Morgunblaðið - 03.09.1967, Blaðsíða 10

Morgunblaðið - 03.09.1967, Blaðsíða 10
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. SEPT. 1967 VETRARTIZKAM tíi 'S j|Bí:l v f/H.M NÚ HEFIJR verið gefið leyfi til að birta myndir frá vetrar- tízkunni í París. Komu myndirnar mörgum mjög á óvart. I rauninni varð engin meginbreyting á, frá því sem áður var, en flestir höfðu búizt við eins konar byltingu í tízkuheimin- um, líkt og varð 1947 er Dior kom með síðu pilsin. Að vísu koma fram síð pils, en stuttu pilsin halda velli. Tízkan, sem nú er ríkjandi, er ákaflega öfgafull, ýmist afar stutt eða afar síð. Margir af tízkufrömuðunum taka samt skýrt fram að síða tízkan sé eingöngu ætluð til jóla- leyfa í fjöllunum, ferðalaga um sveitirnar, eða þá eingöngu til spaugs á götum úti. Þrátt fyrir þessar fullyrðingar verð- ur að taka með í reikninginn að kvöldkjólarnir eru síðir, eða hálfsíðir, stundum hvorutveggja í senn, hálfstuttir að framan en síðir að aftan. Geta nú konur valið á milli, eftir aldri, vexti og per- sónuleika, hvort þær vilja ganga í stuttri eða síðri tízku. En eitt ber öllum tízkuhúsunum saman um, konan á að vera kvenleg. Mikið var af alls konar stígvélum, úr leðri, rúskinni, lakki eða öðru efni, hattarnir eru yfirleitt hjálmlaga og falla þétt að höfðinu. Mikið ber á herðaslám, hæði yfir dragtir og í staðinn fyrir kápur. Engar fastar reglur eru ríkjandi um mittið. Beltin mega vera allt ofan frá brjóstum (empire-línan), í réttum mittis- stað eða ofan á mjöðmum. Tízkulitirnir eru margir, en aðallega svart, hvítt, dökk- i v ' ' ^ Þessi mynd er dæmigerð fyrir vetrartízkuna í ár. Paris. Maxi- og mini-stúlkur á Concord-torginu í hrúnt, grátt og dökkblátt. Skærrautt, hlátt, grænt, appel- sínugult, gyllt og fölhrúnt (beige) eru „auka“-litir. Sokkarnir eiga að vera dökkhrúnir. Eins og sjá má af þessari upptalningu virðist vera á markaðinum nánast eitthvað fyrir alla og birtast hér nokk- ur sýnishorn af því sem fram kom. Að sjálfsögðu gefur París „tóninn“, ef svo mætti segja, en tískuhús um víða veröld framleiða síðan fyrir viðskipta- vini sína föt hyggð á hugmyndunum, draga úr öfgunum, þannig að venjulegt fólk geti notað fötin. Nú skulum við líta á myndirnar. Stutt-pils með stuttum jakka og skemmtilegum hatti frá Pierre Cardin. Svört og hvít tweea-dragt frá Jacques Heim. Jakkanum er lokað að framan með rennilás og beltið er dregið í gegn, takið eftir slánni, sem er úr sama @fni og dragtin. Það er Ungaro sem ber ábyrgð á þessum fótabúnaði, sem * að notast við mjög stuttan kvöldkjól, hvort þetta eru sokkar eða stágvél, Uggur ekki alveg Ijóst fyrir en okkur sýnist stúlkan vera mjög göngugifs á báðum fótum!

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.