Morgunblaðið - 03.09.1967, Blaðsíða 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. SEPT. 1967
- Vísindamenn
Framhald af bls. 10
efni og margt orðið mér ljós-
ara.
— Hvert er höfuðatriðið í
kenningum þínum um myndun
þessara fjalla, og hefur Surtur
kannski sannfært þig um eitt-
hvað gagnsætt Guðmundi?
— f fyrrgreindu riti bendi
ég á útfrá gerð ýmissa mó-
bergsfjalla, að þau mynduðust
við gos undir vatni eða sjó.
Móbergi, sem örugglega er
myndað undir sjó enda vöðlað
saman við skeljaleir, hef ég
lýst í ritgerð um svæðið sunn-
aft Húsavíkur.
— Hvað er það í gerð mó-
bergs er þú telur, að bendi til
myndunar undir vatni?
— Það eru einkum skrið-
hallándi lög úr sundurlausum
gosefnum, sem minna nokkuð
á framburðarlög framan við
ármynni. Þegar kemur upp að
vissum fleti breytist hið sund-
urlausa lagahallandi efni í
heillegri hraun. Þetta virðist
merki um, að vatnsborð hafi
komið til.
Fyrir mörgum árum hélt
bandarískur jarðfræðingur því
fram, að við gos undir vatni
fengjust svona hallandi lög
undir vatnsyfirborði en heil-
legri hraunlög ofan þess.
Surtseyjargosið hefur staðfest
þetta í einu tilviki.
Um þessa túlkun laganna er
enginn skoðanamunur. Hann
er hinsvegar fólginn í því
hvernig standi á þessu vatns-
borði hátt til fjalla.
Guðmundtir og fleiri trúa
því, að hér sé um að ræða vatn
í víðu opi, sem myndaðist gegn
um þykkan ísaldarjök*il í gos-
inu og vatnsborðið tákni, sem
næst yfirborð jökulsins. Mjög
einföld kenning og þægileg til
útlistunar.
— En þú ert ekki ánægður
með hana?
Nei, ég get ekki orðað það
öðru vísi en að segja, að ég
veit að hún fær yfirleitt
ekki staðizt, þótt ég vilji ekki
þvertaka fyrir að einstaka
dæmi um svona uppruna
kynnu að finnast við frekari
leit.
— Og hvað er til marks um
þetta?
— í fyrsta lagi er öll innri
gerðin, meira og minna reglu-
leg og útbreidd lög, ósamrým-
anleg aðstæðum undir jökul-
fargi, eða þrengslum í bræðslu
opi. í öðru lagi hafi ég getað
sýnt fram á, að lögin eru nú
með lyftingum einstakra
blakka og ræma komin í allt
aðra legu en hina upphaflegu.
Þannig er allur fjllgarðurinn
hérna fyrir austan okkur keðja
af blökkum, sem lyfst hafa um
mörg hundruð metra.
Vatnsborðin í þessum fjöll-
um, sem upphaflega voru
nærri sjávarmáli eða við það,
er nú að finna uppi við fjalls-
bergsblakkana hefi ég víða
brúnir. Þessar lyftingar mó-
rakið. Gosin áttu sér víða stað
í sigdældum, undir vatni, en
ég er enn i óvissu um það,
að hve miklu leyti sjór kann
að hafa gengið þar inn.
Aðeins vissa lága móbergs-
hryggi (t. d. Draugahlíðar) og
kúfu (t. d. í Hítardal) álít ég
sennilega myndaða undir j*ökli.
— Hvað þá um Surt?
— Allir höfum við lært mik-
ið af honum. Hann sýndi okk-
ur gos undir og uppúr sjó. En
Surtsey sannar hvorki eitt né
neitt um uppruna íslenzka mó-
bergsins.
Hvernig móbergið varð til
verður aðeins dæmt um á
grundvelli rækilegra kannana
á því sjálfu.
En sér í lagi hafna ég því,
a ðgos undir sjó sýni manni
hvernig gos verður undir jökli.
Því annað er fast efni en hitt
fljótandi.
— Hefur þú sett eitthvað
fram um þennan mismun á
prenti?
— Það gerði ég með grein
í síðasta tölublaði Jökuls. Hún
fjallar um hvernig gos muni
sennilega haga sér undir jökli.
Ég álít vafasamt, að gos hér
á landi mundi geta brotizt eða
brætt sig upp í gegnum þykk-
ari jökul en svo sem 100
metra. Eftir því hefðu gos á
jökultíma alla jafna kafnað í
fæðingu. En ef gosið brytist
upp mundi útkoman verða æði
ólík stapafjalli. Hér er um að
ræða almenn rök, er hafa má
hliðsjón af, þar til full könnun
á móberginu sjálfu hefur leitt
tii niðurstöðu, sem allir fallast
á.
Á FERÐ f BYGGÐ
OG ÓBYGG®
— Svo við hverfum frá mó-
berginu. Hvernig hefur störf-
um þínum í aðalatriðum verið
háttað?
— Að fráskildum tveimur
ársfríum hef ég venjulega haft
fulla kennslu allt frá því ég
kom heim frá námi. Fyrst eins
og áður segir við Menntaskól-
ann á Akureyri frá 1935 — ’43.
Frá 1945 hef ég svo verið
prófessor við verkfræðideild
Háskólans.
— Hvað um starfsaðstöðuna
á þessum árum?
— Það væri kannski hægt'
að varpa þeirri spurningu
fram, hvort hægt væri að sam-
eina kennslu og rannsóknir.
Eða hvort árangurinn hjá mér
sanni þvert á móti hið gagn-
stæða. Auðvitað er ég ekki s-á
sem á að fella dóminn. Þeir
dómar gætu orðið á ýmsa lund,
eins og um flest mannanna
verk.
— Þú hefur farið víða um
landið í starfi þínu?
— Ekki er því að leyna.
Þessar rannsóknir hafa leitt
mdg víða um landið. Fyrstu
árin hafði ég ekkert eigið far-
artæki. Fór lengri leiðir með
áætlunarbifreiðum og gekk svo
um byggðir, fjöll og firnindi,
oft einn á ferð. Leitaði ég þá
oftsinnis til sveitabæjanna til
gistingar. Mig langar sérstak-
lega að lokum til að nota tæki-
færið og taka fram hve mikið
þessi ferðalög byggðust á því,
að fólk tók mér ævinlega, sem
gömlum kunningja. Aldrei stóð
á því að opna heimili sín fyrir
mér. Ég á margar skemmti-
legar endurminningar frá sam-
ræðukvöldum á þessum heirn-
ilum.Ég hef reynt það sama,
sem svo margir aðrir, að undr-
ast hve fólkið í sveitunum er
áhugasamt um rannsóknir,
hefur gaman að ræða um fyrir-
birgði náttúrunnar og er oft
vel heima í þeim hluitum.
Skrifstofustúlka óskast
HERVALD EIRÍKSSON S.F.,
Austurstræti 17, 3. hæð, sími 22665.
Mikið úrval
af GOOD YEAR gólfflísum og NEODON og DLW
gólfteppum. — Gott verð.
LITAVER S.F., Símar 30280, 32262.
Skrifstofur okkar eru fluttar að
LAUGAVEG 18
EVEREST TRADING COMPANY.
Stúlka hálfan daginn
Stúlka vön skrifstofustörfum óskast til starfa, sem
fyrst. Umsóknir með upplýsingum um aldur,
menntun og fyrri störf, sendist blaðinu fyrir næst
komandi miðvikudagskvöld, merktar: „Góð vinnu-
skilyrði — 548“.
M 0 S AIK h.f.
Höfum fyrirliggjandi fallegar steinflögur til vegg-
skreytinga frá ýmsum stöðum á landinu.
Sérstaklega valin vara.
Þverholti 15, sími 19860.
Afgreiðslustúlka - vefnaðar-
vöruverzlun
Vön afgreiðslustúlka ekki yngri en 25 ára óskast í
vefnaðarvöruverzlun hálfan eða allan daginn.
Þarf að geta unnið nokkuð sjálfstætt. Upplýsingar
um menntun og fyrri störf sendist. afgreiðslu
Morgunblaðsins fyrir 12. þ.m. merkt: „Afgreiðslu-
stúika — vefnaðarvöruverzlun — 547“.
Dralon Damask
Blúndustóresar
Stóresar með blýkanti
í breiddum 120 — 150 — 180 —
200 — 220 — 250 — 300.
KJÖRGARÐUR
Gardínudeild. — Sími 18478.
Verzlun
Til sölu er nýlenduvöruverzlun í fullum gangi,
frémur lítil í eigin húsnæði. Hagstæð kjör ef samið
er strax. Tiboð sendist til blaðsins fyrir 10. þ. m.
merkt: „Hagstætt — 87“.
Nauðungaruppboð
annað og síðasta á hluta í Miklubraut 18, hér í borg,
þingl. eign Árna Jónssonar, fer fram á eigninni
sjálfri, föstudaginn 8. september 1967, kl. 10% síð-
degis.
Borgarfógetaembættið í Reykjavík.
Til leigu
Nú þegar er til leigu um 150 ferm. húsnæði á 1. hæð
á góðum stað í Ármúla. Hentugt fyrir heildverzlun,
verzlun, hárgreiðslustofu og þar um líkt.
Upplýsingar veittar í síma 82780.
Starfsstúlka
óskast á vistheimilið að Tjaldanesi um miðjan sept.
Upplýsingar í síma um Brúarland.
Vön skrifstofustúlka
með málakunnáttu óskar eftir vel launuðu starfi.
Tilboð sendist afgreiðslu Mbl. fyrir föstudags-
kvöld merkt: „Fyrirvinna — 85“.
Skuldabréf
Skuldabréf, ríkistryggð eða tryggð með góðu fast-
eignaveði, óskast keypt. Tilboð leggist inn á af-
greiðslu Morgunblaðsins fyrir 6. þ.m. merkt:
„Einkamál — 546“.
Grípið tækifærið
Af sérstökum ástæðum eru nokkrar notaðar bif-
reiðir til sölu, ef samið er strax.
CIIEVROLET UMBOÐIÐ
Ármúla 3 — Sími 38900.
— Þ. W.