Morgunblaðið - 15.12.1967, Qupperneq 10

Morgunblaðið - 15.12.1967, Qupperneq 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 15. DES. 19«T Hvað segið þér um endur- minningabók Svetlðnu ? BÓK Svetlönu Stalinsdóttur hef- ur verið kölluð umræddasta bók ársins og hefur á síðustu mán- uðum verið gefin út í flestum vestrænum ríkjum. Eins og skilj anlegt er leikur fólki mikil for- vitni á að kynna sér bókina og skyggnast inn á svið þeirra at- burða, sem áhrif höfðu á allan heiminn um árabil; Stalinstima- bilið í Rússiandi. Bókaútgáfan FifiU hefur nú sent bókina frá sér í íslemzkri þýðingu Arnheiðar Sigurðar- dóttur. Morgunblaðið leitaði til nokkurra karla og kvenna og bað þá að segja skoðun sina á bókinni og fara svör þeirra hér á eftir: Ragna Ragnars, B.A., hús- freyja: Mér finnst Ihún afskaþlega hreinskilnisleg og blátt áfram og læsileg. Og þegar ég hugsa eftir á um þetta finnst miér merkiáegt að Svet- lana skiyldi haida viti sínu eftir allar þær hörmungar, sem gerðust í kringum hana. Hún segir reyndar sjá'lf, að hún hafi haldið viti vegna þess, að hún hafði alla tíð sömu fóstruna. Hvað eftir annað fylgist hún með því, þegar ýmsir henni nán- ir, bæði fjölskyldumeðlimir og vinir eru látnir hverfa og um eitt skeið virðist Stalín tor- tryggja hana sjálfa. Hún veit ekki nerna röðin komi að sér og hún getur ekkert aðhafzt til að koma í veg fyrir það. Svo fór reyndar ekki, en þetta sýnir sjúkt sálarlíf föður hennar á átakanlegan ihátt. Einu sinni átti að láta þessa fóstru hennar hverfa, en þá brást hún svo harkalega við, að Stalín lét und- an dótturinni og hún fær að hafa sína fóstru áfranm Bróðir hennar aftur á móti fékk aðrar og hún telur, að það hafi getað stuðlað að því, hvað honum farn aðíst illa í lífinu. Auðvitað er bókin ekki sögu- leg heimild, til þess er Svetlana aditof hrifin af pabba sínum. Hún kennir Beria um alit. En brjálun Stalíns kemur samt greinilega fram. Það er skrítið, að hann skyldi sleppa við að vera ihreins- aður sjálfur, svo hættulega geggjaður sem hann var. Mér finnst undarlegt, að hún skyldi fá af sér að yfirgefa börn sín, en hún lýsir því í bókinni að eftir dauða Stalíns hafi hún verið einskonar „ríkiseign“ og hún hafi ekki getað lifað við það. Svo að kannski er eðlilegt að hún notaði tækifærið til að komast í burtu þegar það gafst. Thorolf Smith, fréttamaður: Það sem mér kemur fyrst í hug um þessa bók er, að mér finnst hún ákaflega trúverðug frá sjónarmiði Svetlön.u sjálfrar. Hins vegar býst ég við að sem sagnræðirit sé bó.kin vafasöm vegna þeirra tilfinninga, sem hún ber til föður sins. Slíikt er skiljanlegt. Svetlana hefur ríka tilhneigingu til að reyna að draga fjöður yfir myrkraverk Stalíns og gera þess í stað ýmsa aðra menn vonda og grimima, og þá er Beria sá sem versta útreið fær. Bókin er vel skrifuð og Jæsi- leg eins og hún birtist í íslenzku þýðingunni, en ég hef ekki get- að borið hana saman við aðrar útgáfur. Sums staðar finnst mér stíllinn minna á gömlu rúss- nesku meistarana, einna helzt Tolstoj og Turgenjev, án þess þó að ég segi að hún sé sambæri- leg. En fyrst og fremst finnst mér bókin trúverðug og hún er góð lesning og ég tel alls ekki ástæðu til að rengja það, að það séu einlægar skoðanir Svetlönu sem 'bó.kin birtir. Ósjálfrátt gerir maður miiklar kröfur til þessarar bókar. Hún er skrifuð af dóttur þess manns, sem mótaði líf milljóna til góðs og ills — og einkum þó ills — um áratuga skeið. Líti maður á bókina frá því sjónarborni, verð- ur ef til vill minna úr en efni standa til, þar sem maður skilur strax, að hér er ekki á ferðinni söguleg heimild. Bó'kin er ekki meistaraverk, enda óþarfi að bú- azt við því þar sem Svetlana er ek'ki rithöfundur. En hún er hátt- vís gagmvart minningu föður sins og maður situr ekki uppi með vonda tilfinningu um Stalín eftir lesturinn: hann er fyrst og frernst eins og hver annar pabbi. Og bókin nær ekki að lýsa ástandinu í Rússlandi á Stalínstímanum nema að tak- mörkuðu leyti vegna þess, hvernig hún er byggð. Ég endur tek að höfuðkostur bókarinnar er, hve 'hún er læsíleg og hún er mjög mannleg. Nína Björk Árnadóttir skáld: Bréf Svetlönu hafa þann djúpa, sára tón, sem einkennt hefur líf rússnesku þjóðarinnar og listir hennar. Lýsing hennar á föður sínum Stalín, er alltaf full af ást. Lýs- ingar hennar eru allar heitar og mjög s'ký.rar. Bréfin eru vel skrifuð, ef svo má að orði kom- ast, hógvær, látlaus. í fyrsta bréfinu segir Svetlana frá dauðastríði föður síns. Þar segir m.a.: — Með nístandi sársauka, líkt og hnífur væri rekinn í hjarta mér, skynjaði ég hvað það var „að vera 'hold af holdi“. Og ég skildi að líkaminn, sem líf mitt var kviknað af, lifði hvorki né andaði lengur og samt mundi ég halda áfram að !ifa. Þetta fær enginn skilið ti'l fulln ustu, fyrr en hann hefur með eigin augum 'horft á foreldri sitt skilja við. Eigi menn yfirleitt að geta skilið, hvað dauðinn er, verða menn að standa augliti til auglitis við 'hann, sjá, þegar „sál- in yfirgefur líkamann", svo að eftir eru aðeins forgengilegar, jarðneskar leifar. Því miður skildi ég þetta naumast þá, eh ég fann það. Vitundin um það særði mig í hjartastað og skildi eftir ör. — Þetta fyrsta bréf er fagurt, átakanlegt, sterkt. Svetlana lýs- ir föður sínum vel með því að segja frá dauðastríði hans og við brögðum fólksins í kringurn hann: — Enginn í þessu herbergi leit á hann sem guð, ofurmenni, snilling eða djöful. Þetta folk elskaði hann og virti fyrir hvers dagslega, mannlega eiginleika hans, þess konar eiginleika, sem þjónustufólk er öllum öðrum dómbærara um. — Þegar Svetlana kynnir föður sinn á banabeði fyrir lesanda, verður hann mannlegur faðir og húsbóndi. Æ og síðan í bó'kinni. verður þessi tortryggni einræð- isherra manneskja, þrátt fyrir allar óihæfurnar. Það er ein'ker.m iegt, hve mikla samúð þessi kaldrifjaði stjórnandi vekur >und ir lestrinum. Dóttir hans fegrar ekki þá mynd, sem fyrir var, en dregur fram aðrar, sem ekki var vitað um. Nógu miargir munu ávallt verða til að halda á l'ofti miisgjörðum Stalíns. Það er merkilég list að lýsa svo dauða gamals einvalds, að lesandinn kynnist lífi Ihans um ieið. Að láta prenta svona játning- ar hlýtur að vera erfitt. Það þarf líka hugrekkii til að játa fyrir vinum sínum og heim- inu.m, að maður ‘hafi alltaf hugs- að mest um sjálfa sig. Ragnar Jónsson, forstjóri: Hvað ég segi um bók Svet- lönu? Það er auðvitað enginn hversdagsviðburður að sú tign- ar’kona sé komin til okkar í jóla- fríinu sínu, og alla leið inní gamla eldhúsið á Arnarvatni og leysi þar allar umbúðir af sinni skjóðu. Opni okkur jafnvel sitt barnshjarta ef verða mætti til að málda afstöðu okkar til hins al- máttuga Jósefs Stalíns í gröf sinni. Ég er ennþá ekki svo útaf dauður, að ég ekki hrökkvi snöggt við og gleypi þvílika frétt með nokkuð m'ikilli áfergju. Ég las bó'k Sventlönu auðvitað daginn sem hún kom út, í einni lotu. Það var í kuldakastinu um daginn og mér var samt funheitt upp við ískaldan ofninn. Þetta getur ekksi verið einsdæmd og rnér finnst að Hitaveitan ætti að borga eitthvað af hallanum af ameríkuútgáfunni. Mér finnst þetta mikil bók, og konan án efa mikill rithöf- ur. Hér er þungu járntjaldi að lyfta og frásögn Svetlönu finnst mér sannfærandi. (Það nær auðvitað engri átt að lesa slika bók á dönsku, svo afllaust mál fer ekki vel i munni jafn skörulegrar gáfukonu, sem vel gæti verið Þingeiyingur eins og hún Arnheiður á Arnanvatni, sem auðvitað var rétta mann- eskjan að koma verkinu í munn sinnar norrænu þjóðar). Ég veit ekki Ihve stór hliutur Arnheiðar er í íslenzku útgáfunni, en grun- ur minn er að hann sé ekki smár. Helga Kress, stud. mag.: Ekki liggur alveg ljós fyrir, hvað höfundur, Svetlana Allilu- jeva, ætlar sér með þessari bók (fyrir utan það að lifa á henni), hvort hún er að segja sína eig- in sögu eða hvort markmiðið er stórkostleg afhjúpun pólitískrar spillingar. Bókin gefur ákaflega óskýra og þokiukennda mynd af hiniurn raunverulegu atburðum, sem áttu sér stað í Rússlandi þessa tima. Lesandinn er engu nær um þá; Svetlana virðist gjörsam- lega óvitandi um þau átök, sem gerðust í kringum hana, og henni er gjörsamlega fyrirmiun- að að gera þó ekki væri nema til r&un til að komast að kjarna málsins. Efnið er tekið lausum tökum, frásögnin er ruglingsleg og lang dregin og lætur lesandann alger lega ósnortinn. Svetlönu tekst ek’ki að segja frá þessum heimi sínum þannig, að lesendur hríf- ist með, skynji andrúmsloftið, 'hvað þá þetta ofsalega tilfinn- ingaflóð, sem hún á varla nógu sterk orð til að lýsa. Bkki er t/ekin skýr málefnaleg afstaða til nokkurs hlutar, 'hvergi skyggnzt djúpt; bókin úir og grúir af útþvældri lífspeki, þver sögnium og staðhæfingium, sem svo síðar er ýmiist dregið úr eða teknar alveg til baka. — Lesand- inn verður gersamlega ráðvillt- ur í þessari ringulreið. í samræmi við þetta eru lýs- ingar hennar allar mjög yfir- borðskenndar, og mannlýsingarn ar svo grunnfærnislegar, að jaðr ar við algeran barnaskap. Per- sónur eru annað hvort góðar eða vondar, ekkert þar á milli, og þessum eiginleikum þeirra er lýst með runu af sterkuistu lýs- ingarorðum, sem völ er á. En samt bregður svo við með Stalín föður hennar, að hann er bæði góður og vondur, en þó eiginlega meira vondur. Og þessi afstaða Svetlönu til föður síns er rauði þráðurinn í bókinni og raunar eind þráðurinn, þótt slitróttur sé. En því fer fjarri, að út úr þessu fáist nokkur mynd af manninum Stalín, heldur fáum við fremur óskemmtilega mynd af innri baráttu Sveðönu sjálfi%r og tog streibu í hennar eigin sál. Að eigin sögn Svetlönu á kleyfhugasýki að hafa verið ætt lægur sjúkdómur í móðurætt. Og sá grunur læðist að við lestur bókarinnar, að Svetlana sjálf hafi ekki farið alveg varhluta af honum. Henni líður auðsjá- anlega mjög illa, andstæð öfl togast á um hana. Hún varð fyrir miklu áfalli, þegar móðir hennar dó, eða öllu 'heldur, þeg- ar hún 'komst af því hvernig hún dó. Líf og ímyndað píslar- vætti móðlurinniar verður S’vet- Jönu e.k. þráhyggja, hún telur sér trú um, að móðdr hennar hefði skipað sér í flokk gegn Stalín manni sínum, hefði hún lifað. Og þá er orðið skammt í það að ímynda sér, að hann hafi viljað losna við hana, og raunar gefur Svetlarua í skyn, auðvitað án tilraunar til rök- stuðnings, að móðir hennar hafi verið þvinguð til að svipta sig Hfi. — En í naundnni þykir henni vænt um föður sinn og fyrirverður sig hálft í hvoru fyrir þessar hugrenningar. Þess i"egna reynir hún að finna föðiux sínum allt það til foráttu, sem réttlætt geti afstöðu hennar. Hennd finnst hún þurfi að taka upp píslarvætti móður sinnar, þar sem frá var horfið, og halda merki toennar á loftL Henni finnst hún skulda móður sinni þessa bók. Svetlana telur sig vera að skrifta, og þungu fiargi er af henni létt, að því er hún sjátf segir. Það er út af fyrir sig ágætt hennar vegna; en það er til fullt af svona bókum og fáir nenna að lesa. En að nokkur maður skuli láta sér detta í toiug að m.a.s. láta eftir sig á prenti, að hér sé um bóikmenntaverk að ræða, hvað þá framlag til toeims menningarinnar, það er fárán- legt. Hér hlýtur annað hvort að vera um óskhyggju eða gróða- sjónarmið að ræða. — Að öðr- um kosti ætti að vera hægur vandi fyrir lærðan bókmennta- gagnrýnanda ,sem lætur slíkt frá sér fara ,að gera grein fyrir því -- með öðru en innantómu orða- gljálfri og gaspri — í hverju það listgildi bókarinnar eigi að vera fólgið. Sigurður Ólason, hæstaréttar- lögmaður: í fáum orðum sagt er þetta __að mímu viti — framúrskar- andi bók. Gildi toennar er bæði bókmenntalegt, en þó fyrst og fremst sagnfræðilegt, enda fjall- ar hún um stórkostleg örlög og atburði, sem hafa heimsögulega þýðingu, og sem gerzt hafa í tíð okkar, núlifandi manna. Ætterni hö'fundar og æfintýralegur flótti úr heimalandi eýkur á eftirvænt ingu lesandans, og tel ég, að hann verði ekki fyrir vonbrigð- um. Höfundurinn 'hefir óvenju- lega góðan penna, stílHnn er létt ur og vissum töfrum gæddur (a.m..k. í þýðingiunni), frásögn- in öll látlaus, tolý og mannleg, og um'fram allt sannfærandi. I bókinni allri gætir öjúprar ætt- jarðarkenndar og næmra mann- legra tilfinninga ,en jafnframt hefir hún að geyma þunga ádeilu á útspekúlerað og yfflr- þyrmandi „kerfi“ flokksklíku- einræðis og lögregluríkisvalds, sem al'lt mylur undir sig og engu lætur sig skipta mannleg við- horf eða örlög einstaklinganna.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.