Morgunblaðið - 24.10.1967, Blaðsíða 28

Morgunblaðið - 24.10.1967, Blaðsíða 28
28 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 24. OKT. 1967 MAYSIE GREIG: 40 Læknirinn og dansmærin Antoinette kom inn til hennar og sagði, að Sellier læknir væri kominn og valdi tala við hana. Hún stirðnaði upp í sömu sporum. Hún gat ekki trúað þessu. Og þá fann hún, að hún skalf öll frá hvirfli til ilja. —Sagðirðu honum, að ég væri heima? — Já, ungfrú, sagði Antoin- ette og leit eitthvað sk/rítilega á hana. Hann bíður niðri í dag- stofunni. Húsbóndinn er farinn til Nice, eins og þér vitið. — Ég kem eftir andatak. Hún greiddi sér og lagaði á sér andlitið, en hún vissi sjálf, að þetta vax aðeins gert tii að tefja tímann. Hvaða erindi gat Marcel átt við hana? Var það til þess að segja henni, að nú væri hann orðinn giftur? Loksins píndi hún sig til að fara út úr herberginu og niður stigann og í dagstofuna. Marcel stóð þar og sneri baki að arn- inum. Hann var svo fallegur þar sem hann stóð þarna. Kannski yrði þetta í síðasta sinn, sem hún fengi að sjá hann. Hvernig gæti hún þolað þá tilhugsun? Hún hlaut að hafa gefið eitt- hvert hljóð frá sér, því að hann leit snöggt til hennar, og svo breiddi hann út faðtminn. — Yvonne, sagði hann. Hún færði sig ósjlálfrátt til hans, rétt eins og rekin af ein- hverju innra afli. Hann vafði hana örmum. — Yvonne, elskan mín, elskan mín! Hann kyssti hana fast og lengi. Það var eins og hana svimaði. Hún vissi ekki, hvernig hún var komin í fangið á honum, hvers vegna hann vildi faðma hana — hann sem var nýgiftur. En hún var enn svo ástfangin af honum, að hún vildi ekki meina honum að kyssa sig. Hún var hamingju- söm — í fyrsta sinn í margar vikur. Hún stamaði: — Ég skil þetta ekki. Ég hélt, að þú hefðir far- ið til Parísar til þess að gifta þig- — Já, ég fór til Parísar, en ég gifti mig ekki. Ég átti alvar- legt viðtal við Alise og sagði henni, hvernig allt var.......að ég væri ástfanginn af þér og héldi ekki, að ég gæti fært henni neina hamingju, þó að við fær- um að giftas. Og hún tók þessu miklu betur en ég hafði búizt við. Bún sagði, að sig hefði lengi grunað, að ég væri ást- fanginn af þér. Hún gaf líka hálfgert í skyn, að einhver ann- ar væri kominn til sögunnar, og að minnsta kosti félli henni þetta ekki sérlega þungt. Þú sérð þess vegna, elskan miín, að nú er ekkert til fyrirstöðu hjlá okkar lengur — ef þú ert ennþá ást- fangin af mér. — Hvort ég er ástfangin af þér! sagði hún, en fór þá að gráta. — Æ, elskan mín, hvað geng- ur að þér? — Ég hef verið ástfangin af þér næstum frá fyrstu byrjun, sagði hún. — En hvað segja for- eldrar þínir um þetta? — Ég býst nú varla við, að þau séu sérlega ánægð með það, en þegar ég var búin að útskýra málið fyrir þeim, eru þau reiðu- búin til að láta það gott heita og taka við þér. Kvíðirðu nokk- uð fyrir því, els'kan? Ég er viss um, að þeim þykir vænt um þig þegar þau hafa kynnzt þér. Hún laut höfði. Hún gat enn ekki ráðið við tárin. Þetta hafði komið henni svo á óvart. En hún var dásamlega hamingjusöm. — En hvað eiga öll þessi kof- ort að vilja þarna framm‘í for- stofu? sagði hann. — Eru Henne sy og Dickie að fara? — Já, og það er ætlunin, að ég fari með þeim. Hann greip hana aftur í fang- ið. — En það geturðu bara ekki! Ég mundi engan láta taka þig frá mér. Og ég tek það ekki í mál, að þú farir. Ég vil hafa þig einhvers staðar nærri mér, nú og framvegis. Við getum gift okk- ur svo að segja strax, ef þú vilt. Segðu mér ekki, að þú sért hætt að elska mig. Hún hló lágt. — Vitanlega els'ka ég þig, Marcel. Mér hefur liðið hræðilega undanfarnar vik ur. Ég kom einn daginn í stofuna til þín og frétti, að þú værir farinn til Parísar. Og þá varð ég dauðhrædd um, að þú hefðir farið til þess að gifta þig. Og ég hef verið hrædd æ síðan. — Og var það þessvegna, að þú samþykktir að fara vestur með Hennesy og Dickie? Hún kinkaði kolli. — Já, ég hélt, að það gæti hjálpað m-ér til að gleyma þér. Og Aron og Dickie voru svo áfjáðir í, að ég kæmi með þeim. — Ég held, að Hennesy sé eitt hvað ástfanginn af þér. Er hann það ekki? — Kannski. Hún roðnaði og þurrkaði af sér tárin, — Hann hefur verið mér mjög góður. — En þú elskar hann ekki, er það? Hún hristi höfuðið. — Nei, en ég dáist að honum, og m.ér er vel til hans, en ég gæti aldrei elskað annan en þig. — Ó, elskan mín! Hann faðm aði hana að sér aftur. — Ég skal útvega þér einhvern dval- arstað þangað til við getum gift okkur. Og þér er sama þó að það verði dálítið fljótt? Hún hló en var skjálfrödduð. — Ég veit ekkert, hvað ég er að samþykkja núna. En hvernig verður það með dansinn? Æti- arðu nokkurn tima að lofa mér að dansa framar? — Já, í góðgjörðaskyni. Það eru nóg tækifæri hérna til þess að dansa í góðgerðaskyni. En ég vildi ekki, að konan míri væri dansmær að atvinnu. Þú skilur það, elskan mín? Hún andvarpaði, en henni var valið auðvelt. Hún var svo ást- fangin af Marcel, að hún gat Kenwood strauvélin Yður eru frjálsar hendur við val og vinnu Simi 11687 21240 Laugavegi 170-172 Hekla Vikuþvottinn. lök, sængurver, borðdúka, handklæði, kodda- ver o. fl. o. fl. er nú hægt að' strauja á örskamnari stund. Þér setjist við vélina slappið af, látið hana vinna allt erfiðið. Engar erfiðar stiiður við strau- borðið. Kenwood strauvélin losar yður við allt erfiðið, sem áður var. Á stuttum tíma komist þér upp á lag með að strauja. skyrtur og annan vandmeðfarinn þvott vei og vandlega. Lök, sængur- ver og önnur stærri stykki er hægt að strauja án allra vand- kvæða í Kenwood strauvél- inni, sein er með 61 cm valsi. Þér getið pressað huxur, stífað skyrtur og gengið frá öllurn þvotti í Kenwood strauvélinni eins og fullkominn fagnaður. Verð aðeins kr: 5.350. Viðgerða- og varahlutaþjónusta ekki hugsað sér sjálfa sig sem annað en konuna hans, sem hugs aði um hann, fæddi honum börn og væri í einu orði sagt, sönn eiginkona. "yrir manni. Hún hló. — Já, en góði Dickie, þú verður að vera hamingju- samur fyrir mína hönd. Ég er svo hamingjusöm sjálf. — Já, ég skal gera eins o.g þú vilt, sagði hún. Hvorugt þeirra tók eftir því, að Dickie stóð í dyrunum og horfði á þau. Það var hneykslun arsvipur á andlitinu á honum. — Þetta þýðir sjálfsagt sama sem, að þú ætlir ekki að koma með okkur vestur, Yvonne? sagði hann og var allur hinn herská- asti. — Nei, því miður verður víst. ekkert af því, Dickie. — Bless, sagði hann. — Þið þurfið víst að fara að kyssast aftur fyrirgefið, að ég skyldi ónáða ykkur. — Þú ert ágætur, Dickie. Hún vafði hann örmum og, þrýsti hon um upp að sér. — Ég skal aldrei gleyma þér né heldur hve góð- ur hann pabbi þinn hefur verið mér. — Jæja, bless, sagði drengur- inn aftur og gekk síðan út, óá- nægður á svipinn. Hún gekk til hans og breidd; úr faðminn. — En láttu það ekki á þig fá. Ég er svo afskapiega hamingjusöm. — Elskarðu þennan náung’a? spurði hann. Hún kinkaði kolli. — Já, meira en orð fái lýst, — Mér datt þetta í hug, að þú værir skotin í honum, sagði hann. — En þú hefðir nú samt átt að koma með okkur, Yvonne. Ég er viss um, að pabbi verður bálvondur. Ég skal útskýra þetta fyrir honum, eftir því sem ég get, Dickie, sagði hún í hálfum hljóð- urn. — Mér þykir fyrir því að gera ykkur báðum þessi von- brigði. En þú skilur, að ég elska hann Marcel svo heitt. — Ég vona, að ég komist aldrei í svona ástarvesen, sagði Dickie. — Það eyðileggur allt — Þykir þér fyrir því, að ég s'kuli vera að rugla fyrir þess- um áætlunum þínum? sagði Marcel. - Ég er of hamingjusöm til þess að finna til þess, enda þótt mér þyki lei-tt að rugla fyrir Aron og Dickie. En ég elska þig svo heitt. Hann tók hana aftur í fang sér og kyssti hana á augun, m'unninn og háisinn. — Ég vona bara að þú elskir mig alltaf eins og þú gerir í dag, elskan mín, sagði hann hás. Hve fljótt get- um við gift okkur? — Hvenær sem þú vilt, hvísl- aði hún. — Ég elska þig svo heitt, að ég gæti ekki neitað þér um neitt. — Þá giftum við okkur eftir viku. Og megi ást okkar ætíð haldast eins og hún er í dag. (Sögulok). V erkakvennafélap;ið Framsókn Félagsfundur fimmtudaginn 26. október kl. 8.30 eftir hádegi í Alþýðuhúsinu við Hverfisgötu. Fundarefni: 1. Félagsmál. , 2. Kosning á 3. þing Verkamannasambands íslands. / 3. Rætt um skipulagsbreytingu A.S.Í. Frum- mælandi Óskai Hallgrímsson. 4. Önnur mál. Konur fjölmennið og mætið stundvislega. STJÓRNIN. BLAÐBURÐARFOLK ÓSKAST í eftirtalin hverfi Vesturgata I — Þingholtsstræti — Laugarásvegur — Aðalstræti — Baldursgata — Bárugata — Hjalla- vegur — Granaskjól — Ægissíða — Selás — Máva- hlíð — Hraunbær frá 102. Talið við afgreiðsluna i sima 10100 fHmgmiiMiifrifr

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.