Morgunblaðið - 07.11.1967, Side 5
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 7. NÓV. 1967
5
Staldrað við hja Styrktar-
félagi lamaðra og fatlaðra
ÞAÐ var á laugardaginn var.
Þá skrapp ég í leikskóla á
Sjafnargötu 14. Það var tylli-
dagur hjá Styrktarfélagi
lamaðra og fatlaðra. Tylli-
dagur, vegna þess að húsið
þeirra nýja að Háaleitisbraut
13 var orðið fokhelt og var
því að góðum og gamalli
venju haldið reisugildi, arki-
tektum. meisturum og verka-
mönnum boðið ásamt ýmsum
vinum og velgjörðamönnum
félagsins.
Aðspurður, sagði Svavar
Pálsson framkvæmdastjóri
flagsins, að Styrktarfélag
lamaðra og fatlaðra hefði
rekið æfingastöð að Sjafnar-
götu 14 síðan 1956. Lömunar-
veikifaraldur hefði geisað
um haustið 1955 og fram
á árið 1956. Þá hefðu margir
sjúklingar fengið nauðsyn-
lega eftirmeðferð þar.
Húsið hefði áður verið ein-
býlishús, og hefði félagið
keypt það síðast á árinu 1955
og látið gera nauðsynlegar
breytingar á því. Öllu hefði
því verið í verk komið á ein-
um mánuði með aðstoð
danska lömunarveikifélags-
ins.
Frá upphafi hafi það verið
ljóst, að þessi stöð yrði ekki
rekin nema til bráðabirgða.
Árin væru þó þegar orðin
tólf, síðan stöð þessi tók til
starfa og starfaði hún enn.
Svavar Pálsson sagði sömu-
Leiðis, að stjórn félagsins og
framkvæmdanáð hafi á síðast
liðnu ári ákveðið að byggja
nýja æfingastöð og hafi borg-
arstjórn heimilað félaginu að
byggja stöðina að Háaleitis-
braut 13, Reykjavík.
Hús þetta sem er tæpir
400 rúmmetrar að stærð og
fer Öll starfsemin fram á einni
hæð sem er sex hundruð fer-
Húsið uppsteypt.
metrar að flatarmáli, og er
þetta ólíkt hentugra fyrir-
komulag en það, sem búið
hefur verið við, það er eins
og að líkum lætur. Erfitt er
að hjálpa fötluðu fólki upp
og niður stiga í æfingaklefa,
sundlaug, og svo frv. Um leið
og þetta nýja húsnæði verður
tekið í notkun, er hægt að
taka á móti fleirum sjúkl-
ingum í einu, þjálfa fleiri,
þar sem klefarnir verða
stærri og rýmri, og getur þá
sami sjúkraþjálfarinn hjálp-
að fleirum en einum í senn.
Nú hefur félagið selt húsið
að Sjafnargötu 14 og mun
verða á brott með alla starf-
semi sína þar hinn 1. október
1968.
Segir Svavar, að ef allt
gangi að óskum, þá ætti að
vera hægt að flytja starf-
semina þá þegar að Háaleit-
isbraut 13.
En segið okkur, Svavar,
hafið þið ekki ein-hver spjót
úti með fjáröflun núna? Er
ekki þetta orðið ykkur dýrt?
Ja, spót, dýrt? Jú, við byrj-
uðum með símahappdrætti
okkar þann fyrsta september,
og verður dregið á Þorlákis-
messu, og síðan hringt í
vinningshafa strax, en vinn-
ingar eru tveir bílar og tutt-
ugu aukavinningar. Það hef-
ur gengið nokkuð dræmt með
happdrættið, enn sem komið
er, en ekki þýðir annað en
að vona allt hið bezta í þess-
um efnum. Happdrættið nær
til allra kaupstaða á landinu.
Nú, svo hefur félagið feng-
ið lán úr Erfðafjársjóði til
byggingarframkvæmdanna.
Líkan af húsinu fullgerðu.
Hvað kostnað snertir, þá
sbendur verkið í fjórum millj-
ónum ennþá, og hefur allt
staðizt áætlun. Líklegt er, að
við getum flutt inn fyrir
aðrar fjórar milljónir, en
hvað kostar að fullgera mann
virkið og ganga frá öllu end-
anlega er ekki hægt að segja,
að svo komnu máli.
En hvernig er nú það,
Svavar, gerið þið ráð fyrir að
vera búnir að fá hitaveitu
í húsið fljótlega?
Það er ekki gott að segja.
það er meiningin, því getur
seinkað eitthvað, og því er í
ráði að setja olíukyndingu
inn til að byrja með, það er
nauðsynlegt, en auðVitað
kostar það eitthvað það er
skiljanlegt.
Það má þá kannske selja
hana seinna, og það fæst þó
alltaf eitthvað fyrir hana.
Ætlið þið að selja eitthvað
fleira í sambandi við bygg-
inguna?
Já, við komum til með að
hafa nóg af notuðu timibri til
sölu og ágætils vinnuskúr,
sem mætti t. d. nota fyrir
sumarbústað. Hann er smíð-
aður af okkar ágætu smiðum,
og get ég því persónulega
mælt með framleiðslunni.
Hafa ykkur ekki borizt
einhverjar gjafir, Svavar?
Jú, við höfum notið gjaf-
mildi margra. Stærstu gjaf-
irnar voru hálf húseignin
Óðinsgata 30 (hinn helming-
inn fékk Hringurinm), sem
ekkjan Sigurbjörg Pál-sdóttir
eftirlét okkur, húseignin
Eiríksgata 19, og eitt hundrað
þúsund krónur, sem Kristján
Benediktsson fró Raufanhöfn
arfleiddi Okkur að. En svo
má ekki heldur gleyma að
útgjöld okkar eru mikil, við
höfum sjö sjúkraþjálfara í
fastri vinnu, og skrifstofu-
stúlku til að hugsa uim papp-
írsvinnu. Allt kostar þetta
peninga og upphæðirnar fara
sjálfsagt hækkandi með
hækkandi verðlagi.
Sjáifsagt er nú að tefja
ekki framkvæmdaistjórann
lengur, svo að ég kveð, þakka
upplýsingarnar og vona að
happdrættið þeirra lýsi upp
jólin hjá einhverjum göngu-
limum sem ekki á nein hand-
rit til að sóla skóna sína með.
M. Thors.
JUKE BOX
Rock-ola (stereo) 200 lög, lítið notað, til sölu.
Upplýsingar í síma 36424.
Kona óskar eftir atvinnu
Er vön verzlunarstörfum. Hef unnið í sérverzlun
með afborgunarkerfi. Upplýsingar í síma 81894.
Kvenfataver/lanir
Til sölu eru þrjár amerískar útstillingagínur.
SÓLBRÁ, Laugavegi 83.
Skrifstofuhúsnæði
iil leigu við Laugaveg í nýju húsi.
Upplýsingar í síma 38415.
' Frá Ford í Þýzkalandi getiS þér valið
__________ um fjórar tegundir traustbyggðra bíla:
y//" 'rTw" \ Taunus 12 M, 15 M, 17 M, og 20 M.
Árgerðin 1968 býður upp á:
Áukið vélarafl, 12 volta rafkerfi, tvöfalt
hemlakerfi, tvöföld bakkljós, loftræst-
ingu með lokuðum rúðum, þægilegri
i- J stóla.
BÍLARNIR SEM SAMEINA: RÝMI — ÞÆGINDI — FEGURÐ.
HR. HRISTJÁNSSON H.F.
U M D 0 Fl 10 SUÐURLANDSBRAUT 2 • SÍMI 3 53 00