Morgunblaðið - 22.10.1967, Side 24

Morgunblaðið - 22.10.1967, Side 24
24 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 22. OKT. 1967 MAYSIB CREIG: 39 Læknirinn og dansmærin Hún hristi höfuðið. — Nei. Eins og ég sagði, :þá elska ég þig ekki eims og ég ætti að gera til þess að geta gifzt þér, Hann stóð og laut yfir hana, og svipurinn var alvarlegur og einbeittur. — Þú ert mér dýr- mætari en allt annað í heimir- um. Ég sver, að einhvern tíma skyldi ég geta kenmt þér að elska mig. Hann færði sig fjær henni. — Aron, sagði hún. — Hvað ætlastu fyrir viðvíkjandi lög- Töfrandi eru augu þín (ef snyrtingin er rétt !) Maybelline snyrtivörur eru framleiddar af sérfræöingum í augnsnyrtingu, — og þær eru vandlátra kvenna val um allan heim. Frábær gæði — Fagurt útlit. MAQIC MASCARA Spiral Bursti litar, sveigir og aðskilur augnhárin Fjórir litir. CREAM „ EYE SHADOW A® Turquoise, ............ Blue-Grey, Blue, Brown, /<V, ' ' CAKE MASCARA Heims þekkt merki I kassa með 'iitlum bursta. ik AUGNABRÚNA BLYANTUR með yddere: alltaf nákvæmur Auka- |fyllingar. • e • gerir fttgur augu fegurri regLunni? — Ég hef ákveðið að láta mál ið niður falla. Ertu fegin? Hún fölnaði upp. — Hvers vegna ætti ég að vera fegin? — Ég hef grun um, hver hafi staðið fyrir þessu. Eg held, að þú vitir, hvað ég á við. Mig grunar, að hann hafi verið persónulegur kunningi þinn. Hún átti erfitt með að koma ú't úr sér orðunum: —- Hvernig í dauðanum getur þér dottið annað eins í hug? — >að var út frá einu eða tvennu, sem kom fram í frásögn Dickies. Hvað maðurinn, sem talaði ensku var góður við hann — rétt eins og hann væri gam- all vinur hans. Hver veit nema hann hafi líka verið það? Hvað er orðið af honum Atwater? Hann hefur ekki sýnt sig hérna síðan Grace dó. Og ég sem hélt að hann væri einhver sérstakur vinur þinn. — Tim er farinn úr landi. Hann skríkti íbygginn. — Já, það mætti segja mér. Og fyrst hann er kominn út úr landinu, hvaða gagn væri þá að því að fara að kæra málið tiil lögregl- unnar? Hann var heldur betur blankur, var ekki sVo? Hvernig hafði hann efni á því að koraast út landi? — Ég veit ekki, svaraði hún. — Hann kynni að hafa verið h j'ppinn í spilabankanum. — Hann kynni lika að hafa lagt öryggi sitt í hættu til þess að hafa úr úr mér peninga, sagði Aron harkalega. — Ég veit nú ekki hvaða refsing liggur við barnsráni hér í landi, en vestra er það sumsstaðar dauðasök. Þá er eins gott fyrir hann að vera sloppinn úr landinu. Ég er líka feginn. Ég gæti illa hugsað mér að hafa hann á hælunum á þér, Yvonne. Áður en Graee kom til skjalanna, hélt ég, að hann væri ku.nningi þinn. — Mér var mjög vel til Tims, BEAUTE' ÍEAOTE" hárspray er lúxusspray — kostar ekki meira... þótt dýrustu ilmefni séu notud! BEAUTE gerir hárid enn fallegra og líflegra. Kristjánsson h.f. 3ÉHHMIK — Ertu nú kominn í hvítlaukinn aftur? en ég var ekki lengur ástfangin af honum, og var meira að segja hætt því áður en Grace kom til sögunnar. — Einmitt það? Hann lyfti brúnum. — Þá á ég enga keppi- nauta, eða er það? Það er gott. 20. kafli. Einn daginn kom Aron heim á hádegisverðartíma og tilkynnt.i: — Þetta eir allt komið í kring. Við siglum í næstu viku. Hún fölnaði upp og stamaði: — Ég, ég, hef bara ekki sagt neitt ákveðið um, að ég fari. — Það veit ég. En ég hef tek- ið ákvörðunina fyrir þig. Ef þig langar að snúa við, eftir að við erum komin vestur, s'kal ég með ánægju kosta farið þitt. Þú foind ur þér ,engar skuldbindingar með því að fara með mér. En sannleikurinn er sá, að við þörfn umst þín — við Dick báðir. Úr þvi að hann snerist svona við þessu, hvað gat hún þá sagt? En, samt sem áður........ — Ég vildi gjarna fara að dansa aftur, ef ég færi vestur, sagði hún. Hann hleypti brúnum. — Það veit ég nú ekki. Það mundi halda þér að heiman langtimum saman, er það ekki? Til að hyrja með, vildi ég hafa þig fyrir ráðs konu. — Já, en ég vil fara aftur að dansa! sagði hún með ákafa. — Ég ætla að byrja sem al'lra fryrst. Ég ætla að fara til Nice strax í dag og spyrja Sellier lækni, hvort mér sé það óhætt, fótarins vegna. Hann yppti öxlu.m. — Mér er bara ekkert vel við, að þú held ur áfram að dansa. Mér finnst þú gætir haft nóg að hugsa að líta eftir okkur Dickie. Hún tautaði eitthvað og sam- talinu var slitið. Henni hafði snögglega dottið þetta í hug að segjast ætla að tala við Marcel. En úr því að hún var nú búin að segja iþað, vissi hún, að e»kk- ert gæti hinplrað hana í að fram- kvæma það. Hún vissi, að hún hafði verið með þetta í hugan- um, síðustu dagana. Hún yrði að hitta Marcel, áður en hún færi Aron átti eitthvert erindi til Cannes síðdegis þennan dag. Samt bauð hann henni að fá bílinn sinn. Henni fannst freist- andi að þiggja það boð, en sagð- ist samt eins vel geta farið með strætisvagninum. Þetta var erfitt ferðalag og allar taugar hennar voru í spennu. Hún vissi, að það var veikleiki að vilja hitta Marcel aftur. Hann hafði haldið sig frá henni síðustu vikurnar. Það hefði átt að nægja henni, til þess að vita, að hann hafði ekki skipt um skoðun. Og það var ekki eins og hún byggist við neinum sinnaskiptum hjá hon- um núna — hana langaði bara til að hitta hann. Hún fann, að hún va>r kaf- rjóð og dálítið móð, þegar hún kom í lækningastofuna. En þeg- ar þangað kom, var henni sagt, að Sellier læknir væri í París. Vildi hún hitta varamanninn hans í staðinn? — Nei, þak'ka yður fyrir. Hvenær verður Sellier læknir kominn aftur? — Það vitum við ekki. Viljið þér skilja eftir nafnið yðar. Á ég að ná sambandi við yður? Yvonne hristi höfuðið. — Nei, ég vil heldur reyna að ná sam- bandi við lækninn, þegar hann er kominn aftur. Hún gekk eftir götunni í þungu skapi. Var Marcel farinn til Parísar til þess að gifta sig? Sennilega. Hversvegna hafði hún ekki spurt stúlkuna um það? En hún vissi, að það hefði hún aldrei þorað — hvað svo sem svarið hefði orðið. Hún yrði að útrýma Marcel úr huga sínum fyrir fullt og allt. Líklega yrði henni happadrýgst að fara vest- ur. Ferðaundiirbúningnum var því haldið áfram. Dickie varð spenntari með hverjum deginum sem leið, að eiga að ferðast með stóru fínu skipi. Yvonne reyndi að ta'ka þátt í þessari tilhlökk- un hans, en henni var þungt í skapi. Þá yrði svo langt milii þeirra Marcels. En hvað stoðaði það að vera að sækjast eftir hon um? Nú voru ekki nema tveir dag- ar eftir, þangað til þau færu. Allur þyngri farangurinn var til búinn og foeið þess að verða sótt ur. Yvonne var uppi J.j herberg- inu sínu að ljúka við að ganga frá sínum farangri, þegar Viljum kaupa af íslenzkum framleiðendum. Tilboð merkt: „Gömul heildverzlun — 144“ leggist inn á af- greiðslu Mbh Tilboð óskast í Willys station bifreið með framhjóladrifi og nokkrar fólksbifreiðar er verða sýndai að Grens- ásvegi 9, miðvikudaginn 25. október kl. 1—3. Til- boðin verða opnuð á skrifstofu vorri kl. 5. Sölunefnd varnaliðseigna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.