Morgunblaðið - 22.10.1967, Qupperneq 18

Morgunblaðið - 22.10.1967, Qupperneq 18
18 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. OKT. 1307 - SUS-þing Framh. af bls. 2 við aðrar þjóðir, svo að við get- um leyst okkar örðugleika í samvinnu við þær, eins og aðrar þjóðir hjálpa nú hver annarri að leysa sína. Ráðherrann benti á, að verð- fall sjávarafurða hefði orðið okkur miklu síður tiifinnanlegt, ef við hefðum verið aðilar að EFTA. Nú eigum við t. d. við að búa 10% lakara verð fyrir síldarlýsi í Englandi, en Norðmenn af þessum sökum, og sömuleiðis er útilok- að að selja hraðfrystan fisk á hinum stóra brezka markaði. Halda menn, að það efli íslenzkt sjálfstæði að við þannig vísvit- andi lokum okkur frá þeirri þjóð, sem við hötfum átt bezt samskipti við? spurði forsætis- ráðherrann. Varnir nauðsynlegar Forsætisráðherrann sagði enn Alýjar vörur komnar Indversk alsilki herðasjöl, slæður, treflar og herrabindi og margt fleira. Einnig margar tegundir af reykelsum. Gjafavörur í miklu úrvali. JASMIN Vitastíg 13 - Sími 11625. t Guðni Guðmundsson, frá Haeðarenda í Grímsnesi, andaðist í Landsspítalanum föstudaginn 20. október. Sigríður Jónsdóttir, Tómas Sigurþórsson, Gunnar Jónsson, Aðalheiður Sigurðardóttir, Laufey Jónsdóttin t Konan mín og mó'ðir okkar, f Indíana óiafsdóttír, æm andaðist 14. þ. m. verð- ur jarðsungin frá Fossvogs- kirkju þriðjudaginn 24. þ.m. kl. 3 e.h. Jón Bergmann Bjarnason og dætur. fremur, að vissulega væri frið- vænlegra í Evrópu og á Norður- Atlantshafi en fyrir 20 órum, þegar Atlantshafsbandalagið var stofnað, og 1951. En vegna hvens? Það hefur tekizt að byggja upp öruggt varnarkerfi hér í Vestur-Evrópu, sem reynslan sínir, að er öruggasta tryggingin fyrir friði nú og á öllum öldum. Hann sagðist ekki geta skilið, hvers vegna íslar.d, eitt af öll- um löndum, gæti verið varnar- laust, land, sem er eitt út í heimshafi og þess vegna eitt hið hernaðarlega þýðingarmesta í heiminum. Þar sem tómarúm skapast, sækir ætíð aðili inn, sem er í sókn eða ætlar að sækja á aðra. Auðvitað fylgja varnarliðinu nokkrir annmarkar, sem við út af fyrir sig kjósum ekki. En kjósum við frekar öryggisleysi og ganga með því erirvdi þeirra, sem vilja leysa upp fyrst sið- ferðismátt, en síðar varnarmátt lýðræðisþjóðanna? Ráðherrann minnti á, að þótt friðvænlegra væri hér í Vestur- Evrópu hefði forstjóri Samein- uðu þjóðanna sagt við setningu allsherjariþngsins, að ófriðvæn- legra væri í heiminum nú en um langt árabil. Og skilyrðið til þess, að ófriður hefjist ekki, er það, að þeir, sem vilja frið, haldi saman. Þeir, sem vilja lýðræði, skilji, að eitthvað er á sig leggj- andi til að £á að halda því. góða. Við skulum vona. að það verði friðvænlegra, smám saman tak- ist að eyða þeim ugg, sem nú er. Gerum því okkar til að auka ekki á erfiðleikana. Munum, að okkar atkvæði getur sikipt máli vegna hnattstöðu okar og vegna okkar frumkvæðis. Skilja á milli hins stóra og smáa Forsætisráðherra sagði, að við yrðum ætíð að skilja á milli þess stóra og hins smáa; milli hins daglega stríðs, sem að vísu verður að leysa af hönduim og er leyst af höndum, og hins mikla, sem getur tortímt þjóð- inni eða fleytl henni fram til miklu betri tíma en ella. Vanrækið aldrei það smáa, en látið það smáa aJdrei verða til þess, að þið gremið ekki hið máa frá hinu stóra. Því aðeins gefið þið orðið þjóðinni til gagns, að þið greinið það mikla frá því lítilmótlega. - UTAN ÚR HEIMI Framh. af bls. 14 ir díauða Amers marskálks eru fjórir menn eftir er að- stoðað geta fors'etann í mikil- vægustu málum, og áttu þeir allir sæti í ráði, sem sett var á laggirnar eftir bylrtinguna: Zakaria Molhieddin (sem tekið hefur við embætti fyrsta vara forseta af Amer), Hus.sein Shafei, Anw Sadat og Ali Sabri. Af þessum mönnum á Ali Sabri sennilega erfiðast með að samræma skoðanir sín ar þeirri sveiflu til hægri, sem nú hefur orðið vart. Ágrein- ingur þessi hefur enn ekki fcomið fram í dagsljósið, en þ'að getur gerzt ef efnahags- ástandið versnar svo mjög, að lífskjör venjulegs fólks verði jafnvel /ennþá verri en þau eru þegar orðin. Að vissu leyti eiga sér nú stað langtum heilbrigðari og opinskárri umræður í Egypta- landi en nokkru sinni síðan byltingin var gerð. Efni, sem áður var 'aðeins talað um í hálfum hljóðum, eru nú rædd upphátt og stundum er jafn- vel ritað um það í blöðum. En enginn getur omið í veg fyrir versnandi afkomu með því einu að tala. Þörf er hjálp araðgerða, sem ganga ennþá lengra en aðstoðin sem önnur Arabariki hafa hei/tið. Sveifla hefur átt sér stað í hórsamari og yestrænni átt og rökrétt er að hún færi Egypta nær Bandaríkjamönnum. En erfitt er að eygja möguleika á því að Bandaríkin komi Egyptum til hjálpar, ekki sízt þar sem kosningar eru framundan, nema því aðeins að stigið verði skref til að binda end'a á þráslták Araba og ísraels- manna. Svo að við heifur l>ætzt enn önnur ástæða til að fagna þeirri tillögu U Thants, að •hann sendi sérlegan fulltrúa til landanna fyrir botni Mið- jarðarhafs til þess að leita eft- ir friði með tilstilli Samein- uðu þjóðanna. Kjánalegt væri eftir allrt sem á undan er geng ið 'að binda miklar vonir við þessa tilraun. En þetta er að minnsta kosti tilraun til að koma í veg fyrir að all verði látið reka á reiðanum, en slíkt ástand gæti gent innanlands- ástendið í Egyptalandi háska- legt. (Þýtt úr „The Econ'omist"). BRIDGE TVEIMUR umferðum er nú lok ið í undankeppni Bridgefélags Reykjavíkur og er staða efstu paranna þessi: 1. Benedikt Jóhannsson Lárus Karlsson 523 2. Ásta Flygenring Rósa Þorsteinsdóttir 484 3. Stefán Guðjohnsen Eggert Benónýsson 478 4. Hilmar Guðmundsson Jakob Bjarnason 477 5. Þórhallur Þorsteinsson Guðjón Jóhannsson 476 6. Hörður Blöndal Jón H. Jónsson 463 7. Jóhann Jónsson Ólafur H. Ólafsson 462 8. Jón Ásbjömsson Karl Sigurhjartarson 462 Fjörutíu og átta pör taka þátt í keppninni og eru meðal þátt- takenda landsliðspörin þrjú, sem spiluðu fyrir íslands hönd á ný- afsföðnu Evrópumóti í Dublin. Lokaumferðin í undankeppn- inni verður spiluð n.k. þriðju- dagskvöld í Læknahúsinu og hefst kl. 20. Glæsilegt einbýlishús á einum fegursta stað í Kópavogi til sölu. Húsið er nú í fokheldu ástandi, en fæst lengra komið. Grunnflötur hússins er 170 ferm. á hæð plús 90 ferm. jarðhæð. Mjög hagstæð kjör. Allar upplýs- ingar varðandi eign þessa veittar í síma 37841 milli kl. 13—19 í dag. t Útför eiginkonu minnar, Kristínar Jónsdóttur fri Torfastoðum í Fljótshlíð, verður gerð frá Fossvogr- kirkju þriðjudaginn 24. okt. kl. 1,30. Jón Áraason frá Vatnsdal. t Þökkum innilega auðsýnda samúð og vináttu við andlát og útför móður okkar, Sigríðar Magnúsdóttur, Grettisgöta 32B. Gnðlang Sveinsdóttir, Ásdís Sveinsdóttir, Hannes Sveinsson, Sigurffur Sveinsson. Innilegt þakklæti til allra þeirra er glöddu mig á áttat.'u ára afmæli mínu 4. október sl. með heimsóknum, gjöfum og heillaskej’-tum. Guð blessi ykkur ölL Guffm. H. Guffmundsson, Ásvallagötu 65. SUS-þing í dag Kl. 10 Nefndir starfa. I menntamálanefndar. 3. Almenn Kl. 14 1. Lagt fram álit stjórn ar viðræður. Afgreiðsla mála. málanetfndar. 2. Lagt fram álit I 4. Kjör stjórar. 5. Þingslit. Ályktun Húseigendufélugs Beykjn víkur um fusteignumut MBL. HEFUR borizt svofelld álykt un stjórnar Húseigendafél. Reykja- víkur: Stjórn Húseigendafélags Reykja- víkur telur óviðeigandi og stjóm- skipulega rangt, að í frumvarpi til laga um efnahagsaðgerðir, sem nú liggur fyrir Alþingi, er gerð til- raun til að raska þeim grundvelli, sem lagður er í lögum um tekju- og eignaskatt. Boðið er í þeim lögum, að virðing á fasteign til eignar- skatts skuli fara eftir gildandi fast- eignamati, en í áðurnefndu frum- varpi, 1 kaflanum um breytingar á ýmissi skattheimtu, er gert ráð fyr- ir að innheimtur sé eignaskattur á árinu 1968 miðað við tólffalt fast- eignamat. Félagsstjórnin minnir á, að í nú- gildandi lögum um fasteignamat og fasteignaskráningu, nr. 28/1963, seg ir svo, að áður en nýtt aðalmat fast eigna samkvæmt þeim lögum gangi í gildi, skuli fara fram endurskoð- un á gildandi ákvæðum laga, sem fasteignamat hefir áhrif á og mið- ist endurskoðunin við, að skattar á fasteignum hækki ekki almennt vegna hækkunar fasteignamatsins. Með þeirri happa og glappa að- ferð að margfalda fasteignamat í tekjuöflunarskyni fyrir rikissjóð án undangenginnar raunhæfrar at- hugunar þá er fasteignamat í sjálfu sér að engu gert, enda getur hæg- lega svo farið og má rökstyðja, að verð fasteigna með þessari marg- földunaraðferð verður hærra met- ið til skattlagningar en svarar gang verði eignarinnar. Lausleg athugun virðist og leiða í ljós, að sú röksemd fær eigi stað- ist, að margföldunin orki til hækk- unar á eignaskatti hjá tiltölulega fáum húseigendum, heldur verði hér um almenna fjölgun eignar- skattsgreiðenda að ræða og stór- felldar hækkanir á öðrum. Dæmi: 1. Segjum að gildandi fasteigna- mat venjulegrar íbúðar í fjölbýlis- húsi sé kr. 90.000,00. Af þeirri fjár- hæð ætti húseigandi samkvæmt gildandi lögum um tekju- og eign- arskatt að vera skattfrjáls. En. sam kvæmt framkvæmd við álagningu skatts á árinu 1967 (sexfaldað fast- eignamat) var honum gert að greiða í eignarskatt af sömu eign kr. 2.222,00. Hinsvegar ber honum að greiða í eignarskatt á árinu 1968, samkvæmt framangreindu írum- varpi, kr. 5.979,00. 2. Eigandi einbýlishúss, sem sam- kvæmt gildandi fasteignamati er metið á kr. 200.000,00 ber samkv. gildandi lögum um tekju- og eign- arskatt að greiða kr. 505,00. En sam kvæmt framkvæmd við álagningu skatts á árinu 1967 (sexfaldað fast- eignamat) var honum gert að greiða af sömu eign kr. 8.282,00. Hinsvegar ber honum að greiða á árinu 1968, samkvæmt framan- greindu frumvarpi, kr. 21.614,00, í eignarskatt vegna þessarar eignar. Það kemur hvergi fram í frum- varpinu, að skattyfirvöldum beri að miða fyrningar fasteigna, sem koma til frádráttar tekjum, við hið tólffalda fasteignamat og er það eitt dæmi af mörgum um þá rösk- un, sem margföldun fasteignamats- ins í einu afmörkuðu augnamiði getUr haft á þann grundvöll, sem lagður er með gildandi lögum hverju sinni um tekju- og eignar- skatt. Að lokum bendir félagsstjórnin á aðstöðu húseigenda, sem leigja út húsnæði. Þeir verða að sæta marg faldri skatthækkun, en á meðan verðstöðvunarlögin eru í gildi, eins og gert er ráð fyrir í frumvarpinu, fá þeir ekki leigutekjur til að mæta þessum stórhækkuðu útgjöld um. Stjórn Húseigendafélags Reykjavíkur. - RAFSTÖÐVAR Framh. af bls. 5 firði, Vopnafirði. Þórshöfn, Raufarhöfn, Búðardal og StykkishólmL Nærliggjandi sveiitir £á þá orku frá við- komandi díseistöð. Annars stað- ar eru víða samtengd svæði þar sem unnin eru bæði vatns- og díeselorka. Þannig svæði eru á Ve/stfjörðum, Skaga- og Húsa- vatnssýslum og á MiSaustur- landi. Hlutfall vatns- og díesel- orku er hér mismunandi, en að tiltölu er hlutur díeselorkunnar mestur á MiðausturlandL en þar er heildarafl orkuveranna um 11000 kw. þar aí díeselall 8000 kw. og vatnsafl 3000 kw. Er stefnan að útrýma díesel- rafstöðvunum? NeL vissulega ekki. Dísel- stöðvar og aðrar brennslustöðv- ar hafa sitt hlutverk í hag- kvæmum rekstrb svo sem á vaxtarskeiði raforkunotkunar, ein,s og gert hefur verið hér á landi, og svo sem topp- og vara- stöðvar. Ennfremur þar sem hætta getur orðið á línubilun- um og mÍKÍð er í húfi um ótrufl- iðan rekstur. Hins vegar eru sxixar stöðvar yfirleitt hér mjög kostnaðarsamar í stöðugum rekstri og óæskilegt að vera í rÍKum mæ!i háður innflutningi og verðlagi þessa erlenda hrá- efnis Sem dæmi um þetta mé nefna að styrjöid ísrael og Araba hatfði I för með sér hækk un olíuverðs sem nemur 3 millj. tr. fyrir Rafmagnsveitur ríkis- in, miðað við ársnotkun. Þetts þýðir um 10 aura hækkun ó hverja kwat frá díselstöðvum. Ef þeirri hækkun væri hlejrpt út í rafmagnsreikning hjá meðal frystihús, eða síldarbræðslu myndi það hafa í för með sér 150 þús. kr. hærri rafmagns- reikning hjá meðal frystihúsi eða síldarbræðslu. Hvað teljið þér mest . aðkall- andi í þessum málum nú? — Efalaust virkjun innlendr- ar orku og flutningur hennar að hverju byggðu bóli til hvers- konar nota, Ég held að það sé einna haldbezt örfunarlyf at- vinnluífsins, jafnt á góðum sem slæmum tímum. Sv. Þ.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.