Morgunblaðið - 22.10.1967, Page 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. OKT. 1987
Vii höf um alltaf haf t áhuga á leiklist
Spjallað við leikendur Litla sviðsins í Lindarbæ
LEIKFLOKKUR Litla sviðs-
ins, Lindarbæ, hefur fyrir
nokikru byrjað sýningar á
tveimur einþáttungum, „Yfir-
bonðið" eftir Alice Gersten-
berg og „Dauði Baissie Smith“
eftir Albee. Eins og kunnugt
má vera af fréttum og öðrum
skrifum eru hér á ferðinni
nemendur úr leikskóla Þjóð-
leikhússins, er útskrifuðust í
vor. Þessi verk voru próf-
verkefni hópsins og nú hefur
svo um samizt, að flokkurinn
reki starfsemi sína í Lindar-
bæ í vetur undir handleiðslu
leikhússins að nokkru, til
dæmis hvað snertir leikstjóra,
leiksviðsbúnað og fleira, en
sjái að öðru leyti um reikstur-
inn upp á eigin spýtur.
Eftir sýninguna sl. fimmtu-
dágskvöld gafst mér kostur á
að rabba stundarkorn við
þessa ungu leikendur að tjalda
baki. Þau voru í óða önn að
fara úr búninguan og ganga
frá leiktjöldum.
Það fyrsta, sem leikendur
sögðu, þegar ég hitti þau var:
— Mikið voru þetta erfiðir
áhorfendur í kvöld. Stundum
er svo auðvelt og gott að
leika, en núna vorum við
lengi vel ekiki viss um, hvern-
ig fólkinu líkaði.
— Hvernig hefur ykkur
annars þótt að leika þessi
stykki?
Anna Guðmundsdóttir seg-
ir! — Við höfum orðið þess
vör, að margir átta sig ekki
alltaf strax á fyrri þættinum
„Yfirborði". Að þetta er sam-
spil tveggja kvenna, en ekki
fjögurra, þó að við séum fjór-
ar, sem leikuim. Svo þegar á
leikinn líður finnum við
hvernig fólkið fer smám sam-
an að skilja, hvernig i þessu
liggur.
— Og hvernig er svo að
kxwna á svið?
— Hafa flest ykkar ein-
hverja reynslu á sviði?
— Jú, við höfum öll komið
á leiksvið áður, misjafnlega
lítið.
Guðrún: Ég tók við Mut-
venki af Bryndísi Schram í
„Endaspretti“. Það var ósköp
lítið hlutverk, en ég tók við
því með aðeins tveggja daga
fyrirvara og fannst það erf-
itt, aif því að ég hafði enga
reynslu áður. Svo var ég eira af
þakkadísunum í „Prjónastof-
an 9ólin“, en þegar farið var
með leikinn í leikferð var
þeim fækkað um þrjár, svo að
ég tók ekki þátt í því. Nú, og
svo hef ég leikið ljónið í
Kardimommubænum!
— Og Anna?
— Ég get varla sagt ég hafi
komið á svið fyrr og hef ver-
ið taugaóstyrk, sérstaklega
fyrir sýningu, en það er eins
og það jafni sig, þegar ég er
byrjuð að leika.
— Hver átti forgöngu um
að þið hæfuð þessa starfsemi
hér í Lindarbæ?
Sigurður: Hugmiyndin varð
til svona smám saman. Þetta
hefur alltaf verið mjög sam-
heldinn hópur og góður fé-
lagsandi. Þjóðleikhússtjóri
hefur verið einstaklega hjálp-
legur og stutt okkur með ráð-
um og dáð.
fangsefnið ekki henta okkur.
— Hvenær verðið þið með
sýningar?
— Á fimmtudags- og sunnu
dagskvöldum. Flest önnur
kvöld fer fram margs konar
önnur starfsemi, svo að við
göngum að sjálfsögðu frá eftir
okkur eftir hverja sýningu.
— Eruð þið öll fjölskyldu-
fólk?
Margrét: Ekki stjórnarxneð-
limirnir, Hákon, Jónína og
Sigurður. Flest okkar hinna.
Sumar okkar eru margra
barna mæður.
— Og aðstandendur taka
þessu með þolinmæði?
Því er svarað á ýmsa vegu.
Flest hallast að því, að ætt-
ingjar og makar sýni góðan
skilning og hjálpi þeim eftir
ekki um þetta af skilningi á
því, sem við erum að gera.
Það má ekki gleyma því að
við erum ekki aðeins að
vinna fyrir okkur, heldur
einnig þá sem á eftir koma.
Það má segja, að þetta sé að
nokkru brautryðjendastarf.
Jónína: Auðvitað er þetta
erfitt og við sem erum í stjórn
inni höifum eragin tök á því að
stunda aðra vinnu með. En
við vonum, að fólk taki þess-
ari viðleitni okkar vel. Svo
er fólk að segja öðru hverju,
að í leikhúsunum séu ailltaf
sömu andlitin. Nú erum við
hérna tíu splunkuný andlit,
sem engir kannast við.
— Meira um leikreynslu
ykkar?
Sigurður: Við vorum flest
okkar í Marat/Sade á síðasta
vetri. Við sögðuim aldrei neitt,
Leikendur Litla sviðsins; talið frá vinstri: Ketill Larsen, Sigrún Björnsdóttir, Jón Gunnars-
son, Guðrún Guðlaugsdóttir, Hákon Waage, Anna Guðmundsdóttir, Sigurður Skúlason,
Jónína Jónsdóttir og Margrét Jóhannsdóttir. Á myndina vantar Auði Guðmundsdóttur.
— Velur hann leikritin fyr-
ir ykkur?
— Þessa tvo þætti völdum
við sjálf og fluttum sem próf-
verkefnL Við lesum fjöldann
allan af leikritum og einþátt-
ungum og leggjum síðan fyr-
ir þjóðleikhússtjóra og segja
má, að hann hafi neitunar-
vald, þegar hann telur við-
föngum.
— Hvernig líkar ykkur sú
gagniýni, sem þið hafið feng-
ið?
— Hún hefur yfirleitt ver-
ið góð og jákvæð. Auðvitað
hljótum við að fá misjafna
dóma, segir Hákon, og ein-
einstaklingsbundið, hvernig
fólk tekur því. En okikur
mundi sárna, ef menn fjalla
en vorum á sviðinu mestallan
tímann.
— Og fenguð góða dóma?
— Það minntist auðvitað
enginn á okkur.
— Ætlið þið að gefa skóiun
um kost á að sækja sýningar
ykkar?
— Já, auðvitað. Við mun-
um hafa úti ölil spjót, ef með
þarf. Hins vegar treystum við
okkux ekki til að veita neinn
verulegan afslátt af miðum.
En við viljum gjarnan ná til
sem flestra. Og við leggjum
ekki árar í bát, hvað sem á
gengur. Frekar stillurn við
okkur upp niðri á Torgi en
hætta við allt saman, segir
Margrét.
— Þið fáið reynda Jeik-
stjóra til að vinna með ykk-
ur?
— Hákon: Já. Kevin Palm-
er setti þessa sýningu upp.
Hann er stórkostlegur og ósk-
andi að hann komi sem allra
fyrst aftur. Þegar hann byrj-
ar að vinna leikrit hefur hann
lagt niður fyrir sér, hvernig
hann vill hafa þetta og hvik-
ar.ekki frá iþví. Hann er þol-
inmóður ag skilningsgóður og
lagiran að ná þvi, sem haran
ætlar sér. Næsta verkefni
okkar verðux „Billy liar“ og
mun Eyvindur Erlendsson
setja það á svið. Ætlunin er
að byrja á því núna fyrir mán
aðarmótin — eða jafnskjótt og
þýðingin hjá honum Sigurði
Skúlasyni er tilbúin.
— Hvernig líkaði ykikur
veran í leikskóla Þjóðleikihúss
ins?
— Skólinn er prýðilagur,
mætti vera lengri á hverjum
degi
— Fannst ykkur hann
strangur?
— Já, við reyndum öll að
vinna mikið ag vel, segir Ket-
iil. Við lögðum okkur fram
allan tímann.
Guðrún: Og kennarar okk-
ar voru miklir úrvals menn í
sinni grein og þeir og annað
Þjóðleikhúsfólk hefur virtzt
vera mjög hlynnt þessu fram-
taki okkar.
— Hatfið þið lengi haft
áhuga á leiklist?
ÖLL: Já alltaf, frá því við
munum eftir okkur.
Sigúrður: Ég hef haft áhuga
á því svo lengt aftur, sem ég
man. í fyrsta skipti sem ég
kom í leikhús fór ég á ball-
ettinn „Dimmalimm". Mamma
ætlaði naumast að ráða við
mig, ég vildi ólmiur komast
upp á svið og vera með. Dag-
iran eftir sendi hún mig í
ballett. Það var byrjunin hjá
mér.
Hákon: Við treystum því,
að leitóhúsfólk sýni okkur
áhuga og sæiki sýningar okk-
ar. Við þurfirm á því að halda,
að geta unnið við þetta og
vissulega vonum við allt það
bezta.
Nauðungaruppboð
Annað og síðasta á húseigninni Tjarnarflöt 5,
Garðahreppi, þinglesin eign Margrétar Kristjáns-
dóttur, verður háð á eigninni sjálfri miðvikudag-
inn 25. október 1967 kl. 4 eftir hádegi.
Sýslumaðurinn í Gullbringu- og Kjósasýslu.
Snjóhjólborðoi
ÖRUGGIR
Skrifstofustarf
Iðnaðar- og verzlunarfyrirtæki í Rvík óskar eftir
að ráða skrifstofumann til að annast launaútreikn-
ing og önnur almenn skrifstofustörf. Upplýsingar
um menntun og fyrri störf sendist afgr. Mbl.
merkt: „Starf 2858“ fyrir 26. þ.m.
£nglébert
K4UGLU
Cjaldkerastarf
22ja ára gömul stúlka, sem unnið hefur sem gjald-
keri og hefur málakunnáttu, óskar eftir starfL
Tilboð merkt: „232“ sendist MbL
Vinyl veggfóður
mikið úrval.
LITAVER, Grensásvegi 22 og 24.
Símar 30280 og 32262.
___________S
Vélamaður
Óskum eftir að ráða vélvirkja eða rennismið til
starfa í verksmiðjunni strax. Uppl. í síma 12085.
DÓSAVERKSMIÐJAN H.F.
Borgartúni 1.