vaknaður enn. Hann
þrýsti hendinni á ennið: — Ég
skil ekki almennilega, hvað er
að gerast.
— Þú kemur með mér, herra
Ingleby. Augnaráðið var ískait
og í heilar tíu sekúndur stóðu
þau þannig og horfðu hvort á
annað, hreyfingarlaus og begj-
andi.
— Ég get ekki farið með þér,
sagði hann loksins. Ég er búinn
að fá flugfar í dag og mér hefur
verið vísað úr landi.
— Það verður ekkert flogið í
dag, sagði hún og lagaði til tösku
sem hékk á öxlinni. CRS-höfuðs
maðurinn var að segja mér það
rétt áðan.
Hann renndi niður munnvatni
og fann óbragðið, sem var uppi í
munninum, og óskaði þess heit-
ast, að hann hefði tannbursta og
rakvél. Skeggbroddarnir á hon-
um voru eins og eitthvert auka-
skinn. Hann sagði: — Ég verð að
fara að þvo mér, ég get ekki tai-
að við þig svona útlítandi.
Hún kallaði á eftir honum. —
Flýttu þér. Við höfum takmark-
aðan tíma.
Það var biðröð úti fyrir snyrti
herbergjunum og það liðu nokkr
ar mínútur áður en hann komst
að. Sætið á salerninu hafði ver-
ið rifið af og honum fannst hann
sitja lengi á köldu postulínsskál-
inni og hélt höndunum um höf-
uðið og reyndi að koma ein-
hverju skipulagi á hugsanir sín-
ar.
Hann minntist þess, sem Mall-
ory hafði sagt um hana. Jafnvel
þótt hún væri ekki stjúpdóttur
Broussa.rds, fannst honum allt
benda til þess, að hann ætti að
forðast 'hana. En hann hugsaði
ekki lengur rökrétt. Enn fann
hann þessa heimskulegu löngun
til að halda sig sem næst þeim,
sem voru honum hættulegastir
— útskýra fyrir þeim það, sem
gerzt hafði og leita sér verndar
með því að segja eingöngu sann-
leikann. Því að hann átti sér
engrar verndar von, hvorki frá
CRS né frá Pol, né heldur mann-
inum, sem kallaður var Wynne-
Catlin. En það var aðeins hugs-
anlegt, að Anne-Marie kynni að
geta hjálpað honum.
GOLFKLÆÐNING
I FLÍSUM OG RÚLLUM
FRA DLW
FÆST I ÖLLUM GÓÐUM SÉRVERZLUNUM UM LAND ALLT