Morgunblaðið - 03.09.1967, Blaðsíða 19

Morgunblaðið - 03.09.1967, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 3. SEPT. 1967 Minjasafnið á Akureyri BYGGÐASÖF'NTJM fjölgar, eft- ir því sem fleiri héruð vakna til vitundar um þá ábyrgð sína, að bjarga frá glötun og gleymsku ýmsum þeim reka frá hverf- andi menningarskeiði, sem út- sog nýrrar aldar með 'byltingu í vinnubrögðum, tækni og húsa- kynnum leitast við að bera út á haf eyðingar og óafturkallan- pjrðui Friðbjarnarson, safnvörður. legrar tortímingar. Svo er fyrir að þakka, að þeir eru margir, sem bera gæfu til þeirrar glögg- skyggni að sjá, hvaða hlutir eru að verða forngripir og verðugir safnmunir, um leið og þeir hverfa úr daglegri notkun, halda þeim til haga og koma þeim í varanlega varðveizlu. Hins veg- ar vitum við sorglega mörg dæmi hins, að merkilegum munum er fleygt, ef þeir eru ekki nýtilegir lengur eða útlit þeirra með þeim hætti, að þeir geta naumast talizt stofustáss. Menn brestur annað hvort dóm- greind eða sinnu til að bjarga slíkum munum, þótt í þeim kunnl að vera fólgið mikið þjóð- menningarlegt verðmæti fyrir sákir sjaldgæfi, listbragðs eða tengsla við horfna menn eða liðna atburði. f>ó skortir menn yfirleitt ekki skylduga ræktar- semi við þá fortíð, sem við erum öll sprottin úr og eigum svo margt að þakka, en það er alltaf erfitt um það að dæma á hverj- um tíma, hvað í samtíðinni verð- ur talin merkileg fortíð í fram- tíðinni. Mörg eru byggðasöfnin áþekk og hafa margt að geyma af svip- uðu tagi, en flest eiga 'þó eitt- hvert sérkenni eða eru betur búin að einstökum safnþáttum en önnur. Því er jafnan fróðlegt að skoða þau hvert um sig, í hverju safni er sitthvað að finna, sem ekki er annars staðar. Á einum stað kann að vera úr- valssafn landbúnaðartækja, á öðrum betra safn úr sjávarút- vegi, á enn einum búsáhöld, smiðatól, kirkjugripir eða manna myndasafn, svo að eitthvað sé nefnt. Af þessum sökum er fróð- legt að kynnast sem flestum þessara safna, auk þess sem hvert og eitt ber ýmds sérkenni síns byggðarlags, atvinnuhátta og alþýðulistar. Minjasafnið á Akureyri er ekki aldið að árum, var fyrst opnað fyrir 5 árum. Fyrsta til- lagan um stofnun safns muna úr eyfirzkum byggðum var borir. fram af Eiði Guðmundssyni á Þúfnavöllum og Þórarni Kr. Eldjárn á Tjörn á aðalfundi Mjólkursamlags KEA árið 1949. Varð hún til þess, að KEA tók málið upp á sína arma og kaus þá Þórarin Kr. Eldjárn og Jakob Frímannsson og Jónas Kristjánsson í nefnd til að vinna að málinu. Vorið 1951 var Snorri Sigfússon ráðinn til að ferðasí um héraðið og safna munum, og vann hann að því næstu sumur ásamt Ragnari Ásgeirssyni ráðu- naut og Helga Eiríkssyni, bónda á Þórustöðum. Sunferið 1952 náðist samstaða með Akureyrarbæ og Eyja- fjarðarsýslu um stofnun safns- ins, og voru þeir skipaðir í byggðasafnsnefnd Snorri Sig- fússon fyrir KEA, Vigfús Frið- riksson fyrir Akureyrarbæ og Helgi Eiríksson fyrir Eyjafjarðar sýslu, og styrktu þessir aðilar söfnunarstarfið með nokkrum fjárframlögum næstu ár. Við brottför Snorra Sigfússonar úr Fornar kirkjuklukkur og skápurinn úr Hrafnagilskirkju 19 1 Úr „smíðahúsinu“. Ljósm. Sv. P. bænum 1954 tók varamaður hans, Jónas Kristjánsson, mjólk- ursamlagsstjóri, sæti hans í nefndinni, og hefir hann venð formaður hennar og síðar stjórn- ar Minjasafnsins síðan og unnið mikið starf og óeigingjarnt í þágu safnsins. Þegar Vigfús Friðriksson fluttist burt 1956, var Ármann Dalmannsson kjör- „Hornið inn í hans stað og hefir síðan átt sæti í stjórn safnsins. Brátt safnaðist mikill fjöldi muna, og þá þurfti að fara að líta í kringum sig eftir hús- næði. Fyrstu 10 árin vár aðeins notazt við bráðabirgðageymslur hér og þar um bæinn, en jafn- framt kviknaði ný og djarfleg hugmynd um framtíðarstað og hlutverk safnsins, sú, að gera hluta af Fjörunni á Akureyri (elzta hverfi bæjarins) að safn- svæði, varðveita þar þau hús, sem fyrir eru, og flytja þangað önnur, sem eftirsóknarverð væru og safninu kynnu að áskotnast. Á þessu svæði eru rnörg gömul og merkileg hús, þar sem margir merkir menn í sögu Akureyrar hafa búið og starfað, og svo lánlega vill til, að þar er allt furðu lítt breytt síðan um miðja 19 öld. Hugmyndinni óx fljótt fylgi, og er enn unnið að fram- kvæmd hennar, þótt hægt miði, enda er hér um verkefni fyrir langa framtíð að ræða. Fyrir forgöngu Sveinbjarnar Jónssonar og á hans kostnað var fenginn hingað til skrafs og ráðagerða norskur sérfræðingur, Fortein Valen-Sendstad, for- stöðumaður hins merka norska safns De Sandvigske Samlinger á Majhaugen í Lillehammer, og skilaði hann rækilegu áliti sum- arið 1961, byggðu á hygmynd- inni um safnsvæði í Fjörunni. Ári síðar var Þórður Frið- bjarnarson, byggingameistari, ráðinn safnvörður, og hefir hann gegnt því starfi síðan með mik- illi prýði, þannig að athy.gli vek- ömmu“. ur, þegar inn er komið, snyrti- mennska, smekkvísi og hug- kvæmni í uppsetningu safnsins og umgengni allri. Sama ár náð- ist fullnaðarsamkomulag milli Akureyrarbæjar, Eyjafjkrðar- sýslu og Kaupfélags Eyfirðinga um eignarhlutföll í safninu og skiptingu rekstrarkostnaðar. Safnið er sjálfseignarstofnun, og telst Akureyrarbær eiga %, sýslan y5 og KEA Skipa þess- ir aðiljar stjórnarmenn í sömu hlutföllum. Þetta sama ár, þegar Akur- eyrarkaupstaður fagnaði 100 ára afmæli sínu, festi Jónas Krist- jánsson kaup á húseign frú Gunnhildar og Balduins Ryel, kaupmanns, Aðalstræti 58, ásamt hinum sögufræga og fagra trjágárði fyrir eigið fé til að tryggja safninu hið hentuga hús- næði, en lét síðan safnið ganga inn í kaupin, þegar það varð þess megnugt og það hafði verið formlega sett á stofn. Var nú tekið til óspilltra málanna við að breyta ibúðarhúsinu í safn- hús, munir þess smám saman fluttir inn í það og þeim komið fyrir í hillum, skápum, sýningar kössum og á veggjum. Nú er svo komið, að hið rúmgóða safnhús er alskipað munum á öllum þremur hæðunum, en auk þess eru mjög margir í geymsluhús- næði á þremur eða fjórum stöð- um í bænum, einkum stórir hlut- ir og tví- eða þrítök muna, sem til sýnis eru. Skrásettir. munir eru nú um 3200 og um 100 óskrá- settir. Hafa safnvörður og stjórn safnsins nú hugleitt sterklega að ffeista þess að koma upp við- bótarbyggingu við safnið, þar sem m.a. væri unnt að koma upp tímabundnum sérsýningum, auk þess sem þar væru básar fyrir minni sýningardeildir eða beildir, svo sem verkstæði af ýmsu tagi með öllum tækjum og verkfærum frá eldri tímum, munir úr eigu einstakra manna eða unnir af þeim, deildir um ýmsa sérþætfi atvinnulífs, menn ingarlífs og alþýðulistar, endur- gerð krambúð og sitt’hvað fleira. Þar yrðu einnig geymslur undir óskrásetta muni, viðgerðarverk- stæði og skrifstofa safnvarðar. Þar yrði einnig heritugur salur til myndlistarsýningar, en hann skortir tilfinnanlega á Akur- eyri. Eins og fyrr segir, er safnið á þremur hæðum. Á efstu hæð er kirkjugripadeild með gamalli altaristöflu, messuklæðum og ýmsu fleiru. Þar eru tveir elztu munirnir, kirkjuklukka afar forn, sem fannst í jörðu í Eyja- firði og ekki hefir verið tíma- sett með vissu, og fagurlega útskorinn skápur úr Hrafnagils- kirkju, sem var sóknarkirkja Akureyringa fram til ársins 1863, en hann ber ártalið 1672. t næstu stofu eru nokkrir merki- legir uppdrættir af Akureyri í aldursröð, sá elzti frá 1778. Á þessari hæð eru einnig margir munir, stórir og smáir, úr eigu nokkurra merkra borgara og stórt safn ljósmyr.da úr sögu Akureyrar, er sýna bæjarbúa í daglegri önn og á hátíðastund- um, bæði á þessari öld og hinni síðustu. Hér er einnig nýbúið að setja upp • skemmtilega deild listmuna eftir þá bræður Jón, Hannes og Kristján Vigfússyni frá Litla- Árskógi, en þeir hafa unnið að listaverkum þessum s.l. 20-30 ár i tómstundum sínum Hér eru teikningar, höggmyndir, málverk og úrskurður, allt unnið með einstaklega vönduðu ■ hand- bragði og af smekkvísi. Þeir bræður hafa gefið Minjasafninu listmuni þessa til eignar og varðveizlu. Á miðhæð kennir margra grasa, en e.t.v. vekur mesta at- hygli úrsmíðavinnustofa Friðl- riks heitins Þorgrímssonar í sér- stakri stofu. Gegnt henni er svefnherbergi fyrirmanns frá 19. öld með rúmstæði og ser- vanti Kristjáns amtmanns Krist- jánssonar og ýmsum öðrum gömlum húsgögnum og vegg- Framhald á bls. 20

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.