Morgunblaðið - 15.12.1967, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 15.12.1967, Blaðsíða 1
32 SIÐUR 54. árg. 286. tbl. FÖSTUDAGUR 15. DESEMBER 1967 Prentsmiðja Morgunblaðsins Gagnbylting Atburðirnir vekja ugg — Ovísí um viðurkenningu á stjórninni Aþenu, Róm, Bríissel, Kaupmannahöfn, London og Washington, 14. desember — NTB—AP — HERFORINGJASTJÓRNIN í Grikklandi virðist vera traust í sessi eftir að hafa unnið algeran sig- ur í uppgjörinu við Konstantín konung og stuðn- ingsmenn hans, og allt virðist vera með kyrrum kjörum í Aþenu og víðast hvar annars staðar í land- inu. Hinn nýi forsætisráðherra, Georg Papadop- oulos ofursti. sagði á blaðamannafundi í dag, að þjóðhættulegt samsærj hefði verið brotið á bak aft- ur án blóðsúthellinga og í Grikklandi væri enn þing- bundin konungsstjórn. nstantíns bæld niöur Konstantín konungur, sem kom til Rómar i morgun, ásamt fjölskyldu sinni, móður sinni, Friðriku drottningu, og forsætis- ráðherra sínum, Konstantíni Kol Verður sumið við konung? ÁREIÐANLEGAR heimildir í Washington hermdu í kvöld. að sú ákvörðun Konstantíns konungs að fresta blaðamanna fundinum gæti bent til þess að tilraun hafi verið gerð til að koma á sáttum milli hans og herforingjastjórnarinnar í Aþenu, og konungur vUji ekki útiloka samkomulag. Rent er á að Papadopoulos forsætisráðherra varaðist að gagnrýna konung á blaða- mannafundi sónum og að vara konungur var skipaður. Þá kunni konungur að hafa frest að blaðamannafundi sínum til þess að þurfa ekki að svara spurninguin sem gætu komið í veg fyrir samkomu- lag v'ð Papadopoulos, að því er segir i AP-frétt. ias, dvaldist í bústað gríska sendiherrans í borginni í dag, og orðrómur var á kreiki um það að hann héldi til Kaupmanna- hafnar á laugardaginn. — En í kvöld fór Konstantín konungur úr bústaðnum með leynd og hélt tii heiuiilis frænda síns í Róm. Konungur hélt engan fund með blaðamönnum eins og búizt hafði verið við. 1 Kaupmannahöfn sagði danski forsætisráðherrann, Jens Otto Krag. að konungi og fjöl- skvldu hans væri velkomið að dveljast i Danmörku ef hann ósk aði. í London sagði Wilson for- sætisráðherra, að stjórnmálasam band Bretlands og Grikklands væri ekki lengur i gildi, þar sem konungur væri farinn úr landi. 1 Washington sagði opin- ber talsmaður, að bandaríska stj rnin mundi fresta að taka á- kvörðun um viðurkenningu á nýju stjórninni i Grikklandi. í Brússel var ástandið í Grikk- landi tekið fyrir á ráðherra- fundi Atlantshafsbandalagsins, sem lauk í dag, en fundurinn gerði enga tillögu eða ályktun, þó að sagt væri að atburðirnir vektu hvarvetna ugg. Allt er á huldu um viðurkenningu fjölda landa á hinni nýju ríkisstjórn Konstantín konungur og Anna María drottning við komuna til Rómar. sem Papadopoulos ofursti mynd- aði í gær, enda virðist hún eng- an lagalegan grundvöll hafa eft- ir flótta konungsins. Konungurinn hjá frænda sinum. Brottför Konstantíns konungs úr gríska sendiráðinu vakti mikla furðu, en ástæ'ðan er sennilega sú að hann hafi vilj- að firra sendiherrann erfið- leikum vegna þess að hann hef- ur veitt svörnum fjandmanni her foringjastjórnarinnar húsaskjól. Konungurínn fór úr sendiráðinu bakdyramegin og ók burtu í blá um bil í fylgd með lögreglubif- reiðum til villu frænda síns, Heinrich prins af Hessen. Hóp- ur grískra stúdenta og ítalskir konungssinnar hrópuðu „Lifi konungurinn", en Konstantín veifaði til þeirra. Fyrr í dag hafði talsmaður gríska sendiráðsins sagt, að kon- ungurinn ætlaði að halda blaða- mannafund í villu Heinrich prins í Róm kl. 18,30, en þegar blaðamenn komu þangáð var hliðið lokað og enginn beið þeirra. Þeir biðu í tvo klukku- tíma og fór að gruna að verið væri að reyna að villa um fyr- ir þeim. Að lokum sagði tals- maður utanríkisráðuneytisins, að konungurinn kæmi ekki en héldi kannski blaðamannafund á morg Harmel-skýrsian um verkefni NATO næstu áratugi gefin út Brússed, 14. desember — NTB — f LOK ráðherrafundar Atlants- hafsbandalagsins í Brússel í dag var birt skýrsla sem gerir grein fyrir hernaðarlegum og pólitísk um stefnumiðum bandalagsins tvo næstu áratugina. Tvö helztu atriði skýrslunnar, sem kennd er við Pierre Harmel, utanrík- isráðherga Belgíu, eru þau að NATO sé varnarbandalag og muni bandalagið halda áfram þelrri viðleitni sinni að draga úr spennunni í sambúð austurs og vesturs. ÖIl aðildarlöndin, þar með talin Frakkland, hafa lýst yfir stuðningi við skýrsluna, þar sem meðal annars segir að hernaðar- legt öryggi og viðleitni til að draga úr spennu þurfi ekki að stangast á, enda stuðli sameig- inlegar varnir að jafnvægi í al- þjóðamáluim og séu nauðsynleg forsenda þess að friður ríki í Ev- rópu og bæði Bandaríkin og Sov étríkin verði að taka þátt í því starfi að leysa vandamál Evrópu. Sam.tímis því sem sfyrk banda lagsiins verði haldið óskertum verði haldið áfram að bæta saim búðina við Austur-Evrópu til þess að tryggja aukið jafnvægi í álfunni svo að leysa megi þau pólitísku vandamál, sem séu undirrót spennunnar. f skýrsl- unni segir að nauðsynlegt sé að aðildarlöndin ráðfærist meir sín í milli en stjórnir landanna þurfi ekki að leita samþykkis fastaráðs NATO á því, að þær reyni hvert í sínu lagi að bæta sambúðina við Austur-Evrópu, enda þótt fastaráðið sé mikil- vægur vettvangur skoðanaskipta um tilraunir til að draga úr spennunni. Harmel-nefndin leggur tii að aðildarlöndin marki þá stefnu sem hagkvæmust sé í þvi starfi að finna varanlega og réttláta lausn á vandamálum Evrópu, meðal annars Þýzkalandsmálmu og öryggismálum Evrópu. Þann ig hafi gagnlegur undirbúning- ur átt sér stað þegar rauniveru- legar samningaviðræður geti haf izt. NATO-löndin muni halda áfram að vinna að afvopnun og hagnýtum aðgerðum er miði að eftirliti með vopnabúnaðd og fækkun í liðsaflanum. Að lok- um er bent á suðaustursvæði bandalagsins og sagt að það búi við sérstaka haettu. Varnarmál- in verði að rannsaka í ljósi auk- ins áhuga Rússa á Miðjarðar- hafssvæðinu. Þessi uggur kom einnig í ljós í lokatilkynning- unni um ráðherrafundinn, sem gefin var út í dag, en hún er mjög á sömu lund og Harmel- skýrslan. Me'ðan þessu fór fram köstuðu vinstrisinnaðir óeirðasegigir flösk um með málningu og benzíni að lögreglumönnum, sem öftruðu þeim frá því að komast að gríska sendiráðinu. Óeirðasegg- irnir komu af fundi sem félagið „Frelsi fyrir Grikkland" hélt á torgi í grenndínni. Fyrr í dag var haft eftir á- reiðanlegum heimildum, að kon ungur færi til Kaupmannahafn- ar á laugardagsmorgun, en ver- ið gæti að hann frestaði brott- förinni vegna hins ótrygga ástands. Konungur þreytulegur Konstantín konungur var þreytulegur og þerraði burt tár frá augunum þegar hann kom til Rómar í morgun ásamt fjðl- Framlhald á bls. 31 Pearson hættir flohksiorystu Ottawa, Kanada, 14. des AP LESTER B. Pearson tilkynnti á blaðamannafundi í gær, áð hann hefði sagt af sér sem formaður Frjálslynda flokks- ins í Kanada. Á fundinum las Pearson upp bréf þess efnis og seg- ir, að hann taki þessa ákvörð un með miklum söknuði, en hann sé sannfærður um, að hún sé rétt. Hann kvaðst mundu gegna áfram störfum forsætisráðherra. Pearson sagði, að hann hefði alla tíð noti'ð fádæma góðs stuðnings og trygglyndis og hann vildi áfvam vinna landi og þjóð það sem hann mætti. Pearson hefur verið forsæt isráðherra í nær fimm ár, for maður flokks síns í tíu ár og þingmaður í 19 ár. «c

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.