Morgunblaðið - 27.09.1967, Side 28

Morgunblaðið - 27.09.1967, Side 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 27. SEPT. 1967 MAYSIE GREIG: 17 Læknirinn og dansmærin Hér eru svik í tafli, drengir! í auglýsingunni stóð að stúlka væri í baðkerinu. sanngjörn gagnvart Alise. Hún gæti vel haft allt til aið bera, sem ég heimta af eiginkonu. — En þú elskar hana ekki! endurtók hún og rétti fram arm- ana til þess að faðma hann. — Nei, það skal hamingjan vit'a, sagði hann og kyssti hana ákaft. Hún svaraði kosssum hans, en hjarta hennar var fullt örvænt- ingar. Var þetta í síðasta sinn, sem hún fengi að vera ein með honum? Var þetta í síðasta skipti, sem þau færu út saman? — Á ég þá ekki að fá að sjá þig oiftar, Marcel? Röddin var kjökrandi. — Ég ætla að reyna að hafa einhver ráð, elskan mín. Ég gæti ekki til þess hugsað, að eiga ekki að sjá þig aftur. En mér fannst réttara að segja þér, að Alise er væntanleg til dvalar hérna. Ég verð að gera skyldu mína. Röddin var hörkuleg. Hún var of stolt í sér til þess að fara frekar bónarveg að hon- um. Foreldrar hans mundu aldrei vilja hana fyrir tengda- dóttur, heimanmundarlausa, og eina ráðið til þess að bæta úr þvi, var að taka hinu fáránlega tilboði Arons Hennesy. En það var hiún hrædd við. Hún hafði orðið þess æ betur vör undan- farið, að hún gekk í augu Arons. Hann kynn-i að gera frekari kröf ur til hennar. Og hvað sem öðru liði, niundi hjónaskilnaðurinn valda hneykslL Og yrði hún keppikefli fyrir Marcel eða for- eldra hans eftir það? Freklega vafasamt, fannst henni. Tim var sá eini, sem léti sér á sama standa þótt hún hefði lent í hjónaskilnaðarmáli. Hún fann alveg á sér, að siðareglur Tims mundu ekki vera jafn- strangar og Marcels. Hún var niðurdregin og þreiytt, og stakk upp á, að þau skyldu snúa aftuf til Villa Bella. — I>að er svo framorðið, sagði hún. — Klukkan er yfir tvö. — Það vakir enginn eftir þér, sagði hann, — Og þetta kann að verða síðasta kvöldið okkar saman í langan tíma. — Er það mér að kenna? Hann hristi höfuðið. — Nei, eiskan mín. Þú ert svo dásamleg og skilur þetta svo vel. En hún Skildi það einmitt tíkki til fullnusbu. Ef hann elsk- aði hana, hversvegna gat hann þá ekki slitið trúlofun þeirra Alise? Gat hann ekki slitið sig frá þessium harðneskjulegu, frönsku siðareglum. En aftur bannaði stolt hennair henni að spyrja hann þessa. Þau óku því þegjandi í áttina til Villa Bella. Þau kvöddust og lalsvert form lega. Hún vissi, að ef hún ekki herti sig upp, mundi hún alveg falla saman. Hann hafði sagt, að þau mundu hittast aftur, en nefndi hvorki ákveðna stund né stað. Þegar hún stákk lyklinum í skráargatið, tók hún ekki eftir því, að ljós var enn logandi í setustofunni. Um ieið og hún gekk inn í forstofuna, opnaðist vængjaburðin. Aron Hennesy stóð þarna, sterklegur og karl- mannlegur og laglegur, þótt hann væri dálílið grófgerður í andlitsfalli. — Hvar hafið þér verið? sagði hann. — Hversvegna eruð þér svona lengi úti? Framkoma hans var ógnandi. — Ég fór með Murcel Sellier í boð til vinafólks hans, Forrester- hjónanna. Svo fórum við í Maxim í Nice. — Vitið þér, að þetta er í ann- að sinn, sem þér eruð úti eftir klukkan tvö á nóttu? Hún píndi sig til að svara. — Gerir það nokkuð til? Á ég ekki sjálf frítímann minn? — Nei, ekki þar sem ég er annarsvegar. Komið þér hérna inn. Hann greip í handlegg henni og hálfýtti henni inn í stofuna. — Ég er orðinn ástfanginn af yður, sagði hann. — Vissuð þér það ekki? Vissuð þér ekki, hvaða helvítiskvalir ég er búinn að líða allt kwöldið? Hún varð steinhissa. — Svona megið þér ekki tala, hr. Hennesy. En hann hélt áfram, reiðilega: — Þér skuluð ekki halda, að þér getið leikið yður að mér eins og köttur að mús. Ég er sá, sem greiðir yður kaupið, og gleymið heldur ekki tilboðinu, sem ég gerði yður. Hefði ég gert það, ef ég hefði ekki verið snortinn af yður? Ég þrái yður. Hann greip hana í fang sér með ákafa. — Sleppið mér, hr. Hennesy! bað hún. — Ég vil ekki þurfa að æpa upp og koma öllu í bál og brand. — Munduð þér gera það? Hún kinkaði kolli. — Já. Hann hló og þrýsti vörum sín um ofsalega á hennar. Hún reyndi að ýta honum frá sér af öllum kröftum. — Látið þér mig vera, hr. Hennesy, sagði hún lafmóð. Ég kæri mig hvorki um yður né þessa skítugu pen- inga yðar. Ef þér reynið að kyssa mig aftur, skal ég öskra upp og láta alla í húsinu vita, hvers vegna ég fer héðan. — Svo að þér eigið þá annan elskhuga, svaraði hann. — Að minnsta kosti eruð þér ástfang- inn af einhverjum öðrum. — Það getur skeð og skeð ekki. Að minnsta kosti leyfi ég yðux ekki að gerast nærgöngull við mig. Heldur vil ég segja upp. Ég get fengið eitfhvað að gera ann- arsstaðar. / Hann hafði hingað til verið nærgöngull, en þessi orð hennar virtust draga úr honum allan kjark. — Gerið þér það ekki, bað bann. Við þörfnumst yður hérna. Ég þarfnast yftur og Dickie þarfn ast yðar. En fyrst þér hafið ver- ið tvö kvöld úti með Marcel Sellier, hélt ég, að þér hefðuð ekkert á móti þvi, að ég kyssti yður. En þér eruð kannski ást- fangin af blessuðum lækninum okkar? Hún hefði gjarna viljað neita því og óskaði þess, að hún gæti það. En í staðinn svaraði hún: — Það gæti vel komið til mála. Kæmi yður nokkuð við, ef svo væri? — Hann giftist yður aldrei. Frakkar giftast ekki heimamund arlausri stúlku, og eini heima- mundurinn, sem þér gætuð lagt með yður væri, ef þér tækjuð tilboðinu minu. — Já, en þér lofuðuð, að það skyldi verða skilyrðislaust. — Því lofa ég enn. Getið þér láð mér þó að ég hagaði mér eins og ég gerði, eftir að hafa beðið tímunum saman eftir að þér kæmuð heim? Grace er úti með kunningja sínum, honum Bonneau greifa. En ég sit hér einn og læt mér leiðast. Ég þrái einhvern félagsskap. Yðar félags skap, Yvonne. Ef þér viljið skrafa við mig dálitla stund og hita okkur kaffisopa, lofa ég að ónáða yður ekki frekar. Hún kenndi í brjósti um hann. Þrátt fyrir öll auðæfin, var hann ainmana maður. — Ég skal hita kaffisopa. Ég haf fulla þörf á honum sjálf. En .... get ég þá treyst loforði yð- ar? — Já, því er öilu óhætt, sagði hann og setti upp skakkt bros. — Ég skal ekki verða nærgöng- ull við yður oftar. Hún bjó til kaffið frammi í eldhúsinu og kom svo með það inn á silfurbakka. Hún var búin að komast í svo margt um daginn, að kaffið hressti bana vel við. En hún var fegin, að hún var búin að hafna tilboði hans fyrir fullt og allt. Hálf milljón dala var að visu álitleg upp- hæð, en nú hún vissi hún, að hann sjálfur mundi þurfa að fylgja með í kaupunum. Eftir að þau höfðu tókið við kaffið, sagði hún. — Ég er sann- arlega dauðþreytt. Er yður sama þó að ég fari að hátta? — Ég vildi, að ég mætti hátta hjá yður, sagði hann og glotti. Hún hristi höfuðið. — Nei, ég er nrædd um, að ég hafi þegar ■sagt síðasta orðið um það. — En þér megið ekki fara, sagði hann, biðjandi. — Grace treystir svo á yður og Dickie þykir svo vænt um yður. Ég skal reyna að hegða mér vel, lofia ég. En ég er einmana hérna og lang- ar heldur ekkert að fara út með einhver j um f ataf ækkunar stelp- um. Það verðið þér að reyna að skilja, Yvonne. —• Það held ég, að ég geri, sagði hún. Og ef þér lofið því ið vera skikkanlegur, skal ég verða áfram. Mér þykir mjög vænt um Dickie. — Mér þykir fyrir því, að ég skyldi fara að verða of nærgöng- ull við yður. Ég sver, að það skal ekki koma fyrir aftur. Umtöluð og spennandi ný ís- lenzk skáldsaga. Listræn kápumynd eftir Hall- grím Tryggvason. Verð aðeins 95.00 kr., 264 blað sáður. Bókaútgdfan Tvistur límin eru væntanleg. Vinsamlegast sendið pantanir sem fyrst. Umboðsmenn Dunlop company LTD. A& ADSTIIRBAKKIS SÍMi: 38944

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.